Morgunblaðið - 14.08.1988, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 14.08.1988, Qupperneq 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1988 í Viðey Rætt við staðarhaldarann Þóri Stephensen Menn af Stephensenætt hafa löngoim setið í Viðey o g 18. ágiist næstkomandi tekur enn einn Stefánungur við lyklavöldum og- staðarforráðum. Staðarhaldari í Viðey verður séra Þórir Stephensen dómkirkjuprestur. Þeim konungsmönnum var kunn- ugt um að Kristján konungur hafði þegar tekið undir sig klaustrin í Danmörku — og Viðey var ekki langt frá Bessastöðum. Rask í Viðey Á hvítasunnudag 1539 gerðust þeir atburðir í Viðey sem Jón Ara- son Hólabiskup kvað um: Sunnan að segja menn Sundklaustur haldist laust, þýskir gera þar rask- þeigi gott í Viðey. Óldin hefir ómild Ala bruggað vont kál. Undarlegt er ísland ef enginn réttir þess stétt. Það fer miklum og ófögrum sögum af „raskinu" í Viðey, t.d í dómi sem var kveðinn upp í Kópa- vogi 6. september. Dómurinn fjall- ar um víg ij'ögurra manna seni Diðrik von Minden hafði sett til gæslu í Viðey: „Klagaði ábóti Alexíus að þeir menn hefðu rænt og gripið með Diðrik klaustursins góssi og fé, hér með svívirt klaust- ursins þjónustufólk með fullréttis- orðum og verkum, barið á þeim og bundið. Þá hefðu þeir niður tekið og brotið staðarins hús, en brotið og bijálað ábótastofuna í klaustrinu, þvert á móti kirkjunnar reglu, svo og þær hirslur er þar inni brutu þeir upp, rændu og för- guðu þeim peningum, hér með bréfum og skilríkjum klaustursins og ábótans, svo hann sagðist ekki hafa aftur fengið, hvar útí oss leist mikil verk og stór ránskapur." „ ... dæmdum vér þessa oft nefndu menn fallið hafa á sínum eigin verkum fyrir þýfsku og rán- skap, með fullu dómsatkvæði, og ógilda kóngi og karli og fulla óbótamenn verið hafa með öllu, eftir því sem landslagabókin inni- heldur og útvísar í óbótamálum. Enn þá alla sýknaða og sakausa er þá aflétu." Eftir töku Viðeyjarklausturs virðist Diðrik von Minden hafa talið sér flesta vegi færa og auð- fenginn uppgripsafla í íslenskum klaustrum. Hann réðst í för austur fyrir fjall, hugðist leggja undir sig klaustrin í Þykkvabæ og Kirkjubæ. Hann tók hús á Ög- mundi biskupi Pálssyni í Skál- holti. Fór illa á með þeim, Diðrik kvaðst alráðinn í því að leggja undir sig allt landið við sjöunda mann. En það fór samt svo að Diðrik von Minden var veginn af íslend- ingum þar í Skálholti og fleiri af hans fylgurum þama austur í sveitum. Hann og hans félagar voru dæmdir réttdræpir óbóta- menn 23. ágúst að Laxárholti. Þegar fregnir bárust af þessum vígaferlum fór flokkur manna til Viðeyjar og vógu þá §óra rnenn sem Diðrik hafði sett þar til vam- ar og fýrr hefur verið getið um. Búkamir voru fluttir upp í Göngu- skarð og dysjaðir þar. Danakonungi voru þessi víg ekki til ánægju en ekki varð þó mikið úr eftirmálum eða refsing- um þar fyrir. Hinn fyrsti lúterski biskup í Skálholti, Gissur Einars- son, er tók við stólnum 1540, fékk konung til að lofa því að klaustrin skyldu gerð af skólum. Til er kon- ungsbréf til ábótanna í Viðey og að Helgafelli, dagsett 21. nóvem- ber 1542: „Vér höfum fregnað að senn muni draga að því, sé ekki ráð í tíma tekið, að stór hörgull verði á sóknarprestum og djáknum og þeim öðrum, er staðið geta fyrir kirkjulegum málefnum á ís- landi, vegna þess, að því miður hafí þar ekki verið góðir skólar eins og í Danmörk og Noregi. Þess vegna biðjum vér yður að stofna nú latínuskóla á Helgafells og Viðeyjarklaustrum, og skipa þar fyrir skólameistara og kenn- ara, eftir því sem þurfa þykir, með ráði og aðstoð Gissurar biskups. En fógeti vor skal hafa umsjón með skólunum þegar hann kemur út.