Morgunblaðið - 08.06.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.06.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1988 Hjónaminning: Margrét Jóhannsdóttir Eymundur Friðlaugsson Margrét Fædd 12. mars 1905 Dáin 30. maí 1988 Eymundur Austmann Fæddur 20. júií 1907 Dáinn 2. júní 1988 Margrét Jóhannsdóttir fæddist að Þaunglabakka í Þorgeirsfírði þ. 12. mars 1905. Foreldrar hennar voru Sigríður Jónsdóttir frá Helgu- stöðum í Fljótum og Jóhann Bald- vin Sigurðsson frá Skógum á Þela- mörk í Hörgárdal. Margrét ólst upp í Fjörðum, þó lengst af á Hóli þar sem 7 systkini hennar eru fædd. Margrét var 1 af 10 systkinum, þriðja í röðinni ofanfrá og sú fyrsta af þeim sem fellur frá. Hennar uppvaxtarár voru ansi hörð við kröpp kjör og erfíðan aðbúnað, þar sem vinnuharkan og dugnaðurinn voru í fyrirrúmi og var það því hennar besta veganesti inn í framtíðina. Því á þessum árum í Fjörðum voru það aðeins þeir sterk- ustu sem komust af og má geta þess að móðir Margrétar, Sigríður, náði tæplega 100 ára aldri. í þessum stóra systkinahóp var glaðværðin og kærleikurinn ávallt í fyrirrúmi og hefur hann alla tíð haldist hjá þeim systkinum öllum. Árið 1924 fluttist Margrét frá Kljá- strönd með Áma Helgasyni lækni og konu hans, Hrefnu Jóhanns- dóttur, en Margrét hafði verið vinnukona hjá þeim um árabil. Ámi Helgason var um þessar mundir að taka við héraðslæknis- embættinu á Patreksfírði og var Margrét yinnukona hjá læknishjón- unum þar til þau Eymundur tóku saman. > Eymundur Austmann Friðlaugs- son fæddist 20. júlí 1907 á Vatn- eyri við Patreksfjörð. Foreldrar hans vom Kristjana Einarsdóttir og Friðlaugur Frið- laugsson bóndi á Koti við Patreks- Qörð. Eymundur hafði ekkert af föður sínum að segja, en ólst upp í slqóli móður sinnar, sem dvaldi á heimili foreldra sinna — Litla-Kambi á Vatneyri. Foreldrar Kristjönu, Ein- ar Sigurðsson og Hólmfríður Bjamadóttir, fluttust til Patreks- flarðar árið 1901, en höfðu áður verið búsett í Austur-Skaftafells- sýslu. Þegar Eymundur var á unga aldri — 7 ára — giftist móðir hans Sig- hvati Ámasyni múrara og ólst hann upp á heimili þeirra við gott atlæti ásamt Björgvini hálfbróður sínum. Alla tíð var mjög kært með Ey- mundi og móður hans og var þar um gagnkvæmar tilfínningar að ræða. Á uppvaxtarárum Eymundar þótti það sjálfsagður hlutur, að böm og unglingar tækju virkan þátt í daglegu lífi og starfí fjölskyldunn- ar. Eymundur byijaði því snemma að vinna fyrir sér. Strax kom í ljós að hann var fjölhæfur dugnaðar- og atgervismaður, og einn þeirra manna, sem gat gengið að hvaða verki sem til féll. Öll störf léku í höndum hans, enda hagleiks- og dugnaðarmenn, bræðumir á Kambi sem að honum stóðu. Þá kippti honum einnig í kynið hvað snyrti- mennsku snerti. Meðal þeirra starfa sem Ey- mundur vann á yngri árum var kaupamennska í Saurbæ á Rauða- sandi og í Haga á Barðaströnd, en að vera á þessum stórbýlum var ungum mönnum gott og lær- dómsríkt veganesti. Þá var hann háseti á handfæraskipi um tíma, en sjóveiki olli því, að hann missti áhuga á sjómennsku. Aðalatvinna Eymundar á Pat- reksfírði var í tengslum við físk- vinnslu hjá fyrirtæki Ólafs Jóhann- essonar á Vatneyri, en það var þá eitt athafnamesta og blómlegasta útgerðarfyrirtæki landsins. Eftir að Margrét og Eymundur kynntust, en þau gengu í hjónaband þann 20. ágúst 1927, vann Ey- mundur fyrstu árin almenn verka- mannastörf, en strax og vélvæðing í þessari atvinnugrein hófst, þ.e.a.s. þegar vörubflar voru teknir í notk- un, gerðist hann einn helsti bflstjóri fyrirtækisins og sinnti jafnframt nauðsynlegu- eftirliti og viðhaldi bílanna. Þegar vélknúinn löndun- ar/hafnarkrani var tekinn í notkun var Eymundi falin stjóm hans, og fórst honum það vandaverk vel úr hendi, eins