Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 72
IFERSKLEIKI (*WI*6 UtO»'öi_ _ ÞEGAR MESTÁ REYNIR rogtmMiifrtfe ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR. Sjómannasamband Islands: Hvetur til uppsagnar -kja.rasa.mninga við LIU Við erum ekki aflögufærir, segir Krislján Ragnarsson Sjómannasamband íslands mótmælir harðlega ákvörðun Verð- lagsráðs sjávarútyegsins um óbreytt fiskverð til maíloka og þeim aðferðum, sem SSÍ telur að þar hafi verið beitt fyrir tilstuðlan stjórn- valda. Vegna þessa hvetur sambandsstjórn SSI sambandsfélög sín til að segja þegar upp kjarasamningum við samtök útgerðarmanna svo unnt verði að sækja launahækkun til útgerðar. Framkvæmda- stjórn Farmanna- og fiskimannasambands Islands mótmælir ákvörð- un Verðlagsráðs ennfremur og hvetur til aukinnar sölu á ferskum fiski erlendis til að auka tekjur sjómanna. Verði kjarasamningum við út- gerðarmenn sagt upp nú verða samningar ekki lausir fyrr en eftir mánuð. Um áramót voru gildandi samningar framlengdir um 6 mán- uði og framlengjast um s’ama tíma á miðju ári, verði þeim ekki sagt upp fýrir 1 júní. „Við mótmælum þessari aðför að afkomu sjómanna, sem fram kemur í ákvörðun um óbreytt fisk- verð,“ sagði Óskar Vigfússon, for- maður Sjómannasambands íslands, í samtali við Morgunblaðið. „Við teljum okkur ekki eiga kost á öðru nýta okkur ákvæði í kjarasamn- ingum við útgerðarmenn um geng- isbreytingar og beina þeim ein- dregnu tilmælum til sambandsfé- laga okkar, að þau segi upp gild- andi kjarasamningum. I nýjum samningum verðum við svo að end- urheimta það, sem af okkur var tekið með svokallaðri kostnaðar- hlutdeild, er útgerð gekk illa. Það hefði verið mannlegra að ákveða óbreytt fiskverð með lagasetningu en fara svona bakdyramegin inn í Verðalagsráðið. Þetta var allt ákveðið fýrirfram. Við íhugum það nú alvarlega að leggja fram tillögu á þingi SSI í haust um að við drög- um okkur út úr ráðinu. „Við erum á sama báti og sjó- menn, verðum að fá auknar tekjur til að mæta vaxandi kostnaði,“ sagði Kristján Ragnarsson. „Við höfum því ekkert handa þeim, nema þá eitthvað sem við með sameigin- legri baráttu gætum fengið. Þeir eiga að vita að við erum ekki aflögu- færir," sagði Kristján. „Samkvæmt lögum um Verð- lagsráð sjávarútvegsins ber við verðákvárðanir yfirnefndar að taka mið af starfsskilyrðum viðkomandi greina og væntanlegri framvindu markaðsmála," sagði Þórður Frið- jónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnun- ar. „Mat á þessum tveimur þáttum gaf ekki til kynna svigrúm til hækk- unar á fískverði og því greiddi ég atkvæði tillögu um óbreytt fiskverð. Það er af og frá að ákvörðun mín hafi byggzt á pöntun frá stjórn- völdum," sagði Þórður Friðjónsson. Sjá einnig yfirlýsingar SÍ á bls. 70 og FFSÍ á bls. 39. Mortfunblaðið/Sifrurgeir Jónasson. Konur í Verkakvennafélaginu Snót ræða málin að loknum trúnaðarráðsfundi í gærdag. A innfelldu myndinni eru þeir Einar Bjarnason og Óskar Óskarsson verkstjórar í Hraðfrystistöðinni í tómum vinnslusalnum. yerkalýðs- og sjómannafélag Vestmannaeyja boðar yfirvinnubann: Verkfall Snótarkvemia lamar fískvinnslu í Eyiuni Vestmannaeyjum. Frá Þórhalli Jósenssvni. blaðamanni Morminblaðsins Vestmannaeyjum. Frá Þórhalli Jósepssyni, blaðamanni Morgunblaðsins VERKFALL Snótarkvenna í Vestmannaeyjum hefur lamað fisk- vinnslu á staðnum. Frysting er