Morgunblaðið - 14.08.1988, Side 22

Morgunblaðið - 14.08.1988, Side 22
MORGUNBLAÐH), SUNNUDAGUR 14. ÁGÖST 1988 22 B ---a— Þorbjörg Daníelsdóttir Frá Akureyri: Fangelsi eru á nokkrum stöðum á landinu utan Reykjavíkur, t.d. í Árnessýslu, Snæ- fellsnesi og á Akureyri. f fangelsi var - eftir KRISTJAN VAL INGÓLFSSON Við þekkjum þau næsta vel þessi orð Jesú f Matt. 25; ... ég var hungraður — ég var þyrstur, ég var gestur, ég var nakinn, ég var sjúkur, ég var í fangelsi. Við þekkjum reyndar líka ágætlega það sem ávantar í upptalninguna hér að ofan, enda hlutverk kirkj- unnar að bregðast við hveiju sinni eins og fyrir er mælt í þessum orðum. í dag hyggjum við örlítið að síðasttalda atriðinu og spyij- um: Hvemig bregst kirkjan viS þessari áminningu Jesú? Og þegar við segjum kirkjan, þá erum við ekki aðeins að hugsa um kirkju- stjómina; biskupinn og kirkju- málaráðherrann og aðra þá sem fyrir fara, heldur kirkjuna í heild, — söfnuðina, og alla kristna menn. Hvað gerum við fyrir þá sem eru í fangelsi eða voru þar eitt sinn? Til að ræða örlítið um þetta hringdum við í prestinn á Skaga- strönd. Ægi Fr. Sigurgeirsson, sem við vissum að væri þessum málum kunnugur. Við spurðum fyrst hvemig hann hefði kjmnst málefnum fanga: Eg var um og innan við tvítugt þegar ég fékk áhuga á málefnum fanga og fór að kynna mér þau. Það var svo vorið 1984 að ég fór að vinna við fangavörzlu í hegn- ingarhúsinu í Reykjavík. Þar vann ég svo fjögur næstu sumur og kynntist á þeim árum enn betur en áður föngum og málefnum Þeirra. Dagleg umgengni og sam- skipti við fanga mánuðum saman gerir það að verkum að flest eða öll þau vandamál, já bæði stór og smá sem mæta þeim verða manni kunn og þeir persónulegu og fé- lagslegu erfiðleikar sem á vegi þeirra eru, fara heldur ekki fram- hjá manni. Sá sem hefur verið dæmdur til vistar f fangelsi á oftast örðuga daga. Frelsisskerðingin og ein- angrunin frá vinum og fjölskyldu er erfíð. Flestum þeim sem af- plána dóma líður þvf illa og þetta veit starfsfólk fangelsanna og því reynir það að gera föngunum vist- ina eins bærilega og hægt er. Með starfi mínu í fangelsi og kynnum mínum af fjölmörgum föngum tel ég mig hafa öðlast góða þekkingu á málefnum fanga. Þessi kynni mfn hafa aukið þann áhuga sem ég hef á málefnum þeirra — úrbót- um og fyrirbyggjandi starfí." — I Reykjavík höfum við sér- stakan fangaprest. Hvemig er háttað þjónustu kirkjunnar við fangelsi utan Reykjavíkur? „Já, — fangaprestur er aðeins einn, staðsettur á Reykjavíkur- ég... svæðinu. Fangelsi þar sem fangar afplána dóma eru hinsvegar á nokkrum stöðum á landinu, td. í Ámessýslu, á Snæfellsnesi og á Akureyri. Fangapresti er ætlað að sinna öllum þessum fangelsum. Það gefur hinsvegar augaleið að hann á örðugt með að sinna þeim fangelsum svo wel sé sem em lengst frá honum. Prestar sem búa í nágrenni fangelsa úti á landi hafa sumir hveijir sinnt nokkurri þjónustu við þau. Sú þjónusta er mikilvæg." — Nú hefur kirkjan — allir kristnir menn — ábyrgð og hlut- verk í þessum eftium. Hvemig sjáum við það? „Þessari spumingu er ekki auð- velt að svara f stuttu máli svo vel sé. Hugsanlega má greina áhrif kirkjunnar í tvennt; Það sem við getum kallað óbein áhrif og svo bein áhrif. Það sem ég á við með óbeinum áhrifum em þau mild- andi áhrif á refsingar sem ég tel að kirkjan hafi haft. Með því að predika fyrirgefningu og sáttfysi og undirstrika gildi og mikilvægi hvers einstaklings hefur hún haft mikil áhrif til góðs á viðhorf fólks til brotamanna. Einnig má telja víst að kirkjan hafi með kenning- um sínum haft áhrif á löggjöf á þessu sviði. Beint frumkvæði kirkjunnar sem stofnunar í málefnum fanga tel ég að hafí verið lítið á síðari Við megum aldrei gleyma þvi að fangar eru fólk eins