Morgunblaðið - 14.08.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.08.1988, Blaðsíða 12
12 H M0HgDK[BliAÐIÐ,«StJNNro'AGl3Ratf!/ÁGt>Sr »1988' Viðeyjarklaustri Rabbað við Margréti Hallgrímsdóttur fornleifafræðing Morgunblaðið/KGA Margrét Hallgrímsdóttir forn- leifafræðingur. Við Viðeyjarstofu og kirkju var ekki hægt að byggja fyrr en leit- að hefði.verið fornminja. Fornleifafræðingar og safnverðir Árbæjar- safns hafa fundið eitt og annað. Margir áhugasamir Vitað er að byggð hefur lengi verið í Viðey og mönnum hefur löngum verið hugstætt klaustrið í Viðey, saga þess — og á síðari tímum staðsetning. Viggó Oddsson mælingamaður ritaði í Morgunblaðið 23. janúar 1963 og taldi sig sjá nokkrar rústir á loftmyndum af Viðey, einkum vestan við Viðeyjarstofu og kirkju. Ólafur K. Magnússon ljósmyndari hefur einnig tekið innrauðar mynd- ir úr lofti af eynni og mátti greina á þeim rústir norðan og vestan við húsin. Magnús Þorkelsson fom- leifafræðingur skrifaði grein í Morgunblaðið 29. janúar 1984 og reyndi að ráða í hvað húsarústir sæjust á loftmyndunum. Árið 1986, þegar ljóst var að Reykjavíkurborg hugði á fram- kvæmdir við Viðeyjarstofu, voru gerðir könnunarskurðir í bæjarhól- inn norðan við stofuna í desember- mánuði þess árs. Árbæjarsafn í Reykjavík hefur haft veg og vanda af þessum könnunum og öðrum fomleifarannsóknum í Viðey. Fá- einir munir fundust við könnunar- gröftinn s.s. pottbrot úr klébergi og hálfur sleggjuhaus úr steini. í maí 1987 hófst raunverulegur fom- leifagröftur. í upphafi stjómaði Mjöll Snæsdóttir verkinu en hvarf síðar til annarra starfa og tók þá Sigurður Bergsteinsson þáverandi safnvörður í Árbæjarsafni við stjóm. í sumar hefur Margrét stjómað fornleifagreftrinum í Við- ey. Vantar heildarmynd Morgunblaðið hafði tal af Mar- gréti Hallgrímsdóttur og bað hana að greina frá því helsta sem fund- ist hefði og hvaða ályktanir hún vildi draga af þeim fundum. Margrét tjáði Morgunblaðinu að enn væri ekki nein heildarmynd komin fram að byggðinni í Viðey, þar eð aðeins hefði verið rannsakað- ur hluti af bæjarhólnum aftan við stofuna og í kirkjugarðinum. Hún bendir á að það móti fyrir rústum í Klausturhólunum svokölluðu og þar væri ákaflega forvitnilegt að grafa, þótt auðvitað yrði að taka ömefnum með fyrirvara. Líka sæist móta fyrir rústum við Skrauthól. Auk þessa væm sjáanlegar rústir hér og þar, bæði í Vesturey og Heimaey. I Viðey er nokkurra ára fomleifa- gröftur eftir áður en hægt verður að fá heildarmynd af klaustur- byggðinni. Það yrði að taka allan bæjarhólinn og Klausturhólana og rústimar við Skrauthól. Klaustrið_ hefur líklega verið mörg hús. Iveruhús, kirkja, ábóta- stofa, geymslur m.a. fyrir jarða- tolla. Nú í sumar var svæðið milli Við- eyjarstofu og kirkju einnig kannað og líka smáblettur framan við kirkj- una og ekki má heldur gleyma staðnum þar sem spennistöðin stendur nú. „En gröftur í bæjarhólnum segir okkur að byggð hafí verið í eynni nánast frá landnámsöld," sagði Margrét. „Elstu rústir eru skáli sem hefur verið grafinn niður í gegnum em dæmigerðir fyrir átjándu öldina, krítarpípur og leirker og pottabrot. Einnig hafa fundist brot úr meðala- glösum. Það eina sem hefur varð- veist af innihaldinu er tjömefni í einu þeirra. Það hefur sennilega átt að eyða mannalús. Núna í sumar höfum við kannað framhaldið af miðaldarústunum og í sömu lögum höfum við fundið tölu- vert af trédiskum og tréáhöldum. Tvær vaxtöflur í viðbót, klébergs- potta og töluvert af vaðsteinum sem fundust í öllum mannvistarlögum og benda til þess að ábúendur hafí sótt sjóinn, eins og er rökrétt á þessum stað. Við fundum steinkoll- ur og einnig fundum við kvamar- steina og bökunarhellur." Kornrækt — Til að baka brauð? „Já, þetta em þunnar hellur úr flögubergi og á þeim var bakað brauð. Það er auðvitað vísbending um að kom hafí verið í Viðey, ann- aðhvort innflutt eða ræktað á staðn- um eins greinir frá í sögu Þorláks Ekki bara gröftur, líka þarf að öskulag frá því um 900 eftir Krists- burð. Hann hefur því verið gerður síðar, en er þó ekki miklu yngri. Fundir í þessum elstu rústum em dæmigerðir fyrir fomleifafundi frá þessum tíma. Þar fundust ummerki og vísbendingar um vaðmálsgerð. Ofan á þessu húsi fundust minjar um miðaldabyggð sem hugsanlega getur verið tengd klaustrinu. Þar vom mjög vel hlaðnar gijótundir- stöður. Þar fundust bútar af vatt- saumi sem er dæmigerður fyrir miðaldir því hann lagðist að mestu af eftir siðaskipti