Morgunblaðið - 08.06.1988, Page 28

Morgunblaðið - 08.06.1988, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1988 Lifaðí von um endurfundi Sulome, dóttir Banda- rílg'amannsins Terrys Andersons, sem er í haldi mannræningja í Líbanon, átti þriggja ára afmæli í gær. Var hún þá stödd í Nikósíu á Kýpur með móður sinn, sem fékk dagblöð í Líbanon til að birta kveðrjur til eiginmanns síns með von um endur- fundi. Þau feðginin, Terry og Sulome, hafa aldrei sést. Reuter Suður-Afríku: Dregnr úr verk- fallsþátttöku Frakkland: Le Pen nær takmörkuðu samkomulagi við URC Marseílle, Reuter. STJÓRNMÁLAMENN í Frakk- landi eyddu gærdeginum í margvíslegt ráðabrugg og hrossakaup til að koma sínum mönnum að í seinni umferð þingkosninganna á sunnudaginn kemur. Sósíalistar og kommún- istar hafa gert með sér sam- komulag á landsvísu um að þeir frambjóðendur hvors flokks um sig sem ekki eru sigurstrangleg- ir dragi sig til baka. Le Pen, leiðtogi Þjóðarfylkingarinnar, hefur einnig myndað nokkurs konar kosningabandalag við frambjóðendur hægri- og mið- flokka í Marseille til að tryggja að flokkurinn detti ekki út af þingi. „Alls staðar þar sem frambjóð- andi Sósíalistaflokksins fékk færri atkvæði en frambjóðandi kommún- ista mun hinn fyrmefndi draga sig í hlé til að styrkja stöðu hins síðar- nefnda í seinni umferðinni," sagði Pierre Mauroy, leiðtogi sósíalista. Georges Marchais kommúnistafor- ingi svaraði í sömu mynt. Einung- is einn frambjóðandi nær kjöri úr hverju kjördæmi í Frakklandi og því eru slík kosningabandalög landlæg. Sósíalistum er nú spáð naumum meirihluta á þingi eftir seinni umferð kosninganna. Fyrir fyrri umferðina höfðu Lýð- veldisfylkingin, flokkur Jacques Chiracs, og Lýðræðisbandalag Gis- cards d’Estaings, myndað með sér kosningabandalag, sem nefnist URC. Bandalagið kom á óvart í fyrri umferðinni, fékk meira fylgi en sósíalistar og á jafnvel mögu- leika á að ná meirihluta á þingi. URC hefur hins vegar ekki viljað ganga til samstarfs við Le Pen á landsvísu þótt það kynni að skila sér í fleiri þingsætum fyrir banda- lagið. Le Pen tilkynnti einhliða í gær- morgun að þeir frambjóðendur Þjóðarfylkingarinnar sem stæðu höllum fæti í Bouches de Rhone, héraðinu þar sem Le Pen býður sig fram, vikju fyrir frambjóðend- um URC. Þetta gerði hann í þeirri veiku von að bjarga tveimur til þremur þingsætum af 32 sem flokkurinn hefur nú. Marseille er í Bouches de Rhone og þar nýtur Þjóðarfylkingin hvað mests fylgis. Frambjóðendur URC í þremur kjördæmum í Marseille tilkynnntu samstundis að þeir ætluðu að draga sig í hlé og búist var við því að fleiri fylgdu í kjölfarið áður en frestur til þess arna rann út á miðnætti í nótt. Jóhannesarborg, Reuter. MESTA verkfall í sögu Suður- Afríku hélt áfram í gær, en nokkuð dró úr þátttöku í því. Miðað við notkun á almennings- farartækjum er talið að um þriðjungur svertingja hafi farið til vinnu í gær, en á mánudag gengu lestir og strætisvagnar auðir á milli áfangastaða. Götur í hverfum svertingja voru meira og minnfl mannlausar snemma í gærmorgun og lítil umferð á vegum til og frá hverfunum. Fregnir bárust af því