Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988 29 launa skrifstofufólks miðað við samninginn sem undirritaður var 8. aprU síðastliðinn og feUdur síðan í atkvæðagreiðslu. Magnús hefur undirritað samninga við á annan tug fyrirtækja um 42 þús- und króna lágmarkslaun. Hann segir fyrirtækin hafa átt frum- kvæði að því að leita eftir samn- ingunum og bjóst við að fleiri fylgdu í kjölfarið. „Það fór mjög fyrir brjóstið á fólki, að miðlunartillagan skuli fela það í sér, að skrifstofufólk lækkar miðað við samninginn sem undirrit- aður var 8. apríl og felldur 11. til 13. apríl. Tillagan hefur í för með sér nokkum ávinning fyrir af- greiðslufólk, en þótt það sé í plús eru taxtamir mjög lágir eftir sem áður. Fólk metur nokkur hundrað krónur ekki mikils. Undirtónninn er, að fólk er mjög óánægt með þessi lágu laun,“ sagði Magnús L. Sveinsson í samtali við Morgun- blaðið eftir fundinn. Á fundinum, sem að boði sátta- semjara var lokaður fréttamönnum, var miðlunartillagan lögð fram og Magnús L. Sveinsson kynnti efni hennar fyrir fundarmönnum. Eftir framsögu Magnúsar vora umræður. Þar tóku til máls Viggó Jörgens- son, Hörður J. Oddfríðarson og Bima Þórðardóttir og töluðu gegn miðlunartillögunni. Magnús vildi engu spá um áfram- haldið, sagði aðeins að á meðan atkvæðagreiðsla stendur jrfír er áfram í gildi allsheijarverkfall VR. Atkvæðagreiðslan fer fram í dag og á morgun í Verslunarskólanum við Ofanleiti. Henni lýkur kl. 18:00 á morgun og verða atkvæði þá tal- in strax, þannig að úrslit liggja fyrir annað kvöld. Samið um 42 þúsund krónur Magnús sagði, að í gær hefði verið margt um atvinnurekendur á skrif- stofu VR og vildu þeir semja um 42 þúsund króna lágmarkslaun. Hann sagðist hafa undirritað samn- inga við á annan tug fyrirtækja og bjóst við að fleiri fylgdu í kjölfarið. „Þetta sýnir að þeir telja launa- pólitíkina vestur í Garðastræti ekki rétta. Þeir vilja borga betri laun og skilja ekki af hveiju ekki er hægt að semja um þau við félagið. Eg held að allir verði að fara að gera sér grein fyrir því í íslenskri launa- pólitík, að almenningur ætlast til þess að lægstu laun séu ekki undir 42 þúsund krónum, enda viður- kenna stjómvöld það í verki með því að hafa skattleysismörkin þar,“ sagði Magnús L. Sveinsson. Skiptar skoðanir Nokkrir VR félagar voru í gær spurðir álits á miðlunartillögunni. Fólk var ýmist spurt á leið til fund- ar VR eða að honum loknum. Spurt fyrir fundinn „Ég verð nú að segja alveg eins og er, að ég hef ekki kynnt mér hana. Ég geri ráð fyrir því, að það kaup sem ég hef, myndi ekkert hækka, hvað sem yrði gert,“ sagði Anna Þóra Steinþórsdóttir. Hún vinnur hálfan daginn á skrifstofu Olís. Hún sagðist gera ráð fyrir að samþykkja tillöguna í atkvæða- greiðslunni. „Mér líst illa á tillöguna," sagði Rolf Hansen. „Þessar hækkanir era alveg út í hött. Ég býst við að greiða atkvæði gegn henni." „Mér líst bara ekkert á tillöguna," sagði Kristín Friðriksdóttir, sem vinnur í kjötvinnslu Hagkaups. „Mér finnst þetta of lág upphæð sem grandvallarlaun, 36.500 krónur. Mér fínnst að við eigum að halda áfram að beijast." Spurt eftir fundinn „Eg veit það ekki. Mér líst eigin- lega engan veginn á þetta," sagði Rannveig Guðmundsdóttir sem var að koma af fundinum með manni sínum, Þorgrími Guðmundssyni og bömum þeirra. Hún kvaðst ekki viss um það, hvort hún myndi greiða at- kvæði með eða á móti tillögunni. „Ég fell eiginlega ekki inn í þetta,“ sagði hún. „Ég er nú einn af þeim sem era í fyrirtæki þar sem launin era hærri,“ sagði Jón Fransson. „Ætli ég greiði ekki atkvæði á móti, af siðferðilegum ástæðum." „Satt að segja kom ég svo seint á ftindinn, að ég er ekki búinn að lesa tillöguna yfír,“ sagði Karl Lilli- endahl. Hann kvaðst ekki vera búinn að gera upp við sig, hvort hann greiddi hennni atkvæði eða ekki. Allmargir fleiri vora spurðir álits, en voru ekki reiðubúnir til að tjá hug sinn gagnvart miðlunartillögunni, „vil