Morgunblaðið - 08.06.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.06.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1988 Lifaðí von um endurfundi Sulome, dóttir Banda- rílg'amannsins Terrys Andersons, sem er í haldi mannræningja í Líbanon, átti þriggja ára afmæli í gær. Var hún þá stödd í Nikósíu á Kýpur með móður sinn, sem fékk dagblöð í Líbanon til að birta kveðrjur til eiginmanns síns með von um endur- fundi. Þau feðginin, Terry og Sulome, hafa aldrei sést. Reuter Suður-Afríku: Dregnr úr verk- fallsþátttöku Frakkland: Le Pen nær takmörkuðu samkomulagi við URC Marseílle, Reuter. STJÓRNMÁLAMENN í Frakk- landi eyddu gærdeginum í margvíslegt ráðabrugg og hrossakaup til að koma sínum mönnum að í seinni umferð þingkosninganna á sunnudaginn kemur. Sósíalistar og kommún- istar hafa gert með sér sam- komulag á landsvísu um að þeir frambjóðendur hvors flokks um sig sem ekki eru sigurstrangleg- ir dragi sig til baka. Le Pen, leiðtogi Þjóðarfylkingarinnar, hefur einnig myndað nokkurs konar kosningabandalag við frambjóðendur hægri- og mið- flokka í Marseille til að tryggja að flokkurinn detti ekki út af þingi. „Alls staðar þar sem frambjóð- andi Sósíalistaflokksins fékk færri atkvæði en frambjóðandi kommún- ista mun hinn fyrmefndi draga sig í hlé til að styrkja stöðu hins síðar- nefnda í seinni umferðinni," sagði Pierre Mauroy, leiðtogi sósíalista. Georges Marchais kommúnistafor- ingi svaraði í sömu mynt. Einung- is einn frambjóðandi nær kjöri úr hverju kjördæmi í Frakklandi og því eru slík kosningabandalög landlæg. Sósíalistum er nú spáð naumum meirihluta á þingi eftir seinni umferð kosninganna. Fyrir fyrri umferðina höfðu Lýð- veldisfylkingin, flokkur Jacques Chiracs, og Lýðræðisbandalag Gis- cards d’Estaings, myndað með sér kosningabandalag, sem nefnist URC. Bandalagið kom á óvart í fyrri umferðinni, fékk meira fylgi en sósíalistar og á jafnvel mögu- leika á að ná meirihluta á þingi. URC hefur hins vegar ekki viljað ganga til samstarfs við Le Pen á landsvísu þótt það kynni að skila sér í fleiri þingsætum fyrir banda- lagið. Le Pen tilkynnti einhliða í gær- morgun að þeir frambjóðendur Þjóðarfylkingarinnar sem stæðu höllum fæti í Bouches de Rhone, héraðinu þar sem Le Pen býður sig fram, vikju fyrir frambjóðend- um URC. Þetta gerði hann í þeirri veiku von að bjarga tveimur til þremur þingsætum af 32 sem flokkurinn hefur nú. Marseille er í Bouches de Rhone og þar nýtur Þjóðarfylkingin hvað mests fylgis. Frambjóðendur URC í þremur kjördæmum í Marseille tilkynnntu samstundis að þeir ætluðu að draga sig í hlé og búist var við því að fleiri fylgdu í kjölfarið áður en frestur til þess arna rann út á miðnætti í nótt. Jóhannesarborg, Reuter. MESTA verkfall í sögu Suður- Afríku hélt áfram í gær, en nokkuð dró úr þátttöku í því. Miðað við notkun á almennings- farartækjum er talið að um þriðjungur svertingja hafi farið til vinnu í gær, en á mánudag gengu lestir og strætisvagnar auðir á milli áfangastaða. Götur í hverfum svertingja voru meira og minnfl mannlausar snemma í gærmorgun og lítil umferð á vegum til og frá hverfunum. Fregnir bárust