Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1988 49 Vakna þu mín Þyrnirós Raforka er 80% dýrari en olía eftir Jóhannes Benediktsson Erum við á réttri leið, ég efast stundum um það. Nú í janúar var gerð könnun á orkukostnaði nokkurra aðila hér í Dalasýslu. Könnunin gekk út á það að bera saman húshitunarkostnað þeirra sem farið hafa eftir hvatning- aráróðri stjómvalda um að nota innlenda orkugjafa í þessu tilfelli raforku í stað olíu. Meðfylgjandi úrtak úr könnun- inni sýnir betur en nokkur orð hversu fáránlegt þetta er, það skal svæla þá út með góðu eða illu þrátt fyrir allt byggðastefnuhjal. Hvar eru öll stóru orðin frá síðustu al- þingiskosningum, eða ráða stjórn- völd kannski ekkert við þetta verk- efni sem við fengum þeim, það er að allir þegnar íslenska ríkisins eigi jafna möguleika til að sjá sér og sínum farborða. Það er kannski líka mögulegt að ég hafi misskilið þetta allt, er það sjónhverfíngarleikur að veita fleiri hundruð milljónum til dreifbýlisins úr ríkissjóði í gegnum byggðasjóð og fleiri stofnanir ef framfærslu- kostnaður á landsbyggðinni er þannig að enginn getur verið þar? Það gæti þó ekki verið að stór hluti fjárveitinga til byggðamála færi til rekstrar stofnana í Reykjavík. Niðurstaða könnunarinnar er sú að rafmagn er 78,6% dýrara en gasolía til hitunar á atvinnuhús- næði en 34,3% dýrara til hitunar á íbúðarhúsnæði, þrátt fyrir svokall- aða niðurgreiðslu úr ríkissjóði. Hvemig er raforkuverð fundið og hver ákveður það, veit það ein- hver, ég spyr. Gæti ekki verið að um væri að ræða pólitíska ákvörðun um afskriftir virkjana og dreifilína. Jóhannes Benediktsson „ Annað tveggja verður að ske, stjórnvöld að vakna af sínum Þyrni- rósarsvefni eða við landsbyggðarmenn að taka í okkar hendur stjórnun okkar mála.“ Ég óska svars frá háttvirtum iðnað- ar- og orkumálaráðherra, Friðriki Sophussyni. Ef ekki er hægt að selja raforku á samkeppnishæfu verði innanlands þá legg ég til að við seljum hana til Bretlands, eins og um hefur ver- ið rætt og fáum olíu í staðinn, við þénum stórlega á því, ekki satt! Ekki ætla ég að fara að bera saman húshitunarkostnað hér á Kvenfélagið Von, Siglufirði 7 0 ára •• eftir Onnu Snorradóttur Kvenfélagið Von var stofnað Siglufirði 13. nóvember 1917 og voru stofnendur 48 að tölu. Markmið fé- lagsins var að hjálpa sjúkum og bág- stöddum. Félagið hefir starfað óslitið frá stofnun þess og ávallt unnið að líknar- og menningarmálum hér í bæ, auk þess sem það hefir tekið þátt í margskonar starfsemi líknarfélaga í þágu alþjóðar. Félagið kom upp samkomuhúsi árið 1925, Kvenfélagshúsinu, og var það m.a. aðalleikhús Siglfirðinga í fjölda ára. Húsið var selt 1939 og var síðar rekið sem sjómanna- og gestaheimili. Um svipað leyti réðust kvenfélagskonur í að byggja bama- heimilið Leikskála, og var það síðan rekið á sumrum frá 1940 til 1973, en þá eyðilagðist húsið gjörsamlega í snjóflóði. Fyrir 1940 hafði þó verið bamagæsla í tvö sumur í Kvenfélags- húsinu og tvö sumur á Steinaflatat- úni í stóm tjaldi. Bamaskemmtanir héldu kvenfélagskonur um jólaleytið fyrstu tvö starfsárin, en í janúar 1920 var ákveðið að hafa skemmtun í þrjú kvöld og bjóða gamalmennum fyrsta kvöldið með yngstu bömunum. Síðan hefir það verið fastur liður í starfsemi félagsins að bjóða öllum eldri borgurum bæjarins til fagnaðar í janúar ár hvert. Félagið hefir lengi safnað í sér- stakan elliheimilissjóð sem afhentur var ellideild nýja sjúkrahússins í Si- glufirði en það var vígt 1966. Eftir það hefir margt verið gefið til 'elli- deildarinnar til aukinna þæginda fyr- ir vistfólk þar. Síðan hafist var handa „Félagið hefir starfað óslitið frá stofnun þess og- ávallt unnið að líknar- o g menningar- málum hér í bæ.