Morgunblaðið - 08.06.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.06.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JUNI 1988 Matthildur Björnsdóttir skrifar frá Ástralíu Hvað geta þjóðir lært hver af annarri? Nóg af penmgum í þessum banka. Hver hefur ekki upplifað það að þurfa á láni að halda, en gengið með magapinu í marga daga af ótta um synjun bankastiórans? Sem fyrrum bankastarfsmaður hef ég ekki komist hjá að taka eftir ýmsu í bönkum hér sem eru framandi í augum íslensks banka- ^manns. Hver hefur ekki upplifað það að þurfa á láni að halda, en gengið með magapínu í marga daga af ótta við að bera upp bón um lán. Það gat tekið marga daga að semja ræðu í huganum um það hvað maður ætlaði að segja banka- stjóranum. Hvemigf maður ætlaði að segja það og hvað mikið umfram þörf þyrfti að biðja um til að fá nauðsynlega upphæð. Sá var oft siðurinn hjá hinum 'háu herrum seðlanna að taka til föðulegrar forsjár og ákveða að þessi tiltekni einstaklingur myndi nú ekki hafa gott af að fá meira en þetta, eða að þeir sögðu að ekki væri meira til að lána, það væri í svo mörg hom að líta. Og enginn mátti vita að þú ætl- aðir kannski ekki að nota pening- ana til húsnæðiskaupa sem var lengi eina viðurkennda ástæðan til að geta farið fram á að fá lán. Magasár margra valt oft á góð- mennsku bankastjórans. í biðstofum bankastjóra mátti sjá taugaóstyrka viðskiptavini stika fram og til baka eins og þeir væru að bíða síns skapadóms. Því ri§a ég þetta upp að það var spaugilegt fyrir mig, munandi allar þær martraðir, að sjá flenni- stórar auglýsingar utan á bönkum það sem verið er að hvetja fólk til að taka lán og látá drauma sína rætast. Kauptu þér bílinn sem þig hefur alltaf dreymt um, hjólhýsið, farðu í draumaferðina, eða keyptu draumahúsið. En umfram allt komdu til okkar og fáðu lánaða peninga til að gera hvað sem þú vilt. Hér er nóg af peningum til í bönkum og þeir keppast hver um annan þveran við að bjóða þér lán Broadway breytir um 1 svip, við tökum helgina með |M Ingó I K AI og hvaðeina án þess að þú þurfir endilega að hafa viðskipti þar. En vextir eru tiltölulega háir að slíkum lánum þó verðbólga sé lítil eða innan við tíu prósent. Vextir af lánum eru að meðaltali 12—18% en af innlánsfé 7—12%. Það sem einnig er framandi er að bankar eru aldrei troðfullir af viðskiptavinum, þegar mest er, hef ég séð svona tuttugu þijátíu manns í biðröð. Það þyrpast ekki hundruð- ir starfsmanna einhverrar stofnun- ar inn f banka til að ná í launin sín. Minning um mánaðamót og annadaga í íslenskum bönkum er meira í ætt við martröð. Þar sem banka eru troðnir af fólki sem þjá- ist af súrefnisskorti. Gjaldkeri situr við kassa og sér margt fólk í þvögu keppast hvert við annað um að rétta honum reikninga eða banka- bók, hann veit ekki sitt ijúkandi ráð. Allir fara í biðröð og enginn er að abbast upp á þig á meðan þú lýkur þínum málum. Það er kallað á næsta mann þegar gjaldkerinn er tilbúinn. Hér falla heldur ekki öll kredit- kort eða önnur gjöld á einhveijum tilteknum degi og ekki þarf að borga afnotagjald fyrir sjónvarp. Gjalddaginn fer eftir því hvenær kortið var stofnað og eins er með aðra reikninga, mikið af þeim eru miðaðir við daginn sem viðskiptin hófust. Svo gjalddagar dreifast mjög vel. Þetta er árangur breytts skipulags sem gert var fyrir nokkr- um árum eða áratug síðan. Hinsvegar borga Astralir skatta af vöxtum sem þeir fá af sparifé sínu og starfsfólk banka vinnur einhverskonar eftirlitsstörf. Ef