Morgunblaðið - 14.08.1988, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 14.08.1988, Qupperneq 14
14 B MOJRGUNBLAÐIÐ, 3UNNUBAGUR14. ÁGÚST 1988 Morgunblaðið/Árni Sæberg Margt er að breytast á lofti Viðeyjarstofu. Eigtveds. Þegar ég sýndi þetta umsagnaraðilum, bæði Viðeyjar- nefnd og þjóðminjaverði, þá studdu þeir það að byggður yrði stigi í rókókóstíl. Ef vikið er að öðrum atriðum, eins og t.d. gluggasmíðinni, þá eru þar ekki sambærileg vandamál á ferðinrii og við gerð stigans. Bæði á teikningum Eigtveds og úttektum er gerð grein fyrir hlutföllum, deil- ingu og rúðufjölda. Vilji maður hins vegar tryggja að þverskurðir og hefilstrik séu kórrétt verður að leita til Danmerkur, þar sem gluggamir voru smíðaðir á sínum tíma. Þá er hollt að hafa í huga að um miðbik 18. aldar hafði hver húsameistari sinn hirðsmið og skipti ekki við aðra. Danir raungóðir Árið 1972 fékk ég Vísindasjóðs- styrk til þess að fara til Danmerkur og kanna sérstaklega byggingar Nikolais Eigtveds og aðrar danskar byggingar frá sama tíma, og notaði þá tækifærið til að safna gögnum um ýmis atriði, sem hafa glatast úr gömlu steinhúsunum á Islandi. Auk þess hef ég að jafnaði getað leitað ráða hjá starfsbræðrum og byggingarsagnfræðingum í Dan- mörku sem eru um flest allt miklu fróðari en ég, en þessi hús sem hér um ræðir eru óneitanlega hluti af danskri byggingarhefð. Ég vil sér- staklega nefna danska arkitektinn Curt v. Jessen, sem hefur reynst Musteri slíkt af mannahöndum Spjallað við ráðgjafa Viðeyjarnefndar Morgunblaðið/Þorkell Viðeyjarnefnd var skipuð til að hafa umsjón með framkvæmdum í Viðey. Nefndin hefur til ráðuneytis um viðgerð og endurreisn Viðeyjar- stofu og kirkju arkitektinn Þorstein Gunnarsson og byggingarfræðinginn Leif Blumenstein. Þor- steinn hefur unnið að viðgerð stofunnar síðan 1969 og Leifur síðan 1986. Byggingameistarar geta verið ánægðir. Morgunbiaðið/Þorkeii Ekki plast Þeir félagar sögðu að við viðgerð- ina hefði verið haft að leiðarljósi að færa útlit og tilhögun húsanna í Viðey sem næst upprunalegri mynd en þó auðvitað með þeim fyr- irvara að húsin nýttust til þeirra nota sem núverandi eigendur vildu hafa af þeim. Skúli fógeti er ekki meðal vor og ólíklegt að ríkissjóður- inn yrði geymdur þama í framtíð- inni. Viðeyjamefnd mun hafa ákveðið að í Viðeyjarstofu verði aðstaða til ráðstefnuhalds og veitingareksturs, þar verður ennfremur hægt að taka á móti ýmsum gestum borgarbúa. Til þess að Viðeyjarstofa geti nýst í þessum tilgangi hefur verið byggt jarðhýsi norðan við stofuna en þar er snyrtiaðstaða, fatahengi og mat- vælageymslur fyrir veitingastaðinn. Gengið er úr jarðhýsi þessu inn í Viðeyjarstofu. Auk jarðhýsisins hafa verið reist til að koma til móts við þarfir nútímamanna spennistöð fyrir raf- magn og rotþró fyrir salemin. Viðeyjarkirkja mun enn sem fyrr þjóna guðskristni í eynni og ýmsir telja trúlegt að Viðeyjarkirkja verði vinsæl til giftinga og skíma. Þeir Leifur og Þorsteinn sögðu að þeir hefðu endumotað allt í byggingunum sem á annað borð var upprunalegt en því miður hefði það reynst heldur lítið; því hefði ekki verið annar kostur fyrir hendi held- ur en að smíða ýmsa hluti og var haft að leiðarljósi að þeir væm líkastir því sem byggingameistarar húsanna hefðu notað. Leifur Blum- enstein sagði að margir hlutir gengu úr sér í tímanna rás og þá smíðaði maður aðra eins, ef hægt væri. Það sé haldlítil hártogun að verið sé að „búa til fomminjar", „þú endumýjar ekki eik með plasti." Mikil endursmíði Blaðamaður Morgunblaðsins hafði tal af Þorsteini Gunnarssyni og innti hann eftir því hvaða hlutir væru upprunalegir í Viðeyjarstofu. Hann sagði að þótt endumýjunin væri umtalsverð væru allir veggir, jafnt útveggir sem innveggir upp- runalegir og allir máttarviðir væru ennfremur frá tíð Skúla, þótt gert hefði verið við þá. Loftklæðningin á neðri hæðinni sem væri felld á milli bitanna