Morgunblaðið - 08.06.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.06.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLABIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1988 Tímaritin og höfundalögin eftír Sigurð Líndal Tvíbirting ritgerða í Morgunblaðinu 27. maí sl. ritar Hannes Jónsson sendiherra um höf- unda og útgáfurétt vegna tvíbirt- ingar ritgerðar um vamar- og ör- yggismál íslands bæði í Skími og Morgunblaðinu og er grein hans svar við aðfinnslum ritstjóra Skímis af því tilefni. Skímisritgerðin er að vfsu ekki birt öll í Morgunblaðinu, en veigamestu hlutar hennar alveg orðrétt og í reynd er það ekkert annað en tvíbirting. Hér við bætist svo það að þetta gerir höfundur rétt áður en Skímisheftið kemur út án þess að ræða það við ritstjóra Skímis eða vekja réttilega athygli ritstjóra Morgunblaðsins á því. Morgunblaðsgreinin er svo sannar- lega ekki styttri grein um sama efni eins og Hannes Jónsson stað- hæfir, heldur valdir kaflar úr Skímisgreininni. Þetta telur rit- stjóri Skímis mjög ámælisvert og er ég honum sammála; álít raunar höfundalög brotin. — Nú varða mál af þessu tagi verulega hagsmuni tímarita eins og Skímis og tel ég því fullt tilefni til að leggja nokkur orð í belg. Ákvæði höfundalaga í 3. gr. höfundalaga nr. 73/1972 segir að höfundur hafí einkarétt tii að gera eintök af verki sínu og birta það. Með samningi getur hann veitt tilteknum aðila — útgefanda — rétt til að framleiða á prenti eða með svipuðum hætti eintök af ritverki sínu og gefa þau út, sbr. 33. gr. Slíkur samningur felur m.a. í sér að útgefandi fær einkarétt til að gefa verkið út með þeim hætti og ' ' formi sem útgáfusamningur íir og er höfundi þá ekki heim- ilt að gefa verkið út með greindum hætti né leyfa öðmm að gera það meðan upplag endist, sbr. 39. gr. Þannig eru meginreglur höf- undalaga um útgáfusamninga, en í 3. mgr. 40. gr. er sérákvæði þar sem segir að ákvæðin um útgáfu- samninga taki ekki til útgefenda blaða og tímarita. Fljótt á litið mætti nú ætla að sá sem semur um birtingu ritgerðar í blaði eða tímariti hefði að öllu leyti frjálsar hendur um birtingu ritsmíða sinna, en þannig verða ákvæði höfundalaga ekki skilin. Höfundur slíks ritverks er að sjálf- sögðu bundinn af þeirri meginreglu allra viðskipta að sami hlutur verð- ur hvorki seldur tvisvar né afhentur með öðrum hætti og á það einnig við óáþreifanleg verðmæti eins og höfundarrétt. Því er það andstætt höfundalögum að semja við tvo út- gefendur um útgáfu sama ritverks — og þá sérstaklega áður en það hefur birzt og líklegt að báðir séu grandlausir. Ákvæði 40. gr. höf- undalaga lúta hins vegar að því að eftir birtingu ritverks í blaði eða tímariti er höfundur ekki bundinn þeim takmörkunum sem útgáfu- samningur annars leggur á ráðstöf- unarrétt hans og stuttlega er lýst hér að framan. Útgefendur blaða og tímarita njóta þannig takmarkaðrar vemdar þótt þeir séu ekki með öllu réttlaus- ir eins og Hannes Jónsson virðist álíta. Þeta leiðir svo hugann að ýmsum vanda sem tímarit eins og Skímir eiga við að etja. Samkeppni fjölmiðla Fjölmiðlar eiga í harðri sam- keppni um hylli neytenda. Hvers konar afþreying, dægurmál í ein- faldaðri mynd, einstaklingsbundnar eijur manna, einkalíf og ávirðingar, ekki sízt hneykslanlegt athæfí sýn- Sigurður Líndal „Fljótt á litið mætti ná ætla að sá sem semur um birtingn ritgerðar í blaði eða tímariti hefði að öllu leyti frjálsar hendur um birtingu ritsmíða sinna, en þann- ig verða ákvæði höf- undalaga ekki skilin. Höfundur slíks ritverks er að sjálfsögðu bund- inn af þeirri megin- reglu allra viðskipta að sami hlutur verður hvorki seldur tvisvar né afhentur með öðrum hætti og á það einnig við óáþreifanleg verð- mæti eins og höfundar- rétt.