Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1988 Attum von á að fyrr kæmi til samstarfs við önnur félög — segir Vilborg- Þorsteinsdóttir formaður Snótar Samninganefnd Snótar var á fundi um stöðuna þegar Morgun- blaðið bar að garði i gær og biðu nokkrar konur i kaffistofu eftir fréttum. Þegar fundi lauk náðum við tali af Vilborgu Þorsteins- dóttur, formanni félagsins, og spurðum hana hver staðan væri núna. Hún sagði engin tilboð hafa borist og enga fundi hafa verið haldna síðan þær höfniiðu Vestfjarðasamningum og Verka- mannasambandssamningum. „Við tókum ekki þátt í þeim samningum. Við erum að reyna að ná samningum einar sér fyrir okkar félag, en þiggjum að sjálfsögðu stuðning og samflot. Þeir sem koma til samstarfs við okkur eru hjartan- lega velkomnir. Við áttum satt að segja von á að til samstarfs við önnur félög kæmi svolítið fyrr,“ sagði Vilborg. „Menn eru enn að meta stöðuna hjá sér. Þessi félög sem eru að fella samningana verða fyrst að vinna heima í héraði. Ef ekkert kemur út úr því þá er um að ræða samstarfsgrundvöll," sagði Vilborg. Hún sagði kröfugerð Snótar hafa verið ákveðna á félagsfundi 13. fe- brúar sl. jafnframt því að leitað .var eftir samningum við atvinnurekend- ur í Eyjum, en í raun eigi það sér lengri sögu að Snót er eitt fé)aga í verkfalli. Fulltrúi Snótar gekk út af kjaramálaráðstefnu VMSI síðast- liðið haust ásamt 10 öðrum fulltrú- um. „Við höfum ekki verið í neinu sambandi við VMSÍ síðan og ekki tekið þátt í sameiginlegum viðræð- um. Það er langt síðan verkfall hefur verið hjá almennu verkafólki og mjög langt síðan þessi staða hefur komið upp, að eitt félag hafn- ar samfloti og fer í verkfall. Við gerðum kröfur um 10.000 króna launahækkun á mánuði úr 29.975 krónum í 39.975 krónur og að starfsaldurshækkanir komi þar ofaná. Að öðru leyti eru kröfur okkar svipaðar VMSÍ, aðeins að allar okkar tölur og prósentur eru hærri," sagði Vilborg. Snót barðist fyrir því á síðasta ári að sérstök samtök fiskvinnslufólks yrðu stofn- uð. Aðspurð um hvort hún teldi líkur á því aukast nú þegar svo mörg félög fella samningana sagði Vil- borg. „Já mér finnst líklegt að sam- tök fískvinnslufólks verði stofnuð upp úr þessu,“ sagði hún. „Spurn- ingin er fremur um með hvaða hætti þau tengjast VMSÍ.“ Eitt fyrirtæki, Tinna sf., hefur gert tilboð til Snótarkvenna um hærri laun. Við spurðum Vilborgu hvort fleirirhefðu fylgt á eftir. „Nei, stóru húsin eru í atvinnuveitendafé- lagi Vestmannaeyja og semja sam- an. Litlu húsin eru sér og geta því samið sér. Arthur Bogason er sá eini sem hefur gert tilboð ennþá. Við gerum honum nú gagntilboð og ræðum við hann. Okkar gagntil- boð miðast við kröfugerð okkar og fer eftir henni hvað yið getum sa- mið um við hann. í hans tilboði voru ákveðin atriði sem við getum ekki sætt okkur við.“ Vilborg var að lokum hvernig Vilborg Þorsteinsdóttir formað- ur Snótar. henni litist á framhaldið. „Við vitum að sjálfsögðu ekki hve lengi við verðum í verkfalli, við eigum nokk- um sjóð sem við hófum að styrkja á síðasta sumri, síðan hafa okkur borist styrkir, 5.000 krónur frá bónda í Mývatnssveit, Þorgrími Starra, og 50.000 krónur frá Verkalýðsfélaginu á Stokkseyri. Önnur félög gera upp við sig stöðu sína á næstu dögum. Ef ekki verð- ur af samfloti við þau vonumst við eftir að þau geti stutt okkur í okk- ar baráttu hér,“ sagði Vilborg Þor- steinsdóttir að lokum. Reyni að flýta vænt- anlegii launahækkun — segir Arthur Bogason einn eig- enda f iskvinnslunnar Tinnu sf. „ÉG ER í raun og veru að reyna að ganga frá hlut sem verður gengið frá eftir verkfall. Það er alveg ljóst að launahækkanir verða. Eg er að reyna að flýta því,“ sagði Arthur Bogason, stjórnandi og einn eigandi fisk- vinnslunnar Tinnu sf. í samtali við Morgunblaðið. Hjá Tinnu sf. er allt fullt af fiski. Þar var tekið á móti 80 tonnum á sunnudag og miklu af hrognum. Hjá þeim leggur Bylgja VE 75 upp, en hún er aflahæst yfir landið það sem af er vertíðar. Arthur gerði Snót tilboð um launahækkun og er nú verið að ijalla um það hjá