hefði einnig verið frá byijun og eins innri klæðningin í upphaflega þakinu, þ.e.a.s. skar- súðarklæðningin. Einnig hefðu fimm af hurðunum innandyra verið í Viðeyjarstofu frá öndverðu. Dyra- umgerðir væru líka flestar uppruna- legar. En að hinu leytinu væm gluggar og útihurðir endursmíðaðir. Þak- klæðningin og gólfefnin væm ný og stiginn í húsinu væri endurgerð- ur og hluti af eldstæðunum. Reyk- háfamir væm uppranalegir upp að mæni en endurgerðir þar fyrir ofan. Þorsteinn sagði að stuðst hefði verið við ýmsar heimildir við að endurbyggja Viðeyjarstofu og kirkju: „Byggingarrannsóknir em forsenda fýrir því að hægt er að hanna endurbyggingu. Rannsókn- imar felast í því að kynna sér bygg- ingarskjöl, séu þau tiltæk, allar úttektir. Þessi hús vom kostuð af dönskum stjómvöldum og íslend- ingar urðu að standa mjög nákvæm skil á því hvemig peningunum hefði verið eytt. Svo koma til mælingar á staðnum og nákvæm leit að byggingarleifum og spomm eftir byggingarhluta. T.d. þegar ég skar burtu klæðning- ar af veggjum í bláu stofunni þáver- andi í suðurhluta hússins fyrir u.þ.b. 18 ámm, komu í ljós greinileg spor eftir uppmnalega stigann. Stiginn hafði skilið mjög glögg spor eftir sig í veggnum. Eg hafði líka teikningu Eigtveds. En ég stóð frammi fyrir því að teikning Eigtveds gerði ráð fyrir stiga í tveggja hæða húsi, en varð hins vegar ekki annað en stigi upp á geymsluloft Skúla og það var greinilegt að í öndverðu höfðu menn þurft að beygja sig á tveimur stöð- um í stiganum þegar gengið var uppá loftið. Miðað við þá notkun sem fyrirhuguð er í húsinu í dag; varð ekki hjá því komist, að gera breytingar. Stigaopið var stækkað um eitt stafgólf og fyrsta uppstigið var fært um þrepbreidd til suðurs frá þvi sem var í upphafi. Stiginn hans Skúla var fjarlægð- ur úr húsinu laust eftir síðustu alda- mót. Að vísu fundust tvær fjalir úr stiganum og bútur af handlista, en með hliðsjón af þessum leifum ein- um sér var ekki hægt að segja til um upphafiegt útlit hans svo óyggj- andi væri. Því var um tvo kosti að ræða við endurgerðina. Annars vegar kant- aðan barrokstiga og hins vegar mjúkan rókókóstiga. Ég lét reyna á bæði dæmin með teikningum, og fannst satt best að segja, að rókókó- stiginn færi mun betur í húsinu enda nær því að vera í anda okkur Leifí sannkallaður haukur í homi. Við endurgerð gamalla húsa em margar leiðir færar. Okkar hlutverk er í fáum orðum sagt að brúa bilið milli staðreynda og tilgátu. Það em mismunandi áherslur eftir löndum hvemig endurgerð er háttað. Mér hefur fundist sjálfsagt að sveigja stefnuna í endurbyggingu Viðeyjar- stofu að því sem má nefna „danska skólann", en Danir hafa lengst af sett tvennt á oddinn, þegar þeir endumýja gamlar byggingar. Ann- ars vegar bera þeir mikla virðingu fyrir gmndvallaratriðum bygging- arlistarinnar án tillits til stílbrigða eða tísku, og hins vegar reyna þeir að nota gömul byggingarefni og byggingaraðferðir, eins og framast er kostur. Þegar byggt er við gömul hús verður líka að hafa í huga hvemig fari saman gamalt og nýtt. Þegar ákveðið hafði verið að gera jarðhús til hliðar og norðan við Viðeyjar- stofu, reyndum við að tengja saman byggingamar með ákveðnum hætti. M.a. höfðum við fengið að láni mælieiningu Eigtveds sem er 1,98 metrar og notað hana í nýja hús- inu. — Og þar sem þetta er jarð- hýsi þá notum við hvelfingaloft sem við þekkjum bæði frá Nesstofu og einnig úr gluggunum á Viðeyjar- stofu. Við höfum einnig reynt að tengja húsin saman með efnisvali og litum.“ Hitinn gleður hölda líf — En þegar þeir hlutir sem þú telur að hafi verið í byijun em ekki leng- ur til, hvemig útvegar þú nýja? „Það getur verið erfitt að gera nýja hluti eftir gömlum, t.d. „bi- leggjaraofnunum" tveimur í við- hafnarstofunni og í austurstofunni sem em þýðingarmiklir hlutir í byggingunni. Inni á Þjóðminjasafni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.