Morgunblaðið - 17.05.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 17.05.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAÍ 1988 Athugasemdir stjórnar SÍNE við ályktun New York-deildar Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi greinargerð stjóm- ar SÍNE varðandi ályktun NY- deildar SÍNE, dags. 30. apríl 1988: Þann þriðja maí sl. barst stjórn SÍNE ályktun frá deiidinni þar sem lýst er vantrausti á formann SÍNE, Kristján Ara Arason, og aðra stjómarmenn í SÍNE að Syanhildi Bogadóttur undanskilinni. í álykt- uninni er farið lofsamlegum orðum um Svanhildi Bogadóttur og er það vel að hún njóti svo ótvíræðs stuðn- ings ykkar. Má vel vera að hún eigi allar þær miklu þakkir skilið sem hún fær í ályktun ykkar. Ótví- ræður stuðningur deildarinnar við Svanhildi Bogadóttur er þó ekki efni þessa erindis stjómar SÍNE til deildarinnar heldur að leita skýr- inga á öllum þeim rangfærslum sem fram koma í ályktuninni og óska eftir að deildin endurskoði vilja sinn á gmndvelli eftirfarandi leiðrétt- inga, sem stjóm SÍNE telur sér skylt að setja fram. Um er að ræða athugasemdir við 9 efnisatriði í ályktuninni. Ennfremur telur stjóm SINE sér skylt að mótmæla þeirri málsmeðferð sem ályktunin fékk. A) Athugasemdir stjómar SÍNE við ályktun NY-deildar SÍNE. Atriði nr. 1. í ályktuninni segir að formaður síne' og .....meirihluti stjómar SÍNE hundsaði vilja sumarráð- stefnu SÍNE um að efnt yrði til aukakosninga um laus sæti í stjóm SÍNE“. Þessi fullyrðing deildarinn- ar er röng því að á sumarráðstefn- unni urðu miklar deilur um það hvort rétt væri að efna til aukakosn- ' inga til stjómar. Ein helstu rökin sem fram komu fyrir því að efnt skyldi til aukakosninga voru að öll framboðin til stjómar SÍNE sl. vor hafi komið nokkmm dögum of seint, þ.m.t. framboð Svanhildar Bogadóttur. A sumarráðstefnunni reyndi Svanhildur Bogadóttir, ásamt fé- lögum sínum af fremsta megni að ógilda stjómarkjörið, en eftir að búið var að útskýra fyrir henni að það væri ekki hægt, féllst hún og félagar á að bera upp tillögu þess efnis að efnt yrði til aukakosninga í samráði við deildir. Formaður SÍNE, Kristján Ari Arason, og Ólaf- ur Amarson, trúnaðarmaður " SÍNE-deildarinnar í New York, bjuggu þá í snarhasti til eftirfar- andi tillögu til að binda enda á þess- ar deilur sem þá höfðu tekið nær allan tíma sumarráðstefnunnar. Til- laga þess var eftirfarandi: „Sumarráðstefna SÍNE felur stjóm SÍNE að sjá um kosningar þriggja stjómarmanna til viðbótar, og leita til deildanna um fram-, kvæmd þessa. Þetta skal gert strax að hausti 1987.