Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988 31 Samgönguráðherra um kaupskipastólinn: Færri skip flytja nú meira vörumagn ÍSLENSKI kaupskipastóllin hef- ur dregist lítillega saman á síðustu árum en hann telur nú 45 skip, sagði Matthías Á. Mathiesen, samgönguráðherra, í sameinuðu þingi í gær í svari við fyrirspurn frá Danfríði Skarp- héðinsdóttur (Kvl/Vl) um kaup- skipaeign íslendinga og leigu erlendra farskipa. Þrátt fyrir fækkun skipa væri þó flutt um- talsvert meira vörumagn en áð- ur. Samgönguráðherra sagði kaup- skipastólinn á vegum íslenskra út- gerða í dag telja 45 skip. Þar af væru 32 skip undir íslenskum fána, en 7 skip á þurrleigu hjá íslenskum útgerðum, mannaðar íslenskum áhöfnum. íslenskar útgerðir ættu 2 skip sem skráð væru undir erlend- um fánum og 4 erlend skip væru í langtímaverkefnum hjá íslensku- útgerðunum. íslenski kaupskipa- stólinn hefði lítillega dregist saman á undanfömum árum en helstu ástæður þess væru þær, að skipin væru nú stærri og afkastameiri og rekstur þeirra betur skipulagður og afköst við lestun og losun hraðari. Viðskiptaráðherra; Lög um samvinmifélög endurskoðuð eftir samþykkt hlutaf élagafrumvarps VIÐSKIPTARÁÐHERRA telur að ekki eigi að endurskoða iög um samvinnufélög fyrr en útséð er um örlög stjórnarfrumvarps um hlutafélög sem fjárhags- og viðskiptanefnd efri deildar hefur til meðferðar. Nauðsynlegt væri að lög um samvinnufélög væru í samræmi við lög um annan at- vinnurekstur. Þetta sagði ráð- herrann í svari við fyrirspum frá Halldóri Blöndal (S/Ne) um hvemig liði endurskoðun sam- vinnulaga. Halldór sagði mikla þörf á þvi að færa samvinnulög- gjöfina í nútimahorf og gæti hann ekki unað við skýringu við- skiptaráðherra. Halldór Blöndal (S/Ne) sagði samvinnuhreyfinguna hafa átt und- ir högg að sækja á undanfömum árum og löggjöfin um hana væri ekki í takt við tímann. Þetta hefði fengist staðfest í ummælum ýmissa forsvarsmanna hreyfingarinnar. Lögin væru frá árinu 1937 og tækju ekki tillit til verslunar- og starfs- hátta eins og þeir væru nú. Halldór sagðist ekki draga í efa þá miklu þýðingu sem kaupfélög hefðu á ýmsum stöðum á landinu en einmitt þess vegna væri mikil- vægt að koma í veg fyrir þær þræt- ur sem væru uppi núna til dæmis um hver væri-hlutur kaupfélaganna í SÍS. Þingmaðurinn sagðist telja nauðsynlegt að menn (huguðu á nýjan leik þessa umgjörð svo Al- þingi gæti fljótlega fjallað um frum- varp til endurskoðunar á samvinnu- lögunum. Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra, sagði að í tíð síðustu ríkis- stjómar hefðu verið unnin drög að frumvarpi til endurskoðunar á lög- um um hlutafélög og stofnanir í Eiður Guðnason: Fyrirspum byggð á ómerkilegu slúðri INGI Björn Albertsson (B/Vl) spurði I sameinuðu þingi i gær menntamálaráðherra hvort hann hygðist beita sér fyrir þvi „að kannað verði sannleiksgildi þeirrar staðhæfingar er fram kemur í dagblaðinu Timanum 30. mars sl. þar sem segir að sam- kvæmt skipun að ofan séu fréttir er snerta stjómmál ritskoðaðar þjá sjónvarpi". Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráð- herra, sagðist bera fullt traust til fréttastofu sjónvarps og ekki ætla að gripa til frekari aðgerða. Eiður Guðnason (A/Vl) var mjög harðorður i umræðunum og sagði þetta mál vera byggt á ómerkilegu slúðri. Menntamálaráðherra sagðist hafa óskað eftir umsögn útvarps- stjóra vegna þessarar fyrirspumar. í svari hans segir: „Fyrirspyijendur vfsa til frétta dagblaðsins Tímans sem hafði það eftir ónafngreindum heimildum að vinnubrögð af því tagi sem vikið er að í fyrirspuminni væm viðhöfð á fréttastofu sjón- varpsins. Fréttamenn sjónvarpsins hafa með yfírlýsingum í Tímanum harðlega mótmælt þessum tilhæfu- lausu fuliyrðingum og segja frek- lega vegið að starfsheiðri sínum með þeim. Undirritaður vísar því algerlega á bug að fréttastofa sjón- varpsins sæti ritskoðun af einu eða öðm tagi og telur fréttaflutning Tímans um þetta efni ekkert annað en fyrirlitlegan rógburð sem er blaðinu til skammar og fráleitt til- efni könnunar eða rannsóknar af hálfu menntamálaráðherra." Birgir ísleifur sagðist bera fullt traust til fréttastofu Ríkissjón- varpsins og hygðist ekki ætla að elta ólar við „söguburð" af þessu tagi og gera frekari ráðstafanir. Hreggviður Jónsson (B/Rn) sagði fyrirspum þessa ekki vera að tilefnislausu. Það yrði fróðlegt að setja á stofn nefnd og kanna hvem- ig fréttaflutningur væri. Ýmislegt benti til þess að þessar fréttir væm ekki úr lausu lofti gripnar og ástæða væri til að kanna þetta bet- ur. Hjörleifur Guttormsson (Abl/Al) sagðist ekki treysta sér til þess að láta menntamálaráðherra kanna þetta mál eftir „frammistöðu hans í Tangen-málinu“. Nær væri að Alþingi kannaði það. Eiður Guðnason (A/Vl) sagði þessa fyrirspum vekja furðu sína. Hún væri byggð á slúðri sem eng- inn væri borinn fyrir. Fulltrúi fréttamanna hefði harðlega mót- mælt þessu „ómerkilega slúðri" f Tímanum. Eiður sagðist hafa starf- að á fréttastofu Rfkissjónvarpsins í 11 ár en aldrei orðið var við þrýst- ing frá stjómmálamönnum eða rit- skoðunartilhneigingar. Fréttamenn myndu ekki sætta sig við slíkt. Þetta væri fráleitt mál byggt á nafnlausu slúðri sem enginn maður virtist þora að leggja nafn sitt við. Ingi Björn Albertsson (B/Vl) taldi að „óvilhallir menn“ ættu að kanna þetta mál. Þegar svona birt- ist í einu stjómarmálgagninu þyrfti að kanna málið. Albert Guðmundsson (B/Rvk) sagðist harma að menntamálaráð- herra neitaði að kanna þessar full- yrðingar frekar. Hann upplýsti að Borgaraflokkurinn hefði séð ástæðu til að skrifa útvarpsstjóra um skyld máleftii. atvinnurekstri. Enn væri ekki ljóst hvemig þessu frumvarpi myndi reiða af en það hefði nú verið til meðferðar í efri deild síðan í októ- ber og teldi hann eðlilegt að ákveða á þessu stigi ekki frekar um fram- haldsstarf varðandi endurskoðun samvinnulaga. Þau þyrftu að vera í samræmi við lög um annan at- vinnurekstur. Viðskiptaráðherra sagðist leggja áherslu á að frum- varpið um hlutafélög yrði að lögum á þessu þingi. í beinu framhaldi af því mætti sfðan taka lög um sam- vinnufélög til rækilegrar endur- skoðunar. Halldór Blöndal sagði að þingið mætti hafa til endurskoðunar