og allt annað sem honum var trúað fyrir. Oft var vinnudagurinn langur hjá þeim báðum, en til þess að diýgja tekjur heimilisins, stundaði Ey- mundur um árabil það aukastarf að smíða sérstaka gerð af skófatn- aði, gúmmískó, svonefndar „túttur" sem hann bjó til úr slöngum bfldekkja, en á þessum tíma var slíkur skófatnaður, lipur og léttur, mjög eftirsóttur af bömum og sveitafólki. Einnig sá Eymundur um hár- klippingar í þorpinu þar til hann hafði þjálfaðan mann til að taka við af sér. Strax og heimilisaðstæður leyfðu fór Margrét að vinna utan heimilis- ins. Ekki var úr mörgum störfum að velja, allt athafnalíf vestfírsku sjávarþorpanna á þessum árum snerist um saltfískinn. Erfíðasta starfíð á þeim vett- vangi féll í hlut kvenna, fískþvottur- inn — vaskið. Unnið var í ákvæðis- vinnu, sem var illa borguð, þó hún væri erfíð og framkvæmd við erfíð skilyrði, einkum fyrstu árin meðan vaskað var úr rennandi köldu vatni, þó unnið væri undir þaki. Það sýndi best hvílíkur dugnað- arforkur Margrét var að alla tíð var hún afkastamesta vöskukona á Vatneyri, og jafnframt í fremstu röð varðandi vandvirkni, en þá var strangt eftirlit með því að fískurinn væri vel þveginn. Það var sama að hvaða verki Margrét gekk, alltaf vom kappsemin, trúmennskan og dugnaðurinn óbrigðul. Hún var létt í skapi, hafði gaman Ingibjörg Stefáns- dóttir—Minning í dag er til jarðar borin frú Ingi- Ingibjörg ólst upp í Brúnavík við björg Stefánsdóttir. Við leiðarlok langar mig að minnast hennar með nokkrum orðum, því að hér er sönn merkis- og mannkostakona kvödd. Ingibjörg fæddist austur í Brúnavík 16. júní 1906. Að henni stóðu kjamaættir úr Skaftafells- sýslu. Amma hennar hét Þórunn Gísladóttir, var landskunn á sinni tíð fyrir lækningar sínar. Hún var löngum nefnd Þórunn grasakona, fyrir þau læknislyf sem hún bjó til úr íslenskum jurtum, enda varð hún hálfgildings þjóðsagnapersóna á _ Austurlandi. Maður' Þórunnar var Filippus Stefánsson. Þeim varð 14 barna auðið og af þeim koma tvö hér við sögu — Stefán og Regína Magnea. Arið 1897 fluttist Þórunn grasa- kona með flölskyldu sína frá Kálfa- fellskoti í Fljótshverfí austur á Fljótsdalshérað. Hún varð ljósmóðir í Borgarfírði eystra um 10 ára skeið og þegar hún lét af starfí tók Regína dóttir hennar við. Stefán Filippusson kvæntist Maríu Jónsdóttur 1898. Vorið eftir hófu þau búskap í Brúnavík og bjuggu þar i tvo ára- tugi. Þeim varð tveggja bama auð- ið, en misstu bæði ung. Regína, systir Stefáns, gekk að eiga Jón Bjaraason trésmið í Borgarfírði. Hann var einnig af skaftfellsku bergi brotinn. Þau Regína eignuðust mörg böm og meðal þeirra var Ingi- björg sem við kveðjum í dag. Hún varð kjördóttir Stefáns og Maríu og -bætti þeim upp missi eigin bama. mikið dálæti eins og vænta mátti. Snemma kom í ljós að hún hafði hlotið listfengt handbragð í vöggu- gjöf og var á allan hátt sérlega vel verki farin. Það kom þegar fram í æsku hvað henni lét vel að sníða og sauma og sannaðist þar hið fom- kveðna að hvað ungur nemur gam- all temur, því að Ingibjörg var frá- bær saumakona alla ævi og stund- um mátti kenna hanidbragð hennar á búningum þeim sem íslenskir leik- endur báru á sviðinu. Stefán Filip- pusson seldi Brúnavík árið 1919 og fluttist að Reykjum í Mosfellssveit, en síðan til Reykjavíkur. Ingibjörg var þá á fermingaraldri og átti heima í Reykjavík alla ævi eftir-það þegar frá eru talin árin á Húsavík. Arið 1928 gekk Ingibjörg að eiga séra Knút Amgrímsson sem vígðist prestur til Húsavíkur við Skjálfanda það sama ár og áttu þau þar heima í fjögur ár og þar fæddist einkadótt- ir þeirra, Hildur, sem lést fyrir nokkrum ámm. Knútur Amgríms- son þótti mikiil keonimaður og frá- bær kennari. Því brá hann á það ráð að hætta prestskap og gerast kennarí