Morgunblaðið - 17.05.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.05.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAÍ 1988 Skaflamir runnu eins o g rj ómaís Einstök veðurblíða, logn og sólskin, var á mestöllu landinu um helgina MIKIL veðurblíða var um helgina vSðast hvar á landinu og mældist sunnudagurinn heitasti dagur maímánaðar frá því mælingar hófust. Mestur hiti mældist á Hellu á Rangárvöllum og á Hamraendum í Borgarfirði 21 stig. Víða á Suðurlandi var 20 stiga hiti, á Keflavíkur- flugvelU 20 stig og í Reylgavík 19 stig. Á norðanverðum Vestfjörð- um og á Ströndum var svalt veður og hitinn rétt ofan við frost- mark. Hæð yfir Skandinavíu og önnur suðvestur i hafi beindu hing- að hlýju lofti frá meginlandi Evrópu. VEÐUR í DAG kl. 12.00: og eru eins og bráðnandi rjómaís," sagði Inger Traustadóttir á Hamra- endum þar sem hitinn fór í 21 stig á sunnudag. í gær var þar hvergi nærri eins hlýtt og frekar hvasst. Á Hellu fór hitinn einnig í 21 stig á sunnudag og þar flykktist fólk í sundlaugina og voru þar 130 manns þegar mest var. „Þetta er albesti dagurinn sem komið hefur í maí, fólk lá úti og hafði það gott og maður horfír á trén laufgast þessa dagana," sagði Anna Helga Kristinsdóttir á Hellu Slakað á með ijómaís í veðurblíðunni um helgina sem sér um veðurathuganir þar. í gær var hitinn þar um 14 stig á hádegi og strekkingur. Snjórinn hleypur frá okkur Rjómablíða og glampandi sólskin var á Hveravöllum á laugardag og sunnudag. Hitinn komst í 12 stig á laugardag og hékk í 10 stigum á sunnudag. „Það má segja að snjór- inn hreinlega hlaupi frá okkur og maður sá bókstaflega skaflana Heimild: Veðurstofa Islands (Byggl á veðurspá kl. 16.15 I gær) hverfa um helgina, annars er hér hvítt að sjá í suður- og vesturátt" sagði Kristín Þorfínnsdóttir verður- athugunarmaður. Hún sagði að tíminn sem í hönd færi væri sá ein- angraðasti og lítið um gestakomur þó hefðu vélsleðamenn komið í heimsókn yfír helgina eftir ferð yfír Langjökul. í gær var svo held- ur svalara veður á Hveravöllum en gott um miðjan daginn. Það var draumur að lifa Á Snæfjallaströnd við ísafjarðar- djúp fór hitinn í 25 stig á sunnudag og var I 17 stigum klukkan tíu um kvöldið í húminu. „Þetta er sterk- asta hitabylgja í háa herrans tíð, sólin hreinlega hellti geislunum yfír okkur. Það var alveg hvítalogn, sjórinn var eins og silkiKn og það var draumur að lifa,“ sagði Jens í Kaldalóni fréttaritari Morgunblaðs- ins. Á Homi var hins vegar svalt og þokuloft. „Þetta var eins og að vera á Spáni," sagði Aðalsteinn Aðal- steinsson á Vaðbrekku í Hrafnkels- Veðurstofan spáir því að þessi hlýindi séu úr sögunni í bili en gér- ir ráð fyrir að fram undir föstudag verði bjart veður með hægri norðan- átt. Með norðaustur- og austur- ströndinni verður að öllum líkindum skýjað en mjög gott veður á Sunn- anverðu landinu með 10—14 stiga hita. Sumardagar með fuglasöng „Þetta var alveg dásamleg blíða og þetta voru virkilega sumarlegir dagar með fuglasöng og skemmti- legheitum. Skaflamir renna fljótt Morgunblaðið/Ól.K.M. dal sem fór um Jökuldalina á sunnu- dag. Hann sagði veðrið ekki hafa verið síðra á laugardeginum en í gær var þar aftur mun svalara. Á Stórhöfða í Vestmannaeyjum var 6 vindstiga strekkingur á sunnudag og 13 stiga hiti og bjart yfír. í gær var þar lygnara og hit- inn í 9 stigum. Þúsundir á sundstöðum Á höfuðborgarsvæðinu flykktist fólk í sundlaugar og á opin svæði og allt yfírbragð mannlífsins var afslappað. Fólk kunni greinilega vel að meta þennan heitasta dag maí- mánaðar frá því mælingar hófust. Um fjögur þúsund manns voru í sundlaugunum í Laugardal á sunnudag og heldur færra á laugar- dag. Á öðmm sundstöðum var met- aðsókn. Sólin fyllir menn yfírleitt bjart- sýni en þó sagðist bóndi úr Mýrdaln- um alltaf hræddur við svona bjart- viðri, því gæti fylgt frost sem ekki væri gott. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 i gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavík hlti 12 10 veöur skýjað léttskýjað Ðergen 6 heiðskfrt Helsinki S léttskýjað Jan Mayen -1 skafrennlngur Kaupmannah. 13 léttskýjað Narssarssuaq 14 léttskýjað Nuuk 6 skýjað Osló 11 léttskýjað Stokkhólmur 11 léttskýjað Þórshöfn 6 þoka Algarve 13 léttskýjað Amsterdam 16 léttskýjað Aþena vantar Barceiona 14 þokumóða Chicago 17 heiðskýrt Feneyjar 17 þokumóða Frankfurt 14 skýjað Glasgow 8 mistur Hamborg 10 léttskýjað Las Palmas vantar London 11 heiðskfrt Los Angeles 16 mistur Lúxemborg 14 léttskýjað Madrfd 10 þokumóða Malaga 16 téttskýjað Mallorca 16 þoka Montreal 18 alskýjað NewYork 14 þokumóða Parfs 16 þokumóða Róm 18 légþokublettir San Diego 18 þokumóða Winnipeg 3 skýjað Fundur I ISAL-deiluimi í dag Samninganefndir starfsmanna álversins í Straumsvík og við- semjenda þeirra hittust tvívegis á fundum hjá ríkissáttasemjara um helgina og fundur hefur ver- ið boðaður í kjaradeilunni i dag. Framleiðsla í álverinu stöðvast frá og með miðnætti næstkom- andi föstudag hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma, en starfsmenn hafa verið rúma viku í verkfalli. Upp úr viðræðum aðila slitnaði á mánudeginum fyrir viku sfðan og varð ekki af fundi fýrr en á laugar- daginn. Þá var almennt búist við að kjarasamningar yrðu bundnir með lögum og átti að reyna til þrautar að ná samningum áður. Þegar ljóst var á sunnudaginn að af lagasetningu yrði ekki hægði á viðræðunum og hefur fundur verið boðaður í dag, eins og fyrr sagði. I/EÐURHORFUR f DAG, 17. maí 1988 YFIRLIT í gœr: Yfir Norðaustur-Grænlandi er 1045 mb hæð, en hæöarhryggur er yfir (slandi. Austur við Noreg er 1005 mb lægð á leið austur. Veður fer heldur kólnandi, einkum á Norður- og Austurlandi. SPÁ: Hæg breytileg eða norðlæg átt. Léttskýjað víðast hvar. Svalt noröanlands en hiti 10—15° sunnanlands yfir hádaginn. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAQ:Fremur hæg norölæg átt og hlýtt yfir daginn sunnanlands, en annars fremur svalt. Létt- skýjað á Suðurlandi en skýjað fyrir noröan. TAKN: O: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus Skurir * V El = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —|- Skafrenningur |T Þrurnuveður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.