á sama tfma bæði lög um hlutafélög og samvinnufélög. Hann gæti undir engum kringumstæðum unað við þá skýringu viðskiptaráðherra að meðan ijárhags- og viðskiptanefnd efri deildar væri að athuga frekar frumvarpið um hlutafélög yrðu lög um samvinnufélög ekki endurskoð- uð. Eyjólfur Konráð Jónsson (S/Rvk) sagði nauðsynlegt að láta félagalöggjöfína fylgjast að. Það hefðu verið samþykkt mjög merk lög um hlutafélög árið 1978 en allt- af verið einhver fyrirstaða þegar ætti að endurskoða lög um sam- vinnufélög. Það væri kominn tími til að færa þau í nútímalegt horf. Varðandi frumvarpið til breytinga á lögum um hlutafélög sagði hann að f því fælust engar stærri breyt- ingar. Jón Sigurðsson sagði það vera hentugt vinnulag að Ijúka lagasetn- ingu um hlutafélög. Ef þessar laga- breytingar væru ekki umfangsmeiri en þetta að mati deildarmanna þá ætti ekki að vera erfitt að „hespa þessu af“. Albert Guðmundsson (B/Rvk) sagðist vona að endurskoðun á lög- unum yrði þannig að það yrði bæði þjóðinni og samvinnuhreyfíngunni til gagns. Halldór Blöndal sagði að sér gengi ekki nema gott eitt til. Hann væri félagsmaður í Kaupfélagi Ey- firðinga og teldi nauðsynlegt að löggjöfín yrði færð f nútímalegt horf. Skipastóllinn flytti því töluvert meira vörumagn nú en þau gerðu fyrir nokkrum árum þrátt fyrir fækkun skipanna. Matthías sagði þetta vera sömu þróun og annarsstaðar en íslensk- um útgerðum hefði tekist bærilega að komast í gegnum þá erfíðleika- tíma sem hefðu einkennt útgerð um allan heim undanfarin 5-7 ár. í svari ráðherrans kom einnig fram að íslenskum farmönnum hefði fækkað undanfarin 10 ár en hann sagði að ekki lægju fyrir ná- kvæmar tölur í því sambandi. í dag störfuðu um 660 farmenn á íslenska kaupskipaflotanum og 70 útlend- ingar á þeim tímaleiguskipum sem fyrirtækin væru með f rekstri. Ekki hefði verið gripið til sérstakra ráð- stafana til að koma í veg fyrir að islenskir farmenn yrðu fyrir at- vinnumissi vegna leiguskipatöku en þó hefði þeim tilmælum verið beint til kaupskipaútgerða að takmarka töku leiguskipa eftir mætti auk þess sem félög farmanna hefðu verið í viðræðum við skipafélögin um þessi mál. „í raun hefur ekki orðið vart atvinnumissis vegna er- lendra leiguskipa og möguleikar stjómvalda eru litlir í þessu efni ef menn vilja á annað borð hafa sigl- ingar ftjálsar til og frá landinu, eins og er hjá öðrum Vestur-Evr- ópuríkjum," sagði samgönguráð- herra. Ráðherra sagði að lokum að það væri ánægjulegt hversu takmörkuð áhrif hinir miklu erfiðleikar í al- þjóðlegri kaupskipaútgerð hefðu Matthías Á. Mathiesen haft hér á landi. Það væri hins veg- ar engin tiygging fyrir óbreyttu ástandi í því efni og því myndu stjómvöld kappkosta að fylgjast náið með öllum breytingum sem yrðu á þessu sviði, svo og að yfir okkur myndu ekki dynja sömu erfið- leikar í kaupskipaútgerð og sumar nágrannaþjóðir okkar hefðu þurft að stríða við. Danfríður Skarphéðinsdóttir (Kvl/Vl) sagði að íslenskir farmenn væru að missa vinnu sína vegna erlendra leiguskipa auk þess sem það kostaði gjaldeyri að leigja. Sagði hún stjómvöld