Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1988 Opið hús í Háskóla íslands: Áríðandí fyrir stúd- enta að vanda valið - segir Sigmundur Guðbjarnason háskólarektor Sigmundur Guðbjarnason rektor Háskóla íslands. Morgunbiaðið/Svemr TILGANGURINN með opnu húsi í Háskólanum er fyrst og fremst sá að kynna fyrir framhalds- skólanemendum og aðstandend- um þeirra upp á hvað skólinn býður - hvaða deildir og náms- brautir - og hvemig þær starfa. Með þessu og fleiri aðgerðum á næstunni viljum við auka kynn- ingu og gera hana markvissari, segir Sigmundur Guðbjarnason háskólarektor f samtali við blaða- mann Morgunblaðsins en sunnu- daginn 13. mars næstkomandi verður opið hús f Háskólanum. Ætlun okkar er sú að kynna all- ar deildir Háskólans á þennan hátt, segir háskólarektor einnig. Að þessu sinni verða fímm deild- ir kynntar, guðfræðideild, við- skiptadeild, félagsvísindadeild, heimspekideild og lagadeild en þær eru allar staðsettar í aðalbygging- unni eða næsta nágrenni hennar. Á næsta ári hyggjumst við kynna læknadeild, tannlæknadeild, lyfja- ftæði lyfsala, hjúkrunarfræði og sjúkraþjálfun en þriðja árið verða verkfræði- og raunvísindadeildir kynntar. Pulltrúar allra deilda Þá segir Sigmundur að þótt að- eins séu kjmntar fímm deildir sér- staklega í ár þá muni fulitrúar ann- arra deilda og námsbrauta vera með upplýsingaborð í aðalbygging- unni og kynnt verður einnig ýmis önnur starfsemi Háskólans og tengd honum svo sem bókasafnið, félagsstofnun og námsráðgjafar verða til viðtals. „Eg vona vissulega að fram- haldsskólanemendur geri sér það ómak að koma hingað til að kynna sér það nám sem stendur þeim til boða í Háskólanum. Það er áríðandi að undirbúa námið vel og vanda valið. Við viljum með þessu veita nemendum þá hjálp og þjónustu sem við vitum að kemur þeim vel og ég legg áherslu á að nemendur he§i þennan undirbúning nógu snemma. Þetta er ekki aðeins ætlað þeim sem eru að ljúka stúdents- prófi í vor því þeir sem eru styttra komnir geta einnig haft gagn af kynningu sem þessari. Það hefur einkennt innritun ný- nema að þeir koma hingað á sfðustu vikum innritunar og skrá sig í ein- hverja deild sem virðist oft valin af hálfgerðu handahófí. Þegar þeir he§a svo námið kemur kannski í ljós að þeim fínnst það alls ekki henta og þeir finna að nám í ann- arri deild myndi hæfa þeim betur. Við viljum því hjálpa stúdentum til að gera val sitt markvisst og með- vitað. Vissulega verður alltaf mögu- iegt að skipta um deild en ef mönn- um er leiðbeint við valið er ef til vill hægt að draga úr því og þeim óþægindum sem það hefur alltaf í för með sér.“ Myndbönd Háskólarektor drepur líka á ann- að sem í undirbúningi er til að kynna almenningi Háskólann: „Um þessar mundir er verið að setja saman kynningu á lagadeild á myndbandi sem væntanlega verð- ur hægt að sýna í sjónvarpi og síðan lána skólum. Kynningamefnd Há- skólans, sem er ein af fastanefnd- unum, hefur annast þetta verkefni eins og skipulagningu opna húss- ins, og við ráðgerum að framleiða kynningarmyndbönd fyrir aðrar deildir á næstu árum. Með þessu gefst aukið tækifæri til að kynna almenningi starfsemi Háskólans sem kemur nemendum vonandi að gagni líka og með því að sýna þess- ar myndir í sjónvarpi getur líka skapast umræða á heimilunum sem kann að auðvelda nemendum að gera sér grein fyrir hvað þeim hæfír. Hins vegar vil ég benda á að þótt við leggjum þessa miklu áherslu á almenna kynningu er markmiðið ekki að laða sem flesta nemendur að skólanum. Það er vit- að mái að það bjóðast fleiri kostir fyrir framhaldsskólanema, Háskól- inn er einn þeirra. Ég vona svo að þetta starf verði nemendum til hjálpar og vil að lokum fá að þakka starfsmönnum Háskólans sem hafa lagt á sig mikla vinnu til að gera þetta mögulegt og ekki síður stúd - entum sem taka virkan þátt í kynn- ingunni." Auknir námsmöguleikar krefjast meiri undirbúnings segja námsráðgjafarnir Kynningamefnd Háskóla ís- lands hefur haft veg og vanda af undirbúningi opna hússins en í henni eiga sæti fulltrúar allra deilda. Formaður nefndarinnar sem komið var á fót fyrir rúmlega tveimur árum er Páll Sigurðsson prófessor og eru helstu verkefni almenn kynning á starfi Háskól- ans sem gert er með útgáfu á les- efni, myndböndum og nú er fram- undan þetta átak, opið hús, þar sem allar deildir verða kynntar á þremur árum. Þá hafa námsráð- gjafar Háskólans komið mikið við sögu við undirfoúning að „opnu húsi“. Ásta Ragnarsdóttir, Ragna Ólafsdóttir og Guðriður Sigurðar- dóttir gegna starfí námsráðgjafa en þær starfa með kynningar- nefndinni. Hlutverk okkar er meðal annars að kynna námsleiðir innan Háskólans fyrir nemendum framhaldsskóla, segja þær Ásta og Ragna. Við gerum það með