Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988 27 Gengiðyfir heimskautið Reuter Kanadískir og sovéskir ævintýramenn komust á Norðurpólinn í fyrradag eftir 55 daga skíðagöngu frrá nyrsta annesi í Sovétríkjunum en annars er forinni heitið til Kólumbíuhöfða á Ellesmere-eyju. Er áætlað að koma þangað í júnímánuði. Eru ferðalangamir 13 talsins, flórir Kanadamenn og níu Sovétmenn, og vakti það fyrir þeim að verða fyrstir til að fara yfir heimskautið án þess að notast við vélknúin farartæki eða hundasleða og einnig til að leggja áherslu á vináttu þjóðanna. Viðræður Mulroneys og bandarískra stjórnvalda: Súrt regn veld- ur ágreiningi Genf, WashingtoD, Reuter. SÚRT regn er helsta umræðu- efnið í viðræðum Brians Mulro- neys, forsætisráðherra Kanada, og bandarískra stjórnvalda í Washington. Samhliða þvi sem kanadíski forsætisráðherrann hvetur til þess, að Bandaríkja- þing staðfesti nýgerðan fríversl- unarsamning Kanada og Banda- ríkjanna. Mulroney, sem hefur verið í heimsókn í Washington, hvatti á miðvikudag til þess að Bandaríkja- menn gripu til svipaðra aðgerða og Kanadamenn, sem fyrirhuga að draga úr loftmengun sem veldur súru regni um helming fyrir árið 1994, en Bandaríkjastjóm hefur tekið þeim hugmyndum fremur fá- lega. Sérfræðingar frá 25 löndum ræddu einnig loftmengun, sem talin Sovétríkin: Orðrómur á kreiki um skert völd næstráðanda Gorbatsjovs Moskvu. Reuter. PRAVDA, málgagn sovéska kommúnistaflokksins, skýrði frá því í gær að Jegor Lígatsjov, hug- myndaf ræðingur flokksins, og annar valdamesti maður Sov- étríkjanna, hefði ekki setið tvo fundi í Moskvuborg á undanförn- um dögum þar sem hugmynda- fræði og umbótastefna Sovét- stjómarinnar hefðu verið til um- ræðu. Hefur þetta orðið til að magna að nýju orðróm um að völd Lígatsjovs, sem almennt er talinn til harðlinumanna, hafi verið skert. í stað Ligatsjovs sat Alex- ander Jakolev fundina, en hann er talinn nánasti aðstoðarmaður Míkhails S. Gorbatsjovs Sovétleið- toga. A miðvikudag komu sagnfræðing- ar og rithöfundar saman í Moskvu til að ræða það endurmat sem nú fer fram á sögu Sovétríkjanna. Lígatsjov hefði að öllu jöfnu átt að sitja þann fund en þess í stað átti hann viðræð- ur við Joe Slovo, leiðtoga suður- afh'ska kommúnistaflokksins. Að sögn Prövdu sat Jakolev fundinn svo og fund ráðamanna með sovéskum ritsjórum og sagði í frétt málgagns- ins að hann hefði ávarpað samkund- una. Sovéskt vikurit gaf í skyn á mið- vikudag, að hópur manna innan hers og flokks hefði samið skjalið eða yfirlýsinguna, sem nú hefur verið fordæmd sem árás á umbótastefnu Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga. Skjalið, sem var birt í síðasta mán- uði, daginn áður en Gorbatsjov fór í opinbera heimsókn til Júgóslavíu, hefur valdið mikilli ókyrrð innan kommúnistaflokksins en í því var meðal annars brugðist hart til vamar fyrir Jósef heitinn Stalín. Anatolí Streljaníj, dálkahöfundur við vikuri- tið Moskvufréttir, sagði þar á mið- vikudag, að stuðningsmenn yfirlýs- ingarinnar hefðu hlakkað yfir því við hann í mars sl., að textinn væri not- aður við pólitíska uppfræðslu innan flokksins og hefði verið endurprent- aður í dagblöðum hersins. Upphaflega