Morgunblaðið - 08.06.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.06.1988, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1988 Námubruninn á Svalbarða: Ég ætla að læra að notaþað sem ég hef - segir Björgvin Björgvinsson, sem slasaðist alvarlega Morgunbiaðið/Öijan Deisz Björgvin Björgvinsson sem hlaut slæma áverka í námubruna á Sval- barða er á batavegi. Hér er hann ásamt móður sinni, Daisy Karls- dóttur, og bróður, Þóri Björgvinssyni, á Haugalands-sjúkrahúsinu í Bergen síðastliðinn mánudag. VEÐUR BJÖRGVIN Björgvinsson, þritug- ur Akumesingur sem slasaðist al- varlega við slökkvistörf i kola- námu á Svalbarða i lok mai, er nú á batavegi á Haugalands- sjúkrahúsinu í Bergen. „Ég er bjartsýnn,** sagði Björgvin i sam- tali við Morgunblaðið, „ætla að læra að nota það sem ég hef, hér er allt gert fyrir mig sem unnt er.“ Björgvin hefur gengist undir þijár stórar aðgerðir í Bergen en nauðsyn- legt reyndist af taka af honum vinstri fót ofan við ökkla og fjóra fíngur á vinstri hendi. Læknar fluttu vöðva af baki Björgvins á framhandleggs- bein, en á Haugalands-sjúkrahúsinu starfa helstu sérfræðingar Noregs í aðgerðum vegna brunasára. Björgvin kvaðst þurfa að liggja á sjúkrahúsinu í nokkrar vikur til viðbótar en koma IDAGkl. 12.00. Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR f DAG, 8. JÚNÍ 1988 YFIRUT I GÆR: Við strönd Grænlands noröur af fslandi er 1004 mb lægð á leið norðnorðaustur. Um 1300 km suösuðvestur f hafi er allmikil 1032 mb hæð og grunnt lægðardrag á vestanverðu Grænlandshafi þokast heldur austur. SPÁ: f dag verður vestan- og suðvestanátt á landinu, vfðast kaldi. Vestanlands veröur skýjaö og dálftil súld en léttskýjaö austantil. HKi verður 8—16 stig, hlýjast f innsveitum á Norðaustur- og Aust- uriandi VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Vestan- og suðvestan- átt. Skýjað og úrkoma öðru hverju Vestanlands, en víða léttskýjað austantil. Hiti á bilinu 8—16 stig, hlýjast á Norðaustur- og Austur- landi. TÁKN: s, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- 10 Hrtastig: 10 gráður á Celsíus _ Heióskirt stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. • V * V Skúrir Él Léttskýjað / / / / / / / Rigning Þoka Hátfskýjaó / / / * / * 5 Þokumóða Súld *jjjj^ Skýiað / * / * Slydda / * / OO Mistur —j- Skafrenningur Aiskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður 'IK* MF m w > V* VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hltl veftur Akureyrl 14 skýjað Rsykjavfk 8 úrkoma Bergen 21 skýjaó Helsinkl 28 akýjað ian Mayen 1 þokumóða Kaupmannah. 20 skýjað Narssarssuaq 12 Mttskýjað Nuuk 3 rigning Osló 22 skýjað Stokkhólmur 20 lóttakýjað Þórshðfn 12 skýjað Algarve 23 lóttskýjað Amsterdam 14 skýjað Aþena vantar Barcelona 15 súld Chlcago 21 helðaklrt Feneyjar 17 skruggur Frankfurt 14 alskýjað Glasgow 17 mistur Hamborg 14 rigning Las Palmas 22 háifskýjað London 17 skýjað Los Angeles 12 heiðskírt Lúxemborg 11 alskýjað Madrid 22 skýjað Malaga 25 mistur Mallorca 18 skýjað Montreal vantar New York 19 alskýjað Dnríe rans 15 skýjað Róm 20 skýjað Sen Diego 13 léttakýjað Winnipeg 21 heiðskfrt til landsins eftir það. Móðir hans er nú í Bergen og bræður hans skiptast á um að dveljast þar. Björgvin sagðist hafa búið á Sval- barða í næstum átta ár og þar áður á ýmsum stöðum í Noregi. „Ætli það hafi ekki verið ævintýramennska sem réði því að ég fór utan að vinna 21 árs gamall. Mér hefur líkað námu- vinnan á Svalbarða mjog vel, hún er mikil og erfíð en á sumrin er gef- ið tveggja til þriggja mánaða frí. Ég fer ekki aftur í námuna, býst við að koma alkominn heim eftir nokkrar vikur og ætla að sjá til hvað ég get gert. Nú er ég í miklum æfíngum, þarf að þjálfa handlegginn alveg