Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988 21 Hentu mömmu af lestínní KvikmyntUr Arnaldur Indriðason Hentu mömmu af lestinni („Thraw Momma from the Train“). Sýnd í Háskólabíói. Bandarisk. Leikstjóri: Danny DeVito. Handrit: Stu Silver. Framleiðandi: Larry Brezner. Kvikmyndataka: Barry Sonn- enfeld. Tónlist: David Newman. Helstu hlutverk: Danny DeVito, Billy Crystal, Kim Greist og Anne Rainsey. Hann er enginn DeNiro og enginn DePalma en þeir mega báðir fara að vara sig á Danny DeVito aðal- leikara og leikstjóra sakamála- grínmyndarinnar Hentu mömmu af lestinni („Throw Momma from the Train"), sem sýnd er í Há- skólabíói. DeVito er heldur enginn Hitch- cock en hann kann að spila skemmtilega með meistarann og uppáhaldsviðfangsefni hans, morð og meiðingar. „Hentu mömmu" er ofurlauslega og ofurspaugilega byggð á „Strangers on a Train", um tvo menn sem koma sér sam- an um að myrða hvor fyrir ann- an. í mynd DeVitos er það sama upp á teningnum nema aðeins annar aðilinn veit hvað er að ger- ast. Larry (Billy Cristal) er rithöf- undur sem þjáist af höfundarstíflu svokallaðri. Hann getur ekki byij- að á nýju sögunni sinni. Hann getur ekki endað fyrstu setning- una, hvað þá meir. Ástæðan er fyrrverandi eiginkonan hans sem baðar sig í frægðarljósi skáldsög- unnar sem hún stal frá honum. Ef Larry kæmi höndum yfír óber- mið þá... .Félagi hans Owen (Danny De- Vito) er miklu verri. Sá litli, feiti, sköllótti verðandi rithöfundur er haldinn muri alvarlegri morðsýki. En það eru fáir kaldrifjaðir morð- ingjar bíómyndanna sem hafa eins trygga _ samúð áhorfandans og hann. Ástæðan er, þótt synd sé frá að segja, fómarlambið móðir hans. Owen ákveður, eftir að hafa farið á gömlu Hitchcock-myndina, að skiptast á morðum við félaga Banatilræði („Assassination"). Sýnd í Regnboganum. Bandarísk. Leikstjóri: Peter Hunt. Handrit: Richard Sale. Framleiðandi: Pancho Kohner. Kvikmyndataka: Hanania Baer. Helstu hlutverk: Charles Bron- son og JiU Ireland. í Banatilræði („Assassinati- on“), nýjustu mynd Charles Bron- sons sem sýnd er í Regnboganum, er Bronson orðinn öiyggisvörður í Hvíta húsinu, sem falið er að gæta forsetafrúarinnar. Forset- afrúna leikur Jill Ireland, eigin- kona Bronsons, en hún er aldrei kölluð neitt annað en mamma-eitt í myndinni og á það að vera eitt- hvert öryggisvarðatal. Fljótlega kemur í ljós að ein- hver hefur ráðið leigumorðingja til að ráða frúna af dögum en hún Þríeykið Larry, Owen og mam- man. sinn Lariy. En þar með er sagan sannar- er raunar svo þrautleiðinleg að mesta furða er að öryggisverðim- ir skuli ekki skjóta hana sjálfir. Leiðinlegust er hún við Bronson sem í ljós kemur að var í Delta- sveitum Carters, þótt það sé frek- ar álitshnekkir en hitt. Rúnum ristur Bronson á síðan fullt í fangi með að bjarga lífi mömmu-eitt undan ýmiskonar banatilræðum eins og það sé daglegt brauð í Washington og svo á hann í ástar- sambandi við stelpu sem gæti verið bamabam dóttur hans og skríkir af tilhlökkun þegar hann segist loks ætla að sofa hjá henni. Það ætti fáum að koma á óvart eins og málum er háttað í Hvíta húsinu að þegar böndin taka að berast að vonda kallinum verður