Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 96. tbl. 76. árg. FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Ungveijalaiid: Saumað að Kadar Vín, Reuter. KAROLY Grosz, forsætísráð- herra Ungveijalands, hvattí í gær eldri menn innan forystu- sveitar kommúnistaflokksins til að segja af sér og er almennt litið svo á að orðum þessum hafi Grosz einkum beint til Janosar Kadars, leiðtoga ungverska kommúnistaflokksins, sem er 75 ára að aidri. Grosz hvatti aldurhnigna for- ystumenn til þess að láta af störfum er sýnt væri að starfshæfni þeirra væri tekin að skerðast. Það þykir engin tilviljun að forsætisráðher- rann skuli hafa látið þessi orð falla nú þar sem þing ungverska komm- únistaflokksins verður haldið í næsta mánuði. Grosz þykir líkleg- astur eftirmaður Kadars og sagði ónefndur ungverskur embættis- maður í gær að hann teldi helmings- líkur á því að ákveðið yrði á þinginu að Kadar skyldi víkja fyrir Grosz. Reuter Pólskir öryggislðgreglumenn skoða skilriki námsmanna sem efndu til fjöldafundar við Jagiellonien- háskóla í Krakow í gær. Fundarmenn lýstu yfir fullum stuðningi við kröfur verkfallsmanna í Lenín- stáliðjuverinu. Stjórnvöld í Póllandi hafa í hótunum við verkfallsmenn í Lenín-stálverinu: Deilan hin alvarlegasta frá því herlög voru sett Krakow, Reuter. STJÓRNVÖLD í Póllandi sUtu í gær samningaviðræðum við verka- menn í Lenín-stálverinu, sem verið hafa i verkfalli frá þvi á þriðju- dag. Hótuðu yfirvöld að sveitír öryggislögreglu yrðu kallaðar til og verkfaUsmenn fangelsaðir sneru þeir ekki aftur tíi vinnu sinnar. Leiðtogar verkamanna lýstu hins vegar yfir þvi að verkfaUinu yrði haldið áfram þar tíl gengið hefði verið að kröfum þeirra. Ólgan i PóUandi er hin mesta frá árinu 1981 er stjórnvöld settu herlög til að brjóta á bak aftur starfsemi „Samstöðu", hinnar óleyfUegu hreyf- ingar pólskra verkamanna. Þátttaka í verkfallinu í Lenín- stálverinu í borginni Krakow fór enn vaxandi í gær og höfðu um 15.000 af 32.000 starfsmönnum þess þá lagt niður vinnu. Skipulagn- ing verkfallsins er í höndum nefnd- ar 16 manna, sem allir eru ýmist stuðningsmenn eða félagar „Sam- stöðu". Lech Walesa, leiðtogi hreyf- ingarinnar, hefur hvatt verkamenn um gjörvallt Pólland til að leggja niður störf beiti stjómvöld vaidi Sauðþrár ökufantur Stokkhólmi, Reuter. Þrítugur Svii var í gær dæmd- ur til fjögurra mánaða vistar innan fangelsismúra eftir að hafa verið tekinn próflaus á bíl sinum í 168. skipti. Nafn mannsins var ekki gefið upp í samræmi við lög i Sviaríki. í niðurstöðum dómsins kom fram að maðurinn var í bæjarleyfí og var á leið aftur „heim“ í fangelsið þar sem hann tekur út refsingu sína fyrir fyrri umferðarlagabrot er hann var stöðvaður. gegn verkfallsmönnum í Krakow. Yfírvöld stóðu ekki við þá hótun sína að kalla út sveitir öryggislög- reglu en tilkynntu þess í stað að samningaviðræðum hefði verið slit- ið þar sem verkfallsmenn hefðu ekki samþykkt lokatilboð yfirvalda um hækkun launa. í tilkynningu frá saksóknara Krakow-borgar sagði að verkfallið væri ólöglegt. Kynnu þeir sem þátt tækju að verða ákærð- ir fyrir óspektir og dæmdir til allt að þriggja ára fangelsisvistar. A miðvikudag buðu yfírvöld að mánaðarlaun yrðu hækkuð um 20.000 zlotí á mánuði (um 2.000 kr. ísl.) og tilkynntu jaftiframt að hugsanlegar ákærur á hendur verk- fallsmönnum yrðu látnar niður falla gengju þeir að þessu. Háttsettur embættismaður í stjóm Lenín-stál- versins sagði hins vegar í gær að þetta tilboð hefði verið dregið til baka og að ekki væri unnt „að ábyrgjast öryggi" þeirra sem þátt tækju í óleyfílegum verkfallsað- gerðum. Helstu