upp og læra að nota það sem ég hef. Mér líður ágætlega og er farinn að setjast í hjólastól á daginn." Eldurinn í kolanámunni á Sval- barða kviknaði út frá rafínagni að- faranótt þriðjudagsins 24. maf, í loft- pressuherbergi á svæði þar sem ekki er unnið. Tveir sex manna hópar sem þjálfaðir höfðu verið f reykköfun skiptust á um tveggja tíma vaktir og freistuðu þess að ráða við eldinn. Björgvin var í öðrum hópnum og hafði nýlokið vakt um miðbik þriðju- dagsins þegar tveir menn voru beðn- ir að gefa sig fram til að fara fremst- ir inn í aðalgöng námunnar þar sem logaði glatt. Hann tók þetta að sér ásamt norskum manni, en þegar komið var um flóra kflómetra inn í fjallið sem göngin eru grafín í féll þungur steinn niður úr þeim og lentu mennimir tveir undir jaðri hans. Björgvin var innar í námunni en Norðmaðurinn, sem slasaðist ekki eins alvarlega, og fékk steininn á vinstri hliðina. Ekki tókst að losa félagana undan steininum fyrr en að liðnum hálfum öðrum klukkutfma og þar sem steinninn flatti út vatns- slöngur varð slökkvistarfi ekki haldið áfram á meðan. Þeir voru fyrst flutt- ir á sjúkrahús f Tromsö, en færðir til Bergen á fimmtudeginum, tveim dögum eftir slysið. Enn logar eldur í kolanámunni og þýskir sérfræðingar eru komnir á staðinn til að meta hvað hægt er að gera. Skiptar skoðanir eru um hvort náman sé ónýt eða ekki. Patreksfjarðar- og Raufarhafnarpres- taköll: Ein umsókn um hvort prestakall Umsóknarfrestur um presta- köllin á Patreksfirði og Raufar- höfn rann út um helgina. Einn umsækjandi er um hvort pre- stakall. Umsækjandi um Pateksfjarðar- prestakall er Sigurður Jónsson, cand. theol., en umsækjandi um Raufarhafnarprestakall er Ragn- heiður Erla Bjamadóttir, cand. the- ol. Ölduselsskóli: Sjöfn Sigiirbjöms- dóttir ráðin skólastjóri BIRGIR ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra ákvað i gær að ráða Sjöfn Sigurbjörnsdóttur skólastjóra við Ölduselsskóla frá 1. ágúst n.k. Umsækjendur voru tveir, Reynir Daniel Gunnarsson, yfirkennari við skólann og Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, kennari. Sjöfn Sigurbjömsdóttir er 52 ára að aldri. Eftir stúdentspróf stundaði hún framhaldsnám í fjögur ár í Bandaríkjunum m.a. í uppeldisfræði. Sjöfn starfaði sem framkvæmda- stjóri Fullbright-stofnunarinnar um tíma, en hóf störf sem kennari við Hagaskóla árið 1966. Síðan hefur hún kennt við bæði grunnskóla og framhaldskóla í Reykjavík, og m.a. við Pjölbrautaskólann í Breiðholti þar sem hún er sviðsstjóri á uppeldissviði. Sjöfn sótti nám til kennsluréttinda við Háskóla íslands og Kennarahá- skóla íslands, jafnframt því sem hún vann við kennslu. Hún hefur leyfis- bréf frá menntamálaráðuneytinu til að kenna f grunnskóla og framhalds- skóla. Sjöfn átti sæti 5 borgarstjóm Reykjavíkur árin 1978-1982. Nú er hún formaður Félags kvenna í ftæð8lustörfum. Kennarar og foreldrar bama í Öld- uselsskóla höfðu mælt með Reyni Daníel Gunnarssyni og hafði undir- Sjöfn Sigurbjömsdóttir skriftum verið safnað honum til stuðnings. Fræðsluráð Reykjavíkui samþykkti að mæla með umsókr Sjaftiar og féllu atkvæði flögur gegr einu. Segir í bókun ráðsins að húr hefði: „lengri reynslu af yfirmanns- störfum á sviði skólamála auk ann- arra trúnaðarstarfa á opinberun: vettvangi." Báðir umsækjendur vort taldir hæfir til starfans, og gerð fræðslustjóri ekki upp á milli þeirn í sinni umsögn. LISTAHÁTÍÐ í REYKJAVIK Dagskráin í dag Kl. 18.00 Ásmundarsalur Opnun sýningarinnar Byggt í Berlín. Kl. 20.00 Þjóðleikhúsið Marmari, eftir Guðmund Kamban, fmmsýning. Kl. 20.30 Lindarbær Ánamaðkar, brúðuleikhús Peter Waschinskyþ Kl. 20.30 fslenska óperan „Tfminn og vatnið" og „Af mönnum".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.