Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1988 títim/viííí Ást er ... ■ ■ ■ óvæntir samfundir. TM Reg. 'u.S Pat Ott — all rtghts reserved 01966 Los Angeles Tlmes Syndlcate Gangi bQlinn fyrir bensini færðu sekt. Sé hann á raf- hlöðum hringi ég í hann pabba þinn. Með morgunkaffinu Þarna koma nýir innflytj- endur! Vetur kemur þá sumaríð fer Til Velvakanda Von og vænting eru frækorn gleð- innar í heimi manna. Sumarið kvaddi landið okkar á liðnu hausti. Það tók með sér hlýju andrúmsloftsins, ilm blómanna, grænku dalanna, fugla heiðanna, laxa ánna. Allt hið blíðasta, besta og fegursta, sem við höfðum notið um sinn. Það tók sig upp og sveif á brott í fylgd sumars- ins. Tárvotum augum horfum við á eftir sumrinu og fylgdarliði þess og hefðum gjaman viljað slást í för með þessum fríða flokki til suðrænna landa. En um það var nú ekki að ræða. Hér er okkar lánd, okkar vett- vangur til starfs og dáða. Hér viljum við vera. Sumarið hvarf sjónum okkar að fullu. En „einn kemur þá annar fer.“ Rúm sumarsins blíða stóð ekki autt lengi. Sá heitir vetur sem kom í þess stað. Hann er kaldur og hryssings- legur og eins eru fylgjendur hans. Þeir heita: Norðanvindur, snjór, frost og kuldi. Þeir settust hér að, lögðu undir sig landið, læstu helgreipum sínum allt kvikt og viðkvæmt, reyndu að ganga af því dauðu. En við höfum, flest okkar, lært að veijast vetrinum kalda, svo hann vinni okkur ekki grand. Maðkurínn skríður niður fyrir frosthelluna, mús- in býr sér djúpa, hlýja holu, menn byggja sér hús og hita þau upp. Þótt nú veturinn færi okkur sitt- hvað sem angrar og skelfir, þá ber hann okkur einnig eitt og annað sem gleður mannshugann. Þar má nefna: Glitrandi fagrar fannir á fjöllum, bragandi litfögur norðurljós og næt- urhimin ’ með þúsundum blikandi stjama. Allt þetta gleður augað og heillar hugann, ef við aðeins stöld- rum við og gefum okkur tóm til að horfa og njóta þessara dásemda með opnum huga. Veturinn býður því upp á ýmsa dásemd, sem okkur verður eftirminnileg. Og við vitum að einnig veturinn fer sína leið að lokum. „Aftur að sólunni sveigir nú heimsskautið kalda", og veturinn dregur sig þá sem óðast norður á bóginn, og tekur með sér öll klakabömin sín, en einn- ig alla þá fegurð sem honum einum tilheyrir og sem við fáum að njóta meðan hann grúfir yfír landi okkar. Og er hann hverfur á brott kemur sumarið sæla sunnan um höf með „vorvindana glöðu, glettnu", ilminn unaðslega og farfuglana fögru. Sag- an endurtekur sig: „Allt vaknar á ný, nú hljómar frá sérhverju hjarta: dýrð þér, dýrð þér“. „Dagstjaman bjarta“ hækkar á lofti og blóm og blöð breiða krónur sínar fagnandi mót birtu hennar og hlýju. Maðkurinn skríður upp út moldinni til að verma kaldan líkama sinn við geisla sólar, músin skýst úr holu sinni og laxar sækja í ár og læki. Allt vaknar á ný: jurtir, dýr Til Velvakanda. Þá hefur utanríkisráðherra þókn- ast að setja kvóta á ferðafrelsi þjóð- arinnar, og ber fyrir sig stjórn- málaástand í Suður-Afríku. Mér datt í hug það sem Herbert Hoover sagði við blaðamenn 1956: Ég vildi óska að það væri ekkert kynþátta- vandamál í Bandaríkjunum, en af því að þið spurðuð mig þá get ég sagt að 14 milljónir Bandaríkjasvert- ingja eiga fleiri bíla en 300 milljónir Afríkusvertingja og 200 milljónir Rússa eiga til samans." Til skamms tíma hafa lífskjör almennings verið langbest í Suður-Afríku. Alkirkjur- áðið í Afríku horfir með velþóknun á kommúnistana í Angóla, Mosam- bik og Eþíópíu sem náðu völdum gegn vilja meirihluta fólksins í þess- um