heimsóknum í framhalds- skóla þar sem við ræðum við nemend- ur og kennara og síðan koma nem- endur einnig til okkar í viðtöl. Síðustu árin hafa verið um þúsund viðtöl á ári, um það bil sjö til átta hundruð manns f allt því sumir koma oftar en einu sinni. Þá tökum við einnig á móti hópum framhaldsskólanema. Margir skól- anna úti á landi skipuleggja eins konar kynningar- eða vettvangs- fræðsluferðir til Reykjavíkur meðal annars til að kynna sér nám í Há- skólanum og sérskólum á höfuð- borgarsvæðinu. í slíkum heimsókn- um gefst ágætt tækifæri til að kynna Háskólann og stofanir hans en hins vegar hafa ekki allir skólar getað gert þetta vegna kostnaðar. - Kynningarátak Á hvaða atriði leggið þið einkum áherslu í ráðgjöf ykkar? Við þurfum í fyrsta lagi að fá nemendur til að gera sér grein fyrir því hvar áhugi þeirra og hæfíleikar iiggja og meta út frá því hvaða nám gæti hentað þeim best. Við þurfum með öðrum orðum að safna eins miklu af upplýsingum og mögulegt er með nemendum, baeði utanaðkom- andi og frá þeim sjálfum. Segja má að það fylgi því alltaf nokkur óvissa og áhætta að velja námsgrein og hefja háskólanám og við viljum reyna að draga úr þessari óvissu nemenda. Páll Sigurðsson er sem fyrr segir formaður kynningarnefndar sem annast hefur undirbúning opna hússins og hann er spurður nánar um starf nefndarinnar: Rektor fól okkur að hrinda þessu kynningarátaki af stað, að kynna Háskólann og það sem hann hefur að bjóða á þremur árum. Að þessu sinni einbeitum við okkur að nokkr- um deildum en aðrar deildir verða með upplýsingaborð og sýnd verða myndbönd um sögu Háskólans og núverandi starfsemi hans. Kennarar og stúdentar hafa sameinast um þetta verkefni sem hefur útheimt mikla vinnu og talsverður kostnaður er við gerð veggspjalda og annars kynningarefnis en við vonumst til að þetta auðveldi framhaldsskóla- nemendum að gera upp hug sinn óg velja hið rétta nám. Almennt hlutverk nefndarinnar er að kynna Háskólann, annars vegar fyrir almenningi og hins vegar sér- stökum markhópum, einkum vænt- anlegum nemendum. Þetta gerum við með ýmis konar útgáfustarfsemi Friðrik Jónsson Morgunblaðið/Sverrir og nú er nýlega hafín framleiðsla á myndböndum þar sem hver deild verður tekin fyrir. Þessi myndbönd eru framleidd með það markmið í huga að þau komi skólum og almenn- ingi að gagni. Enn eitt atriði i kynningarstarfi Háskólans má nefna en það er frá Kennslumálanefnd Háskóla ís- lands. Friðrik Jónsson greinir nánar frá þvi: Kennslumálanefnd og mennta- málaráðuneytið gáfu í sameiningu út bækling um undirbúning náms við Háskóla Islands sem í eru leiðbein- ingar til framhaldsskóla og kennara. Þar eru kynnt ýmis almenn atriði varðandi undirbúning náms og síðan er hver deild kynnt sérstaklega. Morgunblaðið/Sverrir Námsráðgjafarnir Ásta Ragnarsdóttir, t.v. og Ragna Ólafsdóttir. Þetta er mjög ítarlegur bæklingur og veitir góða innsýn í nám í hverri deild. Þessi útgáfa er liður í þeirri við- leitni Háskólans að leiðbeina nem- endum í vali. Á hveiju ári er tals- vert mikið um brottfail nemenda og flutning milli deilda. Við vitum ,í rauninni ekki nákvæmlega af hvaða ástæðum menn hverfa frá námi eða skipta um deild. Sumir hætta af fjár- hagsástæðum, aðrir fara í nám er- lendis eða í aðra skóla hér á landi og enn aðrir skipta um deild í Háskó- lanum. Við ætlum að kanna þetta sérstaklega til að bæta úr þessum upplýsingaskorti. Við teljum hugsanlegt að margir skipti um deild vegna þess að þeir hafa ekki ígrundað val sitt nógu vel. Mjög margir innrita sig á síðasta mánuði skráningarfrestsins og sumir velja jafnvel deild af handahófi. Við teljum að allt að 20 til 30% nemenda hafí mikið gagn af bæklingi sem þessum og ef þeir geta strax valið réttabraut þá er mikið erfiði sparað. Þúsund viðtöl á ári Til skamms tíma annaðist Stúd- entaráð kynningar á námi i Há- skóla íslands en fyrir sjö árum tók Háskólinn að sér þennan þátt með tilkomu námasráðgjafa og stend- ur straum af kostnaði við hann. Starfsemi námsráðgjafa hefur farið sívaxandi: Aukinn fjöldi stúdenta og stórauk- ið framboð á möguleikum í háskóla- námi hefur að vissu leyti gert nem- endum valið erfíðara, segja þær Ásta og Ragna. Það eru ékki mjög mörg ár síðan nemendur gátu valið úr aðeins fáum deildum og menn urðu læknar, prestar eða sýslumenn. Þessi breyting krefst þess að strax í framhaldsskólum fari nemendur að huga að frekara námi sínu og undir- búi sig í raun þar fyrir nám í Há- skóla. Það gera nemendur að vissu leyti með vali sínu á deild eða náms- braut í fjölbrautarskóla og það er mikilvægt að gera sér líka grein fyr- ir þessu samhengi milli náms síns í framhaldsskóla og háskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.