Morgunblaðið - 14.08.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.08.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1988 B 35 inn. Ég hef orðið jafn hissa og all- ir aðrir þegar vinsældirnar hafa farið fram úr björtustu mögulegu vonum. fyiá búast við framhaldi „E.T.“? Ég er að bíða eftir draumaverk- efninu en það verður ekki „E.T. II" vegna þess að ég get ekki ímyndað mér að ég eigi eftir að gera aðra. Nema ég vakni einn morguninn með meistarastykki í kollinum. Framhaldsmyndir geta verið mjög hættulegar vegna þess að þær [eggja heilindi þín sem listamanns í hættu. Ég held að framhalds- mynd„E.T." mundi aðeins ræna fyrri myndina töfrunum. Fólk man aðeins eftir síðasta þættinum þeg- ar fyrsti þátturinn hefur verið sýnd- ur fyrir löngu. ingasölumanns hvers nafn var upphaflega Reginald Cheese (faðir hans breytti nafninu f Cle- ese þegar hann gekk í herinn í fyrri heimsstyrjöldinni). Cleese, sem er 48 ára, las lög við Cam- bridge þar sem hann hitti Gra- ham Chapman og tók þátt í leik- listinni. Seinna fór hann að vinna hjá BBC (skrifaði m.a. fyrir David Frost) en um sama leyti unnu þar Chapman, Erick Idle, Michael Palin, Terry Jones og Terry Gilli- am. Saman stofnuðu þeir árið 1969 Monty Python-hópinn og sáu um grínþætti í sjónvarpinu. Uppur þvi urðu til bíómyndirnar „Monty Python and the Holy Grail'' árið 1974, „Life of Brian" (1979) og „Monty Python and the Meaning of Life“ (1983). Síðasta myndin, segirCleese, er lélegt stykki með kannski sex góðum atriðum og helling sem er hvorki fugl eða fiskur. En er nokkur von -til þess að Monty Python-hópur- inn, sem síðan hefur sundrast, eigi eftir að sameinast? „Ekki sem hópur," segir Cleese. „Wanda" er um demantaþjófa í London sem fara að svíkja hver annan um leið og þeir hafa fram- ið stórt demantarán. Á meðan George (Tom Georgeson), foringi hópsins, bíður eftir því að geta flúið úr fangelsi reyna kærastan hans, Wanda (Curtis), og elsk- hugi hennar, Otto (Kline), að finna hvar George hefur falið ránsfenginn. Wanda reynir að fá Archie, lögfræðing George, til að komast að felustaðnum og Ken (Palin), hinn sauðtryggi aðstoð- armaður George, gerir hverja til- raunina á fætur annarri til að koma gömlu konunni, sem er helsta vitni saksóknarans, fyrir kattarnef. Myndin á margt sameiginlegt með eftirstríðskómedíum Eal- ing-kvikmyndaversins i Bretlandi þar sem leikstjóri „Wöndu", Charles Crichton, gerði klassí- skar myndir eins og „The La- vender Hill Mob". Nú þegar „Wöndu" er lokið hyggst Cleese slappa af á nýja heimilinu sínu í London sem hann keypti af Bryan Ferry. Hann er nýlega skilinn við aðra konu sína og á tvö börn en eldri dótt- ir hans, Cynthia Caylor, leikur dóttur hans í nýju myndinni. Það má vera að hann fari að skemmta sér við að gera sögu í nýja mynd meö leikurunum í „Wöndu". „Það var mjög gaman að gera þessa mynd," segir hann. En næsta mynd verður ekki framhald. „Hún yrði allt öðruvísi, kannski þannig að Kevin fengi stelpuna í lokin og óg væri óþokkinn. Eitthvaö eins og Hitchcock." I Einstakt tækifæri Stórlækkað verð. útsala ueitósölu Vseinsínottradaga. ■ ■' . _____________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________ p.%," | '' > ' $4" lili : I. iipiinai GOÐA FERÐ MEÐ RATVÍS FLORIDA Flug, hótel og bílaleigubíll. 14 dagar, tveir í herb. og bíl Verðfrákr. 36.500,- THAILAND Flug og gisting. 4 nætur i Bangkok, 10 nætur á Pattaya. Tveir í gistingu. Verðfrákr. 66.220,- Odýrar ferðir til New York frá 15. sept- ember og ferð með fararstjóra í október. Feróir Ratvís-ferðaskrifstofa Hamraborg1-3 Sími: 91-641 522 : ' ; , .;í: 5' : ■ •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.