ríkjum, því engjnn vill lifa við og menn og taka til starfa. Hvem dag hins stutta sumars verður að nýta sem best til viðhalds lífínu ljúfa og hamingjunni hreinu, sem ofan er send frá „lífsins æðsta brunni", öllum til farsældar. marxíska kúgun. Þeir settu upp sa- myrkjubúskap sem veldur hungri og harðrétti alls staðar og þessir valda- ræningjar fá svo morðsveitir frá Castró ti! að beija niður alla mót- spymu og til þess hafa þeir blessun Alkirkjuráðsins. Ég bíð spennt eftir því hvort það eigi þá ekki að banna páskaferðir til Jerúsalem eða em engin illvirki framin þar núna. Þessi ákvörðun utanríkisráðherra er ekkert nema skandinavísk hræsni enda Skandina- var löngu orðnir heimsfrægir fyrir hana og er slíkt ekki til eftir- breytni. Hræsni er alltaf forkastan- leg. Ingólfur Guðbrandsson á þess vegna að segja við ráðherrann eins og Snorri forðum: „Út vil ek“ — og aðrir munu guðsfeguir fylgja honum. Húsmóðir Ing^var Agnarsson Hræsni er alltaf forkastanleg HÖGNI HREKKVÍSI Víkverji skrifar að var orð á því haft meðal gesta á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitarinnar sl. fimmtudag og laugardag, þegar óperan Don Car- los eftir Verdi var flutt, hvað Krist- inn Sigmundsson er vaxandi söngv- ari. Frammistaða hans í Don Gio- vanni, sem Islenzka óperan sýnir nú, hefur vakið mikla athygli og ekki síður söngur hans í Don Car- los. Aðrir aðalsöngvarar á þeim tónleikum voru útlendingar, sem sumir hveijir a.m.k. hafa náð langt á ferli sínum. Kristinn Sigmundsson sýndi, að hann heldur sínum hlut og vel það meðal slíkra söngvara. Sennilega er eitthvað ævintýri að gerast í sönglist hjá okkur Is- lendingum. Kristján Jóhannsson syngur í Scala. Sigríður Ella Magn- úsdóttir í óperuhúsum víða um heim, Garðar Cortes er að ná fót- festu erlendis. Sólrún Bragadóttir og Bergþór Pálsson fastráðin í Þýzkalandi og vafalaust eru ein- hveijir fleiri á ferðinni erlendis. Ekki er ólíklegt, að Kristinn Sig- mundsson verði meira á ferðinni erlendis næstu árin en hingað til. Að sumu leyti má segja, að það sé svipaður uppgangur í sönglist- inni hér eins og skáklistinni, þótt þar sé ólíku saman að jafna. XXX egar rætt er um sönglist og skáklist er ekki úr vegi að minna á það, sem Friðrik Olafsson hefur bent á í samtölum að undanf- örnu, bæði hér í blaðinu og annars staðar, hver aðstöðumunur er á milli þeirra, sem eru að ryðja sér braut nú og fyrir nokkrum áratug- um. Friðrik hefur sagt frá því, hvað illa gekk hjá honum að fá upplýs- ingar um mót, sem nýlega höfðu verið haldin, sem varð til þess, að á skákmótum erlendis kom ýmislegt honum í opna skjöldu, sem aðrir furðuðu sig á, að hann þekkti ekki. Slík var einangrun íslands fyrir aðeins þremur áratugum. Með sama hætti getum við velt því fyrir okkur, hvaða áhrif það hlýtur að hafa haft á feril Stefáns íslandi, að heimsstyijöldin síðari skall á, þegar hann var að hefja feril sinn fyrir alvöru og hann lok- ast raunverulega inni í Kaupmanna- höfn. Fyrir jólin komu út hljómplöt- ur með söng Stefáns, sem minna yngri kynslóðir á, hvílíkur stór- söngvari var á ferð. En m.a. orða: hvenær koma slíkar plötur út með þeim söng Maríu Markan, sem til er? XXX egar komið er úr austurátt eftir Nýbýlavegi er komið að gatnamótum við brúna yfír Kárs- nesbraut, sem eru mjög óþægileg fyrir ökumenn og hljóta að valda slysahættu. Þetta eru umferðareyj- ar, sem eru á móts við skrifstofu- hús Jöfurs hf. Umferðaryfirvöld í Kópavogi ættu að huga að lagfær- ingum á þessum stað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.