Morgunblaðið - 14.08.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.08.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1988 gerð árið 1909 en það frumvarp var einnig fellt. Þótt löggilding fengist ekki var Milljónafélagið með mikil umsvif í Viðey, t.d. var lokið við að leggja síma í eyna 17. nóvember 1808. Arið 1911 voru eignir félagsins í eynni virtar á 443.600 krónur Milljónafélagið hafði samning við olíufélagið danska DDPA um móttöku og dreifíngu á þeirri olíu sem það flytti til landsins, einnig var gerður samningur við danska flotann um móttöku á öllum kolum er eftirlitsskip stjómarinnar not- uðu hér við land og afhendingu þeirra. Til að annast þá afgreiðslu var reist stórt kolahús á steyptu plani er nefndist Den kongelige danske marines depot. Auk þessara samninga gerði félagið aðra við frönsk togarafélög um sölu á kolum og vatni til tog- ara þeirra meðan þeir stunduðu veiðar hér við land. Einnig voru gerðir samningar við ensk og norsk togaraútgerðarfélög um kaup á vertíðarafla skipa þeirra og um sölu á koium, salti og öðrum nauðsynjum til þeirra. Milljónafé- lagið afgreiddi auðvitað einnigeig- in skip í Viðey, togara, línuveiðara í „liquidation“ og var Halfdan Hendriksen stórkaupmaður settur til að ráðstafa eignum þess og skuldum fyrir hönd Handelsbank- ans í Kaupmannahöfn. Misjafnt gengi Meginhluti Viðeyjar komst aft- ur í eigu Eggerts Briem að fráta- linni „Stöðinni" austast í eynni, hana tók Handelsbankinn upp í skuldir. Húsin á Sundbakka voru í sjálfu sér óseljanleg og var því reynt að halda rekstrinum áfram þótt megi,segja að hjólin hafí snú- ist í hægagangi í Viðey. 1922 hófst nýr uppgangstími í Viðey. Fiskveiðahlutafélagið Kári keypti Stöðina af Handelsbanjtan- um og flutti þangað útgerð sína. Áður en árið var liðið voru um hundrað manns búsettir í eynni. Rafmagn var lagt um Stöðina. Sundbakki var álitlegt þorp, þar bjuggu margar fjölskyldur og bamaskóli var reistur, hann er reyndar eina húsið sem enn stend- ur, en vatnsgeymi þorpsins hefur félag brottfluttra Viðeyinga breytt í félagsheimili. Kárafélagið blómstraði næstu átta árin og mikið var um að vera. Ljósmynd/Magnús Ólafsson; Ljósmyndasafnið Varningnum var ýtt á járnbrautarteinum á Sundbakka i tíð Milljóna- félagsins. og kúttera, 12-15 skip. Afli þess- ara skipa var þar verkaður og fluttur út. Mikið var um að vera í Viðey á árunum 1910-13. Flestar urðu skipakomur 368 á ári. Flest voru skipin 8 sem voru afgreidd í einu. Mest munu hafa farið 50-60.000 smálestir af allskonar vörum um Viðeyjarbryggjur á einu ári. 86 manns höfðu búsetu í Viðeyj- arstöð en yfír vetrarmánuðina til vertíðarloka var ávallt margt aukafólk ýmist úr Reykjavík eða sveitunum og var þar þegar flest var um 240 manns. Um sumarið voru að jafnaði 40-50 stúlkur við fískverkun. Thor Jensen var aðalfram- kvæmdastjóri á þessum árum en það er ljóst að samstarfíð við dönsku hluthafana var erfitt, sér í lagi við Aage Möller. Aage kvart- aði m.a. undan því að Thor Jensen væri í samkeppni um mjólkursölu við fyrirmyndarbúið í Viðey. Þann- ig háttaði til að Thor var áhuga- maður um búskap og hafði 4 kýr í ijósi bak við heimili sitt við Fríkirkjuveg og seldi hann 15 lítra af mjólk sem var umfram heimilis- þarfír til hótels Heklu. Fleiri og stærri atriði ollu þó ósamlyndi í félaginu. Sölukerfíð fyrir saltfisk og hlutaskipti voru ekki