Morgunblaðið - 08.06.1988, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 08.06.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1988 49 Margrét Björns- dóttir—Minning í dag er til moldar borin Margrét Bjömsdóttir. Hún andaðist á Hrafn- istu 27. maí síðastliðinn í hárri elli, níutíu og eins árs að aldri. Fædd var hún í Brekku í Víðimýrarsókn í Skagafirði 12. janúar 1897, elsta dóttir hjónanna þar, Bjöms Bjama- sonar og Stefaníu Ólafsdóttur. Tvö eldri hálfsystkin átti hún, Andrés og Sigurbjörgu, en faðir hennar var ekkjumaður er hann gekk í hjóna- band öðru sinni. Alsystkin Margrét- ar urðu sex, og em nú þrjú þessara níu systkina á lífi. Margrét ólst upp hjá foreldrum sínum í Brekku og á Reykjarhóli. Kom fljótt í ljós að hún var bráð- ger, dugleg og miklum hæfileikum gædd til munns og handa. Ung að aldri gekk hún í Kvennaskólann á Blönduósi, en hélt síðan suður til Reykjavíkur, þar sem Andrés hálf- bróðir hennar átti þá heima. Var mjög kært með þeim systkinum, en bróðir hennar átti þá skammt ólifað. Árið 1921 giftist Margrét reyk- vískum sjómanni, Óskari Jónassyni, sem síðar var kafari á skipum Land- helgisgæslunnar um áratuga skeið, uns hann lét af störfum fyrir aldurs- sakir. Óskar andaðist 1971. Þau Margrét hófu búskap snauð að öðm en hreysti og starfsgleði. Var hjóna- band þeirra alla tíð hið farsælasta. Var störfum svo skipt að húsmóðir- in annaðist heimilið og öll störf heima fyrir, en bóndinn var lengst af árinu úti á sjó að draga björg í bú. Hvomgt dró af sér í lífsbarátt- unni. Þau komu sér snemma upp litlu húsi í Vesturbænum við Brekkustíg, og þar bjuggu þau í 30 ár, frá 1926 til 1956, er þau fluttu í nýtt hús er þau höfðu reist við Granaskjól. Böm þeirra Mar- grétar og Óskars urðu fimm: Anna Björg f. 1921, Ingveldur Vilborg f. 1923, Bjöm Andrés f. 1925, Gunnlaugur Briem f. 1930 og kjör- dóttirin Hulda f. 1937. Fjárhagsafkoman á fyrri búskap- arárum þeirra Margrétar og Óskars var ótrygg oft á tíðum, og sum vom árin mögur. Má því nærri geta að sjómannskonan þurfti að leysa mörg vandamál heima fyrir og sigla stundum skerjóttan sjó með mikilli aðgæslu. Þetta tókst Margréti frá- bærlega. Hún var rausnarkona, nokkuð skapstór og enginn veifi- skati og bar sig jafnan vel, þótt á móti kynni að blása. Var vandséð að hjá henni væri nokkum tíma þröngt i búi. Innanstokks var ævin- lega allt hreint og fágað og reglu- semi framúrskarandi í öllum grein- um. Uppeldi og eftirlit með bömun- um var traust og nákvæmt, enda hafa þau öll orðið hinir ágætustu borgarar. Þessi sterka og kjark- mikla kona var vemdarvættur heimilis síns í blíðu og stríðu. Nánu sambandi hélt hún ávallt við systk- in sin, og óijúfandi var tryggð henn- ar við þá sem hún bast vináttubönd- um bæði á æskuslóðum sínum fyrir norðan og síðar á ævinni. Margrét var félagslynd kona og lét nokkuð að sér kveða í því efni. Var hún meðal stofnenda Kaup- félags Reykjavíkur og nágrennis og var kjörin í fyrstu stjóm þess. Mun hafa verið fátítt eða jafnvel óheyrt að konur sætu í slíkum stöð- um á þeim árum. Margrét var alin upp í gróður- sælli sveit, og ræktunarstörf voru eftirlætisiðja hennar. Möguleikar vom reyndar ekki miklir, en garður- inn hennar á Brekkustígnum var augnayndi, þó að hann væri fremur til nytja en skrauts, svo snyrtilega var um hann gengið. Á seinni árum eignaðist Margrét landskika við Rauðavatn þar sem hún vann oft löngum stundum á sumrin meðan heilsan entist. Þar gróðursetti hún meðal annars blómplöntur sem hún sótti á æskuslóðir sínar fyrir norð- an, sem alltaf vom henni kærar. Með aldrinum tapaði Margrét mjög heym, og var sú fötlun henni þungbær, því að hún naut mjög samvista og samræðna við vini og kunningja. Síðustu æviárin var hún að mestu horfin heiminum. Aðeins fáein leiftur frá bemskudögum náðu inn í hugskot hennar. Mörg em þau orðin árin síðan systir mín, tvítug stúlka, hélt „litla bróður", sem hún kallaði svo, undir skím og gaf honum nafn hálfbróður okkar sem hún hafði unnað og dáð og saknaði alla daga. Þessi gnðmóð- ir mín og góða systir hefur nú kvatt, og henni fylgja hjartans þakkir fyrir allar gjafímar, um- hyggju og ástúð hennar á lífsleið- inni. Hvíli hún í guðs friði. Andrés Björnsson Hinn 27. maí sl. lést Margrét Bjömsdóttir á sjúkradeild Hrafnistu í Reykjavík. Löng ævi var á enda og lausn fengin frá þjáningu. Margrét var fædd 12.01. 