Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988 AKUREYRI Hagnaðist um fimm milljónir kr. í fyrra Dalvik. MJÖG góð afkoma varð hjá Sparisjóði Svarfdæla á síðasta ári. Hagnaður ársins nam tæpum fimm milljónum króna eftir að skattar hafa verið greiddir en þetta er í fyrsta skipti sem sjóð- urinn greiðir skatt af hagnaði. Innlán jukust um 35% sem er heldur _ lægra hlutfall en árið 1986. Árið 1987 námu heildar- innistæður í Sparisjóðnum 264 miiyónum króna. Aðalfundur Sparisjóðs Svarfdæla var haldinn á Dalvík laugardaginn Dansleikur laugardaginn 9. apríl. Hin frábœra hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikurfyrir dansi. Hótel KEA CfTIR RRTHUR miLL£R 14. sýning föstud. 8. april kl. 20.30. 15. sýning laugard. 9. apríl kl. 20.30. Allra síðustu sýningar. MIÐASALA iÁ %Mw 96-24073 tGKF&AG AKUREYRAR 26. mars og voru mættir auk stjórn- ar flestir ábyrgðamenn sjóðsins. A fundinum gerði formaður stjómar grein fyrir starfsemi Sparisjóðsins og sparisjóðsstjóri, Friðrik Friðriks- son, gerði grein fyrir reikningum sjóðsins. Þar kom fram að útlán sjóðsins á síðasta ári jukust um 61%, hækkuðu úr 147 milljónum króna í 236,8 milljónir. Eigið fé sjóðsins hækkaði um 31,2%, úr 35,5 milljónum króna í tæpar 47 milljónir og nemur nú um 18% af niðurstöðu efnahagsreiknings. Á síðasta ári voru miklar breyt- ingar gerðar á afgreiðslu Spari- sjóðsins. Keyptar voru nýjar inn- réttingar og þá var lokið við þá tölvuvæðingu sem unnið hafði verið að og er sjóðurinn nú búinn tækjum eins og best gerist í bankastofnun- um landsins. Fram kom að nú í lok apríl verða tekin upp gjaldeyrisvið- skipti í Sparisjóðnum og aukast umsvif hjá sjóðnum væntanlega við það. Hingað til hafa Dalvíkingar þurft að leita til Akureyrar eftir þeirri þjónustu en Sparisjóður Svarfdæia er eina bankastofnunin á staðnum. Á aðalfundinum flutti Þór Gunn- arsson, sparisjóðsstjóri í Hafnar- firði, ræðu og fyallaði almennt um starfsemi sparisjóðanna og stöðu þeirra í bankakerfinu. Greindi hann fundarmönnum frá því að sam- kvæmt nýjum bankalögum mætti hlutfall eigin fjár og efnahagsreikn- ings ekki vera lægra en 5%. Sagði hann ljóst að samkvæmt uppbygg- ingu sjóðanna lækkaði þetta hlut- fall árlega því þeir hefðu ekki sama möguleika og hlutafjárbankamir að auka hlutafé til að laga eiginfjár- stöðu sína. Hversu góð sem spari- sjóðahugsjónin hafi verið í árdaga væri séð fram á að um árið 2010 yrði að breyta Sparisjóðunum í hlutafélög þar sem hlutfall eiginfjár yrði komið niður fyrir 5%. Menn yrðu að sætta sig við að rekstrarfyr- irkomulag Sparisjóðanna breyttist. Sameining þeirra gæti verið fyrsta skrefið yfir í hlutafélög. Á aðalfundinum var tilkynnt um úthlutun úr Menningarsjóði Svarf- dæla sem stofnaður var árið 1984 í tilefni af 100 ára afmæli Spari- sjóðsins. Að þessu sinni voru veittar 500 þúsund Tcrónur til Tónlistar- skólans á Dalvík til hljóðfærakaupa. Árlega hefur Sparisjóðurinn veitt fé til sjóðsins og að þessu sinni samþykktu fundarmenn að leggja til Menningarsjóðsins 700 þúsund krónur af hagnaði ársins. Að öðru leyti var tekjuafgangur Sparisjóðs- ins lagður í varasjóð. í lok fundarins afhenti spari- sjóðsstjóri Kristjáni Ólafssyni for- manni Minjasafnsins að Hvoli á Dalvík gamlan peningakassa úr Sparisjóðnum ásamt sex silfurpen- ingum og einum gullpeningi. Skyldu þessir munir varðveittir á safninu en þeir höfðu verið í eigu Spari- sjóðsins frá fyrstu árum hans. Frá síðasta aðalfundi varð sú breyting á skipan stjómar að Hjörtur Þórar- insson frá Tjöm í Svarfaðardal gekk úr stjóm sjóðsins eftir 18 ára tíma- bil. Var hann tilnefndur í stjóm af sýslunefnd og tók við því sæti af föður sínum sem sat nær 30 ár í stjóminni. Hafa þeir feðgar því samtals gegnt stjómarstörfum í sjóðnum nær hálfa öld samanlagt. Vom Hirti fluttar þakkir fyrir vel unnin störf í þágu Sparisjóðsinss. Þá flutti formaður Sparisjóðs Svarf- dæla Steingrími Þorsteinssyni þakkir fyrir áratuga störf í þágu Sparisjóðsins, en hann mun ganga úr tölu ábyrgðamanna nú í haust. Steingrímur hefur verið