“ Fljótlega fékk þó konungsvaldið bakþanka um þessi útgjöld til menntamála; á jóladag sama ár var tilskipunin afturkölluð því lénsmaður konungs þurfti að hafa einhver húsakynni til að taka á móti landskuldum og sköttum. Eyjan var lögð undir Otta Stígsson höfuðsmann konungs. Við Dani djarfur og hraustur Ekki var þó úr því að Otti Stígsson settist að í Viðey en 1547 kom út til íslands nýr hirðstjóri. Hét sá Laurentius Mule og settist hann að í eyjunni. Gissur biskup hinn lúterski varð ekki langlífur, andaðist 1548, en Jón biskup Ara- son sat enn að Hólum og gerðist nú afskiptasamur um kirkjumál syðra. Konungur studdi til biskups Martein Einarsson og kom hann út með vígslu og konungsbréf. 1549 lýsti Danakonungur Jón Ara- son friðlausan og útlægan en bisk- up gaf sig hvergi, lét handtaka Martein biskup og á Alþingi 1550 réð hann öllu með sonum sínum og nú þótti honum tími og tilefni til að kveða: Víkur hann sér í Viðeyjarklaustur, víða trú’ég hann svamli, sá gamli. Við Dani var hann djarfur og hraustur og dreifði þeim á flæðarflaustur með brauki og bramli. Þessir atburðir urðu íslending- um hugstæðir, þremur öldum seinna segir Jón Espólín í Árbók- um sínum: „Riðu þeir feðgar frá Skálholti með yfírlæti miklu, suður til Viðeyjarklausturs, er Dánir höfðu þá tekið undir sig fyrir nokkrum árum. Þaðan rak biskup- inn Laurus Múla og alla hina dönsku á skip út, en skipaði öllu sem fyrr hafði verið á dögum ábó- tanna og setti Alexíus ábóta yfir klaustrið að nýju, en vígði kirkjuna og klaustrið." En ofanrituð frásögn er í mót- sögn við það sem Espólín hafði áður sagt af ráðsmennsku siða- skiptamanna í eyjunni: „Það er mælt að Pétur Einarsson hafí látið rífa niður Viðeyjarkirkju velsmíð- aða og domum (munkstofa) bræðranna, og bera moldina alli í miðjan kirlq'ugarðinn, gjört þar síðan baðstofu og kokkhús, og þar aftur af náðhús, og látið ræsið horfa í kirkjustaðinn." Það er sennilegt að Jóni Ara- syni hafi þótt ærin ástæða til að hreinsa til í eyjunni hvort sem kirkjan hefur verið uppistandandi eður ei. En svo er sagt að hann hafði staðið fyrir öðrum framkvæmdum í eyjunni. Hann hafið látið gera virki í eyjunni vestanverðri á hóli þeim sem enn kallast Virkishóll. Þessar aðgerðir biskups komu fyrir lítið því hann og synir hans voru líflátnir í Skálholti þá um haustið. Fram til siðaskipta einkennist saga Viðeyjar af trúariðkun og söfnun auðs. Næstu tvær aldir er Viðeyjar af litlu getið. Eyjan var lítið annað en illa hirt hjáleiga frá Bessastöðum. Einna helst má segja að hún hafi gegnt nokkru hlutverki í sambandi við „félags- lega aðstoð" og heilbrigðismál. Bessastaðamenn settu upp svo- nefndan fátækraspítala fyrir 12 menn er nutu þar vistar á kostnað ríkisins. Þessi spítali _var fluttur að Gufunesi 1752. í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjama Pálssonar er þessi spítali sagður vera hæli fyrir gamalt bændafólk og kostaður af konungseignum af þeim slóðum. Samkeppni Staðarhaldarinn var inntur eftir því hvaða hugmyndir væru uppi um starfsemi, nýtingu og aðstöðu fyrir almenning í eynni. Séra Þór- ir kvaðst ekki geta komið með ýtarleg svör þar að lútandi. Borg- aryfírvöld vildu gefa almenningi kost á að leggja fram sínar tillög- ur. Samþykkt hefur verið að efna til hugmyndasamkeppni um nýt- ingu Viðeyjar sem útivistarsvæðis fyrir Reykvíkinga og landsmenn alla. Dómnefnd hefur unnið að keppnislýsingu og verður fyrir- komulag samkeppninnar auglýst á afmælisdaginn 18. ágúst. „Við