Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988 25 Reuter Franskir landgönguliðar koma búnaði sínum fyrir í herflutningavél í Nantes. Eftir mannránin á mið- vikudag sendu Frakkar 300 landgrönguliða í viðbót til Nýju Kaledóniu. Nýja Kaledónía: Frakkar hóta að leysa upp aðskiínaðarsanitök Gíslarnir eru enn í haldi mannræningjanna Nouraea, Reuter. BERNARD Pons, nýlenduráðherra Frakka, sem nú er staddur á Nýju Kaledóníu og sakað hefur helstu aðskilnaðarsamtök Kanaka um að standa að baki ránum á frönskum herlögreglumönnum að undanförau, hefur í hyggju að banna samtökin, hina Sósíalsísku þjóðernisfylkingu Kanaka (FLNKS). Fór hann fram á það við Jac- ques Chirac, forsætisráðherra Frakka, að hann leysti samtökin upp. Segir Pons það vera öldungis glögglega augljóst að samhengi væri á milli mannránanna og að- gerða FLNKS. Síðastliðinn föstudag voru þrír franskir herlögreglumenn höggnir í spað með sveðjum og 16 aðrir teknir í gíslingu. Á miðvikudag freistaði yfírmaður sveitanna, Philippe Legorjus, þess að semja við mannræningjana og fór til fund- ar við þá við áttunda mann. Brá þá svo við að mannræningjamir tóku þá einnig í gíslingu. FLNKS hefur ekki lýst mannrán- unum á hendur sér, en hefur stutt þau. „Nýja Kaledónía er hluti lýð- veldisins Frakklands og lútir frönskum lögum," sagði Pons við blaðamenn. „Þeir sem gerast brot- legir við lögin með manndrápum þurfa að svara til saka.“ Pons upplýsti að einn mannanna, sem tekinn var í gíslingu á miðviku- dag, gegni nú hlutverki sáttasemj- ara en vildi ekki láta uppi hver það væri. Áreiðanlegar heimildir eru þó fyrir því að það sé fyrmefndur Leg- oijus. Hann virðist geta farið á milli ræningja og yfírvalda óhindr- aður, en ekki er þó vitað hversu fíjáls hann er. Að sögn meðalgöngumannsins eru gíslamir geymdir í afskekktum helli í bjargi nokkru. Mun ástandið í hellinum vera „mjög þrúgandi" og mannræningjamir harla óróleg- ir. BBC: Leníngradbad plötusnúðinn að hinkra við EITTHVAÐ óvenjulegt var á seyði í nóvembermánuði síðastliðn- um, þegar óskalagaþættinum Granny’s Chest, undir stjórn plötu- snúðsins Sam Yossman, var að ljúka hjá Rússlandsdeild BBC. Sam hafði þá um nokkurt skeið hvatt hlustendur í Sovétríkjunum tU að hringja í þáttinn, en árangur orðið sáralítill. Skyndilega gerist það síðan á flóram klukkustundum 27. nóv- ember, að 69 hlustendur hvað- anæva að úr Sovétríkjunum — allt frá Alma Ata í suðri til Ark- angelsk í norðri — hringja í þátt- inn. Þegar lotan stóð sem hæst, sagði talssímastúlkan í Leníngrad: „Viltu hinkra aðeins við, Sam, ég er með fjóra hlust- endur í viðbót, sem bíða eftir að fá að tala við þig.“ John Tusa, framkvæmdastjóri utanríkisþjónustu BBC (BBC Ext- emal Services), sem útvarpar á 37 tungumálum til um 120 millj- óna hlustenda um heim allan í viku hverri, sagði frá þessu nýlega á fundi í neðri málstofu breska þingsins. Hann nefndi þetta sem dæmi um bætt skilyrði til að út- varpa til Austur-Evrópu í kjölfar glasnost-stefnu Mikhails S. Gor- batsjovs Sovétleiðtoga. Aldrei fyrr höfðu svo margir hringt, þrátt fyrir að þeir yrðu að hringja frá opinberam pósthús- um og símtalið kostaði þijár rúbl- ur (um 220 ísl. kr.) á mínútuna. „Við vitum ekki, hvað