Morgunblaðið - 08.06.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.06.1988, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B Japan: Ætla að skrín- leggja lítið sker - og bjarga með því 160.000 fermíl- um af japönsku efnahagslögsögunni Tókýó, The Daily Telegraph. JAPANSKIR verkfræðingar og kafarar beijast nú við að bjarga örlitlu skeri f Kyrrahafi frá því að verða æstum öldimum að bráð en vegna þessa Iitla kletts, sem varla stendur upp úr á flóði, er japanska landhelgin 160.000 fermQum stærri en ella væri. Skerið heitir Okinotorishima og er syðsti landgrunnspunkturinn, sem japanska efnahagslögsagan er miðuð við. Er nú unnið að því að skrínleggja það ef svo má segja með stáli og steinsteypu og liggja Qögur skip við festar allt um- hverfis klettinn. Auk þess er nú á leið þangað þyrluskip frá japanska flotanum. Okinotorishima er kóralrif og stóðu fjórir klettar upp úr sjónum þegar Japanir slógu eign sinni á það árið 1931. Nú er svo komið, að á flóði eru klettamir aðeins tveir og svo litlir, að fullorðinn maður getur með naumindum lagst flötum beinum á þann stærri. Japanir mega ekki til þess hugsa að missa skerið alveg því að þá minnkaði efnahagslögsagan um 160.000 fermílur eins og fyrr sagði en á þessum slóðum eru auðug fískimið og verðmæt jarð- efni undir sjávarbotni. Til að bjarga skerinu er verið að sökkva allt umhverfís það 10.000 stálbitum eða -römmum en síðar verða þeir bundnir saman með steinsteypu. Á umgjörðin að ná upp yfír sjávarmál og vera nokkru hærri en skerið sjálft. Áætlað er, að framkvæmdin kosti sem svarar til 5,5 milljarða íslenskra króna. Japanskir lögspekingar segja, að endurreisn eýjunnar hafí engin áhrif á rétt þeirra til efnahagslög- sögunnar umhverfís hana. „Það eina, sem bannað er með alþjóða- lögum, er að búa til gervieyju sem viðmiðunarpunkt," sagði embætt- ismaður í japanska utanríkisráðu- neytinu. Reuter Anna-Greta Leijon og Ingvar Carlsson, forsæt- isráðherra, á blaðamannafundi f Stokkhólmi i gær, þar sem skýrt var frá afsögn Leijons. Leijon hættir Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins í Svíþjóð. ANNA-Greta Leijon, dómsmálaráðherra, sagði af sér f gær vegna þeirrar gagnrýni, sem hún hefur sætt fyrir að styðja einkaaðila tU að rannsaka morðið á Olof Palme, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar. Þegar Leijon hafði tilkynnt afsögn sína ákváðu stjómarandstöðuflokkamir fjórir að draga til baka til- lögu um vantraust á hana, sem þeir höfðu lagt fram á þingi. Ingvar Carlsson, forsætisráðherra, tilkynnti afsögn Leijons á blaðamannafundi. Við það tækifæri gagn- rýndi hann stjómarandstöðuna fyrir að þola ráðherran- um ekki að gera ein mistök. í fyrrakvöld sagði Carls- son að ekki kæmi til greina að Leijon segði af sér en málið tók aðra stefnu þegar fyrir lá í gærmorgun að þingmeirihluti væri fyrir vantrausttillögu. Carlsson lýsti fyllsta trausti við Leijon og sagðist myndu fela henni ráðherrastarf í stjóm, sem tæki væntanlega við eftir kosningamar í Svíþjóð 18. sept- ember næstkomandi. Fram að kosningum mun Thage G. Peterson, iðnaðar- ráðherra, taka við starfí dómsmálaráðherra og gegna því fram að kosningum. Anna-Greta Leijon tók við ráðherraembætti 20. október eftir að forveri hennar, Sten Wickbom, neyddist til að segja af sér. Deng sækist eftir bættri sambúð við Kremlverja Segir Gorbatsjov þurfa að „hafa hraðan á“ áður en hann lætur af störfum Peking, Daily Telegraph. DENG Xiaoping, valdamesti maður Klna, hefur tilkynnt að hann hygg- ist láta af störfum sfðar á þessu ári og telur að skref í átt til „eðli- legra samskipta" Kína og Sovétríkjanna þurfi að vera tekin áður en hann lætur verða af þvf að setjast f helgan stein. „Gorbatsjov verður að hafa hraðan á, þvf ég verð hér ekki öllu lengur," er Deng sagður hafa tjáð erlendum fyrirmanni f opinberri heimsókn fyrir skömmu, en heimildarmennimir eru vestrænir stjómarerindrekar f Peking. Hinn 83 ára gamli leiðtogi sagði að hann hefði í