Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUfiAGlIR ■ 8. APRÍL 1988 Norræna húsið: Syning á norrænni bókbandslist SÝNING á norrænni bókbandslist verður í bókasafni Norræna húss- ins helgina 9.-10. aprU frá kl.13-19 báða dagana. Hún er haldin á vegum Félags bókagerðarmanna og er grunnur sýningarinnar Norr- æna bókbandskeppnin, sem fram fór á síðasta ári. Arne Moller Ped- ersen Ustbókbindari kemur með sýninguna. Hann mun auk þess halda fyrirlestur um bókband i kvöld í félagsheimiU FBM, Hverfis- götu 21 kl.20.30. Reykjavík er síðasti viðkomu- staður sýningarinnar, sem hefur ffarið um öll Norðurlönd. Hún var haldin í ellefta sinn en íslendingar tóku í fyrsta sinn þátt í henni. Sýndar verða 66 bækur sem skiptast í Qóra flokka; alskinn, skinn á kjöl og hom, pappírsband og shirtingsband. Auk þess 10 skrnn af hliðarpappír. í frétt frá FBM segir að mark- miðið með keppninni sé að hvetja handbókbindara til listrænnar sköp- unar og velqa athygli á handverki bókbindara. Með þessu móti sé von til þess að hadnverkið lifí af í hinum tæknivædda prentiðnaði. Samhliða sýningunni fer fram sýning í anddyri Norræna hússins á íslenskum bókum sem bókaútgef- endur hafa valið til sýningar með tilliti til útlits og hönnunar. Veitt verður viðurkenning fyrir þijú bestu verkin Jafnframt verður sýnd þróun bókbands á merkum prentgripum. Hvalavinaf élagið: Mótmælir háhyrn- ingasölunni til Japan Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi „yfirlýsing og áskorun" frá Hvalavinafélagi ís- lands i tílefni sölu á fjórum há- hymingum til Japans: „Hvalavinafélag íslands mót- mælir þeim hvalveiðum og þeirri sölu á lifandi háhymingum sem sj ávarútvegsráðuneytið hefur heim- ilað fyrirtækinu Fauna á undan- fömum árum. Félagið vill benda á að kaupandi þessara dýra er fjölþjóðafyrirtækið Sea World sem er ásamt flestum öðmm dýragarðsfyrirtælqum þekkt fyrir stuttan lífaldur flestra þeirra dýra sem fönguð hafa verið og haldið í búmm þessara fyrirtækja mönnum til vafasamrar skemmtun- ar. Samkvæmt úttekt hlutlausra að- ila á Sea World-fyrirtækinu hefur komið í ljós að meðallífaldur fang- aðra háhyminga í vörslu þeirra er um 8 til 10 ár. A meðan meðallífald- ur þessara greindu dýra í hafínu við náttúmiegar aðstæður er áætl- aður um 60 til 80 ár. Hvalavinafélagið vill fyrir hönd skjólstæðinga sinna, sem fangaðir vom fyrir utan Seyðisfjörð í sept- ember sl. og nú nýverið seldir til Japans til að endurreisa hmninn Qárhag Sædýrasafnsins sáluga, mótmæla harðlega að fjár til gjald- þrota fyrirtæka sé aflað með því að fangelsa saklaus dýr sem lítið annað bíður en ömurleg ævi harðra tamninga og sýninga og síðan dauði á unga aldri. Um leið og Hvalavinafélagið tel- ur að sleppa hefði átt þessum hvöl- um aftur í sín náttúralegu heim- kjmni hér í hafíð austur af íslandi, í stað þess að senda þá heimsálfa á milli, þá skorar félagið á íslensk stjómvöld að bundinn verði nú end- ir á háhymingaveiðar hér við land, sem og allar aðrar hvalveiðar hið bráðasta." Listamaðurinn Gerður Helgadóttir að störfum Umferðin í mars: Slysin helm- ingi færri en í fyrra SLYSUM fækkaði um nærri helm- ing í umferðinni i Reykjavík i marsmánuði síðastliðnum miðað við sama mánuð f fyrra. Þá slösuð- ust 20 í umferðinni, en 11 nú. Slys- um á farþegum i bifreiðum hefur fækkað mest og telur lögreglan að þá breytingu megi rekja til þess, að frá og-með 1. mars var farþegum f framsæti gert skylt að nota bílbelti. Þá er ljóst að sú nýbreytni, að ökumenn útfylli sjálfir tjónstilkynn- ingar þegar