af því að sjö svertingjar hefðu fallið í verk- fallsátökum. Þá olli sprengjutil- ræði nokkrum töfum í jámbraut- arsamgöngum, en engin slys urðu á fólki. Flest benti til þess að dregið hefði úr verkfallsþátttöku, a.m.k. jókst notkun almenningsfarar- tækja að því marki, að gera má ráð fyrir að um þriðjungur svert- ingja hafí komið til vinnu, en eng- ar áreiðanlegar tölur eru fyrir hendi. Minna bar á eftirlitssveitum lög- reglu og hers en í gær, en þær stóðu vörð um helstu samgöngu- miðstöðvar í því skyni að koma í veg fyrir að menn væru hindraðir í að fara til vinnu. Verkfallinu hefur verið mót- mælt af atvinnurekendum, sem hafa hótað brottrekstri og lög- sóknum verði ekki af því látið. Til þess var boðað til þess að mót- mæla frumvarpi um nýja verka- lýðslöggjöf og neyðarástandslög- unum, sem verið hafa í gildi i landinu að undanfömu. Armenía: Mótmæla- vaka í Jer- vanborg Moskvu. Reuter. ARMENAR, sem krefjast þess, að héraðið Nagomo-Karabakh í Azerbajdzhan verði sameinað Armeníu, hafa lagt áherslu á það með þvi að safnast saman á torgi í Jerevan og skipst á um að standa þar jafnt dag sem nótt. Hefur gengið á þessu síðustu tiu dagana. Talsmaður Kommunist, mál- gagns armenska kommúnista- flokksins, að 300 manns, sem hefð- ust við á Óperutorginu í Jerevan, krefðust þess, að ráðamenn ríkisins tækju Nagomo-Karabakh-málið til umfjöllunar. Þá vildu þeir, að rétt- arhöldin yfír þeim, sem stóðu fyrir ofsóknum á hendur Armenum í borginni Sumgait í Azerbadjzhan, yrðu opin ,og sakbomingamir, ákærðir fyrir „morð“ en ekki „þátt- töku í uppþoti og óeirðum". ERLENT Finnlandsferð forsætisráðherra: Gestgjafi Þorsteins nýt- ur almenns trausts Finina Helsinki, frá Lara Lundsten, fréttarítara Morgunblaðsins. Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra, sem heldur til Finnlands í dag, og Harri Holkeri finnskur starfsbróðir hans eiga hvað mest sameiginlegt af forsætisráðhemun Norðurlanda. Þeir Þorsteinn og Holkeri eru báðir hægri menn sem leiða meirihlutastjórn. I Danmörku er minnihlutastjóm en þar er skoðanabróðir þeirra Poul SchlUter forsætisráðherra. I Noregi og Sviþjóð sitja jafnaðar- menn við völd. En þeir Þorsteinn og Holkeri eiga fleira sameiginlegt. Ríkis- stjómir þeirra eru samsteypu- stjómir og í báðum er fyrrverandi forsætisráðherra utanríkisráð- herra. Hins vegar er margt annað ólíkt með stjóm Þorsteins Pálsson- ar og stjóm Harris Holkeris. Þá verður að hafa í huga ólíka stjóm- málasögu landanna. Á íslandi hef- ur Sjálfstæðissflokkurinn oft verið sjálflgörinn stjómarflokkur enda stærsti flokkur landsins, en fínnski hægriflokkurinn Kokoomus (Sam- einingarflokkurinn) hefur ekki átt greiða leið að þeirri stöðu sem hann hefur nú í fínnskum stjóm- málum. í þingkosningunum í fyrra var hann næst stærstur, en í sfðustu skoðanakönnunum í maí f ár er fylgi hans aðeins meira en fylgi jafnaðarmanna og yrði hann þess vegna stærsti flokkur landsins ef kosið væri nú. Mismunandi samsteypur Gmndvallarmunur er einnig á stjómarsamsteypunum á íslandi og f Finnlandi. í fínnsku ríkis- stjóminni sitja tveir aðalflokkar, hægri flokkurinn og jafnaðar- menn, sem