í Reykjavík. Hann varð síðar skólastjóri Gagnfræðaskóla Vestur- bæjar, en lést fyrir aldur fram 1945. Ingibjörg giftist í annað sinn Þór- ami Jónssyni tónskáldi. Hann var Austfirðingur eins og hún og hún bjó honum friðsælt heiinili þegar árin færðust yfír, en hann andaðist árið 1974. Þyngri harmur var henni kveðinn er hún varð að sjá á bak dóttur sinni. Ingibjörg var því ein- stæð eins og ösp í holti síðustu árin svo að hvfldin var henni kærkomin þegar þrek og heilsa tók að dvina. Á langri ævi fékk hún að reyna að sorgin gleymir engum, en hún tók örlögum sínum með reisn og aðdá- anlegu þreki. Sá sem þetta ritar fær seint full- þakkað hvað vel hún rækti vináttu við skyldmenni Knúts — fyrra manns síns — og aldrei betur en þegar mest þurfti á henni að halda. Það er hverjum og einum mikill fengur að kynnast á lífsleiðinni heil- steyptum og mikilhæfum einstakl- ingum. Ingibjörg Stefánsdóttir var ein af þeim. Hún var hvort tveggja í senn, eikin og fjólan sem Bjami Thorarensen orti um að „angan horfín innir fyrst/urtabyggðin hvörs hefir misst". Aðalgeir Kristjánsson af gleði og gáska. Hún var raungóð og trygglynd og því vel látin af samstarfsfólki og kunningjum. Seinustu árin sem Margrét og Eymundur bjuggu á Patreksfirði gegndi Eymundur starfí slökkviliðs- stjóra í hreppsfélaginu. Því starfí fylgdi árlegt eftirlit með brunavöm- um þorpsbúa. Einnig átti hann sæti í stjóm Verkalýðsfélags Pat- reksfjarðar í nokkur ár. Þá tók hann um skeið virkan þátt í starfi íþróttafélagsins Harðar, sem á þeim ámm var fjölbreytt, og var hann einn besti glímumaður félagsins og tók oft þátt í glímumótum þess með góðum árangri, einnig var hann í fímleikaflokki Harðar. Eymundur var mjög músíkalsk- ur. Hann lærði snemma að leika á harmóníku og árum saman lék hann fyrir dansi á Patreksfirði og í ná- grannabyggðum ásamt félögum sínum. Þeir spiluðu mikið saman hann og Jenni Kr. Jónsson, sem síðar varð landskunnur dægurlaga- höfundur og harmónfkuleikari. Árið 1941 flytjast Margrét og Eymundur til Reykjavíkur, en þá voru þau búin að festa kaup á íbúð í Samtúni 36. Á þeim tíma vann Eymundur ýmis störf svo sem keyrslu fyrir herinn og akstur á BSÍ eða þar til hann hefur störf hjá Ræsi hf. um 1943. Þar vann hann um 15 ára skeið og kom fljót- lega í ljós hverslags hæfíleikum hann var gæddur og var því gerður að verkstjóra á réttingaverkstæðinu hjá Ræsi sem þá var með umboð fyrir Chrysler-bifreiðir. í þá daga var lítið um varahluti í bifreiðir og löng bið eftir nýjum hlutum og veit ég um dæmi þess að hann rétti bifreið eftir veltu og vom ljósmyndir af bflnum fyrir og eftir viðgerð sendar til Banda- ríkjanna. í bréfi frá bandarísku verksmiðjunum var spurt hvemig þessi viðgerð hefði verið möguleg og lýsir það best handlagni hans. Fjöldi manna starfaði undir hans stjóm og leiðsögn og em nokkrir þeirra enn við störf hjá Ræsi hf. Á þessum tíma fluttu þau Margrét og Eymundur úr Samtúni upp í Drápuhlíð og þaðan í Miðtún 84 þar sem þau bjuggu til ársins 1955. Þegar þetta er, vinnur Margrét í Hlíðabakaríi og einnig sá hún um veisluhöld fyrir einstaklinga og hópa. Árið 1955 flytja þau til Kópavogs á Víghólastíg 4. 1957 setur Ey- mundur upp sitt eigið verkstæði á Víghólastíg 4, sem hann starfrækti allt til ársins 1978. í byrjun var þetta nokkuð erfítt, vegalengdin til Reykjavíkur og byggð í Kópavogi ekki mikil en samt varð mikið að gera í viðgerð- unum og unnu allt að 5 menn með honum á verkstæðinu. Margir af þessum mönnum vom ungir að ámm, utan af landi og fljótlega var kjallarinn undir húsinu innréttaður í herbergi sem þessir menn bjuggu í og hafði Margrét nóg að gera við að snúast í kringum þessa kost- gangara sína og sá jafnframt um fjármálahliðina, sem meðal annars tók til greiðslu