“ Tillaga þessi var síðan samþykkt með 10 atkvæðum gegn 2. A fyrsta stjómarfundi SÍNE eftir sumarráðstefnuna fjallaði stjómin um þessa ályktun. Var þar ákveðið að fresta allri ákvarðanatöku um framkvæmd aukakosninga þar til að deildir SÍNE hefðu tekið til starfa og fjallað um málið. í bytjun október sendi formaður SÍNE öllum deildum SÍNE fundargerð sumar- ráðstefnunnar og hvatti deildimar jafnframt til að taka afstöðu gagn- vart þessari ályktun, eins og álykt- unin sjálf krafðist. Aukið betur skrifaði Svanhildur Bogadóttir, varaformaður SÍNE, öllum trúnað- armönnum SÍNE bréf þar sem hún hvatti þá til að taka afstöðu með aukakosningum. í stuttu máli sagt þá vom undir- tektir deildanna í þessu máli væg- ast sagt litlar. Einungis þijár deild- ir tóku beina afstöðu til aukakosn- inga. Deild SÍNE á írlandi ályktaði gegn framkvæmd aukakosninga en deild SÍNE í París með. Deild SÍNE í Stokkhólmi kvaðst vera fylgjandi aukakosningum _sem fram fæm á jólaráðstefnu SÍNE, ef einhver áhugi væri þá fyrir hendi. í ljósi þess að í SÍNE em starfandi nær 60 félagsdeildir komst meirihluti stjómar SÍNE að þeirri niðurstöðu að ekki væri nægjanlegur hljóm- grannur innan SÍNE til að efna til aukakosninga, sem aukið betur ættu sér enga stoð í lögum SÍNE. Þegar hér var komið sögu var öll stjóm SÍNE einhuga um að að- hafast ekkert frekar í málinu að sinni. Það skal tekið hér fram að á jóla- .ráðstefnu SÍNE, sem haldin var í desember sl. hér í Reykjavík, komu engin frekari tilmæli til stjómar SÍNE um að gangast fyrir auka- kosningum og engin gagnrýni kom fram varðandi málsmeðferð stjóm- ar. Af ofangreindu má vera ljóst að fullyrðing sú sem fram kemur í ályktun deildarinnar á ekki við rök að styðjast. Hefði stjórn deildarinn- ar beðið stjóm SÍNE um upplýsing- ar varðandi þetta þá hefði hún fús- lega orðið við þeirri beiðni. Og þá hefði þessi misskilningur ekki kom- ið upp. Atriði nr. 2. í ályktun deildarinnar segir að formaður SÍNE, Kristján Ari Ara- son, hafi „ . . . lagt Qármuni félags- manna í stofnun pólitískrar út- varpsstöðvar, án þess að bera það undir félagsmenn". Hér er ekki farið með_ rétt mál og því leiðréttingar þörf. í ályktun- inni mun vera átt við þátttöku SÍNE í starfsemi Útvarps Rótar hf. Hið rétta í málinu er að allar náms- mannahreyfingarnar, þ.e.a.s. BÍSN, Stúdentaráð og SÍNE, ákváðu að taka þátt í dagskrárgerð á vegum Útvarps Rótar. Samstarfs- nefnd námsmannahreyfmganna taldi að dagskrárgerð hjá útvarpi RÓT gæti eflt hagsmunabaráttu námsmanna innávið með auknu upplýsingastreymi og stuðlað að aukinni kynningu á kjömm náms- manna útávið. Og það án þess að það kostaði mikinn pening. Stjóm SÍNE samþykkti einróma á fundi sínum þann 29. september sl. að taka þátt í þessu samstarfi námsmannahreyfinganna og þá jafnframt að kaupa hlutabréf að andvirði kr. 30.000 á sama hátt og hinar hreyfingamar. Þetta er eini kostnaður SÍNE fram til dagsins í dag af þátttöku í Rót hf. A jólaráðstefnu SÍNE var skýrt frá ákvörðun stjómar og jafnframt skýrt frá því hvemig SINE gæti hugsanlega nýtt sér aðstöðuna á Útvarpi Rót. Á jólaráðstefnunni kom fram almenn ánægja SÍNE- félaga með þetta framtak stjómar- innar. Og til að taka af öll tvímæli þá má geta þess a_ð einnig var fjall- að um þátttöku SÍNE í janúarblaði Sæmundar. Það kemur okkur í stjóm SÍNE því virkilega á óvart að SÍNE-deildin í New York sjái sig knúna fyrst núna