Morgunblaðið - 17.05.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.05.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAÍ 1988 Þéttar með PCB-efnum eru grafnir í jörðu á Austurlandi EgOaatö/him. ÞÉTTAR, sem innihalda PCB- efni hafa verið grafnir í jörðu á tveimur stöðum á Austurlandi og grunur leikur á þriðja staðn- um. Þetta kom fram i samtali Morgunblaðsins við Skúla Magnússon fulltrúa hjá Vinnu- eftirliti ríkisins á Austurlandi en Skúli vinnur nú að því ásamt Sveinbimi Guðmundssyni hjá Rafmagnseftirliti ríkisins að skrá þessi tæki. Þegar er búið að skrá um 100 þétta sem gætu innihaldið PCB- EGELL Bjamason, rafvirki hjá Síldarbræðslunni á Neskaup- stað, er annar tveggja manna sem komst í snertingu við olíu með PCB-efnum fyrir um tveim- ur mánuðum. Að sögn Egils fengu hann og félagi hans lítils- háttar útbrot á höndum um svip- að leyti og þetta gerðist, en ekkert hefði enn komið fram sem benti tíl að tengsl væri þar á milli og hvorugur mannanna fór á sjúkrahús vegna þessa. EgUl sagði að líklega hefðu um fjórir Utrar af olíunni sloppið í gegnum niðurfall, en fráleitt væri að svo Utið magn af efninu gæti haft alvarleg áhrif á lífríkið í sjónum eða á laxeldi í Norðfirði. Umrætt atvik gerðist í byijun marsmánaðar í ár, er mennimir unnu við að breyta gömlum þétti. Þegar þéttirinn var opnaður láku um ijórir lítrar af olíunni úr og komust í niðurfall. Enginn viðvör- un eða merking var á þéttinum um að hann innihéldi PCB-olíu, að sögn Egils. Skömmu eftir þetta urðu mennimir varir við þurrk á höndum og Egill kenndi lítilsháttar veikinda. Egill vildi taka það skýrt fram að það væri ekkert sem benti til þess að beint samband væri þama á milli þó að auðvitað gæti efni og er þó skráning á Austurl- andi aðeins hálfnuð. Sum þessara tækja em skráð í gegnum síma en hafa ekki verið skoðuð af Vinnueftirlitinu ennþá. Þegar hef- ur komið í ljós að um 20 þéttar hafa verið grafnir í jörðu og full- vissa er fyrir að verulegur hluti þeirra inniheldur PCB-efni. Skúli Magnússon segir að þessi tæki eigi það öll sammerkt að á þeim séu engar aðvaranir um að þau innihaldi hættuleg efni og geri það alla skráningu erfiðari en það verið. Flensa var að ganga á Neskaupstað um þetta leyti og menn fengju oft þurrk á hendumar vegna ýmissa efna og sterkrar handsápu sem notuð væri við vinn- una. Það hefði því ekki verið nein ástæða til að óttast eitrun af þess- um völdum og mennimir hefðu ekki leitað læknis. Fulltrúar frá Vinnueftirliti ríkis- ins og Rafmagnseftirlitinu heyrðu af atvikinu þegar þeir voru nýlega á ferð um Austfirði að skrá tæki sem innihalda PCB-olíur. Hefur nú verið ákveðið að tekið verði fitu- vefjarsýni af mönnunum til að at- huga hvort PCB finnist í þeim. Egill tók það fram að engin alvar- leg sjúkdóms- eða eitrunareinkenni hefðu komið fram í þeim og að deilt væri um hversu hættuleg þessi efni væru í raun, en alvarleg- asta eitrunartilfellið hefði orðið þegar PCB lak út í matarolíu. Egill sagði að það hefði verið óhapp að olían komst í niðurfallið, en tal um að laxeldi í Norðfírði stafaði hætta af þessum Qórum lítrum af olíu væri