1897 í Brekku í Seyluhreppi, Skagafírði. Foreldrar hennar vora hjónin Bjöm Bjamason, bóndi þar, og Ingibjörg Stefanía Ölafsdóttir. Margrét var elst 7 alsystkina, en eldri vom sam- feðra Andrés Bjömsson, skáld, og Sigurbjörg Bjömsdóttir, húsfreyja í Deildartungu-í Borgarfirði. Andrés lést í blóma lífsins árið 1916, en Sigurbjörg lést fyrir nokkmm ámm, þá á tíræðisaldri. Alsystkini Margrétar vom: Sig- urlína, húsfreyja á Hofi á Höfða- strönd, f. 22.05. 1898, d. 11.10. 1986. Krístín, húsfreyja í Lundi í Kópavogi, f. 14.02. 1900, d. 26.05. 1978. Anna, húsfreyja í Hörgsholti í Miklaholtshreppi, f. 23.02. 1903, nú á Dvalarheimili aldraðra í Borg- amesi. Jómnn, húsfreyja í Reykjavík, f. 14.12. 1904, d. 02.02. 1966. Sigurlaug Sigrún, húsfreyja í Reykjavik, f. 27.08. 1908. Andr- és, fyrrv. útvarpsstjóri, f. 16.03. 1917. Margrét sleit bamsskónum í Brekku, en um tvítugt fór hún í kaupavinnu suður í Borgarfjörð til systur sinnar og mágs í Deildar- tungu. Þar var hún í 2 ár en þá lá leið hennar til Reykjavíkur þar sem hún réðst í vist til Theodóra og Skúia Thoroddsen í Vonarstræti 12. Hún mat þau hjón og þeirra fjöl- skyldu mikils og talaði oft um vem sína á því heimili. 5. febrúar 1921 giftist hún Óskari Jónassyni, sjómanni í Reykjavík. Hjónaband þeirra stóð í rétt 50 ár. eða þar til Óskar lést árið 1971. Óskar var mikill ágætis- maður, traustur og góður heimilis- faðir. Þau eignuðust 4 böm: Önnu Björgu, Ingveldi Vilborgu, Bjöm Andrés og Gunnlaug Briem. Auk þess ólu þau upp og gerðu að kjör- dóttur sinni dótturdóttur sína, Huldu, þá er þetta skrifar. Árið 1926 reistu foreldrar mínir hús á Brekkustíg 3A í Reykjavík og þar var heimili fjölskyldunnar næstu 30 árin, en þá byggðu þau aftur hús í Granaskjóli 42 og þar bjuggu þau uns pabbi dó. Þar sem pabbi var sjómaður og oft langtímum saman fjarverandi kom bamauppeldi og allur heimilis- rekstur í hlut mömmu. Hún var sérstaklega dugleg kona og hélt heimili sitt með miklum mjmdar- brag. Hún var bam síns tíma og vön því að vera sjálfri sér nóg og krefjast ekki af öðmm. Allt sem hægt var að vinna á heimilinu, hvort sem það var í mat eða klæðum, vann hún sjálf. Heimili okkar var aldrei ríkmannlegt, en það var tand- urhreint og hver hlutur á sínum stað. Það varð hlutskipti mömmu að vera húsmóðir í Reykjavík og þó hún hafi gegnt því hlutverki vel, eins og öllu sem henni var trú- að fyrir, þá held ég að hún hafi oft saknað sveitalífsins. Henni þótti afskaplega vænt um sveitina sína, Skagafjörð, og taldi sig alltaf vera Skagfírðing þó hún ætti heimili í Reykiavík í 70 ár. Mamma hafði mikið yndi af öllum ræktunarstörfum og litli garðurinn á Brekkustíg nægði henni ekki til þeirra hluta. Pabbi og mamma fengu því land í Fossvogi þar sem þau ræktuðu garðávexti um margra ára skeið. Seinna fengu þau land við Rauðavatn og þar breyttu þau stórgiýttu landi í sinn unaðsreit og ræktuðu þar tijágróður og alls kon- ar blómskrúð auk garðávaxta. Vel var alltaf að öllu hlúð og uppskeran rífleg. Þegar mamma var um áttrætt dvaldi hún hjá mér þar sem ég bjó erlendis. Hún naut þess að sjá allan gróðurinn, flest sem hún hafði aldr- ei séð vaxa utandvra áður. Mér verður lengi minnisstætt þegar hún sá appelsínutré- hlaðið ávöxtum í fyrsta sinn. Henni fannst það stór- kostleg sjón. Síðustu æviárin dvaldi mamma á Hrafnistu. Heilsunni hrakaði mikið og síðustu 5 árin var hún á sjúkra- deild. Hún kvartaði aidrei og bað aldrei um neitt en var afar þakklát fyrir alla hjálp og umönnun. Hún var tilbúin að leggja í sina hinstu för. Ég bið Guð að geyma elsku mömmu