höfum reynt að þrífa og snyrta og fyrir 18. ágúst eiga að vera komin upp nokkur ömefna- merki sem skógræktin hefur smíðað fyrir okkur. Við höfum líka slegið túnin meira en venja hefur verið síðustu árin. Það yrði óskemmtilegt að fá sinubruna næsta vor. Svo kemur út önnur og aukin útgáfa af bæklingi um Viðey, þar sem vegfarendum verða sýndar gönguleiðir á korti og ömefna- merkingamar við þær leiðir, þann- ig að fólk kemst í aðeins nánari snertingu við landslagið. Það stendur ekki mikið í fyrsta bækl- ingnum um gönguleiðir en ég hef sagt í gamni, þegar ég hef séð fólk þræða þær leiðir sem þar er bent á, að ég vildi að menn færu jafn vel eftir predikunum mínum í Dómkirkjunni og eftir leiðbein- ingunum í bæklingnum. Það þurfa að koma göngustígar um eyjuna á næstunni. Hún er víða mjög þýfð og grasvöxtur hef- ur aukist eftir að hrossabeit var hætt; landið er því erfitt yfirferðar ekki síst í bleytutíð." Allir eiga að komast „Annað sem verður að hafa í huga er, að brekkan neðan frá bryggjunni upp að Viðeyjarstofu er erfið fyrir hreyfíhamlað fólk og ýmsa aldraða. Við höfum fullan hug á að hjálpa því fólki. Við erum þegar með lítinn bíl úti í eyju. Borgarstjóri hefur mikinn áhuga á því að einmitt eldra fólkið kom- ist út í Viðey. Það vantar líka hvíldarstaði þegar gengið er um eyna. Ég ætl- aði núna í sumar að útvega borð og bekki en ákvað að lokum að bíða til næsta sumars, þegar komnar verða fram ljósari hug- myndir um staðsetningu þessara hluta.“ — Eru einhver áform varðandi Sundbakka og austurhluta eyjunn- ar? Það eru ekki komnar neinar ákveðnar hugmyndir, þama hefur siglingaklúbburinn Snarfari bryggjustubb og svo er Viðeyinga- félagið með félagsheimili sitt í vatnsgeyminum. En það stendur jafnvel til að gera skólahúsinu austur á eyjunni eitthvað til góða. Kannski má hafa þar sýningar um sumartímann með myndum eða hlutum sem tengjast eyjunni. Mér fínnst ástæða til að gefa vegfarendum einhveija hugmynd um byggðina sem þama var. Annars er ekki rétt að segja of mikið. Það eina sem við vitum fyrir víst hvemig notað verður em kirkjan og veitingastaðurinn." Upp ert búin endurbætt — Kirkjan, hver þjónar henni? „Viðeyjarkirkja er annexía frá Dómkirkjunni samkvæmt ákvörð- un héraðsfundar 1986 og við emm að gera samning núna við Dóm- kirlq'una um að dómkirkjuprest- amir þjóni kirkjunni, en þegar staðarhaldari er einnig prestur þá tekur hann þátt í þeirri þjónustu. Ég geri fastlega ráð fyrir, að flest- ar messumar verði um sumartí- mann. Til að byija með má búast við miklum fólksfjölda út í eyna, þannig að hugsanlega verður nú messað hvem sunnudag en kannski verður í framtíðinni miðað við tvo sunnudaga í mánuði. Svo getur hugsast að ráðstefnuhaldar- ar biðji um helgistund í upphafi ráðstefnu. Öllu þessu reynir maður að bregðast vel við. Ég vil leggja áherslu á, að það verða ekki bara dómkirkjuprestamir og staðar- haldarinn sem annast þjónustuna. Ut í Viðey em allir velkomnir. Það er athyglisvert og ánægju- legt að það er búið að biðja um fem brúðkaup, — og það em fjór- ir prestar og tveir þeirra utan af landi. Við sem emm í fyrirsvari fyrir Viðey viljum að hún sé fyrir fleiri en Reykvíkinga. Við viljum að all- ir eigi greiðan aðgang, að hún sé eign þjóðarinnar." — Nú var Viðeyjarkirkja þokka- lega búin gripum fyrir siðaskiptin, á kirkjan í dag einhveijar gersem- ar? „Ekki á hún nú mikið. En hún á dýrmætan silfurkaleik eftir Sig- urð Þorsteinsson, þann kunna íslenska silfursmið, sem starfaði í Kaupmannahöfn á átjándu öld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.