þú færð peninga senda úr öðru landi og skiptir þeim í sama banka og þú leggur inn í skrifa þeir allar upplýsingar um tékkann og banka- bókina til að gera skattyfírvöldum auðveldara fyrir. Skatteftirlit fer að hluta til að í gegnum banka. íslensk peningayfirvöld gætu lært ýmislegt af Aströlum varð- andi dreifíngu á álagi og gjalddög- um greiðslna. Magasár fá Ástralir hinsvegar þegar þeir hafa tekið lán, en ekki fengið nægar upplýs- ingar um kjörin, og siija því oft uppi með stóra skuld sem þeir sjá ekki fram á að geta borgað. Ástralir gætu einnig lært ýmislegt af íslendingum En þó íslendingar gætu betrum- bætt bankakerfi sitt og gert starf bankamanna jafnara og mann- eskjulegra er einnig ýmislegt sem Ástralir gætu lært af Islendingum. Eitthvað mikið virðist að hjá mörgum fjölskyldum í Ástralíu þar sem fjörutíu þúsund ungmenni eru heimilislaus af ýmsum ástæðum. Og nýjustu tölur segja að átta hundruð þúsund áströlsk böm búi við fátækt. Ástralía er sagt eina landið í heiminum þar sem orðið háskóla- menntum er skammaiyrði eða nei- kvætt orð í hugum unglinga. Um það hafa verið umræður í flölmiðl- um og greinar um í blöðum. Mikil vandamál af ýmsu tagi eru ríkjandi í skólum og kennarar em alveg ráðalausir. Foreldrar og skólar hafa misst tök á uppeldinu og böm sýna mikla andspymu við yfirvöld. Algengt er að böm og unglinga beri enga virðingu fyrir hlutum né hafí ábyrðartilfínningu. Undanfar- ið ár hefur það og verið algengt að böm og unglingar hafí kveikt í skólum og valdið tjóni fyrir hundr- uðir milljóna dollara. Þó svo að víða sé pottur brotinn á íslandi varðandi samskipti §öl- skyldna og unglinga held ég að hlutfallið þar sé engan veginn ná- lægt því sem er hér í Astralíu. Atvinnuleysi hefur grafíð mikið undan áströlsku þjóðinni hvað varðar metnað unglinga til náms og starfa. Hin mikla persónulega nánd sem er svo einkennandi við íslenskt samfélag gefur visst að- hald, sem ekki er til hér. Fjöldi unglinga í skólum hefur engan áhuga á þekkingu og menntun og bíður aðeins eftir að koinast á „Jötuna“, atvinnuleysis- bætumar, svo þeir geti haft það gott, eins og þeir halda. Hið háa hlutfall atvinnuleysis gerir að verk- um að erfítt er að byggja upp von og unglingamir fá ekki allir svo mikla hvatningu til náms frá for- eldrum. Á íslandi hafa allir von um vinnu og góða framtíð. Það hefur gert að verkum að mun stærri hluti íslenskra unglinga fer í eitthvert nám og mjög margir í háskólanám bæði á íslandi og í öðrum löndum. Þetta er smitandi og allir vilja fá góðu bitana af kökunni. Að gefast upp fyrirfram er vandamálið hér. Vonin sem enn er til á íslandi og er hægt að byggja upp í bömum og unglingum er líklega dýrmæt- ari en íslendingar gera sér grein fyrir í daglegu lífi því hún hefur verið sjálfsögð svo lengi. Vonleysi dregur úr andlegum hæfíleikum og metnaði. Það er áhyggjuefni hjá áströlsku þjóðinni og einn háskólamaður sagði að áströlsk ungmenni gæfust allt of auðveldlega upp og hefðu ekki nægan sjálfsaga til háþróaðs vísindanáms, þ.e. að allt of fáir fæm þann veg. Þröngsýni Flestir Ástralir tala aðeins eitt mál, sitt eigið móðurmál, og læra aðeins þau fög í grunnskóla sem snerta beint það fag sem þeir hafa hugsað sér að taka í háskóla. Það eru engin skyldufög sem leiða til víðsýni eins og gerist í íslenskum menntaskólum, til dæmist. Sem dæmi um þekkingu fyölda manns hér á löndum heims eru margir sem vita ekki hvar Noregur og Svíðþjóð eru og þaðan af síður um Færeyjar, Grænland og ís- landi. Margir