“ við byggingu íbúða fyrir aldraða hefir félagið þegar lagt fram 1,5 millj. króna. Félagið gefur út minn- ingarkort til eflingar Elliheimilissjóði og annast félagskonur sölu þeirra. Námskeiðahald hefir verið vinsæll þáttur í starfsemi félagsins, og hefir það staðið fyrir ýmiskonar fræðslu til aukinnar þekkingar og hagræð- ingar í störfiim fyrir féiagskonur. Þegar félagið varð 60 ára kom það upp merkilegri sýningu í Alþýðuhús- inu á sögu félagsins í máli og mynd- um auk fjölda muna frá hinum ýmsu handiðnaðamámskeiðum. Hátíðarfundur vegna 70 ára af- mælisins var haldinn þann 13. nóv- ember á Hótel Höfn og hófst hann með borðhaldi. Rifl'að var upp ýmis- legt frá fyrri tímum og síðan slegið á léttari strengi, og áttu konur mjög ánægjulega kvöldstund ásamt gest- um sínum. Á fundinum var Guðný Fanndal gerð að heiðursfélaga, en hún gegndi formannsstarfi í félaginu samfellt í 17 ár. Annar heiðursfé- lagi, Þorfinna Sigfúsdóttir, sat einnig þennan fund, en hún gekk í félagið 1920. Aðrir heiðursfélagar eru þær Guðfinna Jóhannesdóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Ólöf Kristinsdóttir og Siguijóna Einarsdóttir. Aðrar félags- landsbyggðinni og á suðvestur- hominu en læt þér það eftir, les- andi góður, sem það þekkir af eigin raun og ekki síst okkar ágætu ráð- heirum sem flestir kynda hús í Reykjavík. Sjálfsagt era allir búnir að fá hundleið á harmagráti okkar lamis- byggðarmanna, því við eram víst afætur á hagkerfi þéttbýlisins, eða svo er manni sagt æði oft. Því er það niðurstaða mín eftir að hafa skoðað eftirtaldar stað- reyndir. Hvaða bjáni lætur sér detta í hug að eyða lífsstarfi sínu í þessa baráttu ef hann á völ á öðra? Að öllum líkindum er það þrái eða ein- föld heimska sem ræður því að við eram ekki útdauður stofn, lands- byggðarmenn. 1. I landinu er lögvemdað vaxta- og fjármagnskostnaður okkar sem blóðmjólkar allt heilbrigt atvinnulíf og vonlaust er að ná nema litlu af reykvískri ávöxtun á peninga á landsbyggðinni. 2. Orkukostnaður er svo gjörsam- lega út í hött að engu tali tekur. 3. Skattlagning á þungaflutninga er úr hófí fram og kemur að sjálfsögðu verst við þá sem sækja þurfa sínar neysluvörur lengst. Annað tveggja verður að ske, stjómvöld að vakna af sínum Þyrni- rósarsvefni eða við landsbyggðar- menn að taka í okkar hendur stjórn- un okkar mála. Margt fleira má að sjálfsögðu segja um þessi mál bæði jákvætt og neikvætt og þrátt fyrir allt tel ég að okkar ágæta ríkisstjórn hafi gert margt gott, meðal annars tolla- og skattkerfisbreytingar sem standa yfir. Nei, nei, svona verður byggða- stefna ekki framkvæmd, ráða- menn þessarar þjóðar verða að rifja það upp snarlega að stjórnkerfið þarf að taka mið af landinu öllu og ríkisstjómin að vera fyrir ísland allt. Allt sem við biðjum um er að ekki sé skrökvað að okkur eins og gert hefur verið í verðlagningu á raforku, taki það til sín sem eiga. Höfundur er framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Taks hf. í Búðardal. nér er mcmanlxiráur á nottui rmlhl turmrtjucta RARDC D1, arm noUður *r fjrir ennur húm m ibúðmrhúm, at hlnmrctmr ./ notuó ar tmmolím til urpfii tíMULr. HlOmó mr vid 70X bnnmnýtingu í gmmoliimi, mtm mr tmlin motmlnftlng. Smmánmmt þvi gmfkar gmmolíulítmr 6.75 KUi I hitm. Hi6a6 er vi6 m6 gmmolímm mó mfgreidd á hmÍÆdJiatmnk. 