félag- inu. „Ég ætla að reyna að ná samn- ingum um þetta, tilboðið er um 17.000 króna hækkun á mánuði fyrir 65 tíma vinnuviku og fleiri breytingar. Ég hef fram að þessu borgað jafnaðarkaup, en býð nú að greiða yfirtíð sérstaklega. Ég hef alltaf borgað yfir töxtum. Ég borg- aði upp í 300 krónur á tímann í kaup, býð nú hækkun upp í 330 krónur og 400 krónur fyrir yfirtíð. Svo býð ég sérstakt kaup í pökkun, 350 krónur á tímann og 420 fyrir yfirtíð. Það er hvað algengast að vinna 65 tíma á viku hérna. Þetta þýðir hækkun úr 82.500 krónum í um 100.000 krónur á mánuði. Inn í þetta er tekið, að unglingar undir 14 og 16 ára aldri eru ekki á sama kaupi og aðrir. Mér finnst það ósanngjarnt að þeir séu á sama kaupi og þrælvant fólk,“ sagði Art- hur Bogason. Við spyijum hann hvort hann hafi fengið einhver viðbrögð frá öðrum atvinnurekendum í Vest- mannaeyjum vegna þessa tilboðs. Hann kvað svo ekki vera. „Ég er með gjörólíkt launakerfi. Ég ætla ekki að koma á bónuskerfi, tel al- veg jafnhvetjandi að borga hátt tímakaup. Það liggur á borðinu að í svona litlum fyrirtækjum eins og hjá okkur, þar sem allir eigendur Arthur Bogason, eiginkona hans, Björnsson og Hrafn Oddsson. eru í rauninni sjálfir í slorinu, hljót- um við að geta borgað góð laun þar sem við erum ekki með dýra yfirbyggingu. Þegar fyrirtæki stækka í þá stærð sem sum fyrir- tæki eru í hér þá verður þessi yfir- bygging og það er ekkert óeðlilegt. Það er kominn tími til fyrir verka- og meðeigendurnir Ingi Steinn lýðshreyfinguna að átta sig á því að þessir taxtar sem þeir eru að semja um eru bara taxtar sem borg- að er eftir á örfáum stöðum. Þeir segja ekkert til um hver raunveru- leg laun eru,“ sagði Arthur Bogason að lokum. Hraðfrystistöð Vestmannaeyja: • • Oll hefðbundin vínnsla lömuð VERKFALL Snótar hefur stöðv- að frystingu hjá Hraðfrystistöð Vestmannaeyja hf. en þar vinna að jafnaði um 50 verkakonur. Loðnufrysting var ekki hafin og óvíst hvort hrognavinnsla hefði hafist fyrr en eftir næstu helgi að sögn Jóns Svanssonar yfir- verkstjóra. Hann sagði verkfall kvennanna lama alla hefðbundna vinnslu við frystingu og draga verulega úr saltfiskverkun. INNLENT Þegar blaðamaður kom á staðinn voru þar nokkrir karlmenn að vinna við smálagfæringar á húsnæði frystihússins en vinnslusalurinn stóð auður þrátt fyrir mokafla bát- anna. Jón var fyrst spurður hvaða áhrif verkfall Snjótarkvenna hefði á starfsemi fyrirtækisins. Hann sagði að það hefði ekki mikil áhrif á loðnufrystingu enn, hún hefði ekki verið komin í gang þar sem loðnan væri óvenju seint á ferð nú í ár. Það væri fyrst núna sem hægt væri að fara að frysta hana. Aftur á móti væri hún smá og hefðu samningar við Japani ekki verið spennandi. „Við höfum ekki viljað fara af stað með loðnufrystingu og verkfallið afskrifar hana endan- lega,“ sagði hann. „Segja má að þetta verkfall breyti ekki miklu hvað loðnufrystingu varðar en það lamar alla hefðbundna vinnslu. Það er spuming hvort við komumst í loðnuhrognin ef verkfallið dregst á Jón Svansson, aðalverkstjóri í Hraðfrystistöð Vestmannaeyja. langinn. Það yrði þá væntanlega upp úr næstu helgi. Verkfallið 0 stöðvar fyrst og fremst frystinguna og dregur einnig úr saltfiskverkun. Við höfum fimm báta, einn á netum og fjóra á trolli. Við munum vænt- anlega salta upp úr netabátum og senda afla trollbátanna í gámum á markað, sagði Jón Svansson. Hann kvaðst bjartsýnn á að fá gott verð fyrir gámafiskinn, sagði þann fisk vænan, bæði stóran þorsk og ýsu. Hann var spurður um hvemig honum litist á samkomulagsmögu- leika. Sagði hann Snót hafa hafnað beiðni um frestun verkfallsins á sunnudag, ,',Mér sýnist á öllu að það gæti staðið í tvær til þrjár vikur, og það er auðvitað slæmt fyrir okk- ur, þetta er verulegur tekjumissir, bæði fyrir okkur og bæjarfélagið í heild,“ sagði Jón Svansson að lok- um. Viðtöl: Þórhallur Jósepsson. Myndir: Sigurgeir Jónasson BREEZ4 loftræsti viftur FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 ^^SÍMI 84670^^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.