um minni háttar tjón er að ræða, hefur létt störfum af lög- reglunni. Ómar Smári Armannsson, aðalvarðstjóri, sagði að útköll í síðasta mánuði hefðu verið 426, en í sama mánuði í fyrra vom þau 689. í mars 1986 vom útköll 597 og árið 1985 vom þau 527. „í þessum 426 útköllum nú vom skrifaðar 382 skýrslur, en hin 44 skiptin var um ýmiss konar aðstoð að ræða,“ sagði Ómar Smári. Ómar Smári sagði að það væri vissulega ánægjulegt að slysum hefði fækkað. „En það þýðir ekki að við getum unað við það að 11 manns slasist í mánuði hverjum, heldur hlýt- ur það að vera metnaðarmál hvers og eins að umferðin verði slysalaus með öllu.“ Sýning á verkum Gerðar Helgadóttur Sýning á verkum Gerðar Helga- dóttur, myndhöggvara, verður opnuð f Nýhöfn, Hafnarstræti 18 f Reykjavfk, á laugardaginn klukkan 14. Það er Lista- og menningarráð Kópavogs sem heldur sýninguna f tilefni af þvf, að hinn 11. aprfl hefði Gerður orðið 60 ára. Aðalsteinn Ingólfs- son, Iistfræðingur, og Sigurður Örlygsson, listmálari, hafa valið verkin á sýninguna f samráði við bróður Gerðar, Snorra Helgason. Kristján Guðmundsson, bæjar- stjóri, mun flytja ávarp við opnun sýningarinnar, og Elín Pálmadótt- ir les kafla úr bók sinni, Gerður — ævisaga myndhöggvara. í fréttatilkynningu frá Lista- og menningarráði Kópavogs segir: „Gerður Helgadóttir fæddist 11. apríl 1928 í Neskaupstað í Norðfirði. For- eldrar hennar vom Helgi Pálsson, tónskáld, og kona hans, Sigríður Erlendsdóttir. Gerður stundaði nám í Handfða- og myndlistaskólanum en hélt ung til Flórens og dvaldi við nám og störf erlendis upp frá því, bjó lengst af í París, en sfðustu æviárin í Hollandi. Hún lést úr krabbameini langt um aldur fram á vordögum 1975, aðeins 47 ára gömul. Listasafn í smíðum ## FERMNGARGJOF mrn; maaaar sam msss& w mmanartdss w5*™ mmssmm wæ '*%£**’ ***#“ /■, Hárblásari FOEN® 1200 • 1200W • 2 hitastlllar 0 Handhægur íveski 0 220V ogllOV AFKOST ENDING UÆÐT Fæst hjá umboðsmönnum um land allt. BRÆÐURNIR ORMSSONHF Lágmúla 9, sími: 38820 Þrátt fyrir skamma ævi tókst Gerði Helgadóttur að vinna stórvirki á sviði myndlistar og em afköst hennar með ólíkindum. Árið 1978 gáfu systkini Gerðar Lista- og menn- ingarsjóði Kópavogs þau af verkum hennar sem ekki festust erlendis eða vom í eigu einkaaðila og er afmælis- sýningin valin úr þeim. Þessari höfð- inglegu gjöf fylgdi það skilyrði, að reist skyldi listasafn sem bæri nafn Gerðar og verður gjöfin formlega afhent þegar það er fokhelt. Hafín er f holtinu fyrir neðan Kópavogs- kirkju bygging Listasafns Gerðar Helgadóttur og f ár em veittar 18 milljónir til verksins. Formaður byggingamefndar listasafnsins er Guðmundur Oddsson, skólasyóri og bæjarfulltrúi. Steindir glugg’ar og mósaik Verk Gerðar Helgadóttur blasa við augm almennings vfða hér á landi. Kunnust er ef til vill mósaikmynd hennar á Tollstöðinni f Reykjavík, en einnig em verk eftir hana f Sam- vinnubankanum og Menntaskólanum við Hamrahlíð. Dijúgur hluti af ævi- verki Gerðar em steindir kirkju- gluggar, æm er að fínna víða í Þýskalandi og einnig f sex fslenskum kirkjum: Kópavogskirkju, Skálholts- kirkju, Neskirkju, Saurbæjarkirkju, Kapellu Elliheimilisins Gmndar og Ólafsvíkurkirkju. Lista- og menningarráð Kópavogs var komið á fót 1986 og er það þann- ig skipað: Þóranna Gröndal, formað- ur, Svandís Skúladóttir, varaformað- ur, Magnús Bjamfreðsson, ritari, og Kristín Líndal og Haraldur Kristjáns- son. Skóla- og menningarfulltrúi er Sigurður Benjamfnsson."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.