vinnulauna. Sam- hliða þessu vann hún sem heimilis- aðstoð á hinum ýmsu stöðum og hélt því áfram á meðan kraftar leyfðu. Á Víghólastíg 4 var oft glatt á hjalla þegar fjölskyldan kom saman ásamt vinum og kunningjum. Þá dró Eymundur upp harmóníkuna og spilaði gömul og ný lög sem all- ir höfðu gaman af og tóku undir. Minningin um þessar stundir gleymist seint. Margréti og Eymundi þótti vænt um landið sitt og ferðuðust víða með tjald og annan viðleguútbúnað en ekki voru farartækin alltaf beys- in í þá daga og þurfti oft að ganga með þeim upp erfiðustu brekkum- ar. Minnisstæðastar eru þær ferðir þegar við fórum vestur á Patró til að heimsækja Kristjönu ömmu og Sighvat, einnig norður í land til að heimsækja ættingja Margrétar í Eyjafírði og víðar, þessar ferðir líða seint úr minni. Á árunum 1964 til 1978 varð ég svo lánsamur að fá að starfa með Eymundi föður mínum á verkstæði hans og fékk ég þá að kynnast handlagni hans og útsjónarsemi sem reynst hefur mér ómetanlegur lærdómur. Um tíma bjuggum við hjónin ásamt tveimur bömum okkar hjá Margréti og Eymundi og reyndist Margrét móðir mín ekki síðri í að leiðbeina og kenna en hann um ýmislegt sem snýr að heimilishaldi og hagnýtingu hluta og munum við lengi búa að því. í desember 1978 dró ský fyrir sólu þegar Eymundur veiktist skyndilega, heilablóðfall. Við þetta áfall breyttist líf þeirra mikið en Margrét stóð sem klettur upp úr þessum veikindum hans og lét engan bilbug á sér fínna þrátt fyrir þessa erfíðleika. Árið l981 flytja þau frá Víghóla- stíg á Álfhólsveg 63 í Kópavogi þar sem Margrét hélt heimili fyrir þau til ársins 1985 en þaðan lá leiðin inn á Hrafnistú í Laugarási þar sem þau dvöldust til æviloka. Margrét hélt sínu andlega atgervi til síðustu stundar, sem dæmi um það mætti hún í fermingu sonarsonar síns þann 24. aprfl sl. þar sem hún naut sfn í hvívetna og gladdist með fjöl- skyldu og öðmm gestum. Kallið kom mjög snögglega hjá þeim hjónum, þau fengu hina skæðu flensu sem nú geisar, og létust þau með skömmu millibili, og má því segja að eins og í lífínu þá fylgdust þau að til hinstu stundar. Margrét og Eymundur eignuðust §óra syni, sem eru: Jóhann f. 1927 á Patreksfirði, kvæntur Þórhöllu Karlsdóttur. Alfreð f. 1929 á Pat- reksfirði, kvæntur Unni Ólafsdótt- ur. Ingimundur f. 1935 á Patreks- fírði, kvæntur Elínborgu Guð- mundsdóttur. Kristinn f. 1949 í Reykjavík, kvæntur Þórunni Kristínu Emilsdóttur. Bamaböm þeirra hjóna eru 19 og bamabama- börn einnig 19. í þessum áviágripum þeirra hefur víða verið komið við þó mikið vanti á, því af svo mörgu er að taka um þau sæmdarhjón. Nú á þessari skilnaðarstundu vil ég þakka þeim allt sem þau vom mér, bæði sem foreldrar og leið- beinendur. Ég bið þess að góður guð vemdi þau og blessi á hinu nýja tilverustigi. Kristinn Eymundsson Nú legg ég augun aftur ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) í dag þegar við kveðjum ömmu og afa rifjast upp margar góðar og gleðilegar stundir sem við áttum saman. Návist okkar við þau var mikil þar sem við bjuggum öll við Víghólastíginn. Það var daglegur viðburður að við systkinin litum við hjá þeim þar sem við löbbuðum framhjá á leið í skólann. Þá var afí við vinnu úti á verkstæði en amma að sinna heimilinu. Þrátt fyrir mikla vinnu gáfu þau sér alltaf tíma til að tala við okkur og gáfu okkur góðgæti. Amma var mikill dugnaðarforkur til vinnu, hvort sem það var heima fyrir eða utan heimilis. Alls staðar þar sem hún var ríkti mikil gleði og hlátur. Hún var Iífsglöð kona og mikil félagsvera og oft urðum við bömin aðnjótandi frásagnar- gleði hennar. Sérstaklega minn- umst við þess þegar pabbi og mamma voru erlendis og amma passaði okkur á meðan. Henni tókst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.