ábyrgðar- maður í nærfellt 40 ár og átti um tíma sæti í stjóm sjóðsins. Kosin var stjóm Sparisjóðsins og eiga sæti í henni Baldvin Magnús- son, Guðríður Ólafsdóttir og Oskar Jónsson ásamt fulltrúa frá Dalvík- urbæ, Jóhanni Antonssyni og Gunn- ari Jónssyni frá Svarfaðardals- hreppi. Til vara voru kjörin Bragi Jónsson, Ottó Jakobsson og Þóra Ákadóttir. Fréttaritari. Morgunblaðið/Rúnar Þór Bjömsson Svipmynd af æfingu á Fiðlaranum á þakinu í Samkomuhúsinu á Akureyri Leikfélag Akureyrar: Brúin fer — Fiðlarinn kemur Leikfélag Akureyrar hefur sýnt sjónleikinn Horft af brúnni eftir Arthur Miller undanfarnar vikur. Allra síðustu sýningar verða nú um helgina, enda stytt- ist óðum í að söngleikur ársins verði frumsýndur i Akureyrar- leikhúsinu. Þessar síðustu sýning- ar verða nú í kvöld og annað kvöld klukkan 20.30. Lokasýningin á Horft af brúnni verður sú fímmtánda. „Aðsóknin hefur verið býsna góð,“ sagði Þórey Aðalsteinsdóttir hjá Leikfélagi Akur- eyrar, „sérstaklega upp á síðkastið. Það vari ekki sanngjamt að segja annað, þó þetta sé langt frá því að vera nein metaðsókn. Þetta er ein- faldlega svona hjá okkur, að stykki af alvarlega taginu eru oftast lakar sótt en önnur. Hitt er annað mál að fólk hefur undantekningarlaust lýst Ný dagvistun á vegum Hvítasunnusafnaðarins Hvítasunnusöfnuðurinn á Ak- ureyri vígir á morgun, laugardag kl. 14.00, nýtt dagvistunarheimili fyrir börn. Heimilið verður rekið fyrst um sinn sem leikskóli en öll aðstaða er fyrir dagheimilis- rekstur. Húsnæðið, sem er 309 fermetrar að stærð, mun rúma um 42 heils- dagspláss. Leikskólinn hefur verið í byggingu frá árinu 1981 og er arkitekt hússins Svanur Eiríksson. Allir em velkomnir á vígsluhátíðina á meðan húsrúm leyfir. Húsið verð- ur opið til kl. 18.00 og gefst þá fólki tækifæri á að skoða húsið og fá sér kaffísopa. Forstöðukona nýja dagheimilisins verður Svandís Hannesdóttir. yfir mikilli ánægju með þessa sýn- ingu og slík viðbrögð eru okkur óskaplega mikils virði." Ekki leggst leikhúsið í dvala þó að Miller verði lagður til hliðar. Nú eru í fullum gangi æfingar á Fiðlar- anum á þakinu, söngleik ársins hjá Leikfélagi Akureyrar. Aðstæður í þessu gamla og vinalega húsi eru ekki svo góðar að unnt sé að hafa umbúnað tveggja stórra sýninga uppi við í einu og þegar umgjörð Horft af brúnni hverfur verður hafist handa við að koma fyrir sviðsmynd Fiðlarans. Æfingar eru alla daga og á kvöldin fram til miðnættis, leikar- ar, dansarar, söngfólk og hljóðfæra- leikarar búa sig undir átökin. Leikstjóri Fiðlarans kemur að sunnan, Stefán Baldursson, fyrrum leikhússtjóri í Iðnó. Leikmynd og búninga gerir Siguijón Jóhannsson, sem jafnan starfar við Þjóðleikhúsið en hefur léð LA krafta sína áður. Dansstjóri er sóttur til Englands, Juliet Naylor, og Magnús Blöndal Jóhannsson tónskáld sér um tónlist- arhliðina og stýrir kór og hljómsveit. Alls vinna um 50 til 60 manns að uppfærslunni á Fiðlaranum og á því sést að þetta er viðamikið verkefni. í hlutverki Tevje mjólkurpósts verður Theodór Júlíusson og Goldu leikur Anna Einarsdóttir. „Þetta er óskaplega spennandi tlrni," sagði Þórey Aðalsteinsdóttir, „og það verður gaman að kveilq'a á sumrinu með Fiðlaranum á þakinu". Frumsýning er fóstudaginn 22. apríl, annan dag í sumri. ALLTAF A UPPLEIÐ Landsins bestu __.A „pPLPLFP'í™ PIZZUR opið um helgar fió kl 11.30 - 03.00 Vírka daga fró kl. 11.30-01.00 Áhrif kristni á íslensku Morgunblaðið/Trausti Frá aðalfundi Sparisjóðs Svarfdæla. Frá vinstri: Friðrik Friðriksson, Þór Gunnarsson, Jóhann Antons- son, Guðríður Ólafsdóttir, Baldvin Magnússon og Gunnar Jónsson. Sparisjóður Svarfdæla: Fyrirlestur á sal VMA Dr. Halldór Halldórsson flytur fyrirlestur í samkomusal Verk- menntaskólans á Eyrarlandsholti á morgun, laugardag, sem hann nefnir „Rabb um upptök kristins orðaforða í íslensku". Fyrirlesturinn er haldinn á veg- um Háskólans á Akureyri og hefst kl. 14.00. Fyrirlesturinn fjallar um áhrif kristinnar trúar á þróun íslenskunnar. Dr. Halldór Halldórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.