Morgunblaðið - 17.05.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.05.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAÍ 1988 Hestadagar í Reiðhöllinni: Eldur, glæfrar og gæðingar Heldur miklu eldsneyti var hellt á Siguijón Úlfar hinn fifldjarfa meðlim stjömuklúbbsins og logaði full glatt að því er mönnum fannst og var gripið til þess ráðs að slökkva hið snarasta í mann- inum. Kristinn Hákonarson veltir hér Snata sínum yfir á hægri hliðina eftir að klárinn hafði lagst á þá vinstri. Að endingu geystist Sigurbjöra Bárðarson inn á völlinn á hesti skreyttum stjörnuljósum á fótum við mikla undran áhorfenda. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Hrímnir frá Hrafnagili var óneitanlega stjarna sýningarinnar ásamt Otri, knapi Hrímnis er Sólveig Einarsdóttir. Þótt meiri viðátta henti Otri betur sýndi hann snilldartakta und- ir þeim feðgum Sveini Guðmundssyni og Guðmundi syni hans sem hér situr þennan kunna gæðing. Börain slógu unglingunum heldur betur við í hópsýningu sinni undir stjóra Kolbrúnar Kristjánsdóttur. Hestar Valdimar Kristinsson HESTADAGAR í ReiðhöUinni voru nú hajdnir öðru sinni á þessu ári. Öfugt við það sem margir höfðu reiknað með var boðið upp mörg ný sýningar- atriði og greinUegt að þeir sem skipulögðu atriðin hafa gefið hugmyndafluginu lausan taum- inn. Eftir mjög vel heppnaða „Hesta- daga“ í byrjun mars voru margir þeirrar skoðunar að erfítt væri að halda aðra sýningu eftir aðeins tvo mánuði án þess að um hreina end- urtekningu yrði að ræða og þessi sýning myndi missa marks. En raunin hefur orðið önnur og ekki þarf að óttast slíkt meðan hug- myndaríkir og kjarkaðir menn ráða ferðinni. Meðal nýjunga sem nú var boðið upp á var Pólo-keppni sem er knattleikur ríðandi manna sem slá knöttinn með kylfum og mark- miðið er að koma knettinum í mark andstæðinganna. Var óneitanlega skemmtilegt að sjá íslenska hestinn í nýju hlutverki sem hann leysti vel af hendi eins og annað sem lagt hefur verið fyrir hann. í leikn- um á sunnudagskvöldið voru skor- uð samtals þijú mörk og þótt það sé hlutverk knapanna að skora mörkin með kylfunni var ekki ann- að að sjá en það væri hestsfótur, sem átti hlut að máli þegar tvö markanna voru skoruð. Já, gáfur íslenska hestsins eru með eindæm- um. Nokkur glæfra- og áhættuatriði voru framkvæmd og má þar nefna þegar félagar í Stjömuklúbbnum létu hesta sína stökkva yfír tvær glænýjar Skóda bifreiðar frá Jöfri. Þá lét Sigurbjöm Bárðarson íslandsmethafann í hæðarstökki, Hæring, stökkva yfír uppábúið borð en sjálfur stóð Sigurbjöm til hliðar með langan taum sem hann stjómaði Hæringi með. í lokin buð- ust tveir djarfir félagar úr Stjömu- klúbbnum til að liggja á borðunum meðan Hæringur vippaði sér yfír. Ekki gekk það alveg eftir til að byija með því Hæringur tortryggði eitthvað þessa glæfragosa en eftir að hafa hnusað af þeim lét hann sig hafa það. Þá lét annar meðlim- ur Stjömuklúbbsins draga sig liggj- andi og bundinn á báðum höndum eftir endilangri höllinni og ekki nóg með það heldur var kveikt mikið bál í baki piltsins. Á einni sýning- unni munaði þó mjóu því heldur miklu eldsneyti hafði verið úðað á hann og varð að gera hlé á atriðinu meðan eldurinn var kæfður. En það voru einnig atriði sem vom meira alvarlegs eðlis á boð- stólum og má þar nefna sýningar kynbótahrossa. Voru þar á ferðinni bæði hryssur og stóðhestar. Þótt reiðhöllin sé kannski ekki besti vettvangurinn fyrir kynbótasýn- ingar er óneitanlega fróðlegt að sjá hross sem ekki hafa komið fram áður og þetta er kjörinn staður til að kynna ræktun stofna. Nú voru t.d. sýndir saman fjórir stóðhestar frá Kolkuósi og þótt ekki hafí sýn- ing verið til álitsauka fyrir hin margrómuðu Kolkuósshross þá er því ekki að neita að hugmyndin á bak við slíkar kynningar er góð að því tilskildu að hrossin komi vel fyrir og gleðji augu áhorfenda. Áðeins einn þessara hesta, Sokki frá Kolkuósi, kom vel fyrir og virt- ist eiga erindi sem erfíði að þessu sinni. Það er óneitanlega galli á sýningum sem þessum að ekki skuli vera skrá með upplýsingum um kynbótahrossin sem fram koma. Ekki er hægt að skilja við kyn- bótasýninguna án þess að minnast á Otur frá Sauðárkróki, sem þama var sýndur, en hann kom fram í tveimur atriðum. Guðmundur Sveinsson sat hann í kynbótasýn- ingunni en faðir hans var á honum í sérstakri sýningu og kynningu á þekktum ræktunar körlum. Þar komu fram auk Sveins þeir Magni í Árgerði, Jón á Ketilsstöðum, Gísli á Hofsstöðum, Sigurður í Kirkjubæ og Jón á Reykjum. Að sjálfsögðu riðu þeir hrossum úr sinni ræktun. Norðlendingar komu mjög við sögu að þessu sinni. Norðlenskar konur voru með atriði á norðlensk- um gæðingum og karlamir sömu- leiðis. Sölusýningin var í höndum Norðlendinga og komu þar fram betri hross en áður hafa sést á þessum sýningum auk þess sem fyrirkomulag kynningarinnar var með öðrum og betri hætti en á síðustu Hestadögum. Sá hestur sem bar höfðuð og herðar yfír önnur hross sem nú komu fram var án efa hinn eini og sanni Hrímnir frá Hrafnagili og var ánægjulegt að sjá þennan mikla höfðingja á nýjum vettvangi. í síðasta atriðinu reið Sigurbjöm Bárðarson alskreyttum gæðingi inn á myrkvaðan völiinn með stjömu- ljós á fótum hestsins við mikla hrifningu og undmn sýningargesta og töluðu menn um að engin tak- mörk væru fyrir því hvað væri hægt að fá hestinn til þátttöku í. Hér hefur fátt eitt verið nefnt af því sem fyrir augun bar á Hesta- dögum og mætti sjálfsagt nefna fleira. Eftir þær tvær sýningar- helgar má telja að Hestadagar hafí fest sig í sessi sem vinsæl samkoma fyrir bæði hestamenn og aðra. Ekki þarf að draga í efa að betri kynningu á hestsmennskunni er ekki boðið upp á og nú sem áður mátti sjá margan hugfanginn krakkann sem nú hefur eignast nýjan draum. Þann draum að eign- ast hest og fá tækifæri til þátttöku í þessu mikla ævintýri sem hesta- mennskan er orðin í dag og þar virðist Reiðhöllin eiga stóran hlut að máli. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.