ekkert segja," var dæmigert svar. im; inir, en slufólk Áfangahækkanir Þijár áfangahækkanir era í miðl- unartillögu sáttasemjara: 2,50% þann 1. september, 1,50% 1. desember, og 1,25% 1. mars 1989. Þetta eru sömu áfangahækkanir og f fellda samn- ingnum, að því undanskildu að í miðl- unartillögunni er ekki að finna 3,25% hækkun 1. júní næstkomandi, en á móti kemur aukin byijunarhækkun. Hækkanir frá gild- andi samningnm Byijunarhækkun á grundvallar- launum frá gildandi samningum mun vera 10,3%, og 12,6% fyrir þá sem fá 750 króna launauppbótina. Svipað- ar prósentuhækkanir koma á aðra taxta afgreiðslufólks og skrifstofu- fólks í flokki I, en skrifstofufólk í flokki II og III hækkar strax um 9-10%. Hækkunin verður síðan aðeins meiri fyrir þá sem eru í nýja 7 ára þrepinu, eða um 11,7-15,5% eftir því í hvaða flokki menn era. Nýtt „rautt strik“ Tillaga sáttasemjara miðar við að framfærsluvísitalan verði innan eftir- farardi marka: 263 stig 1. júlí 1988, 274 sify 1. nóvember 1988 og 285 stig 1. tt ráar 1989. Fari vísitalan yfír þessi mörk geta félög verslunar- manna krafíst endurskoðunar á launalið samninganna. Bókanir um bónus- kerfi og fleira Fjórar bókanir samningsaðila er að fínna í miðlunartillögu sáttasemj- ara og eru þijár þeirra nýjar. Fyrsta bókunin er um að samningsaðilar skuli endurskoða ákvæði um trúnað- armenn á vinnustöðum. Önnur bók- unin - sem var einnig í samningnum sem var felldur - er um skipan 10 manna nefndar samningsaðila til að móta reglur um sveigjanlegan af- greiðslutíma verslana, en hún á að skila áliti fyrir 1. nóvember nk. Þriðja bókunin er áskorun til ríkisstjómar- innar um að skipa nefnd til að sjá um að launþegar á almennum vinnu- markaði njóti sömu kjara við fæðing- arorlof og konur í þjónustu hins opin- bera. Fjórða og síðasta bókunin er um skipan starfshóps sem athuga skuli möguleika á afkastahvetjandi launakerfi I verslunum, þ.e. bónus- kerfí, sem skuli skila hugmyndum fyrir 1. nóvember. HÓ Morgunblaðið/RAX Frá fundi Sláturfélags Suðurlands í gær. Steinþór Skúlason forstjóri á miðri myndinni. Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands: Verulegur samdráttur í smásöluverslun SS 52 milljóna tap á Nýjabæ og 18 millj- óna tap á annarri smásöluverslun TAP á rekstri Sláturfélags Suðurlands á síðasta ári nam 66 millj- ónum króna og munaði þar mest um að afskrifa varð allt hlutafé félagsins i Nýjabæ, 47 milljónir króna, en tap á rekstri Nýjabæjar nam 51,9 milljónum á síðasta ári. Tap á öðrum smásöluverslunum SS var 18 milljónir á árinu og boðuðu forstjóri og stjórn SS á aðalfundi félagsins í gær að verulega yrði dregið úr smásöluversl- im og aukin áhersla lögð á framleiðslu og heildsöluverslun. Einn- ig var boðuð aukin hagræðing í starfsmannahaldi og uppsagnir. Sex trésmiðum á verkstæði félagsins var sagt upp í gær og er von á fleiri uppsögnum starfsmanna í dag. Búist er við verulegu rekstrartapi félagsins á þessu ári og því næsta. í skýrslu Páls Lýðssonar, stjóm- arformanns SS, kom fram að á deildarstjórafundi 16. desember sl. hefði fráfarandi forstjóri félagsins, Jón H. Bergs, lýst rekstrinum fyrstu 8 mánuði ársins og hefði hann þá talið rekstur félagsins hafa gengið nokkuð vel þótt blikur væra á lofti vegna vaxandi verð- bólgu. Páll sagði síðan að á stjómar- fundi 24. júlí hefði Jón H. Bergs lýst áhuga Óla Kr. Sigurðssonar að selja SS hlut sinn í Vöruhúsinu við Eiðistorg hf. sem rekur Nýjabæ. Hluturinn var að nafn- virði 8 milljónir en söluverðið 25 milljónir. Stjómin gaf forstjóra og stjómarformanni fullt umboð til að ganga að þessum kaupum. Páll sagði að Nýibær hefði verið gerður upp til bráðabirgða fyrstu flóra mánuði ársins og með 8,4 milljóna tapi meðan áætlun hafí hljóðað upp á 514 þúsund króna tap. En með hliðsjón af því að verslunin Nýibær velti 4/s af veltu allra annarra verslana félagsins þótti ekki rétt að sleppa eigninni. Páll lýsti síðan ástæðum