því þá kom pijóna- skapur til sögunnar. Einnig fundust kljásteinsbrot en kljásteinar vom notaðir við að vefa vaðmál. — Og síðast en ekki síst fundust hinar margumtöluðu vaxtöflur. Þær vom notaðar í Evrópu á miðöldum í dag- legu lífí, sennilega á svipaðan hátt og rissblöð nútímans. Þetta em þunnar plötur úr tré sem á var borið vax og var rist á það með stíl. Fundist hefur blýhlutur í sömu mannvistarlögum og er þar líklega um stíl að ræða. Ofan á þessum rústum vom aðr- ar frá átjándu öld. Fundimir þar mæla og teikna. helga. Við fundum töluvert af þess- um hellum, þannig að brauðbakstur hefur verið umtalsverður. Annars finnst mér ærin þörf á því að gera fíjókomagreiningar í Viðey. Það gefur ekki bara vísbendingu um komrækt og hugsanlegt skóglendi, heldur sýnir það okkur líka hvernig veður- og gróðurfar hefur breyst í gegnum aldimar. Ftjókomagrein- ing er alls staðar orðin nauðsynleg- ur þáttur í öllum fomleifarannsókn- um.“ — Miðaldamenn hafa væntanlega nartað í fleira en brauð? „Við tínum hvert einasta bein sem við fínnum og allar skeljar líka og greinum út frá því allar tegund- ir sem hafa verið í mataræði Við- eyjabúa. Öll bein em greind eftir tegundum og jafnframt er kastað á þau tölu til að fá einhveija hug- mynd um mataræðið. Ég er með beinafræðing út í Viðey núna. Hún hefur greint algengustu tegundir. Það er mjög mikið af fiskbeinum og öðuskel, en öðuskelin var algeng á borðum í þá daga. Mikið er af kindabeinum, þannig að sauðfjár- búskapur hefur tíðkast þama frá Margir hafa grafið í sumar. Morgunblaðið/Sverrir upphafí. Geitabein hafa líka fundist og er það mjög athyglisvert, bein af selum, hrossum og töluvert að hvalbeinum.“ — Hvar funduð þið öll þessi ósköp? „Bein finnast alls staðar, sérstak- lega í gólflögum húsanna. Við at- huguðum sérstaklega byggingar- staðinn þar sem spennistöðin er núna. Magnús Sædal hafði vonað að hann gæti byijað þar strax að byggja en þá kom í ljós að þama hafði verið öskuhaugur. Fimm metrar af móösku og matarleifum Viðeyinga. í eða undir öskuhaugn- um fundum við hús sem hefur ver- ið byggt eftir aldamótin 1500 og þar undir fundum við rúst af húsi sem líklega hefur verið byggt á þrettándu eða fjórtándu öld.“ — Fyrirgefðu orðalagið, en á meðan þið rannsökuðuð rústimar og kjömsuðuð á matarleifum, varð Magnús Sædal að bíða? „Já, ég er hrædd um að við höf- um tafíð hann. Hann hefur verið ósköp þolinmóður og skilningsríkur en undir lokin var hann farinn að láta heyrast í vélgröfunni." Hæversk í kirkjugarði — Nú hafið þið ekki bara verið að gramsa í rústum og matarleifum, fjölmiðlar hafa birt ótaldar myndir af þér í félagsskap beinagrinda? „Við höfum grafið í kirkjugarðin- um bak við kirkjuna. I fyrra fundum við 60 miðaldagrafir norðan við kirkjuna; langflestar voru kistu- lausar. Á einum staðnum lágu þær mjög þétt, rétt eins og margir hafí verið grafnir á sama tíma. Manni dettur í hug pestimar 1402-4 og 1494-5. Það er líka hugsanlegt að margir hafi látist yfir vetrarmánuð- ina og verið grafnir saman þegar jörð þiðnaði. Og svo er það náttúrulega „stóri maðurinn" sem fjölmiðlamir voru svo hrifnir af. Beinagrindin var illa farin en gröfín var athyglisverð. Á hægri hendinni var hringur, 88% silfurs með gyllingu utan. Hringur- inn er með tákni sem líkist bandrún- um og ofan á kistulokinu var skraut sem minnti á lilju en svipað kistu- skraut fannst við uppgröft í Skál- holti á sínum tíma. En nýrri grafír sem við höfum rannsakað í sumar em athyglis- verðar sakir þess að þær liggja ekki í austur-vestur-stefnu heldur samsíða kirkjunni. Skúli hefur valið kirkjunni stefnu og grafimar tekið mið af því. Við höfum annars reynt að vera hæversk í rannsóknunum og förum ekki nærri yngri gröfum og Skúli fógeti fær að vera í friði, enda er hann líklega grafínn inni í kirkjunni." — Hveijir hafa verið með þér í greftinum? „Ég hef haft íslenskan kjarna af stúdentum, háskólanemendum og sagnfræðingum. Erlendir fom- leifafræðingar hafa einnig verið hér sem og tveir beinasérfræðingar, annar fínnskur en hinn sænskur." — Þegar þið loks verðið búin að grafa nægju ykkar í Viðey, verður hægt að byggja „sögualdarklaust- ur“? „Það ætti að vera hægt að endur- gera klausturbyggðina eftir ljós- myndum og uppdráttum af þeim rústum sem þá verður búið að grafa upp. Það vom fleiri en Skúli í Við- ey. Mérþykir hugmyndin um „sögu- aldarklaustur" skemmtileg." Aftur rask í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.