Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988 Steingrímiir Bjama- son — Afmæliskveðj a Ég þori ekki annað en hafa þessa afmælisgrein um frænda minn held- ur hressilega. Það er ekki víst mér gefíst tækifæri til að skrifa um hann eftirmælin. Ekki er það svo, að ég eigi ekki að hafa alla burði til að lifa hann, manninn, með þriðj- ung hjarta síns óvirkan, heldur er Steingrímur svoddan ólíkindatól, að hann er manna vísastur til að verða hundrað ára. Steingrímur er maður grannvaxinn meðalmaður á hæð og hefur gott lundarfar. Það funkerar bezt kerfíð í þesskonar mönnum. Samt kom þetta uppá með hjartað í Steingrími fyrir all-mörgum árum að læknar sögðu um þriðjung þess ónýtan, en það merkir enginn á Steingrími Bjamasyni að svo sé. Hann vinnur sína 12 tíma eða svo daglega. Fisksalar taka daginn snemma, eru uppi um sexleytið að sækja sér soðninguna suður um nes. Steingrímur vinnur fískinn sjálfur til sölu og er í búðinni fram yfír hádegi, en þá held ég hann fari oftast uppá Kjalames; hann er þar að byggja, seinna húsið, sem hann byggir þar. Það er árátta á honum að smíða hús, síðan hann hætti að smíða böm. Tólf hafa þau hjónin, Steingrímur og Kristín kona hans, átt bömin og öllum komið til fullorð- insára, og eru tíu þeirra á lífí, gjörvulegur hópur og dugnaðarfólk og halda nú föður sínum veizlu. Steingrímur Bjamason er stór- ættaður maður af sjálfri Hólsætt sem byggði Bolungavík og á þeim harðbala og brimskuðu hefði ekki annað fólk bjargast um aldir en tröllkynjað. Hólsætt er jafnan rakin frá þeim Elínu Magnúsdóttur og Sæmundi sýslumanni Ámasyni, sem settust á Hól 1602. Elín var dóttir Magnúsar sýslu- manns prúða og móðir hennar Ragnheiður dóttir Eggerts hirð- stjóra en Sæmundur var sonur Áma sýslumanns Gíslasonar á Hlíðar- enda, sem komst yfír Hól á seinni hluta 16du aldar og hafði þá náð undir sig ísaflarðarsýslu (1556). Flestir Bolvíkingar gátu, þar til fjölgaði mjög í plássinu á þessari öld, rakið ættir sínar til Elínar og Sæmundar á Hóli, og Hóli verið í ábúð ættarinnar þar til fyrir nokkr- um árum. Bjami, faðir Steingríms, var son- ur Bárðar stóra Magnússonar og var hann Hólsættar, einnig móðir Bjama, Jóhanna, en hennar afí var Jónatan sterki á Hanhóli; sá karl sagði 100—200 pund vera þægilega K Fnemstir meÖ fax aCQhf SKIPHOLT117 105 REYKJAVlK SlMI:91 -2 73 33 byrði til að „stöðva sig á göngu" (honum skrikaði síður fótur). Jó- hann á Hanhóli 'var formaður í Bolungavík og gekk jafnan að heim- an og heim til róðranna, en 5 km em frá Hanhóli og niður á Bol- ungavíkurmalir. Hann þurfti svo að bera heim sjófang mikið og ann- an vaming, því að heimili hans þurfti mikið til sfn, 16 bömin. Bjami Bárðarson er frægur á bókum fyrir björgunarafrek sem hann vann 1913 og var heiðraður fyrir af sjálfu Alþingi því að á björg- unina horfðu margir úr landi og gátu vottað að hún var afreksverk. Vélbilaðan bát var að reka í foráttu brimi uppí stórgrýtta fjöruna utan við plássið. Þar hefði enginn skip- veija bjargast. Þegar Bjama bar að á sínum báti á landleið, hafði annar bátur snúið frá, taldi ófært að komast að bilaða bátnum, hann var kominn svo nærri landbrotinu. En Bjami renndi hiklaust upp að bátnum og náðu þá fímm manna að stökkva yfír í bát Bjama en tveir ekki, og sneri þá Bjami hringinn snarlega og renndi á ný fram með síðu bilaða bátsins og stukku þá þessir tveir. Þá var grunnbrotið næsta alda ofan við bátana, þegar Bjami sneri útá. Bjami Bárðarson var frægur fyr- ir margt handtakið um dagana, því að hann var afrenndur maður að áfli