birtist yfirlýsingin í dagblaði miðstjómarinnar, Soyj- etskaja Rossíja, og kynnt þá sem lesendabréf frá menntamanni í Leníngrad. Þremur vikum síðar var hún fordæmd í Prövdu, flokksmál- gagninu, sem „hugmyndafræðileg stefnuskrá“ þeirra, sem andstæðir væru umbótum Gorbatsjovs. Stuðningsmenn Gorbatsjovs segja, að yfirlýsingin hafi verið hugsuð sem sameiningartákn fyrir afturhalds- mennina og til að stappa í þá stálinu fyrir mikilvæga flokksráðstefnu í júní en hún á að leggja blessun sína yfir umbótastefnuna. Sumir telja einnig, að Jegor Lígtasjov hafi haft hönd í bagga þegar yfirlýsingin var saman en Edúard Shevardnadze ut- anríkisráðherra hefur sagt að enginn ágreiningur sé með Lígatsjov og Gorbatsjov. Streljaníj sagði ennfremur, að í æðstu embættum væm menn, „sem vilja ekki láta sér skiljast, að umbóta- stefna Gorbatsjovs á sér öfluga and- stæðinga, sem einskis svífast". er valda súm regni, f Genf í gær og fyrradag. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna í Genf sagði að sérfræðingarpir væm frá Austur- og Vestur-Evr- ópulöndum, Kanada og Banda- ríkjunum og tilgangur viðræðnanna væri sá að undirbúa ráðstefnu síðar á árinu þar sem undirritað yrði uppkast að alþjóðasamningi um nit- uroxíðmengun, sem talin er valda súm regni. Hann bætti við að Bandaríkjamenn krefðust sérstakra skilmáia því þeir segðust þegar hafa hafið eftirlit með loftmengun og hefðu því sérstöðu. Hann vildi hins vegar ekki upplýsa í hveiju kröfur Bandaríkjamanna fælust. Súrt regn veldur miklum spjöllum á vötnum og skógum í Bandaríkjun- um og Kanada, og er eitt helsta umræðuefnið í viðræðum Brians Mulroneys, forsætisráðherra Kanada, og bandarískra stjómvalda í Washington. Kanadamenn stefna að því að draga úr loftmengun frá kanadískum orkuvemm um helm- ing fyrir árið 1994 en bandarísk stjómvöld vilja fara hægar í sakim- ar. Mulroney hvatti til þess, á fundi sínum með Reagan Bandaríkjafor- seta og í ávarpi sínu til bandaríska þingsins á miðvikudag, að Banda- ríkjamenn gerðu tímaáætlun, eins og Kanadamenn hafa gert, um að draga úr brennisteins- og nitur- mengun frá orkuverum sem brenna kolum. Reagan heldur því hins veg- ar fram að ekki sé nægileg þekking á mengunarvöldunum fyrir hendi til að vert sé að eyða miklum fjár- haaðum í lofthreinsun. Mulroney sagði á miðvikudag að súrt regn hefði valdið miklum spjöllum á nærri 15.000 kanadískum vötnum og að fjölmargir skógar landsins væm í hættu. „Við ætlum að draga úr útflutningi okkar á súm regni til Bandaríkjanna um allt að helm- ing fyrir árið 1994 og við fömm ekki fram á annað en að þið gerið það sama,“ sagði Mulroney meðal annars. Fahd, konungur Saudi-Arabíu: Reuter ÓðagotíTókíó , Eftir afgreiðslu laganna frá Öldungadeild Bandaríkjaþings greip um sig mikið óðagot í kauphöllinni f Tókió og féllu verð- bréf mjög í verði. í gær hækkuðu þau svo & ný, enda treysta Japanir því að Reagan forseti beiti neitunarvaldi sínu gegn lög- unum. Eldflaugum beitt gegn Irönum ef börf krefur Kuwait. Reuter. ekki stöðu Bandaríkjanna. Otto von Lambsdorff, fyrrverandi efnahags- ráðherra Vestur-Þýskalands, ritaði grein í Wall Street Joumal, sama dag og Öldungadeildin greiddi at- kvæði