til að álykta gegn þessari ákvörðun og gera hana tortryggilega. Það er ósk stjómar SÍNE að deildin geri nán- ari grein fyrir þessari gagnrýni og jafnframt hversvegna formaður SÍNE sé gerður tortryggilegur í þessu sambandi. Atriði nr. 3. í ályktun deildarinnar er talað um að formaður SÍNE hafi greitt fyrir bíóferð pólitískra félagasam- taka í Háskóla íslands._ Hér mun trúlega vera átt við að SÍNE ásamt hinum námsmannahreyfingunum tók þátt í að skipuleggja hópferðir meðal allra framhaldsskólanema á höfuðborgarsvæðinu á kvikmynd sem fjallar um aðskilnaðarstefnuna í Suður-Afríku. Cry Freedom heitir myndin. Ekki var um neinar niður- greiðslur að ræða heldur skiptu námsmannahreyfingamar á milli sín þeim kostnaði sem af strætis- vagnaferðunum hlaust. Þetta hefði stjóm SÍNE getað upplýst New York-deild SÍNE um ef óskað hefði verið eftir þessum upplýsingum. Atriði nr. 4. Ennfremur segir í ályktuninni að formaður SÍNE hafi veitt pólitísku félagi fjárhagsstuðning á kostnað SÍNE. Hér mun líklega vera átt við að í fyrsta tölublaði Röskvu,'mál- gagns félagshyggjufólks í Háskóla Islands, birtist kveðja frá SÍNE, þ.e. stúdentum við Háskóla íslands var óskað til hamingju með nýstofn- að félag. Kveðja þessi var SÍNE að kostnaðarlausu og í henni fólst enginn pólitískur stuðningur við viðkomandi félag. Ef SÍNE-deild New York hefði óskað eftir þessum upplýsingum hjá stjóm SINE þá hefði hún að sjálfsögðu orðið við þeirri ósk og þá hefði þessi misskiln- ingur ekki komið upp. Atriði nr. 5. í ályktun SÍNE-deildar New York er því haldið fram að formað- ur og framkvæmdastjóri SÍNE sé nær aldrei við á skrifstofunni á auglýstum símatímum ogjafnframt gefið í skyn að hann vinni ekki fyr- ir launum sínum. í þessu sambandi vill stjóm SÍNE taka fram að hér er um rakalausar og ósannar full- yrðingar að ræða sem ekki fá á nokkum hátt staðist. Þetta getur samstarfsfólk hans í húsakynnum Félagsstofnunar stúdenta staðfest. Lýsir stjómin yfír furðu sinni á slíkum málflutningi. Atriði nr. 6. í ályktun vorfundar NY-deildar er því haldið fram að formaður hafí þegið dagpeninga í 9 daga ferð erlendis, án þess að ferðin hafí á nokkum hátt verið vegna málefna SÍNE. Hið rétta er að þessi ferð var farin á vegum Æskulýðssam- bands íslands. Deildinni til upplýs- ingar skal þess getið að Kristján Ari var á sl. sumarráðstefnu kosinn til þess að vera fulltrúi SÍNE í ÆSÍ. Vegna fyrrgreindrar ferðar vom greiddir hálfír fæðispeningar, enda fór Kristján í nefnda ferð á vegum SÍNE. Að auki nýtti hann ferðina til fundahalda með náms- mönnum í Kaupmannahöfn — SÍNE að kostnaðarlausu. Greiðslan var innt af hendi í fullu samráði við gjaldkera stjómar. Þetta hefði NY- deild SÍNE getað fengið upplýsing- ar um ef eftir hefði verið leitað. Atriði nr. 7. í ályktun vorfundar NY-deildar er gefíð í skyn að fjárhaldsóreiða einkenni bókhald SINE og þess krafíst að tafarlaust verði fengnir óháðir löggiltir endurskoðendur til að yfírfara flárreiður og bókhald SÍNE