1- Jan. >986 komtmr hvnp litir mf ollu 8.60 kr. eóm 1.27 kr. M. 1. Jmn. 1986 komtmr hvor XUi á D1 2.17 kr. * 8.340,00 kr/ári fmat gjmld HJÓlkurummmmlmn Ddl Vermliwi K.H.v. KJÖ tpoka. verkaad. OJm IWr hf. vrsaturbrmut 20 Svwöishúa VogaKorömr. Stjórnaýaluhús. Ileilaugwmluatööln. Búnmömrbmnkinn. Cmmlm alökkvimtO&in. Tréaadöjm K.tt.V. Oakmrl K.lt.v. Vegmgerö/Sl ðídrvi a tOö Tréaodöjm Hiöbrmut 9 Sláturhúa K.ll.v. Félagaheiadli Suóurd. FélagsheLailid Staðarl llnúkmnauat Hnúkanemi. Veralun Skribulmndi. Sláturhúa K.S.S. Fóöuriójmn Qlmfadml. SAtfTALS ROKRKA FRA RARJX Armnotkxjn Komtnaöur pr. ár. 130834 79665 61453 80444 169177 133183 67531 21245 76328 89618 55440 17428 35334 30013 36997 16558 79584 25946 142457 508138.74 292249.78 181213.05 141693.01 182903.48 375454.09 297347.11 154882.27 54441.65 173971.76 202811.06 128644.80 46158.76 85014.78 73468.21 88623.49 44270.86 181037.28 64642.82 317471.69 EF NOTIV VÆRI GASOLlA Aranotkun Komtnaöux 1 pr. ár. 34121.78 19382.81 11802.22 9104.15 11917.63 25063 26 19730.81 10004.59 3147.41 11307.85 13276. 74 8213.33 2581.93 5234.67 4446.37 5481.04 2453.04 11790.22 3843.85 21104.74 1579S57\ 3594439] 234008 2012473 1581966 293447. 166692. 101499. 78295. 102491. 215544. 169685. 86039. 27061. 97247. 114179. 70634. 22204. 45018. 38238. 47136. 21096. 101395. 33057. 181500. á ári. 214691.45 125557.57 79713.94 67\ 63397.34 61 80411.87 03 159910.06 01 127662.10 50 68842.77 70 27373.95 53 76724.23 97 88631.09 67] 58010.13 23954.20 JJl 39996.65 79 35229.42 92 41486.57 12\ 23174.74 79641.37 JJl 31585.69 77 135970.92 Jónma K. Ouömndaaon raíveltust. Dúömrdml. UAl-MACNSVniTUn niKISINS VESTönDRAUT 22 370 IWDARDAL llór tr mmmmnburöur i rmtht tunmrtmmtn RAKJÍ Cl, ... mr nt öurgr.tddur „ 6.1 murm / Kuh og notmdur mr tíl hitunmr íbúdmrbúmnmdím, og hlnmv.gmr .[ notui mr gmmollm tit upphitunmr. Hiömö er viö 70 X brununýtlngu A gnmoliunni, m.m tmlin er meöml nýtint. Smmkvmmt því g.Iur gmmoliulít.r 6. 71 Kuh I hitm. e1ení‘uma.*m,Zlí,n ‘r*rmldd * hmimlllmtmnk. I jmn. 19SÖ komtmr hvmr Jítlr mt ollu t,60 kr. .öm 1.27 kr. gvh. I. Jmn. 19SÖ komtmr hv.r tuh á C1 1.5« kr. * 8.340,00 kr/ári tmmt gjmld. NOTENDUR. ROFVRKA FRA RARIK NIDURCR. CJAURA/Kuh EF NOTUD VIRI CASOLlA Aranotkun Koatnaöur Aranotkun Koatnmöur Mimmunur Kuh. pr. ár. gaaolla pr. ár. á árl. Cunnuraa taöir 47839 82012.06 7087.26 60950.43 21061.63 A1 fatrmóir 35197 62543.38 5X14.37 44843.69 17699. 7S Uugóuataöir 32401 58237.54 4800.15 41281.27 16956.27 llól 1 45170 77901.80 6691.85 57549.93 20351.87 Skógakot 31321 56574.34 4640.15 39905.27 16669.07 Stóri-Skógur 42062 73115.48 6231.41 53590.10 19625.38 Elllheimiliö Fellaendu 79796 131225.84 11821.63 101666.01 29559.83 Fremmri-Uundadalur 36230 64134.20 5367.41 46159.70 17974.50 62898 89802.92 1836. Ti 67395.97 22406.96 Suurmr 47437 81392.98 7027. 