kom- skriðunni af stað, en nú er þetta ekki undantekning lengur, heldur regla, varðandi samband okkar við hlustendur í Sovétríkjunum," sagði Tusa á fundi með hópi þing- manna úr evrópsku Atlantshafs- nefndinni. Enn er fylgt strangri skömmt- unarstefnu í utanlandssímtölum í Rúmeníu, á hinn bóginn virðist sem orðið sé miklu auðveldara en var að hringja til Vesturlanda frá Búlgaríu, eins og frá Sovétríkjun- um. Búlgaríudeild BBC fékk 290 upphringingar frá Búlgaríu í febrúarmánuði síðastliðnum — og hafa þær aldrei verið fleiri þaðan í einum mánuði. Truflunum hætt Tusa sagði þingmönnunum, að BBC hefði brugðið við skjótt, þeg- ar hætt var að trafla útvarpssend- ingamar í Sovétríkjunum og Póll- andi, og hresst upp á dagskrána. Það hefði aftur stækkað hlust- endahópinn. Sovétmenn hættu að trafla út- sendingar BBC á rússnesku í jan- úar 1987. Samkvæmt áætlunum stofnunarinnar kostuðu traflan- imar þá um 800 milljónir dollara á ári. Þátturinn Argument (Á rök- stólum), sem hleypt var af stokk- unum í september og fjallar urh málefni líðandi stundar á líflegan hátt með umræðum og viðtölum, fékk mikið hrós hjá flestum þeim 194 hlustendum, sem hringdu frá Sovétríkjunum í janúar. Tusa sagði, að hlustandi, sem hringt hefði frá bænum Vladímír hefði getið þess sérstaklega, hvað honum þætti málefnalega og fag- manniega tekið á viðfangsefnum þáttarins. BBC telur, að hlustendahópur sinn í Sovétríkjunum hafí stækkað úr 14 í 16 milljónir manna á viku, frá því að truflununum var hætt. í Póllandi, þar sem hætt var að trafla útsendingamar 1. janúar á þessu ári, hefur hlustendum fjölgað jafnvel enn meira, að sögn Tusa. Talið er, að hlustendafjöld- inn hafi tvöfaldast, frá því að far- ið var að trafla útsendingamar þangað árið 1980. Kalifornía: Efahyggjumenn bindast samtökum gegn dulspeki SUÐUR-Kalifornía er Gósenland þeirra sem fást við dulræn og yfirskilvitleg efni. Þar gera miðlar og menn sem trúa á lækninga- mátt kvarskristalla það gott. Vísindalega þenkjandi menn eiga þar undir högg að sækja og fá vart rönd við dulspekifárinu reist. En sumir reyna þó hvað þeir geta. Stofnað hefur verið Félag efahyggjumanna í Suður-Kaliforníu. Nú eru tvö þúsund manns i félaginu „sem stofnað var af fólki sem var að verða brjálað á því að horfa upp á nágrannann reyna að gera við bílinn sinn með kristöllum,“ eins og einn forsprakkanna, A1 Seck- el, eðlisfræðingur í Pasadena, orðar það. Skynsemistrúarmenn hafa bandaleigur borgarinnar til að áhyggjur af nýjustu móðursýkinni í kringum Nostradamus, franskan stjömuspeking frá 16. öld. Ef mark er takandi á kvikmynd sem gerð var árið 1981 um Nostrada- mus og heitir „Maðurinn forspái" þá mun Los Angeles farast í jarð- beija kvikmyndina augum. í síðustu viku mars bárast til dæm- is tvö þúsund pantanir til dreif- ingaraðilans, Wamer Home Video. Nærri allar pantanimar komu frá myndbandaleigum í Kalifomíu. skjálfta í næsta mánuði. í raun ragluðust þeir sem gerðu myndina örlítið í ríminu því Nostradamus hafði ekki árið 1988 í huga auk þess sem hann spáði fremur hagléli en jarðskjálfta. En sú leiðrétting kom of seint. Áhyggjufullir íbúar Los Angeles hafa ráðist með offorsi á mjmd- Upptök skjálftans í iðrum jarðar Þá var það sem