vegna yfírstandandi starfsárs og að niðurstöður verði kynntar félagsmönnum. Stjórn SÍNE lýsir undmn sinni á þessari óvenjulegu kröfu NY-deild- ar því fram til þessa hefur enginn utan stjómar óskað eftir upplýsing- um um bókhaldið. Það er því furðu- legt að NY-deildin skuli sjá ástæðu til þess að vefengja bókhaldið á jafn afdráttarlausan hátt án þess að kynna sér málið á neinn hátt. Það skal tekið fram hér að bók- hald SiNE er opið öllum SÍNE- félögum sem þess óska. Stjóm SÍNE þorir að fullyrða að hefði NY-deild SÍNE óskað eftir upplýs- ingum um bókhaldið hjá stjóm SINE eða gjaldkera SÍNE, Gunn- laugi Júlíussyni, eða endurskoðanda SÍNE, Högna Eyjólfssyni, þá hefðu félagsmenn SÍNE í New York sann- færst um að allt í tengslum við bókhald SÍNE væri í góðu gengi. Stjóm SÍNE vill hér með takaþað fram að framkvæmdastjóri SINE hefur fært samviskusamlega allar færslur á starfsárinu inn í bókhald SÍNE og haldið tilþaga öllum fylgi- skjölum. Stjóm SÍNE vísar því öll- um dylgjum NY-deildar um fjár- haldsóreiðu á bug. Það skal enn- fremur tekið fram hér að reiknings- ári SÍNE lýkur þann 30. júní nk. og munu reikningar félagsins þá verða gerðir upp af gjaldkera fé- lagsins og endurskoðaðir af kjöm- um endurskoðendum. Stjóm SÍNE hefur jafnframt tekið þá ákvörðun að fenginn verði löggiltur endur- skoðandi til að gera upp bókhald SÍNE fyrir það starfsár sem nú er að líða til að tryggt sé að öllum reikningsskilareglum sé_ fullnægt. Og í samræmi við lög SÍNE verða reikningar SINE bomir upp til af- greiðslu á sumarráðstefnu SÍNE, sem haldin verður í ágúst í sumar. Stjóm SÍNE krefst þess að fá skýr svör frá NY-deild SÍNE varð- andi ástæður ofangreindrar kröfu og óeðlilega málsmeðferð deildar- innar. Atriði nr. 8. í ályktun NY-deildar SÍNE er framkvæmdastjóri SÍNE ásakaður um að hafa notfært sér Sæmund til persónulegra svívirðinga á pólitíska andstæðinga slna. Þetta kannast stjóm SÍNE ekki við þó svo að Sæmundur hafí verið lesinn ítarlega af stjóminni. í samtali sem Kristján Ari átti við Ólaf Amarson sama dag og ályktunin birtist hon- um í Alþýðublaðinu (3. maí sl.) benti Ólaftir á leiðara Kristjáns í síðasta tölublaði Sæmundar sem dæmi um þetta. í því sambandi vill stjóm SÍNE taka fram að Kristján Ari er fastur leiðarahöfundur í Sæmundi á gmndvelli stöðu sinnar sem formaður SÍNE. í umræddum leiðara gagnrýnir hann harðlega afskipti Sambands ungra sjálfstæð- ismanna af kosningum til stjómar SÍNE. Jafnframt gagniýnir hann harðlega þau vinnubrögð sem fímm frambjóðendanna höfðu í frammi vegna kosninganna, þ.e.a.s. að þau hafí sent útvöldum SÍNE-félögum bréf sem hafði að geyma stefnuskrá og áskomn um að kjósa „fímm- menningana" sem einn lista. Hér var því um að ræða leynilegt lista- framboð, sem átti sér stað án vit- undar stjómar SÍNE og án vitundar annarra frambjóðenda. Og í ljósi þess að þetta leynilega listaframboð naut stuðnings Sambands ungra sjálfstæðismanna og skerti til muna möguleika annarra frambjóðenda við að