engin en eitthvað er saltað. Fundur hjá stjórn og trúnaðarráði Verkalýðs- og sjómannafélags. Vestmanna- 'T5yja samþykkti í gærkvöldi tillögu um boðun yfirvinnubanns, sem tekur gildi frá og með klukkan 17 þann 15. mars nk. Bátarnir afla vel þessa dagana. Sigurður Einarsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Vestmannaeyja, sagði í samtali við , Morgunblaðið, að ekki væri hægt að segja að frystihúsin hefðu af Jjessu teljandi tekjutap. Tap væri á *frystingu og loðnufrysting væri ekkert spennandi vegna þess hve smá loðnan væri og markaðsverð lágt. Nú væri mikið af fiski selt erlendis, bæði úr gámum og skip- um, en eitthvað væri saltað. Eitt skip frá Eyjum selur í Englandi í þessari viku og 5 í þeirri næstu. Þá er reiknað með að mikið fari utan í gámum næstkomandi fímmtudag. Jón Kjartansson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að yfirvinnubann væri einungis fyrsta aðgerð félagsins. „Menn telja þetta bara byijunina," sagði Jón. „Vinnuveitendur vilja semja sam- eiginlega um allt og því vilja þeir að viðræður fari fram í höfuðstöðv- um VSÍ i Reykjavík. Við hefðum náttúrlega helst kosið að vera á heimavelli úr því að samningurinn var felldur, því það er ekki að sjá á yfirlýsingum Guðmundar J. og fleiri að Verkamannasambandið muni hafa forystu í þessum mál- um,“ sagði Jón. Hann sagði að það myndi koma í ljós á framkvæmda- stjómarfundi Verkamannasam- bandsins hvemig á þessum málum yrði tekið af hálfu þess. „Ég tel fáránlegt að segja að Verkamanna- sambandinu komi þetta ekki við. Maður er í þjónustu þessa fólks og verður að gera fleira en gott þykir stundum," sagði Jón. Sjá viðtöl á blaðsíðu 71. Frá brunanum á Njálsgötu í gærkvöldi. Morgunblaðið/Júlíus Fernt bjargaðist úr brennandi húsi Braut rúður í Alþingishúsinu ÞRJÁR rúður voru brotnar í kringlu Alþingishússins laust fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Þingverðir sáu til skemmdar- vargsins, sem var einn á ferð, en misstu af honum á hlaupum. Lög- reglan var kvödd til og náði hún manninum skömmu síðar. SLÖKKVILIÐINU var tilkynnt um eld á neðri hæð Njálsgötu 5 klukkan 19.48 í gærkvöldi. Þijár fullorðnar manneskjur voru á hæðinni þegar eldurinn kom upp og ein kona á efri hæð hússins. Þau náðu öll að komast út heilu og höldnu. Ekki var ljóst í gærkvöldi hver eldsupptök voru en eldurinn kom upp í eldhúsi á neðri hæðinni. Neðri hæðin er mikið skemmd af eldi og sú efri af reyk og hita, að sögn Amþórs Sigurðssonar varðstjóra hjá slökkviliðinu. Laumuðust að heiman og stálu bifreið FERÐ þriggja unglingspilta var stöðvuð í Garðabæ snemma á sunnudagsmorgun. Piltarnir, sem eru 14 og 15 ára, höfðu stolið bifreið i Breiðholti um nóttina og var. hún nokkuð skemmd eftir akstur þeirra. Tveir piltanna, sem báðir eru 14 ára, stálu bifreiðinni í Breið- holti. Síðan héldu þeir 1 Garðabæinn og náðu þar í félaga sinn, sem er 15 ára. Sá laumað- ist út um glugga heima hjá sér, til að slást í för með þeim. Þeg- ar þeir voru stöðvaðir af lögregl- unni snemma á sunnudags- morgun var bifreiðin nokkuð skemmd, meðal annars var hún rispuð og felga hafði skemmst. Þegar lögreglan stöðvaði för piltanna og hafði samband við foreldra þeirra kom í ljós að pilt- amir höfðu laumast að heiman. Bifreiðina, sem er af Lada-gerð, hafði ungur maður keypt sér fyrir stuttu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.