kröfur verkfallsmanna eru: • Helmingshækkun launa þannig að þau verði um 80.000 zlotí (um 8.000 ísl. kr.) á mánuði. • Kaupauki til handa tilteknum starfsstéttum og lífeyrisþegum til að vega upp á móti gifurlegum verðhækkunum að undanfömu. • Vísitölubinding kaupgjalds og verðlags. • Störf til handa fjórum félögum í „Samstöðu" sem sagt var upp í Lenín-stáliðjuverinu er herlög vom sett árið 1981. Talsmenn „Samstöðu" sögðu i gær að verkfallinu yrði haldið áfram. „Menn em dálítið þreyttir en vilja halda ótrauðir áfram þrátt fyrir hótanimar." Utanríkisviðskipti Bandaríkjanna: Asíuríki fordæma þvinganir Tókýó, Washington, Reuter. EMBÆTTISMENN í ríkjum Austur-Asíu fordæmdu í gær frumvarp, sem öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti á miðvikudag, og skyldar forseta Bandaríkjanna til að grípa til viðskiptaþvingana gegn þeim ríkjum sem setja hömlur á inn- flutning á bandarískum vörum. Frumvarpið gengur þvert á stefnu stjórnar Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og skýrði tals- maður hans frá því í gær að for- setinn myndi beita neitunarvaldi gegn því. Til þess að þingmenn geti hnekkt neitunarvaldi forsetans þurfa tveir af hveijum þremur þingmönnum beggja deilda Bandaríkjaþings að leggjast gegn því. Fmmvarpið var samþykkt með 63 atkvæðum gegn 36 í fulltrúadeildinni og bendir allt til þess að ekki fáist tilskilinn meiri- hluti gegn neitunarvaldi forsetans. Embættismenn í nokkmm ríkjum Austur-Asíu fordæmdu niðurstöðu fulltrúadeildarinnar í gær og sögðu frumvarpið alvarlega ógnun við verslunarfrelsi og fyrirkomulag al- þjóðaviðskipta. Fmmvarpinu er einkum beint gegn löndum Asíu en viðskiptahalli Bandaríkjanna gegn ríkjum þessum er mikill. í frumvarpinu er kveðið á um að tollmúrar verði hlaðnir gegn þeim ríkjum sem ekki heimila óheftan innflutning á bandarískum framleiðsluvömm. Að auki er for- setanum tryggt aukið svigrúm til að treysta samkeppnisstöðu banda- rískra fyrirtækja. Reagan forseti og flokksbræður hans hafa þó einkum áhyggjur af ákvæði í frumvarpinu, sem kveður á um að uppsagnarfrestur starfs- manna bandarískra fyrirtækja skuli lengdur. Fulltrúar stjómarinnar hvottu þingmenn Demókrataflokks- ins í gær til að leggja fram nýtt framvarp um utanríkisviðskipti og að fella niður ákvæðið umdeilda. Sjá ennfremur „Viðskipta- hindranir og hömlur . . . á bls. 26. Tekist á í sjónvarpssal JACQUES Chirac, forsætisráðherra Frakklands (t.v), lét hörð orð falla er hann mætti Francois Mitterrand, Frakklandsforseta, í sjón- varpskappræðu í París í gærkvöldi. Sjónvarpseinvígið var liður í bar- áttunni fyrir seinni umferð forsetakosninganna {Frakklandi, sem fram fer 8. maí. Frammistaða frambjóðendanna tveggja var talin geta ráðið miklu um niðurstöðu kosninganna. Chirac sagði Mitterrand hafa mistekist hrapallega stjóm efnahagsmála í landinu undanfarin ár og væri mikil fylgisaukning öfgaafla bein afleiðing þess. Mitter- rand sagði það ljóst vera að angist og örvænting í röðum tiltekinna þjóðfélagshópa væri ástæða aukins fylgis öfgamanna en varaði Chirac við að leita eftir stuðningi fylgismanna Jean-Marie Le Pen. Le Pen var frambjóðandi hægri-öfgamanna í fyrri umferðinni og fékk mun meira fylgi en búist hafði verið við. Þá deildu þeir hart um hvemig taka bæri á starfsemi hryðjuverkamanna og gengu ásakanir um óheil- indi á víxl. Mitterrand þótti taugaóstyrkur í upphafí en menn höfðu á orði að sjálfstraust hans hefði vaxið er leið á þáttinn. Ef marka má skoðanakannanir vinnur Mitterrand ömggan sigur í síðari umferð kosninganna. Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.