gallalaus og ágóði varð minni en efni stóðu til. Félagið átti lengst af í erfiðleikum með rekstrarfé og vaxtabyrði var talsverð. Thor Jensen sagði upp stöðu sinni sem framkvæmdastjóri í árs- lok 1912 og lét af störfum hinn 1. ágúst árið eftir. Thor Jensen segir í æviminningum sinum: „Með brottför minni úr framkvæmda- stjóm félagsins voru dagar þess taldir." Hinn 3. janúar 1914 barst tilkynning um að stöðva allar greiðslur og þar með gékk félagið Um bryggjumar lágu jámbrautar- teinar og þungir, lágir vagnar með hjólum fyrir teinana fluttu kol, salt og físk. Allt var dregið með handafli frá skipunum upp í salt- húsið, fískhúsin og kolabinginn. Vorið 1929 vom gerðar miklar endurbætur á ýmsum mannvirkj- um. Jámbrautateinamir vom teknir upp og fjarlægðir og settir vom niður nýir bryggjustaurar og plankar á aðra bryggjuna. Til flutninga vom keyptir tveir nýir vömbílar af Fordgerð. En nú fór áhrifa heimskrepp- unnar að gæta. Framleiðsluvömr seldust ekki, fyrirtæki urðu gjald- þrota og fólk atvinnulaust, ferill Kárafélagsins endaði árið 1931. Útvegsbanki íslands tók Stöðina upp í skuldir en ekki vom tök á því að stofna til nýrrar útgerðar og fiskvinnslu. Nokkrir Viðeyingar reyndu að taka Stöðina á leigu með það að markmiði að reka físk- verkun en það tókst ekki. Eftir þessi áföll fór íbúum 1 eynni fækkandi en þeir sem eftir sátu reyndu að búa að sínu með fáeinum kúm, kindum og hænsn- um og stunda þá vinnu sem til féll. Þótt minna væri um skipakomur á Sundbakkann, komu nokkrir gestir aðra leið. Þama var nokk- urs konar flugvöllur. Sjóflugvélar lentu þama og má nefna flug- kappana Balbo og Charles Lind- bergh, þeir komu árið 1933. 1939 skall heimsstyijöldin síðari á og 10. maí árið eftir var ísland hemumið. í Reykjavík og öðmm byggðarlögum vantaði vinnuafl þangað fóm Viðeyingar. En það vantaði lika timbur, húsin vom rifín. 1943 var Sundbakki kominn í evði. Nú em öll mann- virki að bamaskólanum og vatnsgeyminum frátöldum rústir einar. m JLulI Hafsteinn Sveinsson á nýjum bát, Maríusúðinni. Morgunblaðið/KGA Þakklátt starf Spjallað við Hafstein Sveinsson Viðeyjarfara Flestum ber saman um að Viðey sé fríð og fögur. Unaðsreitur í nágrenni höfuðborgarinnar þar sem hægt sé að ganga á vit fortíðar og sögu í óspilltu umhverfi. — En fólk þarf að sigla yfir Viðeyjarsund til að komast í þessi gæði. Hafsteinn Sveinsson sér um Viðeyjarferðir. Gamall draumur Hafsteinn sagði blaðamanni að Viðeyjarflutningar hans ættu sér langan aðdraganda. „Ég fór mína fyrstu ferð til Viðeyjar árið 1962. Ég gleymi þeirri ferð aldrei. Þessi för var farin á fallegum sumardegi. Við komum fjögur saman út í eyju á smábáti og ég minnist þess að hafa haft orð á því við sam- ferðafóik mitt, hvemig í ósköp- unum það mætti vera að við Reykvíkingar hefðum héma við bæjardymar unaðsreit sem nán- ast engir fengju notið. Eftir þessa ferð lét sú hugsun mig ekki í friði að opna eyjuna fyrir almenning. Stephan Steph- ensen átti eyjuna þá, mikill og skemmtilegur ágætismaður. Árið 1966 bað ég hann um leyfí til að feija fólk út í eyju en þar var þungt undir fæti; blákalt nei í það skiptið. Árin liðu en ég vildi ekki gefast upp. í árslok 1970 datt mér í hug að kaupa bát á Norðurlöndum og sigla honum yfír íslandsála. Ég vissi sem var að eftir slíkri för yrði tekið. Ég lét verða af þessu ævintýri, keypti Moby Dick, 19-feta bát, og