Morgunblaðið - 14.08.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.08.1988, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1988 Heimildir: Talsvert hefur birst um Viðey á prenti, en af heilsteypari heimildum má nefna: Grein um Viðey eftir J6n Helgason biskup sem birtist (júlí og ágúst 1939 í Lesbók Morgunblaðsins. Viðey með sund- um, grein eftir Áma Óla I Ferðahand- bókinni 1972 og eftir sama höfund er bókin Viðeyjarklaustur, drög að sögu Viðeyjar fram að siðaskiptum, útg. 1969. Viðey, sögustaður og unaðsreitur við bæjardyr Reykjavíkur, greinaflokkur sem birtist I Lesbók Morgunblaðsins (janúar og febrúar 1983. Endurminningar Thors Jensens, skráðar af Valtý Stefánssyni, útg. 1955 og 1983. Þrautgóðir á rauna- stund, eftir Steinar J. Lúðvíksson, útg. 1980. Búskapur Eggerts Briem ( Viðey, grein eftir Jónas Magnússon ( Stardal f Lesbók Morgunblaðsins 1952. Skúli Magnússon landfógeti, eftir Jón Jónsson Aðiis, útg. 1911. Skúli fógeti eftir Lýð Bjömsson, útg. 1966. Steinhúsin gömlu á fslandi, eftir Helge Finsen og Esbjöm Hiort, 1978. Frásögn Ólafs Magnússonar frá Mosfeili 1 bókinni Ég man þá tíð, sem Hermann Ragnar Stefánsson skráði, útg. 1987. Nokkuð er sagt frá Viðey ( skýrslu Náttúrufræðistofnunar fslands, Innnes, náttúrfar, minjar og landnýting. Staðar- valsnefnd gaf skýrsluna út 1985. f Árbók Arbæjarsafns 1987 eru greinar um fomleifarannsóknimar í Viðey eftir Mjöll Snæsdóttur og Margréti Hallgríms- dóttur. PLE mmmm Hámarksþœgindi fyrir lagmarksverð. Hann er loksins kominn stóllinn sem sameinar þessa 1vo kosti. Þessi stóii styður vel við þakið og gœtir þess að þú sitjir rétt. Hann er með léttri hœðastillingu, veltanlegu þaki og fimm arma öryggisfœti. %^>etta er gœðastóll ó góðu verði. Z'Z’-V .v.V'/'.a; Hallarmúla 2 Sími 83211 Oftast eru eggin fjögur. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson HROSS AGAUKURINN: Hátt hneggur hrossagaukur Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Dapur ( bragði hallar hrossa- gaukurinn undir flatt. „Engar flugur í dag?“ Rannsóknir hafa sýnt að flestir hrossagaukar hafa vetrardvöl á írlandi. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Á varptimum setjast hrossagaukar oftá áberandi staði, svo sem girðingar- og símastaura og láta þá í sér heyra með margs konar tónbrigðum. ÞAÐ stóðu miklar deilur á sínum tíma um hnegg hrossagauksins. í upphafi spunnust ýmsar þjóð- sögur um hýóðið, krakkar fengu þá uppörvandi skýringu að þetta væri himnahrossið sem tæki til sin óþekku börnin. Þegar upplýs- ingaöldin gekk i garð komust sjónarmið náttúrufræðinga á framfæri, þetta kom eftir allt saman frá litlum langnefja fugli sem virtist ekki hafa mikla burði til að taka börn traustataki og flytja þau með sér i hreiður sitt. Það þótti lengi sjálfsagt að hross- agaukurinn framleiddi þetta hljóð með raddböndum sínum en fljótlega kom upp sú kenning að það kæmi frá vængjum fuglsins, þegar hann flygi. Það var síðan sannað með tilraunum Svíans Meve, árið 1856 sem leiddu enn fremur 'í ljós að „ystu stélfjaðrirnar væru hljóðfærið sem hrossagaukurinn spilar á með vængjunum“ (Puglar íslands e. Hjálmar R. Bárðarson). Hrossa- gaukurinn setur sig_í sérstakar hneggstellingar og tekur sérkenni- legar dýfur úr fluglínu sinni, við það sveiflast stélfjaðrir hans og hið draugalega hnegg myndast. Hrossagaukurinn er einn af þeim fuglum sem allir kannast við. Hið sérkennilega nef hans virðist of- vaxið „kiwi“löguðum búk hans og hegðan hans er allsérstök á stund- um. Hann er drappleitur með dökk- brúnum yrjum og algengastur á láglendi. Honum þykir jafnan best að búa í mýrlendi, enda af vað- fuglakyni, en líður þó vel í kjarr- og skóglendi. Aðalfæða hans eru smádýr eins og ormar, skordýr og sniglar. í votlendinu stingur hann löngu nefinu í leðju en fremsti hluti þess er mjög næmur og „þreifar" hann fyrir sér með því í leit að æti. Yfirleitt er hrossagaukurinn far- fugl, en þó halda sumir gaukar út veturinn og kúra sig þá við kalda- vermsl og volgrur. Flestir koma upp úr miðjum aprílmánuði og heýa þegar í stað hreiðurgerðina. Um þetta leyti er hrossagaukurinn mjög áberandi og heldur hneggtónleika af miklum móði. Á öðrum árstíðum verður hrossagaukurinn eins og hálffeiminn og ferðast bara um að nóttu til. Á daginn sefur hann í háu grasi og flýgur ekki upp fyrr en rétt er komið að honum og þá með hvellu hljóði og ráðvilltu flögri. Hrossagaukurinn er mjög stygg- ur og verpir sjaldan við mannabú- staði. Þó getur hann verpt nálægt mannabyggð þar sem hann mætir ekki styggð. Hreiðrið er vel falið og oft erfiðleikum bundið að fínna það. Útungunartími er um 3 vikur og komast ungamir fljótt á legg, eru mataðir af foreldrunum fyrstu 1-2 vikumar og taka fyrstu flugtök- in 4-5 vikna gamlir. Næstu viku verður 50% afsláttur af öllum vörum v/Laugalæk S: 33755.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.