þess að veralega hallaði undan fæti í rekstri Nýjabæjar. Hann nefndi aukna samkeppni í matvöraversl- un, tíðum verðkönnunum Verð- lagsstjóra, sem Nýibær fór illa útúr og olli miklum samdrætti í sölu. Strax í ágúst hefði mátt sjá veralegar breytingar til hins verra. í framhaldi af þessu sagði Páll að margir þættir í rekstri Sláturfé- lagsins hefðu orðið að líða fyrir að verslunarrekstrinum var haldið í réttum skorðum. Hann spurði síðan hvort það væri við hæfí, þegar 12% af framleiðsluvörum félagsins væra seldar gegnum smásölu SS. Eigið fé Nýjabæjar var í lok ársins neikvætt um 28,8 milljónir króna og var hlutafjáreign SS því afskrifuð, alls 47 milljónir króna. Steinþór Skúlason, nýráðinn for- stjóri Sláturfélagsins, staðfesti við Morgunblaðið að SS hefði verið í óformlegum viðræðum við Hag- kaup um sölu á Nýjabæ en ekkert hefði komið út úr því enn enda hefði verkfall verslunarmanna sett strik í reikninginn. Hann sagði að einnig væri í athugun sala á fleiri eignum en það réðist af markaðs- aðstæðum. Hann sagði að allur rekstur félagsins væri í skoðun og það réðist af því hvort áhugi væri á að kaupa verslanir félagsins, hvort þær yrðu seldar. Hins vegar væri ekki áformað að loka þeim. Á fundinum fengu þær rekstr- arbreytingar sem stjóm SS boðaði góðar undiríektir fundarmanna og kom fram að sú skoðun hefur mjög verið uppi á Suðurlandi að draga ætti úr smásöluverslun SS í höfuðborginni. Báðir stjómar- mennimir sem áttu að ganga úr stjóminni, Sigurður Jónsson á Kastalabrekku og Magnús Jóns- son í Stardal, vora endurkjömir en aðrir í stjóm em Páll Lýðsson, Litlu Sandvík, Lárus Siggeirsson, Kirkjubæ, og Sigurður Sigurðsson Stóra Lambhaga. F'ram kom í máli Páls Lýðsson- ar að hús SS sem verið er að byggja við Laugames í Reykjavík er mjög kostnaðarsamt. Á síðasta ári var 95 milljónum króna varið í bygginguna. Á þessu ári verður 150 milljónum varið í bygginguna og þá á eftir að framkvæma fyrir 200 milljónir króna. Páll sagði að ekki mætti hætta við þessa bygg- ingu þar sem hún væri bæði of langt komin og nauðsynleg fyrir. framtíðarstarfsemi félagsins. Hagnaður varð af kjötvinnslu félagsins á síðasta ári en veraleg- ar áhyggjur komu fram á fundin- um vegna aukinnar samkeppni í smásöluverslun og aukins fram- boðs og eftirspumar á ódýrari vöra. Steinþór Skúlason sagði á fundinum að til greina kæmi að framleiða vörar undir öðru vöru- merki en SS sem væra þá lakari og ódýrari en þær vörar sem fram- leiddar era undir hefðbundnu vöramerki félagsins. Steinþór lagði samt áherslu á að SS keypti á grundvelli gæða og þjónustu og yfírburðir félagsins nýttust helst í kjötiðnaði. ' Á fundinum gagnrýndu félags- menn seinkun á útborgun afurða- verðs til bænda og bentu á að aðrar afurðastöðvar á svæðinu stæðu betur í skilum og því væri hætta á að bændur færa þangað með afurðir sínar frekar en til Sláturfélagsins. Stjómarmenn og forstjóri gerðu grein fyrir ástæð- um þess sem væra meðal annars lausafjárskortur vegna taprekst- urs. Steinþór Skúlason boðaði að sett yrði upp greiðsluáætlun fyrir afurðir sem yrði kynnt bændum fljótlega. FVam kom á fundinum að þótt félagið ætti í rekstrarerfíðleikum væri eiginfjárstaða þess traust eða 428 milljónir. Skuldir félagsins námu í árslok 1,5 milljarði. Þar af voru skammtímaskuldir 1,1 milljarður. Velta félagsins á árinu var 3,3 milljarðar, sem var 31,2% aukning frá síðasta ári. Tap af reglulegri starfsemi var 13 millj- ónir en tap af áhættufé í Nýjabæ nam 47 milljónum eins og áður hefur komið fram. Sá rekstrarliður sem hækkaði mest milli ára vora laun eða um 44,6%. Launagreiðsl- ur námu 482 milljónum en ársverk í félaginu vora 598. Þá jukust fjár- magnsgjöld um 45,5% vegna tap- reksturs og aukinna fjárfestinga. Stjóm SS samþykkti á fundi í gær. að ráða löggiltan endurskoðenda til þess að ná að fara yfír reikn- inga og skoða rekstur félagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.