og við og það ætti að vera eitt af verkefnum kirkjunnar að eyða fordómum gegn þeim. ámm þótt vísast megi benda á jákvætt innlegg hennar. Hinsveg- ar hafa ýmsir kristnir menn beitt sér mikið fyrir málefnum fanga og unnið þar gott starf. Þama er bæði um að ræða einstaklinga og samtök. Á engan er hallað þótt bent sé á félagssamtökin „Vemd“ í þessu sambandi. „Vemd“ hefur starfað að fangamálum ámm saman og unnið þar ómetanlegt starf. Ég efast ekki um að við viljum öll auka þjónustu kirkjunnar við fanga, en hvemig á að gera það og á hvaða þætti á að leggja áherslu? — Eg vil ekki leggja neinn dóm á það hér og nú hvað vænlegast sé að gera, en mig langar að benda á eftirfarandi: — Að málefni fanga verði tekin til umræðu á prestastefnu eða að kirkjan boði til málþings þp sem þessi mál yrðu til umræðu. í fram- haldi slíks fundar yrði síðan lagt mat á hvað hægt væri að gera miðað við aðstæður í dag og einn- ig hvaða breytingar þurfa að verða til þess að kirkjan geti í framtíðinni sinnt föngum eins og þörf er á og hún er kölluð til. Með öðmm orðum, ég held að umræða og upplýsing innan kirkj- unnar um málefni fanga sé brýn og i raun forsendan fyrir því að þjónustan við þá aukist." — Hvemig er háttað þjónustu kirkjunnar við þá sem hafa tekið út refsingu og em frjálsir menn að nýju? „Um skipulega þjónustu við þá sem hafa afþiánað dóma er vart að ræða umfram þjónustu við aðra kristna menn. Hinsvegar hafa ýmsir prestar, félagasamtök og einstaklingar, sem jafnframt em virkir innan kirkjunnar leitazt við að styrkja og aðstoða einstakl- inga eftir að þeir koma aftur út í lífíð. Gott samstarf hefur verið með sóknarprestum og söfnuðum við ýmsa aðila sem vinna að mál- efnum fanga, en þetta samstarf þarf að auka og kirlgan sem heild þarf að hafa þar meiri forystu en hún hefur haft. Mikilvægt er og að kirlqan hafi gott samstarf við meðferða- raðila og hlúi að starfi AA- og Al-Anon-samtakanna svo dæmi sé nefnt. Við megum aldrei gleyma því að fangar em fólk eins og við og það ætti að vera eitt af verkefnum kirkjunnar að eyða fordómum í þeirra garð og uppræta vanþekk- ingu á málefnum þeirra. Fagnað- arerindið leggur okkur kristnum mönnum meðal annars þær skyld- ur á herðar að við vitnum um Krist og breytum vel við með- bræður okkar og systur." — Að lokum? „Ég vil að lokum minna á þessi orð úr 1. Jóhannesarbréfí: „Ef sá sem hefur heimsins gæði, horfir á bróður sinn vera þurfandi og lýkur aftur hjarta sínu fyrir hon- um, hvemig getur kærleikur Guðs verið stöðugur í honum? Bömin mín, elskum ekki með tómum orð- um, heldur í verki og sannleika." (1. Jóhs. 3. 17-18)“ ... Og þér komuð til mín.(?!) Biblíulestur vikunnar Biblíulestur fyrir 11. viku eftir þrenningarhátíð dagana 14.-20. ágúst. Minnisvers vikunnar: „Guð stendur gegn dramblátum, en auðmjúkum veitir hann náð.“ 1. Pét. 5.5. Sálmur vikunnar: „í Guðs hús forðum gengu tveir." Sb 189. Sunnudagur 14. ágúst: Lúk. 18. 9-14. Faríseinn ogtoll- heimtumaðurinn. Mánudagur 15. ágúst: Mark. 9.33-37. „Hver er mest- ur?“ Þriðjudagur 16. ágúst: Lúk. 7.36-50. „Sá sem mikið er fyrirgefíð." Miðvikudagur 17. ágúst: Lúk. 7.1-10. „En mæl þú eitt orð...“ Fimmtudagur 18. ágúst: Post. 12.18-25. Heródes. Föstudagur 19. ágúst: Gal. 2.16-21. Réttlæting af trú. Laugardagur 20. ágúst: 1. Jóh. 4.1-6. „Þér heyrið Guði til...“ Langholtssókn: Sumarferð aldraðra HIN ÁRLEGA sumarferð fyrir aldraða með bílstjórum Bæjar- leiða, ásamt félögum úr kven- og bræðrafélagi Langholtssókn- ar, verður þriðjudaginn 16. ágúst. Lagt verður af stað frá Láng- holtskirkju kl. 13. Ferðinni er heitið austur að Flúðum og komið verður við í Skálholtskirkju á leiðinni heim. (Fréttatilkynning-) Langholtskirkja

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.