og annarri karlmennsku; þá var hann og skemmtilegur maður og af öllum vellátinn í sínu plássi. Kristín, móðir Steingríms, var Ingimundardóttir Magnússonar og held ég Ingimund hafa verið Barð- strending eða Breiðfírðing, en móð- ir Kristínar var Rakel Hjaltadóttir prests Þorlákssonar prests og voru þeir feðgar báðir prestar við Djúp og frá þeim margt manna. Kristín Bjamakona, eins og hún var gjam- an kölluð, konur voru oft kenndar við menn sína með þessum hætti, var mikil húsmóðir, skapföst kona og stjómsöm en fremur hlédræg. Hún var ágætlega hagmælt og Steingrímur getur bmgðið fyrir sig vísu. Þau hjón, Bjami og Kristín, voru bammörg, áttu níu böm, en þetta var alla tíð bjargálna fyrir- myndarheimili. Steingrímur fæddist 8. apríl 1918 á Gili í Bolungarvík. Hann var held- ur fyrirferðarmikill unglingur, en alit mundi það nú kallað meinlaust, sem við vorum í þennan tfma að gamna okkur við sem strákar; aldr- ei réðumst við eða okkar félagar á gamalmenni og rændum þau eða spilltum eignum fólks með skemmd- arverkum eins og dæmin fínnast um hjá unglingum nú til dags. Steingrímur reri lítið á bátum heima í Boiungavík, en fór ári eða svo eftir ferminguna til sjós á ísfírzku útilegubátana og síðan á togara og í Stýrimannaskólann og lauk þar Meira fískimannaprófínu 1941 og var eftir þáð oftast stýrimaður, þar til hann fór alfarinn í land 1949, þá kvæntur maður og búinn að hlaupa af sér homin. Það var skömmu eftir að hann fór í land, að hann réðst á gijótið í holtunum við Sogaveginn, sem nú er, en þá nánast götuslóði. Steingrímur var einn af fyrstu mönnum að byggja við Sogaveginn (ef ekki fyrstur?) og lóðin var stór- grýtisurð og hann ruddi hana með jámkarlinum, en honum var hann vanur frá æsku sinni, það var aðal- jarðyrkjuverkfærið í Bolungavík, þar er jörð grýtt, og enginn vann þar meira verk við að rækta sér blett en Bjami, faðir Steingríms, eftir að hann flutti af Hóli niðurí plássið. Það var einhveiju sinni, að ég kom til bæjarins og frétti að Steingrímur Bjamason væri byijað- ur að byggja austur f óbyggðum og ég fór að kvöldlagi að hitta frænda minn. Það var komið framí myrkur og hann var þama einn að glíma við stærðar björg með jám- karlinum einum tækja, rífa þau upp og velta þeim útaf lóðinni, þar sem grunninn átti að grafa. Mér sýndist lóðin svo stórgrýtt, að þetta mjmdi algerlega vonlaust verk hjá mannin- um tækjalausum. Var maðurinn orðinn alvitlaus? Það reyndist ekki svo, hann reisti þama á skömmum tíma stærðar hús. Kona hans, Kristín, var jafnoki hans að dugnaði sem húsmóðir og þau voru samhent í því að koma yfír sig þaki — og eins í að hrúga niður bömum. Það fínnst alltaf tími til þess. Það er margur jámkarlinn, og heldur ekki öll jörð grýtt. Bæði voru þau eignalaus þegar þau byrj- uðu búskapinn, það var óskapleg vinna sem manneskjumar lögðu á sig fyrstu búskaparárin. Nokkru eftir að Steingrímur hafði reist íbúðarhús sitt, fór hann að selja físk, reisti þá lftið hús f Hæðargarði og seldi þar mjólk og físk og rak einnig litla fískbúð f bílskúr heima við hús sitt og mig minnir að konan og bömin sinntu henni, að minnsta kosti um tíma. Þegar verzlunarsamstæða var byggð við Hólmgarð flutti Steingrímur fískbúð sína þangað. Svo fór Fossvogurinn að byggjast og þar átti samkvæmt skipulagi að reisa hús undir verzlunarsamstæðu. Það leizt ekki mörgum kaupsýslu- mönnum vænlega á það fyrirtæki og einn daginn labbar físksalinn í Hólmgarði á fund byggingaryfír- valda og vill fá að byggja þetta verzlunarhús. Það er allt óljóst um, hvað