Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 10
10 MOftGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988 Nú höfum viö flutt okkur úr Ármúlanum inn aö Sundum. Nýja heimilisfangið er því svohljóðandi: Nathan & Olsen Vatnagaröar 20 • Pósthólf 4240 • 124 Reykjavík Símanúmerið er óbreytt: 681234 Starfsfólk Nathan & Olsen Nathan & Olsen hf Yngve Zakarias að störfum. Yngve Zakarias Myndlist Valtýr Pétursson Það eru ekki nema nokkrir mánuð- ir frá því er stór og merkileg sýning var haldin í Norræna húsinu á graflskum verkum Norðmannsins Yngve Zakarias. Nú er hann kominn aftur fram á sjónarsviðið með mjnni sýningu en áður, en mjög eftirtektar- verða og er til húsa í Gallerí Svart á hvítu við Laufásveg. Yngve Zakarias er ungur að árum og hefur að undanfömu verið búsett- ur í einum af brennipunktum nútíma myndlistar, en þar á ég við Berlín. Það er og strax sjáanlegt á verkum Yngve, að hann hugsar nokkuð á annan hátt en maður er vanur að sjá í verkum þeirra myndlistarmanna, sem vinna heima í Noregi. Hann er ný-expressionistískur í öllu viðhorfi sínu gagnvart myndlist, og einnig hefur hann áunnið sér sérstæða tækni, sem ég held að sé nokkuð nýstárleg. í mörgum tilfellum þrykk- ir hann ekki verk sín af plötunum, en gerir listaverk á sjálfar plötumar, og þannig verður til enn nánara sam- band millum listamannsins og skoð- anda. í annan stað þrykkir hann af plötunum og nær þá mjög sterkum árangri. Það mætti skrifa langt mál um þessar aðferðir, en látum nægja hér að vekja athygli á fyrirbærinu. Fyrirmyndir Yngve em mannfólkið, og fer hann mjög ftjálslega með sjálft myndefnið og á persónulegan hátt. Það eru alls níu verk á sýningunni í Svart á hvítu, sýningu sem er í sérflokki bæði um gæði og tækni- kunnáttu. Yngve Zakarias mun hafa verið kennari í grafík við Handíða- og myndlistarskólann að undanf- ömu, og verður ekki annað sagt en þar hafl verið vel að málum staðið. Fyrirsjáanleg og ófyrirsjáanleg ljóð Békmenntir Jóhann Hjálmarsson Bjöm Garðarsson: HLUSTIR. Gef- ið út á kostnað höfundar 1988. Hlustir er fyrsta Ijóðabók Bjöms Garðarssonar. Ljóð Bjöms eru ! spar- sömum stfl. Hann meitlar þau eftir föngum, en þó ekki um of. Dæmi um ljóðagerð hans er Fyrirsjáanlegt ljóð: á lestarstöðinni bið lestin kemur í lestinni bið þetta er endastöð og að venju lestin fer af stað rennur þæg í sinu fari það var svosem fyrirsjáanlegt í Fyrirsjáanlegu ljóði kemur fram kæringarleysi sem er enn meira áber- andi í stystu ljóðunum, til dæmis hinni kaldhæðnislegu Hreinu ást: „loks hefur mér skilist/ að líka ég/ verð einhvemtíma/ að setja í þvottavél- ina“. Bjöm Garðarsson stundar það að bregða upp svipleiftmm hversdags- ins, oft með hjálp mynda úr náttúru- og dýralífi. Þetta tekst honum yfir- leitt vel. Skeytastíllinn er nýttur til hins ýtrasta, freistingar mælskunnar sniðgengnar að mestu. Freistingam- Björn Garðarsson ar eru þó fyrir hendi í ljóðum eins og Hún andar, After shave og Úr byrginu mínu. í After shave er til dæmis of mikið um lýsingarorð, en Ijóðið er samt ekki misheppnað sem slíkt. Bestur er Bjöm Garðarsson I ljóð- um þar sem honum tekst með óvæntu myndmáli að gefa meira I skyn en stendur á pappímum. Til dæmis í Brimurð: atvik - löngu liðið öldurót niður kuðungsins fjarlægur ofur nærri En vegna þess hve Bjöm er orðinn þjálfaður I þeirri list að fara sparlega með orð ætti honum að vera óhætt að láta meira eftir sér í hinni ljóð- rænu tjáningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.