Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988 21 Þótt Bangladeshar eigi slangur af togurum eða hafi einhvers staðar í landinu tileinkað sér nútímaaðferðir við veiðamar, er það rétt eins og dropi í botnlaust hafið. Næst á eftir óreiðu og óstöðug- leika f stjómmálalífinu er svo of- fjölgun og ólæsi allt að því óviðráð- anlegt vandamál. Þegar Mujibur Rahman lýsti yfir sjálfstæðinu 1971 vom íbúar um 75 milijónir og hefur þjóðinni §ölg- að um næstum þijátíu milljónir á sautján árum. Það liggur í augum uppi, að með þeim fmmstæðu aðferðum sem em notaðir við matvælaframleiðsluna er langt frá að Bangladesh geti brauðfætt sig, hvað þá meira. Það ef viðurkennt opinberlega að áttatíu prósent þjóðarinnar lifi undir fá- tæktarmörkunum og Bangladesh er næst fátækasta land í heimi á eftir Bhutan. Eftir vem um stund í þessu landi fer maður að skilja að menntun bama hlýtur að sitja á hakanum, þegar allra krafta þarf að neyta — og hrökkva ekki nema skammt — til að hafa í sig. Af 105 milljónum fbúa em um 22 milljónir sagðar læsar. í plöggum sem stjómin úðaði í erlenda blaðamenn, sem vom í landinu vegna kosninganna í síðasta mánuði, var farið mörgum orðum um, hversu mikið átak væri verið að gera til að bæta ástandið í menntamálum. Hins vegar var ekki tekið fram að það vill verða mikill misbrestur á að böm sæki skóla, þótt skólaskylda eigi að heita að byija við fimm ára aldur. Skóla- vistin er síðan borguð af ríkinu næstu fimm árin. Foreldrar leyfa krökkunum stundum að byija í skóla, en eftir sjö ára aldur snarfækkar þeim. Foreldrarnir líta svo á að nú geti þau hjálpað til að afla heimilinu nokkurra aura, annað hvort við vinnu úti á örkunum, i snúningum ýmis konar, við betl eða hvað sem til fellur. Ekki verður þess vart, að stjómvöld ýti á um hugarfarsbreytingu né örvi krakk- ana til dáða. Enda er spumingin hvort nokkuð betra sé í boði. Höfuðborgin Dhaka er mikið kraðak umferðaröngþveitis og fólksmergðar. Það liggur við ég haldið í fyrstu, að eitthvað standi til, þjóðhátíð kannski. Eða fjölda- fundur. Þar til maður skynjar, að þetta er bara venjulegt ástand. Þó em fáir bílar í Dhaka, miðað við fólksfjölda. Nema strætisvagnar. Enda eins gott, ella væm allir löngu dauðir úr mengun. Fjölskylda. Hvar sem er í landinu ferðast menn um á riksjáum, sem em fram- lengd yfirbyggð þríhjól, skreytt listilega í bak og fyrir. Það tekur smátíma að venjast því að sitja í þessum farkostum, ég ríghélt mér og fannst ég hlyti að steypast á hausinn á hverri stundu. En þetta venst og þegar ég var farin að geta lesið á kortið í makindum, svona til að reyna að átta mig á hvert ég væri að fara, vomm við langt kom- in með að vera dús, Bangladesh og ég- Ökumennimir em á öllum aldri, allt frá tólf ára pollum upp í gamla menn. Það kostaði ekki nema nokkrar tökur að flengjast bæjar- hlutanna á milli. Oft virtust heilu ijölskyldumar geta komið sér þægi- lega fyrir í þessu tveggja manna sæti. Og ökumaðurinn hjólar, hjólar eins og hann eigi lífíð að leysa. Það lekur af honum svitinn, fætumir eins og á ballettdansara, en áfram heldur hann og virðist ekki blása úr nös. Riksjá-kallar í Dhaka geta unnið sér inn allt að níutíu tökur á dag, ef vel gengur, það em svona um 120 krónur. Þeir hafa ákveðinn taxta og það er ekki vel séð af rik- sjá-félaginu að neinn svindli á hon- um. Næsti farkostur fyrir ofan em svo pínu-bílar, það em yfirbyggð mótorhjól. Skreytt líka, því að Bangladeshar em litaglaðir og list- fengir í handverkum sínum. Prísinn er töluvert hærri eins og gefur að skilja, kannski fjömtíu tökur fyrir sömu vegalengd og maður borgar 6 í riksjá. Ég kom til Dhaka eidsnemma morguns, eftir langt flug með Bangladesh Airlines-Biman — frá London. Ég var ekki orðin skóluð í leigubílabransanum og það virtust öll tormerki á því að fá bíl inn í bæ. Það var sagt, að það væri verk- fall — eða fri — eftir þvi hvort maður studdi^ stjómarandstöðuna eða stjómina. Ég var búin að heimta farangur minn og þóttist góð og var með hugann við það eitt að komast á hótelið og ná áttum. Loks gaf sig fram bílstjóri og bauð að keyra mig fyrir 400 tökur. Það em svona nálægt 600 krónum. Það reyndist vera helmingi hærra verð en venjulegt er hjá þessum fáu hefðbundnu leigubílum höfuðborg- arinnar, fyrir þessa vegalengd. Við vomm bæði, ég og bílstjór- inn, með það á hreinu, að hann var að plata sveitamanninn. En ég lét mig hafa það. Og eftir þriggja vikna vem í landinu er ég fegin að hafa látið hann plata mig. Ég er viss um að fjölskyldan hefur haft að bíta og brenna næstu dagana fyrir þessa upphæð. Leiðin frá Zia-flugvelli og inn í borgina þessa björtu morgunstund leit sannfærandi út Allt var snyrti- legra en ég hafði búizt við í „borg moskanna“ eins og Dhaka er stund- um nefnd. Myndarlegar byggingar, sem hefði að vísu ekki sakað að mála, þekkileg torg, ágætis hrað- braut inn í bæinn. En þegar þar var komið sögu átti ég líka mikið óséð, þó ekki væri annað en fara niður í gamla borgarhlutann, að ekki sé nú minnzt á bæi eða þorp úti um landið og meðfram fljótun- um. Vegna kosninganna daginn eftir höfðu verið máluð slagorð á veggi hvert sem litið var, plaköt af fríðum frambjóðendum stjómarinnar blöstu við. Ég furðaði mig á því, hve umferðin var lítil. Miðað við næstu daga var Dhaka þennan morgun eins og draugaborg. En kvöldið áður höfðu þær sem sé sam- einast, Hasina Wajid og Khalida Zia, og skorað á menn að fara í tveggja daga verkfall til að mót- mæla því, sem þær kölluðu sýndar- kosningasýningu Ershads forseta. Menn virtust aimennt verða við hvatningu kvennanna. Stjórnin kom þá með krók á móti bragði og lýsti yfir tveggja daga fríi um landið þvert og endilangt. Strax í upphafi ferðar vakti at- hygli mína að skilti og áletranir voru alls staðar á Bangla, þeirra eigin máli, og lítið sást af enskum skiltum. Bretar voru þarna herra- þjóð fram til 1947, þegar þeir fóru frá Indlandi og ákváðu skiptingu Pakistan í vestur og austur — sem nú er Bangladesh. Og með Indland allt á milli. En skýringin á því hve takmörkuð brezk áhrif eru í landinu mun vera að fínna í því, að eftir því sem þjóðemisstefnu óx fiskur um hrygg og gremjan með yfír- stjóm Pakistana færðist í aukana var lögð sem mest áherzla á að uppræta öll erlend áhrif. Ekki sízt brezk, þar sem margir töldu með réttu það sök Breta, að landið varð hluti af Pakistan. Enn fannst mér eima eftir af andúð á Bretum. En yfirleitt eru Bangladeshar viðmótsgóðir útlendingum, forvitnir og gestrisnir í fátækt sinni. Útlend- ingar eru margir í landinu, aðailega við þróunarkennslu eða hjá ein- hveijum hjálparstofnunum. Þeir eru lítt áberandi og virðast ekki blanda meira geði við heimamenn en nauð- synlegt er. Undantekning að þeir leggi á sig að læra tungumálið. Það tók sinn tíma að venjast því — rétt eins og mörgu öðru — að væri maður einn á röltinu, var maður ekki lengi einn. Fyrir utan allar milljónimar sem eru allt í kring, er komin halarófa á eftir manni eftir smáistund. Þetta voru einfaldlega forvitnir Banglar sem vildu taka mig tali. Ef ég stoppaði og sýndi merki um að ég vissi ekki í hvaða átt skyldi stefna, var öll samkundan farin að ræða það há- stöfum hvemig átti að greiða úr málinu. Það var sent eftir manni sem kunni hrafl í ensku og stundum var málið leyst með því að mér var boðið í te í næsta hús unz niður- staða fengist. Húsráðandi glaður yfír að hafa fengið gest og hópurinn þrengdi sér inn í snautleg húsa- kynni eða þeir sem ekki komust inn tóku sér stöðu við gluggann. Svo var horft á hvemig ég færi að þvi að drekka te og við skiptumst á upplýsingum um daginn og veginn, en þó aðallega fjölskyldumál. Hvað möig böm væru á heimilinu og hvað þau væm að gera og hvað ég ætti mörg böm og ánægjuþytur fór um liðið þegar ég rétti upp fjóra fíngur. Hvað voru margir synir? Tveir sem sagt. Það lá við að mér væri klappað lof í lófa. Ef náðist í manninn sem kunni ensku var stundum farið að útskýra fyrir mér þá stefnu stjómarinnar að tak- marka fólksfjölgun. Og hún fékk ekki aldeilis undirtektir í teboðinu. Jafnvel farið út í að spjalla um pólitík og það virtist hvergi fyrir- finnast neinn sem studdi forsetann. Svo fengum við meira te og fjöl- skyldan í næsta húsi kom á vett- vang með kúfaðan disk af halúa, sem er uppáhaldssælgætið, hlaup, búið til úr mjólk, sykri og ávöxtum eftir kúnstarinnar reglum. Allir eru glaðir og það liggur ekkert á. Ég hrósa happi yfir því að hafa ákveð- ið að staldra hér við í nokkrar vik- ur, í staðinn fyrir að tylla niður tá á lúxushóteli í Dhaka, láta mata sig á upplýsingum og fara síðan og hafa svör við öllu. Ég hlakkaði til að komast suður í landið og ferð- ast með lestum og stútfullum far- þegabílum, eins og þeir gera sjálfir. Og mér fannst fljótlega ég geta tekið undir orð skáldsins Tagore: „Heimurinn sem er þarna og ég ann svo heitt — öll trén, fljótin og akr- amir, fólksmeigðin, einsemdin, dögunin og sólsetrið.:. ég held honum gætilega í lófa mér. Öll þessi fegurðarauðlegð sem jörðin hefur gefið okkur — ég efast um að meira sé hægt að gefa. Hvað meira en þetta allt gæti himinninn gefið ... ég veit ekki hvort hann gæti fært okkur neitt sem jafnast á við þetta elskulega, örlynda, grimma, breska og fákæna fólk... hvort hann gæti fært okkur gullnari hjörtu en þau sem beijast í brjósti fátækling- anna sem lifa og starfa á ökrunum og við örlát fljótin ... hér sem býr hamingjan, elskan og sorgin...“ Eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.