ná kjöri, skrifaði Kristján Ari umræddan leiðara. í leiðaranum tekur hann hinsvegar skýrt fram að hann sé ekki að gagnrýna fímm- menningana á gmndvelli skoðana þeirra heldur starfsaðferða þeirra. Undir þessa gagnrýni formanns SÍNE heftir stjóm SÍNE tekið, m.a. með ályktun dagsettri þann 19. apríl sl. sem send var til allra fram- bjóðendanna. Stjóm SÍNE vísar því alfarið á bug að formaður SÍNE hafí verið að „notfæra" sér málgagn SÍNE tii persónulegra árása. Þvert á móti telur stjóm SÍNE að formað- urinn hafí verið að sinna skyldu sinni og fyrirbyggja frekari utanað- komandi afskipti af innri málefnum SÍNE. Atriði nr. 9. í ályktun NY-deildar SÍNE er lýst vantrausti á formann SÍNE og þess krafíst að hann segi þegar af sér á grundvelli þeirrar gagnrýni sem fram kemur í ályktuninni. í þessu sambandi vill stjóm SÍNE taka það fram að formaður SÍNE, Kristján Ari Arason. nýtur ótvíræðs trausts stjómar SÍNE. Að mati stjómar SÍNE hefur hann sinnt starfí sínu vel sem framkvæmda- stjóri SÍNE og verið ötull talsmaður námsmanna fyrir bættum kjörum. Á gmndvelli þeirra leiðréttinga sem fram koma í þessari greinar- gerð, varðandi þær rangfærslur, sem fram koma í ályktun NY-deild- ar SÍNE, skorar stjóm SÍNE á deildina að endurskoða hug sinn. ! Það hlýtur að vera vilji deildarinnar að fara með rétt mál og því nauð- synlegt að hún leiðrétti þær rang- færslur er fram koma í ályktun- inni. Og þar sem hluti ályktunarinn- ar er í raun æmmeiðandi gagnvart Kristjáni Ara Arasyni, formanni Jóhann Ólafsson & Co.: Opnuð ný verslun með heimilistæki JÓHANN Ólafsson & Co. hefur opnað nýja verslun með Míele heimilistæki við Sundaborg 13 i Reykjavík. Hefur fyrirtækið haft umboð fyrir Míele á Islandi síðastliðin fimmtíu ár. Míele fyrirtækið var stofnað árið 1899 í Herzebroek í Vestur-Þýska- landi og framleiddi og seldi ein- göngu skilvindur í fyrstu, segir í frétt frá Jóhanni Ólafssyni & Co. Árið 1903 kom fyrsta þvottavélin á markaðinn og festi þar með fyrir- tækið í sessi, sem framleiðanda heimilistækja. Á næstu ámm litu heimilistækin dagsins ljós eitt af öðm en áhersla var þó lögð á þvottavélar. Fyrstu ryksugumar komu á markaðinn árið 1927 og framleiðsla á uppþvottavélum hófst árið 1929. Meðal heimilistækja sem em á boðstólum í nýju versluninni em eldunarplötur, með stálhellum, gasi eða keramik, rafmagnsgrill í borð- plötu, bakaraofnar, eldhúsviftur og ísskápar. Jóhann Ólafsson & Co, flytur auk þess inn rafmagnsvömr, hótelvömr, prentvörur, bifreiðavarahluti og búsáhöld. Mest er keypt inn af vör- um frá Vestur-Þýskalandi, Frakk- landi, Belgíu, Luxemborg, Svíþjóð Morgunbiaðið/Sverrir Frá vinstri Daði Garðarson forstöðumaður verslunarimjar,_ Þráinn Meyer sölustjóri, Eyjólfur Baldursson verslunarstjóri, Pétur Ólafsson framkvæmdastjóri, Jóhann J. Ólafsson forsljóri. og Bandaríkjunum. Um tuttugu manns vinna hjá fyrirtækinu og hefur starfsfólki ijölgað um helm- ing síðustu 10 árin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.