um frumvarpið. Þar sagði hann að Vestur-Þýskaland biði eftir því að Bandaríkjaforseti beitti neit- unarvaldi til að koma í veg fyrir að frumvarpið yrði að lögum. Hann varaði sérstaklega við þeirri hættu sem frumvarpið skapaði í milliríkja- viðskiptum og að það væri and- stætt fijálsum utanríkisviðskiptum: „Það yrði grátlegt ef hann [Reag- an], sem er einn besti framvörður fijálsra milliríkjaviðskipta, endaði forsetaferil sinn með því að undir- rita lög um vemdartolla," sagði Lambsdorff. FAHD, konungur Saudi-Arabíu, segir þjóð sfna reiðubúna til að beita nýfengnum eldflaugum frá Kina til að veijast yfirgangi ír- ana. Sprengjur hafa sprungið síðusta daga við fyrirtæki og mannvirki, sem Saudi-Arabar eiga f öðrum Persaflóaríkjum, og er talið, að íranir eða þeirra áhang- endur hafi komið þeim fyrir. „Við skulum vona, að íranir haldi sig á mottunni og ekki komi til þess, að við neyðumst til að sýna hvers við erum megnugir," sagði Fahd í viðtali við kúvæska dagblaðið Al- Siyassah í gær. Kvaðst hann vona, að ekki þyrfti að grípa til nýju eld- flauganna „en ef við neyðumst til að verja hendur okkar verður ekki hjá því komist“_ í viðtalinu sagði Fahd, að íranskir pflagrímar hefðu í fyrra smyglað til Saudi-Arabíu 90 ferðatöskum fullum af sprengiefni og ætlað að ná á sitt vald mesta helgidómi múhameðstrú- armanna í Mekka. Þá hefðu þeir efnt til uppþota og óeirða, sem kostað hefðu 400 manns lffíð. „Við skýrðum ekki frá þessu öllu vegna þess, að við vildum vera umburðarlyndir í þeirri von, að íranir tækju tillit til þess. Þá færðust þeir hins vegar all- ir í aukana," sagði Fahd. Að undanfömu hafa nokkrar sprengjur sprungið við saudi-arabísk fyrirtæki f Persaflóaríkjum og nú sfðast á miðvikudag við skrifstofur saudi-arabíska flugfélagsins f Kuwa- it. Menn af trúflokki shíta, hlynntir írönum, eru taldir hafa komið sprengjunum fyrir. Saudi-Arabía flokkanna fjögurra verður að reiða sig á stuðning annarra flokka ætli hún að sitja áfram eftir kosningarnar 10. maí. Er það niðurstaða tveggja skoðana- kannana, sem birtar voru i gær. Niðurstöður kannananna stang- ast raunar á. Samkvæmt annarri vinna stjómarflokkamir á en jafn- aðarmenn og Sósfalfski þjóðarflokk- urinn tapa en hin segir, að þessu verði alvegt öfugt farið. IFO-könn- un, sem dagblaðið Det Fri Aktuelt sleit stjómmálasambandi við íran á þriðjudag og er ástæðan sögð sú, að með því mátti koma í Veg fyrir, að íranskir pílagrímar streymdu til Mekka í júlí nk. Stjómvöld í Teheran höfðu krafist þess, að 150.000 íran- skir pílagrfmar fengju að koma til borgarinnar. birti, sagði, að stjómarflokkamir ykju hlutfall sitt úr 38,5% I 40% og vinstriflokkamir fæm úr 43,9% í 41,4%. Vilstrup-könnun Politikens sagði aftur á móti, að stjómarflokk- amir fengju 37% og vinstriflokkam- ir 45%. í Gallup-könnun, sem bandarfska upplýsingaþjónustan lét gera, kem- ur fram, að 82% Dana era hlynnt kjamorkuvopnalausu svæði á Norð- urlöndum og 46% vildu koma því á þótt það færi í bága við aðildina að Atlantshafsbandalaginu. Dönsku þingkosningarnar: Ekki að vænta stórbreyting'a Kaupmannahöfn. Reuter. Minnihlutastjórn borgara-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.