eins og að segja að kjúklingabú á Kjalamesi væri í hættu vegna stórreykingamanns í Reykjavík. Venjulega væri úr- gangsolíu brennt á sorphaugunum, en það væri kannski heppni að slíkt hefði ekki verið gert, því þá hefði ella. Nú er unnið að því að fá grein- argóðar upplýsingar um öll tæki sem innihalda PCB-efni. Þangað til sé ekki hægt annað en líta á alla þétta, hvort sem þeir eru tengdir eða í geymslu, sem hættu- lega þar til annað sannist. Skúli bendir á að þeir rafverktakar sem vinni með tæki, sem grunur leikur á að innihaldi PCB-efni, eigi ekki að gera það nema i samvinnu við Vinnueftirlitið eða Rafmagnseftir- litið. eitraðan reykinn getað lagt yfir bæinn og efnið væri langhættuleg- ast við bruna. EITTHVAÐ af PCB - efni mun hafa lekið úr spenni í jarðveg á Keflavíkurflugvelli í fyvra, að sögn Eyjólfs Sæmundssonar, forstjóra Hollustuverndar rfkis- ins, en jarðvegurinn var grafinn upp og sendur í tunnum til Bandaríkjanna. Nú er verið að móta stefnu um notkun tækja sem innihalda PCB, að sögn Eyjólfs, en ljóst er að það tekur nokkum tíma að skipta um spenna, þétta og önnur tæki sem innihalda þessi efni, bæði vegna kostnaðar og eins vegna þess að það er erfítt og vandasamt að fiytja það úr landi til eyðingar. Hollustuvemd ríkisins, Vinnueftir- lit ríkisins og Rafmagnseftirlitið vinna nú að því að kanna út- PCB-efnin eru víða Birgir Þórðarson hjá Hollustu- vemd ríkisins hefur unnið að því að kynna hættuna sem af þessum efnum getur stafað fyrir rafverk- tökum og starfsmönnum raforku- vera. í kynningargögnum hans hefur komið fram efnislega að þó framleiðslu tækjabúnaðar sem innihaldi PCB-efni sé að mestu leyti hætt og hættuminni efni kom- in á markaðinn sé ljóst að víða eru tæki sem innhalda þessi lífshættu- legu efni. Það sem alvarlegra er, er að tækjum með þessum efnum hefur verið hent á ruslahauga eða liggja í reiðileysi umhverfís landið og ryðga niður án þess að nokkur ábyrgur aðili hafi gert sér grein fyrir hættunni sem af þessu stafar. Niðurbrot efnanna af völdum baktería eða annarra lífvera er mjög hægfara. Þess vegna er við- staða þeirra í umhverfínu, s.s. jarð- vegi, vatni eða sjó mjög löng og þau eyðast seint og finnast einnig sem mengun í lofti. PCB-efni leys- ast upp í fitu en ekki vatni. Þetta þýðir að efnin geta safnast fyrir breiðslu tækja með PCB-efnum um landið og athuga hvaða leiðir eru bestar til að losna við það. Eyjólfur sagði að þó mörg eitur- efni væru í umferð væru þau yfír- leitt vel merkt, en svo væri yfir- leitt ekki með tæki sem innihéldu PCB-efni. Hann sagði að nýstofnað samstarfsfyrirtæki nokkurra sveit- arfélaga, Sorpeyðing höfuðborgar- svæðisins, ætti að geta orðið milli- liður fyrir móttöku og förgun eitur- efna, en nokkur fyrirtæki hefðu sent PCB úrgang til eyðingar er- lendis upp á eigin spýtur; ÍSAL hefði sent þétta til Bretlands og Póstur og sími hefði sent úrgang úr lóranstöðinni á Gufuskálum til brennslu í Danmörku fyrir milli- göngu Vinnueftirlitsins. Skúli Magnússon, fulltrúi vinnuefitrlitsins á Austurlandi og geymst í fituveíjum ýmissa lífvera og þar með komist í fæðuk- eðjuna. Dæmi um