að sjö svertingjar hefðu fallið í verk- fallsátökum. Þá olli sprengjutil- ræði nokkrum töfum í jámbraut- arsamgöngum, en engin slys urðu á fólki. Flest benti til þess að dregið hefði úr verkfallsþátttöku, a.m.k. jókst notkun almenningsfarar- tækja að því marki, að gera má ráð fyrir að um þriðjungur svert- ingja hafí komið til vinnu, en eng- ar áreiðanlegar tölur eru fyrir hendi. Minna bar á eftirlitssveitum lög- reglu og hers en í gær, en þær stóðu vörð um helstu samgöngu- miðstöðvar í því skyni að koma í veg fyrir að menn væru hindraðir í að fara til vinnu. Verkfallinu hefur verið mót- mælt af atvinnurekendum, sem hafa hótað brottrekstri og lög- sóknum verði ekki af því látið. Til þess var boðað til þess að mót- mæla frumvarpi um nýja verka- lýðslöggjöf og neyðarástandslög- unum, sem verið hafa í gildi i landinu að undanfömu. Armenía: Mótmæla- vaka í Jer- vanborg Moskvu. Reuter. ARMENAR, sem krefjast þess, að héraðið Nagomo-Karabakh í Azerbajdzhan verði sameinað Armeníu, hafa lagt áherslu á það með þvi að safnast saman á torgi í Jerevan og skipst á um að standa þar jafnt dag sem nótt. Hefur gengið á þessu síðustu tiu dagana. Talsmaður Kommunist, mál- gagns armenska kommúnista- flokksins, að 300 manns, sem hefð- ust við á Óperutorginu í Jerevan, krefðust þess, að ráðamenn ríkisins tækju Nagomo-Karabakh-málið til umfjöllunar. Þá vildu þeir, að rétt- arhöldin yfír þeim, sem stóðu fyrir ofsóknum á hendur Armenum í borginni Sumgait í Azerbadjzhan, yrðu opin ,og sakbomingamir, ákærðir fyrir „morð“ en ekki „þátt- töku í uppþoti og óeirðum". ERLENT Finnlandsferð forsætisráðherra: Gestgjafi Þorsteins nýt- ur almenns trausts Finina Helsinki, frá Lara Lundsten, fréttarítara Morgunblaðsins. Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra, sem heldur til Finnlands í dag, og Harri Holkeri finnskur starfsbróðir hans eiga hvað mest sameiginlegt af forsætisráðhemun Norðurlanda. Þeir Þorsteinn og Holkeri eru báðir hægri menn sem leiða meirihlutastjórn. I Danmörku er minnihlutastjóm en þar er skoðanabróðir þeirra Poul SchlUter forsætisráðherra. I Noregi og Sviþjóð sitja jafnaðar- menn við völd. En þeir Þorsteinn og Holkeri eiga fleira sameiginlegt. Ríkis- stjómir þeirra eru samsteypu- stjómir og í báðum er fyrrverandi forsætisráðherra utanríkisráð- herra. Hins vegar er margt annað ólíkt með stjóm Þorsteins Pálsson- ar og stjóm Harris Holkeris. Þá verður að hafa í huga ólíka stjóm- málasögu landanna. Á íslandi hef- ur Sjálfstæðissflokkurinn oft verið sjálflgörinn stjómarflokkur enda stærsti flokkur landsins, en fínnski hægriflokkurinn Kokoomus (Sam- einingarflokkurinn) hefur ekki átt greiða leið að þeirri stöðu sem hann hefur nú í fínnskum stjóm- málum. í þingkosningunum í fyrra var hann næst stærstur, en í sfðustu skoðanakönnunum í maí f ár er fylgi hans aðeins meira en fylgi jafnaðarmanna og yrði hann þess vegna stærsti flokkur landsins ef kosið væri nú. Mismunandi samsteypur Gmndvallarmunur er einnig á stjómarsamsteypunum á íslandi og f Finnlandi. í fínnsku ríkis- stjóminni sitja tveir aðalflokkar, hægri flokkurinn og jafnaðar- menn, sem