70 60438.25 20954.73 llrappaataóir 50226 85688.04 7440.89 63991.64 21696.40 Cillaataöir 46116 79358.64 6832.00 58755.20 20603.44 Sámataöir I 35643 63230.22 5280.44 45411.82 17818.40 Lmkjarhvammur 3 42010 73035.40 6223. 70 53523.85 19511.55 t.mkjnrhvmmmur 4 s tckkjarhvnmmur 1 29067 53103.18 4306.22 37033.51 16069.67 70515 116933.10 10446.67 89841.33 27091.77 Stekkjmrhvmmmur 6 29144 53221. 76 4317.63 37131.61 16090.15 Drekkuhvmmmur 1 61436 87551.44 7620.16 65533.27 22018.17 Drekkuhvammur 2 49863 85129.02 7387.11 63529.16 21599.86 Drekkuhvmmmur 2A 27630 50890.20 4093.33 35202.67 15687.53 Ægimbrmut 19 46739 80318.06 6924.30 69548.95 20769.11 Iglabraut 5 18435 36729.90 2731.11 23487.56 13242.34 Igiabraut 1 43650 75561.00 6466.67 55613.33 19947.67 Sunnubraut 2 43533 75380.82 6449.33 55464.27 19916.554 Sunnubraut 5A 21681 41728. 74 3212.00 27623.20 14105.54 Sunnubraut 6 37414 65957.56 5542.81 47668.21 18289.35 Sunnubraut 8 39044 68467.76 5784.30 49744.95 18722.81 Dúöarbraut 8 48021 82292.34 7114.22 61182.31 21110.03 Dorgarbraut 1 26266 48789.64 3891.26 33464.83 15324.81 Uvalarheimlliö Ddl. 265905 417833.70 39393.33 338782.67 79051.03 Gunnarsbraut 5 41682 72530.28 6175.11 53105.96 19424.32 SAMTALS 1514371 2590671 224351 1929421 661251 (ll Jónaa K. Cuömundaaon rafveituat. Dúóardal. Fáni félagsins. konur eru 110 og kvenfélagskonur þvísamtals 116 með heiðursfélögum. I afmælismánuðinum 1987 vora haldin námskeið bæði í fatasaumi og jólaföndri og sóttu þau samtals 40 konur. Kennarar vora frá Sam- bandi eyfirskra kvenna sem félagið er aðili að. Laufabrauðsgerð fór einn- ig fram í þessum sama mánuði að norðlenskum sið, og var brauðið selt á basar ásamt fleira þann 5. desemb- er, og fengu það færri en vildu. Formenn félagsins frá stofnun hafa verið þær Indiana Tynes, Guð- rún Bjömsdóttir, Margrét Jósefs- dóttir, Þóra Hjartar, Sigurbjörg Hólm, Freyja Jónsdóttir, Guðný Fanndal, Erla Eymundsdóttir og Magna Sigbjömsdóttir. Núverandi stjóm skipa þær Anna Snorradóttir, formaður; Ásdís Magnúsdóttir, rit- ari; og Amfinna Bjömsdóttir, gjald- keri. í varastjóm eru þær Auður Bjömsdóttir, Erla Eymundsdóttir og Margrét Bjömsdóttir. Minningarkort félagsins eru til sölu hjá eftirtöldum konum: Önnu Snorradóttur, Erlu Eymundsdóttur ogMagðalenu Hallsdóttur, Siglufirði. Hin árlega hátíð félagsins fyrir eldri borgara fór fram á Hótel Höfn þann 16. janúar sl. og hófst hún með guðsþjónustu. Um 200 manns sóttu hátíðina og tókst hún mjög vel. Kven- félagskonur sáu um allar veitingar, en margir lögðu þeim lið til þess að gera kvöldið sem ánægjulegast. Skemmtiatriði voru fjölbreytt og undu gestir sér við spil og dans til kl. 01 eftir miðnætti. Höfundur er formaður Kvenfé■ lagsins Vonar. Nýir eigend- ur að Pastel NÝIR eigendur hafa tekið við versluninni Pastel á Laugavegi 33. Þeir eru Ragnar Gunnars- son, Sverrir Hreiðarsson og Þórdís Linda Guðjónsdóttir. Pastel er sérverslun með Gall- erí- plaköt, myndir og innrömmun- arþjónustu, auk þess sem hægt er að fá húsnæði leigt undir einkasýn- ingar. Verslunin er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 10-18, föstudaga kl. 10-19 og laugardaga kl. 10-16. Nýir cigendur Pastel: Þórdís Linda Guðjónsdóttir, Ragnar Gunnarsson og Sverrir Hreiðars- son.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.