Steingrímur hefur sagt bygg- ingaryfírvöldum um ijárhagsgetu sína. Hann hefur líklega verið fá- máll um þá hlið málsins, því að enn átti hann ekkert sem hét af fjár- munum í svo stórt hús, heldur treysti sem fyrr á sínar eigin hend- ur og þær reistu Grímsbæ, líkt og þær ruddu grunninn við Sogaveginn og byggðu húsið þar. Fjórtán mán- uðum eftir að byijað var á grunnin- um að Grímsbæ var opnuð stór matvörubúð í þessari verzlunarsam- stæðu þar, sem nú eru sautján búð- ir. Það veit ég síðast byggingar- verka Steingríms að reisa tvö íbúð- arhús uppi á Kjalamesi og hann er nú þessa dagana að fullklára síðara húsið, trúi ég. Ég spyr lítið um byggingaverk frænda míns, sjálfur aldrei getað rekið nagla, og þau verk flókin fyrir mér. Sjálfgefíð er það, að Steingrímur er einstaklega hagur maður og út- sjónarsamur við verk, dugnaðurinn einn saman kemur fyrir lítið hjá mörgum, ef ekki fylgir hagleikur og gott vinnulag. Ég sagði fyrr, að Steingrímur hefði góða lund og það held ég sé rétt, en við vorum aldrei saman til sjós og né annars staðar daglega, svo að ég tek enga ábyrgð á lundarfarinu, aðeins hef ég aldrei hitt hann nema í heldur góðu skapi, og fullan glettni, en það þykist ég hafa greint að skammt sé í alvör- una. Það var ekki venja fyrir vestan að vera að rannsaka sálina f fólki, það mátti hver eiga hana í friði fyrir sig, fólk var tekið eins og það kom fram. Ég held þó að maðurinn sé trúhneigður undir heldur hijúfu yfirbragði. Ekki held ég að það sé of djúpt tekið í árinni að kalla Steingrím Bjamason afreksmann og konu hans líka. Það er mikið verk að baki hjá þessum alþýðuhjónum, sem byijuðu búskap sinn með tvær hendur tómar og hafa komið með sóma upp bamaskara og jafnframt komist til góðra eigna, ef ekki mik- illa. Ætli maður iepji ekki með honum kaffí á afmælisdaginn, við emm báðir komnir í glundrið, okkur of- býður svó, hvemig brennivínið fer orðið í fólk, það verður spítalamatur á miðjum aldri eða það verður vit- laust og vinnur skaðaverk. Það er ekkert fyrir þessa þjóð að gera annað en að hætta að drekka brennivín fyrir fullt og allt, hún hefur enga heilsu til þess lengur, hvorki andlega eða líkamlega. Ásgeir Jakobsson Laxaseiði seld til útlanda fyr- ir 400 milljónir króna í ár - segir Friðrik Sigurðsson framkvæmdasljóri Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva FRIÐRIK Sigurðsson fram- kvæmdastjóri Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva, sagði í samtali við Morgunblaðið að íslensk fiskeldisfyrirtæki hefðu selt eina milljón laxaseiða tíl Noregs og hálfa milljón til írlands í fyrra og að öllum likind- um yrðu seldar um 4 milljónir laxaseiða til útlanda á þessu ári fyrir 350 til 400 milljónir íslenskra króna. Það væri hins vegar skynsamlegra þegar til lengri tima væri litið að ala seið- in hér upp i t.d. tveggja kg stærð þvi fyrir 8.000 tonn af laxi fengj- ust 2 til 2,5 milljarðar króna. Friðrik sagði að þeir sem gætu veitt fískeldisfyrirtækjunum ^ármagns- , fyrirgreiðslu virtust hafa lítinn skilning á hversu dýrt það væri að ala seiði upp í matfísk og fískeldis- fyrirtækin neyddust því til að selja seiði til útlanda. „Samkeppnisaðil- um okkar,“ sagði Friðrik, „er þann- ig færð hálfunnin afurð á silfúrfati Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins verða til viðtals í Val- höll, Háaleitisbraut 1, á laugar- dögumfrá kl. 10-12. Erþartekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borg- arbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 9. apríl verða til viðtals Júlíus