hafa spurt mig hvar það væri og hvaða mál væri talað það. Sumir halda að að sé í Al- aska. Mjög oft þegar Ástralir tala um jörðina og telja löndin upp eins og þeir viti ekki um öll löndin hin- um megin, stóran hluta af Evrópu og Norðurlöndin, því þau eru ekki nefnd á nafn, og ég minnist þess ekki að hafa séð eða heyrt um að þau væru tekin með í slíkum upp- talningum. Ekki fer hjá því að slíkt særi þjóðarstoltið og stoltið fyrir hönd okkar frá hinu hveli jarðar. Ég hef rætt þetta þekkingar- leysi og þröngan sjóndeildarhring við margt fullorðið fólk sem allt er sammála því og skellir skuld þekkingarskorts á skólana. Fjöld- inn allur af innflytjendum, sérstak- lega þeir sem eru frá Evrópu, tala um þekkingarleysi fólks hér á mörgum hlutum. Fólk frá löndum þar sem það er skylda í skólum að læra mörg tungumál fínnur meira fyrir þessu en aðrir. Sjónvarp hér segir mest ástr- alskar fréttir eða frá nærliggjandi löndum. Það er hending ef kemur frétt frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Færeyjum eða Grænlandi. Ekki eru heldur fræðslu eða kynn- ingarþættir um þau í sjónvarps- dagskrá . Þó er ein stöð fjölþjóða- stöð. Hún heitir SBS og sýnir kvik- myndir frá ýmsum löndum, hefur m.a. sýnt íslenskar kvikmyndir eins og t.d. Husið. ísland komst aðeins í fréttir í Ástralíu þegar Reagan og Gorbatsjov hittust, eins þegar eldgos hefur orðið og þegar hvalbátunum var sökkt. Hinsvegar horfa ekki margir á þessa stöð sem er í samkeppni við margar aðrar. Áhorfendur eru kannski helst þeir sem hafa ferðast og hafa áhuga eða þeir sem eru innflytjendur. íslenskt sjónvarp hefur gert þjóð- inni fært að ferðast vítt um heim þó hún sitji heima í stofu. Það ásamt því að skylt er að læra önn- ur tungumál í skólum og ýmis önnur fög, gerir Islendinga upp til hópa að betur menntuðu fólki en almennt er að fínna hér. Litlar þjóðir hafa vissa hluti fram yfír þær stóru og ættu virki- lega að vera á verði að glata þeim ekki með því að apa menntunar- kerfí of mikið upp eftir stórþjóðum. Stórþjóðimar gætu litið til smá- þjóða eins og Islendinga og.séð hvað er þó hægt að gera margt og halda uppi mörgu þó einstakl- ingamir séu aðeins um tvö hundr- uð og fjörutíu þúsund. Listagyðjan vel nærð á Islandi Mér fínnst skrýtið að heyra í útvarpi hér að það væri ekki fjár- hagslegur grundvöllur til að halda leikriti gangandi nema örfáar sýn- ingar. Hér búa milljónir manna og það eru ekki mörg leikrit í gangi, samt er ekki hægt að halda einu leikriti nema kannski í mánuð þeg- ar íslendingar halda sama leikrit- inu jafnvel vetur eftir vetur og eru þó aðeins um tvöhundruð og fjör- utíu þúsund. Mér fínnst það heillandi og lang- ar stundum að hafa vængi og geta skroppið um helgar þegar ég sé allt það sem er í boði, listagyðj- unni, til dýrðar, í Reykjavík. Enda er mun auðveldara að nálgast hluti í svo lítilli borg og oft auðvelt að ganga á milli helstu „augna- veislna". Hér er gjaman spurt hvort mað- ur sé hamingjusamur og það er jafn eðlilegt og að segja að svo sé og að segja að veðrið sé gott og sólin skíni. Hér í Ástralíu heyrist ekki í honum „Barlómi Böðvaldssyni". Það er eins og fólk hafí engan áhuga á að kvarta yfír sínu við náungann, þó svo fólk taki til sinna ráða ef yfírvöld fara út af sporinu. Kannski það sé aftur veðrið sem geri fójki mýkra í skapi og léttara í lund, á yfirborðinu, í daglegu lífí, og þá minni þörf fyrir samkeppni og samanburð við náungann?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.