mína. Hulda Mig langar að minnast ömmu minnar Margrétar Bjömsdóttur, sem lést 27. maí sl., nokkmm orð- um. Ég var svo lánsöm að alast upp í sama húsi og amma og afí bjuggu í. Þau vom á hæðinni fyrir ofan okkur. Samgangur var mikill og það leið aldrei sá dagur að ég væri ekki uppi hjá afa og ömmu. Afi og amma vom aldrei neitt að flýta sér, þau höfðu nægan tíma til að tala við litla stelpu. Amma kunni svo mikið af kvæðum og sög- um sem hún sagði mér. Hún hafði líka mjög gaman af að lesa upp- hátt og nutum við afi þess að láta hana lesa fyrir okkur. Þegar amma var í eldhúsinu að búa til matinn, sem hún var snillingur í, þá spilaði afí gjaman við mig á meðan. Það vom engin sérstök bama- leikföng á heimilinu, en það var margt annað, miklu skemmtilegra en nokkur búðarkeypt leikföng. Þama var t.d. stóra kistan með kúpta lokinu sem bamabömin not- uðu fyrir rennibraut, rokkurinn hennar ömmu, sem stundum mátti, stíga, og svo var það tölukassinn hennar, fullur af alls konar tölum og hnöppum, sem endalaust mátti raða í alls konar mynstur. Amma spann og pijónaði og vor- um við bamabömin vel búin af sokkum, vettlingum og nærfötum, þegar við vomm yngri, sem amma sá okkur fyrir. Hún hafði ung van- ist því að nýta alla hluti og fara vel með og það var alveg ótrúlegt hvað hún gat töfrað fram úr alls konar afgöngum góða, nýtilega hluti. Amma hafði mikið yndi af garð- rækt. Ég fékk oft að fara með henni upp að Rauðavatni, þar sem þau afí höfðu land til ræktunar. Við fómm í strætó fyrri hluta dags, höfðum með okkur nesti og vomm fram á kvöld. Mér fannst mjög skemmtilegt að fara í þessi ferðalög með ömmu. Ótal minningar koma fram i hug- ann þegar litið er til baka. Öll skipt- in sem amma vermdi kalda fingur og strauk tár af vanga. Öll um- hyggjan sem elsku afi og amma veittu mér. Ég bið Guð að blessa minningu þeirra beggja. Vala Magnea Júlía Þ. Olafs- dóttir — Minning Fædd 22. júlí 1898 Dáin 28. mai 1988 Ég minnist elskulegrar frænku minnar Maddýar — Magneu Júlíu- Þórdísar Ólafsdóttur — sem hlýrrar og dugmikillar konu sem fræddi mig um liðna tíð og fólk sem ég ekki fékk að kynnast af eigin raun, en fékk ljósa mynd af í skemmtileg- um frásögnum hennar — frásögn- um af gömlu Reykjavík og fjöl- skyldu minni fyrir mína tíð. Hún var dóttir heiðurshjónanna Ólafs Magnússonar kaupmanns í Reykjavík og konu hans Þrúðar Guðrúnar Jónsdóttur. Maddý var elst níu systkina og ólst því upp í stóram systkinahóp þar sem hún tók þátt í uppeldi yngri systkina sinna. 24. október 1925 giftist Maddý Óskari Jónassyni sem lést 1983. Fimm af átta bömum þeirra kom- ust á legg. Maddý og Óskar vom einstak- lega samhent og samhuga hjón. Sérstakt yndi höfðu þau af ferða- lögum og létu sér ekki nægja að ferðast vítt og breitt um fagurt land sitt, heldur fóm þau víða erlendis. Skemmtilegastar fannst mér þó alltaf frásagnir Maddýar af ferða- lögum sínum, á sínum yngri ámm, á reiðhjóli einum fararskjóta — upp í Borgarfjörð og austur á Þingvöll. Ég lifði mig inní ferðalög ungs fólks á reiðhjólum um grýtta þjóðvegi landsins, yfir óbrúaðar ár og læki, gistandi í hlöðum sveitabýla. Þetta var ævintýri líkast í mínum huga. Enn á ný hefur Maddý haldið í ferðalag — ferðalag til hins eilífa á vit feðra sinna. Um leið og ég votta bömum Maddýar, systkinum hennar og fjöl- skyldum þeirra mína dýpstu samúð, vil ég vitna í orð Spámannsins eftir Kahlil Gibran: „Því hvað er það að deyja annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öld- um lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ó^ötraður leitað á fund guðs síns? Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagnar- innar, mun þeklga hinn volduga söng. Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja flallgönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn.“ Blessuð sé minning góðrar konu. Helga Bragadóttir Ertu laus um helglna? Athugaðu þá hvort ekki séu laus sæti til Amsterdam.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.