Hafstein, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, umhverfismálaráðs og férðamálanefndar og í stjóm Dagvistar barna, Helga Jóhanns- dóttir, í stjórn umferöanefndar og SVR og Ingólfur Sveinsson, í stjórn heilbrigðisráðs og Sjúkrasam- lags Reykjavíkur. því þeir selja þennan físk síðar á sömu mörkuðum og við. Við höfum selt Norðmönnum laxaseiði árlega frá 1984 en einnig 1977 og 1979, svo og írum 1986 og í fyrra. Það er gífurleg eftirspum eftir laxaseið- um í Noregi og trúlega verða sett 55 milljón gönguseiði í sjó við Nor- egsstrendur í vor. Árin 1977 og 1979 seldum við óseltuvanin laxaseiði til Noregs, sem flutt voru út með flugvélum, en það fæst hins vegar minna verð fyrir þau en seltuvanin. Frá 1984 hafa seiðin aðailega verið flutt í sjó með opnum norskum bátum, svo- kölluðum brunnbátum, sem hafa aðallega verið notaðir til að flytja lifandi ufsa við Noregsstrendur. Það er verið að athuga möguleika á að flytja út seiði í sjótönkum með Júmbóþotum. Það hefur hins vegar m.a. ekki fundist tækni ennþá til að útiloka að sjórinn fari úr tönkun- um í flugvélamar en þegar hún fínnst yrði hægt að flytja út seiði í stómm stíl til hvaða lands sem væri. Það má einnig gera ráð fyrir að það yrði ódýrara að flytja seiðin með flugvélum en brunnbátunum því það kostar um eina milljón íslenskra króna að flytja seiði með brunnbáti frá íslandi til Noregs. í fyrra vom um fjórar og hálf milljón gönguseiða framleidd hér en á þessu ári verða framleidd hér 8 til 10 milljónir gönguseiða og á næsta ári 12 til 15 milljónir. í fyrra var slátrað hér 530 tonnum af laxi og þar af vom 50 til 60 tonn seld hérlendis. í ár verður 1.200 til 1.400 tonnum af laxi slátrað hér en það er hins vegar lítið brot af heims- framleiðslunni því áætiað er að slátrað verði um 140.000 tonnum af eldislaxi í heiminum í ár. Þar af slátra Norðmenn 74.000 tonnum, Bretar 23.000 tonnum, írar 5.000 tonnum, Færeyingar 2.100 tonnum, Kanadamenn 5.700 tonnum, Chilebúar 7.500 tonnum og Japanir 20.000 tonnum. Einnig ætla Banda- ríkjamenn, Sovétmenn og Ný-Sjá- lendingar að auka framleiðslu sína á eldislaxi. Við höfum aðallega selt laxinn til Frakklands og Bandaríkjanna en einnig til Danmerkur og Japans. Það kemur til greina að við seljum iax til Ítalíu, Þýskalands og Spánar en við viljum fyrst og fremst rækta þau sambönd sem við höfum fyrir og leggja áherslu á góða vöru. Verðið á laxinum kemur trúlega til með að lækka vegna aukins fram- boðs. Við munum því í framtíðinni leggja meiri áherslu en nú á að framleiða aðrar tegundir en lax og mér þykir líklegt að við framleiðum 2 til 3.000 tonn af öðrum eldisfíski en laxi árið 1994. Nú þegar eru komnar lúðueldis- stöðvar á Hjalteyri við Eyjafjörð og Stað við Grindavík og ísnó er með áætlanirum sandhverfueldi í Keldu- hverfí. Ég tel að við þurfum að leggja áherslu á sjávaryrkju í fram- tíðinni. Til dæmis væri hægt að sleppa þorski út í stijáleldi í haf- beit þannig að þorskurinn yrði fijáls ■í sjónum en gefíð fóður á ákveðnum stað. Flatfísk er hins vegar ein- göngu hægt að ala í strandeldis- stöðvum, þ.e.a.s. keijum á landi. Eldisþorskurinn er dýrari en villti þorskurinn en í Noregi var t.d. selt mikið af eldisþorski frá Norður- Noregi um sl. jól. Það er áætlað að í Noregi verði framleidd 75.000 tonn af öðrum eldisfiski en laxi árið 1995, þar af 20.000 tonn af þorski, 20.000 tonn af sandhverfu, 10.000 tonn af lúðu, 10.000 tonn af steinbít, 10.000 tonn af ostrum og 5.000 tonn af hörpudiski," sagði Friðrik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.