þurfa að móta stefnu í þessum málum og beina skipafélögunum inn á fslenskan markað. Hreggviður Jónsson (B/Rn) sagði íslendinga vera í samkeppni við þjóðir með ódýrt vinnuafl og kæmi það niður á okkur. Menntamálaráðherra: Bjartsýni varðandi kennararáðningar BIRGIR ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, svaraði f gær fyrirspurn frá Danfríði Skarphéðinsdóttur (Kvl/Rvk) um lausar stöður kennara og ráðn- ingu í þær. Ráðherra sagði að samkvæmt viðtölum við skóla- meistara væru þeir bjartsýnni en á síðasta ári um kennararáðning- ar því hreyfing á kennurum væri minni en áður. Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, sagði að f vetur hefði starfað við gmnnskóla landsins eftirfarandi fyöldi leið- beindenda, flokkað eftir fræðsluum- dæmum: Reykjavík 26 stöður, Reykjaneskjördæmi 79 stöður, Vesturlandsumdæmi 46 stöður, Vestfjarðaumdæmi 58 stöður, Norðurlandsumdæmi vestra 52 stöður, Norðurlandsumdæmi eystra 86 stöður, Austurlandsumdæmi 71 staða, Suðurlandsumdæmi 53 stöður. Alls væri þama um að ræða 471 stöðu. Þessar stöður myndu losna í vor og yrðu þá auglýstar, en tek- ið yrði tillit til þeirra sem nú stund- uðu réttindanám. Að auki mætti búast við að einhveijar stöður sem grunnskólakennarar gegndu myndu Frumvarp um Háskóla á Akureyri samþykkt NEÐRI deild samþykkti sf ðastlið- inn miðvikudag stjórnarfrum- varp um Háskóla á Akureyri og er það þvf orðið að lögum. Gert er ráð fyrir að fyrst f stað muni háskólinn á Akureyri einkum fást við kennslu á styttri náms- brautum sem ljúki með prófum er veiti tiltekin starfsréttindi en jafnframt rétt til áframhaldandi háskólanáms. í upphafi verða í skólanum rekstrar- og heilbrigðisdeild en í greinargerð með frumvarpinu segir að eðlilegt sé að taka tillit til at- vinnuhátta á hveijum stað þegar fjallað sé um hlutverk hans. Á Akureyri hafi atvinnulffið einkennst af verslun, iðnaði og þjónustu. Þar sé öflugt sjúkrahús sem sé ætlað það hlutverk að vera varasjúkrahús fyrir allt landið. Þar sé margháttað- ur iðnaður og umsvifamikil verslun og þjónusta. Lögin verða endurskoðuð innan þriggja ára. Birgir tsleifur Gunnarsson losna, en ennþá væri óljóst hversu margar þær verða. Frá framhaldsskólum sagði menntamálaráðherra að mjög fáar beiðnir hefðu borist ennþá um aug- lýsingu á kennarstöðum og aðeins ein skólastjórastaða myndi losna svo vitað væri. Af þessum sökum gæti ráðuneyt- ið ekki gefíð upp hve margar stöður gætu hugsanlega losnað. Hins veg- ar yrðu allmargar stöður auglýstar, sem skipaðar væru kennurum sem ekki hefðu fullgild kennsluréttindi, en þeir væru um 325. Menntamála- ráðherra sagði að margir kennarar myndu ljúka námi í uppeldis- og kennslufræðum f vor og sumar, svo að stöður þeirra yrðu tæpast lausar þótt auglýstar yiðu. Þá yrði stundakennsla auglýst en hve mikil hún yrði væri ekki endanlega vitað fyrr en nemenda- innritun væri að fullu lokið. Sam- kvæmt viðtölum við skólameistara væru þeir bjartsýnni en á sfðasta ári um kennararáðningar þvf hreyf- ing á kennurum væri minni en áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.