hyggju að láta af störfum vegna aldurs áður en árið er liðið. Þrátt fyrir að Deng hætti störfum í Stjómmálaráðinu í október síðastliðnum er hann enn formaður miðstjómar flokksins og hermála- ráðsins og er því í raun æðsti yfír- maður hersins. Deng myndi áfram vera helsti áhrifamaður í Kína, en losna við daglegt stjómsýsluamstur. Sjálfur hefur hann hvað eftir annað hamrað á nauðsyn þess að yngja upp forystu- sveit alþýðulýðveldisins og sumir stjómmálaskýrendur em þeirrar skoðunar að hann telji sig of gamlan til þess að geta hitt og rætt við leið- toga sovéska kommúnistaflokksins á jafnréttisgrundvelli. Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi hefur margsinnis lýst yfír áhuga sínum á leiðtogafundi sínum og Dengs til þess að jafna 30 ára gaml- ar deilur þessara tveggja stórvelda kommúnistaheimsins, en þær vom rétt svo búnar að valda kjamorku- styijöld árið 1969. Kínveijar setja Kristnir andófsmenn í Sovétríkjunum: Kirkjan taki afstöðu til umbóta Moskvu. Reuter. KRISTNIR andófsmenn hvöttu rússnesku rétttrúnaðarkirkj - una í gær til þess að taka af- stöðu tQ umbótastefnu stjórn- ar MíkhaQs Gorbatsjovs og tU þess að fordæma Jósef Stalfn. „Þar sem íhaldssamir and- stæðingar umbótastefnu stjóm- arinnar láta nú á sér kræla, verð- ur kirkjan að taka afstöðu og sýna hvar í flokki hún stendur," sagði Gleb Jakunín, andófsklerk- ur. Jakunín sagðist hafa sent kirkjuráði rétttrúnaðarkirkjunn- ar áskomnarskjal þar sem það situr á fundum í Zagorsk og held- ur upp á þúsund ára afmæli kristnitöku í Rússlandi. Hvatti Jakunín kirkjuna til þess að Reuter Fulltrúar bandarfsku rétttrúnaðarkirkjunnar mæta tQ hátíðahalda í Moskvu f tílefni eittþúsund ára afmælis kristnitöku Rússa. Mynd- in er tekin rétt við DanUoffsmoskvuna f Mosku. draga til baka iofgjörð um Stalín, sem gefín var út á sínum tíma til stuðnings einræðisherranum. Annar kristinn andófsmaður, Alexander Ogorodnikov, sem er leiðtogi trúfélags, minntist kristnitökunnar með því að efna til biblíunámskeiðs þar sem 50 trúbræður hans íjölluðu um vandamál kirkjunnar víðs vegar um land. Menn frá Leníngrad skýrðu þar frá tilraunum til að fá kirkju, sem Stalín lét loka, opnaða. „Ef við leyfum kirkjunni að starfa verður það skoðað sem hugmyndafræðilegur ósigur af okkar hálfu," var svar embættis- manna. Sjá „Fögnuður vegna biblíu- gjafa ... “ á bls. 33. það skilyrði fyrir bættri sambúð ríkjanna, að Sovétmenn fái lepp- stjóm sína í Víetnam til þess að fara með innrásarher sinn úr Kambódíu, en margir fréttaskýrendur telja að því hafí nú þegar verið fullnægt. í óvenju jákvæðri yfírlýsingu, sem gefin var út um helgina, sagði Tian Jiyun, einn aðstoðarforsætisráðherra Kína, að kommúnistastjómin í Pek- ing vildi bæta samskiptin við Kreml- verja hið fyrsta. I dag ætla utanríkisráðherrar ríkjanna tveggja að hittast í New York. Háttsettur sovéskur embættis- maður sagði í gær að yfírlýsing Víet- nama um að 50.000 hermenn yrðu kvaddir heim frá Kambódíu í ár hefði breytt stöðu mála. „Hin svonefndu skilyrði" Kínverja væm „að hverfa af sjálfu sér.“ Igor Rogatsjov, einn aðstoðarutanríkisráðherra Sovétríkj- anna, sagði einnig á blaðamanna- fundi í Peking að hann hefði engar efasemdir um að leiðtogafundur Kína og Sovétríkjanna myndi fara fram. Hann staðfesti ennftemur að Deng hefði sagt erlendum fyrirmanni að betra væri að hann hitti Gorbatsjov í ár. Samkvæmt útgáfu Rogatsjovs hafði Deng einfaldlega sagt að á næsta ári yrði hann „of gamall“. Deng er sagður hafa látið þessar skoðanir í ljós á fundi með erlendum gesti fyrir um tveimur vikum, en talið er að þar ræði um Joaquim Alberto Chissano, forseta Moz- ambique, sem fór frá Kína hinn 20. mai. Rogatsjov er í Kína til þess að skýra kínverskum ráðamönnum frá leiðtogafundi Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna í Moskvu, en áður hafði Edward Rowney, sérlegur ráðgjafi Bandaríkjaforseta, gengið sömu er- inda á fund þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.