áður voru mestu and- stæðingar í stjómmálum. Auk þeirra eiga tveir smáflokkar aðild að ríkisstjóminni. Það em Sænski þjóðarflokkurinn sem fer með vamarmál og skólamál, og lands- byggðarflokkurinn sem fer bara með eitt ráðuneyti: umferðarmála- ráðuneytið. Hægri flokkurinn og jafnaðarmenn skipta á milli sín öllum „þungu" ráðuneytunum eins og fjármálaráðuneytinu, viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu, utanríkis- ráðuneytinu og fleimm. Ríkisstjóm Holkeris mun að öll- um líkindum sitja fram að næstu þingkosningum árið 1991. Stjóm- arandstaðan er fremur veik. Það þótti merkileg tilraun þegar ríkisstjómin Harris Holkeris tók við fyrir rúmu ári. Mörgum fannst það óeðlilegt að jafnaðarmanna- flokkurinn, flokkur verkamanna, og hægri flokkurinn, flokkur iðn- rekenda og auðkýfínga, sætu sam- an í stjóm. Á því ári sem liðið hefur frá því stjómin tók við, hafa margir orðið að endurskoða af- stöðu sína tii stjómarsamstarfsins. Hefur komið í ljós að hægri flokk- urinn er launþegaflokkur í sama mæli ogjafnaðarmannaflokkurinn. Þegar hægri menn komust í stjóm í fyrra eftir 21 árs hlé, kom til harðra átaka á milli ráðherra flokksins og iðnrekenda og ann- arra vinnuveitenda. Iðnaðurinn hefur eignast nýjan málsvara sem er Miðflokkurínn og iðnrekendur og samtök þeirra hafa snúið sér frá Hægri flokknum og leggja alla áherslu á góð samskipti við Mið- flokkinn. Þar sem hægri flokknum tókst að komast til valda án stuðn- ings þeirra láta þeir gagnrýni frá þeim sem vind um eym þjóta og Harri Holkeri segja að þar sem engin bein tengsl séu á miili iðnaðarins og hægri flokksins þá beri ráðhermm hans ekki að hlýða skipunum frá þeim. Ríkisstjóm Holkeris hefíir lagt álierslu á tvö mál. Endurskoða þyrfti kjör vinnumarkaðarins t.d. lög um ráðningu starfsmanna, en jafnaðarmenn lögðu sérstaka áherslu á það verkefni. Hægri menn hafa svo fmmkvæði að end- umýjun skattakerfísins sem er næst á dagskrá. Úr stjórnarandstöðu í ríkisstjórn Harri Holkeri starfsbróðir Þor- steins í Finnlandi hefur lengi unn- ið að því að koma flokki sínum í stjóm. Holkeri var formaður hægri flokksins á áttunda áratugnum og vann þá að þvl að draga úr tor- tryggni milli flokksins og Urho Kekkonen forseta sem hélt hægri Þorsteinn Pálsson mönnum utan stjómar. Holkeri var síðar skipaður bankastjóri í Seðla- banka Finnlands, og lét þá af störf- um sem flokksformaður. Holkeri nýtur mikilla vinsælda innan flokksins og hann gat því sem næst valið sjálfur eftirmann sinn, Ilkka Suominen sem nú er iðnaðar- ráðherra. í síðustu tveimur for- setakosningum hefur Holkeri verið forsetaefni hægri manna gegn Mauno Koivisto. Hápunktur stjóm- málaferils Holkeris var að fá um- boð til stjómarmyndunar í fyrra. Hann nýtur trausts Maunos Koi- vistos forseta og einnig allra stjómaraðila. Holkeri er ekki þing- maður og hefur ekki tekið þátt í flokkspólitík í nokkur ár. Hann hefur látið Suominen formann og aðra um að reka sjónarmið hægri manna í ríkisstjóminni. Forsætis- ráðherrann hefur reynt að vera óháður „stjómarformaður" en ekki flokkspólitíkus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.