áður voru mestu and- stæðingar í stjómmálum. Auk þeirra eiga tveir smáflokkar aðild að ríkisstjóminni. Það em Sænski þjóðarflokkurinn sem fer með vamarmál og skólamál, og lands- byggðarflokkurinn sem fer bara með eitt ráðuneyti: umferðarmála- ráðuneytið. Hægri flokkurinn og jafnaðarmenn skipta á milli sín öllum „þungu" ráðuneytunum eins og fjármálaráðuneytinu, viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu, utanríkis- ráðuneytinu og fleimm. Ríkisstjóm Holkeris mun að öll- um líkindum sitja fram að næstu þingkosningum árið 1991. Stjóm- arandstaðan er fremur veik. Það þótti merkileg tilraun þegar ríkisstjómin Harris Holkeris tók við fyrir rúmu ári. Mörgum fannst það óeðlilegt að jafnaðarmanna- flokkurinn, flokkur verkamanna, og hægri flokkurinn, flokkur iðn- rekenda og auðkýfínga, sætu sam- an í stjóm. Á því ári sem liðið hefur frá því stjómin tók við, hafa margir orðið að endurskoða af- stöðu sína tii stjómarsamstarfsins. Hefur komið í ljós að hægri flokk- urinn er launþegaflokkur í sama mæli ogjafnaðarmannaflokkurinn. Þegar hægri menn komust í stjóm í fyrra eftir 21 árs hlé, kom til harðra átaka á milli ráðherra flokksins og iðnrekenda og ann- arra vinnuveitenda. Iðnaðurinn hefur eignast nýjan málsvara sem er Miðflokkurínn og iðnrekendur og samtök þeirra hafa snúið sér frá Hægri flokknum og leggja alla áherslu á góð samskipti við Mið- flokkinn. Þar sem hægri flokknum tókst að komast til valda án stuðn- ings þeirra láta þeir gagnrýni frá þeim sem vind um eym þjóta og Harri Holkeri segja að þar sem engin bein tengsl séu á miili iðnaðarins og hægri flokksins þá beri ráðhermm hans ekki að hlýða skipunum frá þeim. Ríkisstjóm Holkeris hefíir lagt álierslu á tvö mál. Endurskoða þyrfti kjör vinnumarkaðarins t.d. lög um ráðningu starfsmanna, en jafnaðarmenn lögðu sérstaka áherslu á það verkefni. Hægri menn hafa svo fmmkvæði að end- umýjun skattakerfísins sem er næst á dagskrá. Úr stjórnarandstöðu í ríkisstjórn Harri Holkeri starfsbróðir Þor- steins í Finnlandi hefur lengi unn- ið að því að koma flokki sínum í stjóm. Holkeri var formaður hægri flokksins á áttunda áratugnum og vann þá að þvl að draga úr tor- tryggni milli flokksins og Urho Kekkonen forseta sem hélt hægri Þorsteinn Pálsson mönnum utan stjómar. Holkeri var síðar skipaður bankastjóri í Seðla- banka Finnlands, og lét þá af störf- um sem flokksformaður. Holkeri nýtur mikilla vinsælda innan flokksins og hann gat því sem næst valið sjálfur eftirmann sinn, Ilkka Suominen sem nú er iðnaðar- ráðherra. í síðustu tveimur for- setakosningum hefur Holkeri verið forsetaefni hægri manna gegn Mauno Koivisto. Hápunktur stjóm- málaferils Holkeris var að fá um- boð til stjómarmyndunar í fyrra. Hann nýtur trausts Maunos Koi- vistos forseta og einnig allra stjómaraðila. Holkeri er ekki þing- maður og hefur ekki tekið þátt í flokkspólitík í nokkur ár. Hann hefur látið Suominen formann og aðra um að reka sjónarmið hægri manna í ríkisstjóminni. Forsætis- ráðherrann hefur reynt að vera óháður „stjómarformaður" en ekki flokkspólitíkus.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.