vísindamenn- imir gripu til sinna ráða. Tugir áhyggjufullra Kalifomíubúa höfðu hringt til stjömufræðistofn- ana eftir að hafa séð myndina. Starfsmenn Griffíth-stjömuskoð- unarstofíiunarinnar í Los Angeles hrandu fjölmiðlaherferð af stað til að útskýra fyrir mönnum að ekki væri um að ræða neina beinlínuröðun reikistjama í maí- mánuði. Auk þess bentu þeir á að þó jarðskjálftar væra vissulega áhyggjuefni í Los Angeles þá ættu þeir upptök í iðram jarðar én ekki í veikum þyngdarkrafti fjarlægra stjama. Þó stjömuspeki, dulspeki og alls kyns húsráð við veikindum séu útbreidd um allan heim, þá má spyija hvers vegna slíkt falli í svo fíjóan jarðveg í Los Ange- les, næststærstu borg Banda- ríkjanna. A1 Seckel segir að skýringuna sé að fínna í loftslaginu og lífsstfl Los Angelesbúa. „Á austurströnd- inni reynir fólk að lifa athyglis- verðu, spennandi lífí,“ segir hann. „Á vesturströndinni reyna menn að gera sér lífíð létt. Hér er lögð áhersla á glæsivagna og útlitið en síður á andleg efni. Þetta má einnig rekja til þess að skólakerf- ið hefur bragðist. Til náinna verð- ur náðar að leita. Fjöldi fólks er í leit að lífsfyllingu. Þolir ekki að spumingum sé ósvarað," segir Seckel. Markmið efahyggjumannanna er ekki einungis að afhjúpa goð- sagnir heldur einnig að hvetja fólk til að leggja hlutlægara mat á upplýsingar. „Rökvís hugsun er á undanhaldi. Fólki er kennt hvað það á að hugsa en ekki hvemig," segir Seckel. Gengið á glæðum Ifyrir nokkra tókst félaginu að afhjúpa Anthony Robbins sem heldur námskeið í „tauga-mál- tækni" en henni er ætlað „að leysa úr læðingi' hina ótakmörkuðu krafta heilans". Einn af þessum kröftum auðveldar að hans sögn fólki að ganga berfætt yfír log- andi eikarsprek. Efahyggjumenn hafa sýnt fram á að allir gætu gert þetta ókeypis vegna þess að eikarbútar, hversu heitir sem þeir era, leiða illa hita. Nostradamus-æðið nú kemur til vegna trúverðugrar kvikmynd- ar sem gerð var um verk hans árið 1981 þar sem Orson Welles var sögumaður. Þeir sem trúa á spámanninn segja að ljóð hans hafí sagt fyrir um valdaskeið Hitl- ers og Napóleons, seinni heims- styijöldina og morðið á John F. Kennedy. Samkvæmt kvikmyndinni mun jarðskjálfti ríða yfír „Nýju borg“ og segir Orsons Welles að nær öragglega sé átt við Los Angeles eða San Francisco með „Satúm- us, Steingeitina, Júpiter, Merkúr í Nautinu, Venus, einnig Krab- bann, Mars í núllpunkti". Starfsmenn Griffith-stjömu- skoðunarstofnunarinnar sem grandskoðað hafa framtextann segja þessa útgáfu tómt bull. Ekki er heldur fótur fyrir beinlínu- röðun reikistjamanna í maímán- uði, sama í hvaða stjömuspekileg- ar kokkabækur er litið. Iðrast ekki Framleiðendur myndarinnar iðrast ekki. David L. Wolper, framleiðandi myndarinnar segist fara úr bænum í maí en ekki vegna spádómsins. „Komi jarð- skjálftinn þá eykst sala mynd- bandanna kannski nógu mikið til þess að ég get endurreist húsið mitt,“ segir hann hlæjandi. Samkvæmt myndinni verður heimsendir árið 3797. Ef kvik- myndin hefur ekki á réttu að standa og Los Angeles ferst ekki í næsta mánuði, þá munu Seckel og andlegir arftakar hans hafa nóg að gera í framtíðinni. Heimild: The New York Ti- mes.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.