“ ist vænlegast til að laða fólk að og virðist fátt heilagt þegar afla þarf slíks efnis. En jafnvel þótt leitazt sé við að róa á önnur og betri mið er áhrifamesti fjölmiðillinn, sjón- varpið, því marki brenndur að hann skilar óhjákvæmilega einfaldaðri og einhliða mynd af veruleikanum. Þetta setur mark á aðra fjölmiðla, svo sem bóka- og tímaritaútgáfu. Ef öll útgáfa færist í þetta horf fer svo að lokum að mjög mikilli og oft verðmætri þekkingu verður ekki komið til skila. Þess vegna er út- gáfa tímarita sem ekki falla í far- veg dægurmiðlanna nauðsynleg viðbót. Skímir er eitt meðal slíkra tímarita þar sem m.a. er leitazt við að fjalla um bókmenntir, listir, heimspeki, trúarbrögð, stjómmál og söguleg efni fræðilegar og ýtar- legar en almennt er gert í öðrum miðlum. En því er þó ekki að leyna að nokkuð er á brattan að sækja því að svo er að sjá sem vaxandi §öldi láti sér nægja einfaldanir dægurmiðlanna þrátt fyrir stöðugt lengri skólasetu og æ háværara tal um aukna menntun. Það væri raun- ar verðugt viðfangsefni að gefa því gaum, hvaða áhrif þetta kann að hafa þegar til lengdar lætur á and- legt atgervi og hugvit þjóðarinnar í heimi þar sem sífellt mun meira á það reyna. Annað gildismat Eg hika ekki við að fullyrða að Skímir og önnur áþekk tímarit gegni miklu mikilvægara hlutverki en að jafnaði er látið í veðri vaka. Þau gjalda þess á hinn bóginn að fylgja ekki tíðarandanum til fulls, en fyrir það verða þau að þola sinnuleysi og jafnvel andúð. Helzta undirrót þess er að menn átta sig ekki á hversu takmarkaðir hinir nýju ijölmiðlar eru. Tímarit eins og Skímir þarfnast því stuðnings allra sem láta sig ein- hveiju varða andlegt og siðferðilegt atgervi þjóðarinnar og sá stuðning- ur gæti birzt á margan hátt. Pyrst má nefna að tímarit þessi þyrftu að njóta meiri vemdar í höf- undalögum en raun ber vitni. Of langt mál yrði þó að ræða það hér. I annan stað þyrftu höfundar sem birta þar efni að sýna þeim nokkra tillitsemi umfram það sem lög áskilja, svo sem með því að hafa samráð við útgefendur um endur- birtingu efnis. í þriðja lagi væri það ekki lítils virði ef dagblöð, útvarp og sjónvarp gæfu þessum ritum ögn meiri gaum en gert er. Þau fá afarlitla umfjöll- un í blöðum og útvarpi og alls enga í sjónvarpi. Það vekur t.d. óneitan- lega undmn að Morgunblaðið skuli ekki hafa neinn ritdómara sem veid- ur því verkefni að fjalla um Skími á þann hátt að blaðinu geti talizt samboðinn. Og furðu gegnir hversu iðnir fréttamenn sjónvarps em við að elta uppi hvers konar málskrafs- samkomur þegar haft er í huga hversu gersamlega þeir leiða hjá sér efni fræðilegra tímarita nema þar birtist eitthvað sem kann að vekja stundarathygli. I íjórða lagi mættu fyrirtæki sýna fræðilegum tímaritum eins og Skími heldur meiri velvild en raun ber vitni. Þau em mörg treg til að birta þar auglýsingar og lúta þá augljóslega forsjá auglýsingaiðnað- arins sem löngum hefur haft for- ystu um að móta þá gerviveröld sem öðm fremur einkennir fjölmiðlun nútímans. Nú virðist ásigkomulag atvinnulífs á íslandi þannig að þar sé meiri þörf fyrir annan lífsstíl og annað gildismat en það sem auglýs- ingaiðnaðurinn heldur að landslýðn- um — og meiri þörf fyrir vel viti borið og siðferðilega heilbrigt fólk en stöðluð gervimenni sem hafa stundarafþreyingu eina að mark- miði. Og varla verður það kölluð mikil fyrirhyggja að veija fjármun- um fyrirtækjanna í að móta mann- gerð sem vísust er til að grafa und- an þeim þegar til lengdar lætur. Forystumenn í atvinnulífí mættu því gjaman endurskoða hug sinn til hinnar hljóðlátari fjölmiðlunar þar sem leitazt er við að sinna þeim verðmætum sem síður fymast og höfða til varanlegri lífsgilda. And- lega fátækt fólk verður atvinnulíf- inu aldrei traustur bakhjarl. Síðast en ekki sízt þyrftu kaup- endur Skímis að vera miklu fleiri. Áskrifandi Skímis er jafnframt fé- lagsmaður í Hinu íslenzka bók- menntafélagi sem er öllum opið ungum sem gömlum og hvar í stétt sem menn standa. Höfundur er forseti Him íslenzka bókmenntafélags. stjórnum um næstu helgi í Broadway. Amðr, Ingó ogJói BIEDAID WAT Góðcmdagim! Fiskveiðasjóður, öffjár- festing og háir vextir eftír Snjólf Ólafsson Ifyrir skömmu samþykkti físk- veiðasjóður lán til nýsmíði 12 físki- skipa að upphæð 1.250 milljónir króna. í frétt um þetta kom fram að nokkrir í stjóm sjóðsins telji lánveitingamar óeðlilegar vegna of stórs fískiskipaflota Islendinga. Ég vil með þessari grein benda á tvennt, annars vegar að