alvarleg slys Mörg dæmi eru til um að PCB- efni hafí valdið miklu heilsutjóni. Má nefna svokallaða yusho-veiki í Japan, en veiki þessi var rakin til PCB-leka í varmaskipti í verk- smiðju sem framleiddi matarolíu. Við neyslu olíunnar veiktust yfir 1.000 manns. Hjá sumum sjúkling- unum liðu þrjú ár þar til einkennin hurfu og margir hlutu varanlegan skaða af. Hér á landi eru tæki sem inni- halda PCB-efni algeng í matvæla- fyrirtækjum svo sem frystihúsum og fiskimjölsverksmiðjum sem framleiða skepnufóður. Reglur vantar Engar opinberar reglur eru til hér á landi um notkun PCB-efna og þá ekki heldur um eyðingu þeirra. Til að gera efnið óskaðlegt þarf bruni að fara fram í sérstök- um brennsluofnum sem ætlaðir eru fyrir eyðingu hættulegra úrgangs- efna. Slíkur ofn er ekki til hér á landi og þarf því að flytja þennan úrgang og tæki sem innihalda PCB-efni úr landi til eyðingar — ef eitthvert land fæst þá til að taka við honum. Hér á landi vant- ar einnig alla aðstöðu til að geyma og safna saman þessum hættulegu úrgangsefnum. Hollustuvemd ríkisins, Vinnu- eftirlit ríkisins og Rafmagnseftirlit ríkisins eru nú að hefja samræmd- ar aðgerðir til að auka öryggi á meðferð og notkun þessara efna jafnframt því sem unnið er að skrá- setningu og að finna heppilegan geymslustað. - Björn Ekki sannað að ofnæmið sé vegna PCB-eitrunar - segir Egill Bjamason, sem komst í snertingn við PCB-olíu PCB-leki á Kefla- vikurflugvelli Jarðvegurinn grafinn upp og sendur utan í tunnum Saurbær í Dölum: Afurðahæsta mjólkurbú landsins á síðasta ári Aðalatriðið að hugsa vel um kýrnar, segir Sturlaugur Eyjólfsson bóndi á Efri-Brunná í Saurbæ SAURBÆRINN er grösug og búsældarleg sveit og þar eru mörg myndarleg býli og gróska í landbúnaði innan þeirra marka þó, sem æskilegt er talið á ríkjandi kvótatímum. Einn af þessum bæjum í miðri sveit er Efri-Brunná og þar búa hjónin Sturlaugur Eyjólfsson og Bima Lárusdóttir og hafa búið þar í nærri aldarfjórðung. Þar er rekið ágætt kúabú, í Ijósi eru nærri hundrað gripir, þar af 26 mjólkandi kýr, og hefur þeim búnast þar sér- iega vel. Bú þeirra var afurðahæsta kúabú á landinu á sl. ári með 6.187 kg mjólkur að meðaltali. Og Stur- laugur hefur ávallt verið í fremstu röð kúabænda og varð bú hans einnig afurðahæst fyrir nokkrum Morgunblaðið/Ingiberg J. Hannesson Aðkoma að fjósi og útihúsum á Efri-Brunná er til fyrirmyndar og launa gripirnir það vel með afurðum sínum. Morgunblaðið/Ingiberg J. Hannesson Sturlaugur Eyjólfsson á Efri-Brunná i fjósi meðal kostagripa sinna. árum. Og á árinu 1987 átti hann einnig þriðju og fjórðu afurðabestu kýmar, þær Ólukku, sem mjólkaði 8.635 kg, og Dimmu, sem mjólkaði 8.325 kg. Aðspurður hveiju slík velgengni sætti svaraði Sturlaugur að aðalat- riðið væri að hugsa vel um kýmar á allan hátt, fóðra þær vel og sjá um að þeim liði vel, enda væri það engin neyð, því kýmar væru gáfað- ar skepnur og skapgóðar og gætu verið skemmtilegar og gaman að umgangast þær. Og ekki spilla heldur góðir landkostir og snýrtileg aðbúð. Enda sýnir útkoman það augljóslega. - UH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.