sigldi hon- um heim vorið 1970. Mitt fyrsta verk eftir að ég kom heim var að fara til Stephans í Verðandi; því hann átt ennþá meginhluta eyjarinnar, þó ríkið hefði eignast Viðeyjarstofu. Það er ekki að orðlengja það, hann tók mér eins og glataða syninum. — Og það var alveg sjálfsagt að ég fengi að flytja fólk út í Viðey. Ríkis- valdið veitti mér einnig leyfí. Moby Dick var ekki stór bát- ur, tók bara 10 manns. Árið 1973 tók ég Skúlaskeið í notkun sem hefur þjónað þessum ferðum síðan af mikilli dyggð og tryggð án allra óhappa. Skúlaskeið get- ur flutt um 50 manns. — Og nú er ég kominn með enn eina feiju, Marfusúð. Hún tekur milli 70 og 80 manns. Þannig að þú sérð að áhuginn á Viðey hefur aukist í gegnum árin. Ég ætla að reyna að halda Skúlaskeiði við og nota sem varabát, einn bátur er ekki nóg.“ — Feijaðir þú einungis al- menning á milli, voru ekki ein- hveijir flutningar fyrir ríkisvald- ið, því það var lengi verið að gera við Viðeyjarstofu á þessum árum? „Mínir farþegar hafa verið allur almenningur, venjulegt og gott fólk. Ríkið veitti svo litlu fé til viðgerðanna að húsin grotn- uðu í rauninni hraðar niður en þau voru byggð upp. Það lá við að ég táraðist á vorin þegar ég kom að kirkjunni, snjófannir inni og mosagrónir veggir.“ — Nú hafa hent slys á Viðeyj- arsundi, hefur þú nokkum tímann verið hætt kominn? „Ég reyni að vera samvisku- samur gagnvart farþegum mínum og við hjálpumst öll að. Aðeins einu sinni hefur farþegi fallið í sjóinn. Það gerðist fyrir stuttu. Fullorðin kona missti jafnvægið á leið í bátinn. — En hún var flugsynd og hjálpfúsar hendur voru nærri." Feijað gott fólk — Nú er varla nóg að hafa bát, þarf ekki bryggjur? „Jú, um leið og ég byijaði að feija fólk út í Viðey smíðaði ég flotbryggjur, bæði í Sundahöfn- inni og úti í Viðey. Úti í eyju var ég fyrst með 50 metra langa bryggju. Sú reyndist fullstutt; fjaran nær langt út. — En þetta var nú byijunin. Ég lengdi hana seinna upp í 70 metra. Þessir flutningar hafa oft ver- ið erfíðir. Flotbryggjumar í Við- ey og Sundahöfn hafa oftsinnis farið í mask. Þetta hefur því verið mikil vinna. — En einhvem veginn hefur þetta bjargast. Ég hef verið á hrakhólum með aðstöðu í Sundahöfninni. Ég hef verið að þvælast fyrir skipunum. Þetta hefur bjargast fyrir góð- vild og liðlegheit, sérstaklega frá starfsmönnum Eimskips sem hafa lagt sig fram um að greiða götu mína í öllu aðstöðuleysinu. Maður hefur orðið að vakta bát- inn margar nætumar, Sunda- höfnin er galopin fyrir norðaust- anáttinni. Núna er loks að koma sú aðstaða fyrir feijuna sem þarf að vera. Það er komin glæsi- lega hönnuð og vel byggð bryggja S Viðey og önnur báta- bryggja verður fljótlega tekin í notkun í Sundahöfn. Eg sé ekki lengur neitt því til fyrirstöðu að það verði opið í Viðey allan árs- ins hring." — Þú getur þá verið með ferð- ir á vetuma líka? „Síðustu tvö árin hafa verið ferðir á vetuma um leið og borg- in fór að byggja upp af þessum mikla myndarskap og rausn. Borgin hefur svo sannarlega tek- ið vel á þessu máli. Það hefur tekist giftusamlega að flytja þetta mikla magn af byggingar- efni sem hefur verið notað í Við- ey.“ — Hvað er þér hugstæðast við Viðeyjarferðimar? „Mér er efst í huga þakklætið frá farþegum mínum fyrir að fá tækifæri til að komast út í þá paradís sem Viðey sannarlega er.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.