Morgunblaðið - 17.05.1988, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 17.05.1988, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAÍ 1988 75 Egilsstaðir: Bjami Jónsson og Ast- rid sýna í húsi RARIK Egilsstöðum. BJARNI Jónsson listmálari opnaði málverkasýningu á Eg- ilsstöðum á uppstigningardag. Við opnun sýningarinnar flutti Bjami stutt erindi um íslensk áraskip, sögu þeirra og þróun en Bjarni gjörþekkir það efni eftir að hafa myndskreytt rit- verk Lúðviks Kristjánssonar um íslenska sjávarhætti. Sam- hliða sýningu Bjarna sýnir Astrid Ellingsen pijónahönnuð- ur módelkjóla úr íslensku ein- gimi. Astrid Ellingsen hefur um ára- raðir hannað pijónaflíkur og gerði lengi uppskriftir fyrir Álafoss og ýmis tímarit. Einnig hefur Astrid haldið pijónanámskeið víða um land. Uppskriftir eftir hana hafa komið í norsku kvennablöðunum KK og Alles. Hér á Egilsstöðum stendur sýn- ing Bjarna og Astrid fram yfir helgi en um hvítasunnuna verður sýningin sett upp á Seyðisfirði en þaðan eru nokkrar myndir á sýn- ingunni. - Björn Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson Bjami Jónsson og Astrid Ellingsen við verk sín í húsi RARIK á Egilsstöðum. Myndimar sem Bjami sýnir nú em akrýlmyndir, vatnslitamyndir og teikningar. Myndefnið er mikið sótt í þjóðhætti okkar en einnig em þama óhlutlægar myndir. Bjami hefur haldið margar sýn- ingar hérlendis og tekið þátt í samsýningum erlendis. Hann teiknaði fyrir Ríkisútgáfu náms- bóka um árabil og fyrir aðra út- gefendur. Viðamesta verk hans er skýringamyndir í hið mikla rit- verk íslenskir sjávarhættir en við það vann hann í 26 ár. 36 lista- ménn hlutu starfslaun ÞRJÁTÍU og sex listamenn hafa hlotið starfslaun, tveir til tólf mánaða, 17 til sex mánaða og 17 til 3ja mánaða. í fréttatilkynn- ingu frá menntamálaráðuneyt- inu segir, að 138 umsóknir hafi borist og að á fjárlögum ársins séu tíu milljónir króna til umráða í starfslaun. ' Tólf mánaða starfslaun hlutu: Georg Guðni Hauksson, myndlistar- maður, og Jónas Tómasson, tón- skáld. Sex mánaða starfslaun hlutu: Eyjólfur Einarsson, myndlistarmað- ur, Guðjón Ketiisson, myndlistar- maður, Guðný Magnúsdóttir, mynd- listarmaður, Guðrún Kristjánsdótt- ir, myndlistarmaður, ína Salóme Hallgrímsdóttir, myndlistarmaður, Jakob Jónsson, myndlistarmaður, Jenný E. Guðmundsdóttir, mynd- listarmaður, Kristín Jónsdóttir, myndlistarmaður, Kristján Steingrímur Jónsson, myndlistar- maður, Magnús Kjartansson, myndlistarmaður, Messíana Tómas- dóttir, leikmyndateiknari, Ragn- hildur Stefánsdóttir, myndlistar- maður, Selma Guðmundsdóttir, píanóleikari, Sigurður Þórir Sig- urðsson, myndlistarmaður, Svava Bjömsdóttir, myndlistarmaður, Sverrir Ólafsson, myndlistarmaður, og Þuríður Fannberg, myndlistar- maður. Þriggja mánaða starfslaun hlutu: Anton Helgi Jónsson, rithöfundur, Ágústa Agústsdóttir, söngkona, Björg Örvar, myndlistarmaður, Finnur Torfi Stefánsson, tónskáld, Grétar Reynisson, myndlistarmað- ur, Guðlaugur Þór Ásgeirsson, myndlistarmaður, Guðni Franzson, tónlistarmaður, Guðrún Gunnars- dóttir, myndlistarmaður, Harpa Bjömsdóttir, myndlistarmaður, Haukur Tómasson, tónskáld, Hulda Hákon, myndlistarmaður, Kjartan < Ólason, myndlistarmaður, Kristinn “ G. Jóhannsson, myndlistarmaður, 3 María Sigurðardóttir, leikari, Olga jr Guðrún Ámadóttir, rithöfundur, g Pétur Stefánsson, myndlistarmað- ur, og Ragna Hermannsdóttir, myndlistarmaður. í úthlutunarnefnd áttu sæti: Arn- ór Benónýsson, sr. Bolli Gústafsson og Ámi Gunnarsson. — Ef þú færð þér TA ofnloka nnna, þarftn líklega aldrei að hngsa meira nm ofnloka W I Fyrir alla húseigendur skiptir örugg og góð ending, þægindi og minni orkukostnaður mestu máli við val á ofnlokum. • • Oryggl . Nýi hitastýrði ofnlokinn frá TA er úr sterkri bronsblöndu, AMETAL, sem kemur í veg fyrir að sinkið í lokahúsinu og pakkdós- inni tærist. AMETAL bronsblandan hefur staðið sig mjög vel í íslensku hitaveituvatni og eykur endingu lokans til muna og um leið öryggi húseigandans. Þægindi . Hitaneminn í TA ofnlokanum er fylltur koparblönduðu vaxi, sem hefur það í för með sér, að svörun lokans við andvara frá opn- um glugga verður hægari. Ofninn fyllist því ekki af vatni sem engin þörf er fyrir. Þetta kemur í veg fyrir óreglu á hitastiginu og leiðir til sparnaðar og þæginda. Sveigjanleiki . TA ofnlokann er hægt að for- stilla til að draga úr eða auka vatnsrennslið í samræmi við hitaþörf hvers ofns. Þannig er hægt að koma í veg fyrir óþarfa vatnsrennsli með tilheyrandi kostnaði. Sveigjan- leiki lokans gerir það líka að verkum, að sami lokinn hentar á alla ofna, óháð stærð og staðsetningu. • Yfir 40 ára góð reynsla af TA vörum á íslandi • Við bjóðum 5 ára ábyrgð á pakkdósinni. • Þú færð TA ofnlokann í öllum helstu byggingar vöruverslunum. Með þér í veitun vatns V ÍSLEIFUR JÓNSSON HF. Bolholti 4, Reykjavík, símar 36920 og 36921
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.