starfsmannastjórinn æ flóttalegri. Kvikmyndaliðinu undir stjóm hins líttspennandi leikstjóra Peter Hunts (gerði hinn undurleiðinlega lega ekki öll sögð. í verulega hnyttnu handriti Stu Silvers líður aldrei langt á milli sniðugu setn- inganna og langt er síðan blákalt morðsamsæri hefur orðið að eins grínaktugum gamanleik. Það sem meira er, þessi fyrsta bíómynd, sem DeVito leikstýrir, sýnir að hann er ennþá betri leikstjóri en leikari. Að þetta skuli vera hans fyrsta mynd kemur mjög á óvart. Hún gengur snurðulaust upp með útsjónarsömum og mjög hreyfan- legum kvikmyndatökum og skondnum klippingum sem hvort tveggja fellur í takt við snerpu handritsins og ómissandi saka- málamyndatónlistina. Eitt af því sem myndiil gerir er að gefa hugtakinu Móðir nýja og ógnvænlega vídd. Anne Rams- ey vinnur viðurstyggilega subbu- legan leiksigur í hlutverki möm- myndaflokk „Pompeii") hefur sýnilega verið veittur fullur að- gangur að Hvíta húsinu við gerð myndarinnar. Bronson er alltaf samur við sig nema andlitið er alltaf að líkjast meira og meira soðnum tijáberki. munnar sem allt snýst um. Hún af dásamlegu smekkleysi býr til organdi, sótbölvandi furðufól, nom se'm hefði étið Hans og Grétu strax í dyrunum. Hún fær bestu setninguna þegar hún hrekkur upp og segir eftir að sonur henn- ar hefur reynt að stoppa veikt hjartað í henni fyrir fullt og fast með því að blása í trompett af öllum mætti í eyrað á henni sof- andi: „Guð minn góður. Mig dreymdi að Louis Armstrong reyndi að drepa mig.“ Ramsey er kostuleg og leikar- “ amir standa sig raunar allir með mestu piýði hvort sem þeir em í auka- eða aðalhlutverkum. Cryst- al og DeVito gera úr sér gott par, tveir jafngóðlegir og elsku- legir verðandi morðingjar eru sjaldséðir á þessum síðustu tímum. Ireland hefur aldrei verið burðug leikkona og aukaleikaramir taka sig allir vel út með byssur. Leik- stjóm Hunts hefur ekki batnað sfðan Pompeii hvarf. Myndin er gerð á vegum Golans og Globusar. Morðtilræði við mömmu-eitt Ireland og Bronson f Banatilræði. „Hin lengsta ferð hefst með einu skreff Það undrar engan að þetta kunna máltæki hafi orðið til í Kína; Landi risavaxinna mælikvarða. Kínversk menn- ingarsaga er fjögur þúsund ára gömul, íbúamir telja rúmlega einn milljarð og landið þekur um tíu milljónir ferkílómetra. KÍM (Kínversk íslenska menningarfélagið) og ferðaskrif- stofan Saga hafa sett saman tvær hnitmiðaðar ferðir til Kína; Stóru Kínaferðina og Silkileiðina. Nefna má nokkra fræga viðkomustaði; svo sem Múrinn mikla, Minggrafimar.Forboðna borgin í Beijing og Hof himins- ins. Leirhverinn mikla við Xian, gljúfrin við Yngtze fljótið, skrautgarðana í Suzhou og borgarlíf Shanghai, auk fjölda annarra viðkomustaða. Á heimleið er komið við í hinni frægu borg Hong Kong. Kínaferðimar em vel skipu- lagðar, með íslenskum farar- stjóra og þér gefst kostur á að sjá og kynnast mörgum merkustu lista- og menningar- fjársjóðum landsins. Hafðu samband strax í dag eða líttu við á skrifstofunni - mundu að hin lengsta ferð hefst með einu skrefi. Kína: Brottför 7. október, 27 dagar, íslenskur fararstjóri. FERÐASKRIFSTOFAN icanvn/íl'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.