meingöl- luð fískveiðistefna er höfuðástæð- an fyrir þessari tilhneigingu til ofQárfestingar og hins vegar að ofQárfesting af þessu tagi stuðlar að sóun gjaldeyris og háum raun- vöxtum. Þetta er því enn eitt dæmið um það að stjómvöld biðja um lága vexti með orðum sínum en um háa vexti með athöfnum sínum. Nær allir eru sammála um að nauðsynlegt sé að takmarka veið- ina hér við land og að ekki verði um umtalsverða aflaaukningu að ræða í fyrirsjáanlegri framtíð. Einnig er ljóst að um það bil 60—80% af núverandi flota geta náð þessum afla. Samt sem áður eru margir sem vilja kaupa ný skip, oftast í stað gamalla, og stuðla þannig að áframhaldandi offjárfestingu í flotanum. Ástæð- an fyrir þessu er sú að kvótamir em bundnir fískiskipum, og því tapar byggðarlag kvóta ef físki- skipum fækkar þar. Á þennan hátt er núverandi kerfi hvati til þess að sem flest og stærst skip séu fengin í hvert byggðarlag. Margir hafa bent á að lykilatriðið í þessu máli sé einmitt að kvótar eru bundnir skipum, það er að segja að kvótar geti ekki gengið kaupum og sölum. Ef kvótasala væri leyfíleg myndi flotinn strax minnka umtalsvert og þjóðin því spara mikinn gjaldeyri. Núna er leyfílegt að leigja kvóta, þ.e. selja kvóta eins árs, en það hefur ekki áhrif á kvótaúthlutun komandi ára. Það er umdeilt hvemig kvóta- kerfí með framseljanlega kvóta eigi að vera, t.d. hveijir eigi kvót- ana í upphafí og hvort kvótarnir gildi að eilífu eða tímabundið. Ég setti mínar hugmyndir um fisk- veiðistefnu fram í grein í Morgun- blaðinu 1. desember 1987. Þær hugmyndir grundvallast á því að þjóðin eigi fískimiðin, kerfíð er til- tölulega einfalt og auðvelt er að útfæra það þannig að byggðarlög- in eigi hvert sinn hluta í aflanum. En hvers vegna eru þá svo margir andvígir því að kvótar gangi kaupum og sölum? Fyrir því hafa verið nefndar margar ástæð- ur sem reynast þó mjög vafasamar eða órökstuddar við nánari athug- un. Hér em nokkur dæmi: Stjóm- málamenn, t.d. sjávarútvegsráð- herra, myndu missa völd við þessa breytingu, völd til að úthluta kvót- um. Ég tel mjög óæskilegt að stjóm- völd ákvarði stærð og samsetningu flotans með beinum eða óbeinum aðgerðum. Það hefur verið gert Snjólfur Ólafsson „Offjárfestingin í fiski skipastólnum er að mestu fjármögnuð með lánum eins og önnur offjárfesting í þjóðfé- laginu. Með fiskveiði- stjórnun sem hvetur til offjárfestingar stuðla stjórnvöld því að háum raunvöxtum.“ og eru eftirtalin þrjú dæmi um það: Bátar minni en 10 tonn máttu veiða utan kvóta til síðustu ára- móta og olli það umtalsverðri Qölgun 9,9 tonna báta. Gömul skip halda kvóta ef þau em í „sýndarútgerð", þ.e. þeim er haid- ið við í þeim tilgangi einum að halda kvótanum. Nýtt skip fær ekki kvóta nema annað sé úrelt í þess stað. Síðasta reglan kemur nær alveg í veg fyrir stækkun flot- ans, sem er af hinu góða, en það má gera miklu betur en þetta. Víkjum nú aftur að lánveiting- unum tii nýsmíði 12 skipa. Nýju skipin koma ekki til með að auka heildarafla íslendinga, því þau munu veiða upp í kvóta sem önnur skip hefðu ella fengið. Þessi nýsmíði er því sóun á gjaldeyri. Sama er að segja um nýjar rækju- vinnslustöðvar svo dæmi sé tekið. Þegar ný rækjuvinnslustöð er byggð á einum stað til að auka atvinnu þar, þá er hún um leið að taka atvinnu af öðrum byggðar- lögum því rækjuverksmiðjurnar hér á landi geta unnið úr miklu meira en við öflum. Það er þannig verið að grafa undan landsbyggð- inni sem heild þegar verið er að offjárfesta á tilteknum stöðum, hvort sem það er í fískiskipum, rækjuvinnslustöðvum eða öðru. Ef þetta fé hefði aftur á móti ver- ið lánað til matfískeldis þá hefði það leitt til aukinna gjaldeyris- tekna í náinni framtíð. Ástæðan fyrir háum raunvöxt- um hér á landi er sú að eftirspum eftir lánum er meiri en framboðið. Offjárfestingin í fískiskipastólnum er að mestu fjármögnuð með lán- um eins og önnur offjárfesting í þjóðfélaginu. Með fískveiðistjóm- un sem hvetur til offjárfestingar stuðla stjómvöld því að háum raunvöxtum. Höfundur er formaður Aðgerða- rannsóknafélags íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.