Morgunblaðið - 21.09.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.09.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1988 Morgunblaðið/Theodór Spíratankar fyrir utan Mjólkursamlagið í Borgarnesi. Stærri tank- urinn tekur um 30 þúsund lítra. A innfelldu myndinni mátar Bjarni Jarlsson flöskur við áfyllingarvélina. Borgarnes: V odkaframleiðsla hefst í desember Borgarnesi. FRAMLEIÐSLA á Icy-vodka hefst i Mjólkursamlagi Borg- firðinga í Borgarnesi í desem- ber. Fyrst verður framleitt fyr- ir innanlandsmarkað og í jan- úar verður væntanlega byijað á framleiðslu fyrir Bandaríkja- markað. Nýlega var gengið frá samningi á milli Sprota hf., sem er framleiðandi Icy, og MSB um blöndun og átöppum vodk- ans í Borgamesi. Pökkunarvélar og geymslu- tankar fyrir spírann og vodkann eru komnir á staðinn. Verið er að standseija húsnæði fyrir fram- leiðsluna i kjallara samlagsins að Engjaási. Á næstu vikum verður unnið að uppsetningu og prófun- um á tækjum. Tii að byija með er gert ráð fyrir að blandað og tappað verði um 20 þúsund lítrum af Icy á viku. TKÞ. Kosið um hundahald í borginni eftir mánuð Fyrsti sigur Jóhanns JÓHANN Hjartarson sigraði ungverska stórmeistarann Lajos Portisch í tíundu umferð Inter- polis-skákmótsins í Tilburg í Hollandi í gær. Skák þeirra varð 63 leikir og var hún æsispenn- andi. í timahraki náði Jóhann að snúa á Ungveijann og vinna riddara. Anatoly Karpov fyrrum heimsmeistari hefiir verið óstöðvandi í seinni hluta mótsins og náð að vinna þijár skákir í röð. Hann hefúr einn og hálfan vinning í forskot á Nigel Short sem er í öðra sæti. Skákimar í gær voru allar mjög spennandi. Mesta athygli vakti uppgjör Karpovs og Jans Tim- mans, sem sigraði á mótinu í fyrra. Timman tefldi sama afbrigði gegn Karpov og Jóhann gerði á Sunnu- daginn, en tókst sízt betur upp. Karpov vann öruggan sigur og er ljóst að leikaðferð sú sem Karpov beitir gegn Slavneskri vöm er afar hættuleg svarti. Karpov vann einnig fyrri skák sína gegn Timman og em Hollend- ingar að vonum óánægðir með frammistöðu sinna manna. Short reyndi að saxa á forskot Karpovs, en komst ekkert áfram með hvítu gegn jafntefliskónginum Nikolic og lauk skákinni með jafntefli eft- ir 40 leiki. Sömu úrslit urðu hjá Hubner og Van der Wiel í 32 leilq- um, eftir að hinum síðamefnda hafði tekist að hrinda snarpri árás Þjóðvetjans. Staðan eftir tíu umferðir er þessi: 1. Karpov 7V2 v. 2. Short 6 v. og biðskák 3. Nikolic 5V2 v. 4-6. Hubner, Portisch og Timman 4V2 v. 7. Jóhann 4 v. 8. Van der Wiel 3V2 v. Sjá skákskýríngu á bls. 20. JMtrgirtttMiifeife Tafir vegna bilana í prentsmiðju TAFIR urðu á prentun þriðjudagsblaðs Morgun- blaðsins vegna bilana og óhappa í prentsmiðju. Venju- lega lýkur prentun klukkan 5 en nú dróst prentun síðustu cintaka til klukkan 11.30. Af þessum sökum barst áskrifendum vestan Kringlu- mýrarbrautar, í Fossvogi og í Smáíbúðahverfi ekki blaðið fyrr en síðdegis. Einnig fór dreifíng til landsbyggðarinnar úr skorð- um, einkum á Norðurlandi og Vestfjörðum. Blaðið biður lesendur sína velvirðingar á þessum töfum. TiUögur Framsóknarflokks og Alþýðuflokks í efnahagsmál- um, sem Morgunblaðið birti í gær og lagðar hafa verið fram af hálfii flokkanna í viðræðum þeim, sem nú standa yfir um stjómarmyndun, gera ráð fyrir því, að gengi krónunnar verði fellt um 3%, þótt það komi hvergi fram í tillögunum sjálf- BORGARRÁÐ samþykkti í gær að almenn atkvæðagreiðsla fári fram um hvort hundahald skuli leyft áfram í borginni. Kosið verð- ur á tveimur kjörstöðum í borg- inni. Kjörstaðir verða opnir frá mánudeginum 24. október til sunnudagsins 30. október. Þegar hundahald var leyft í borg- inni fyrir fjórum árum var sett bráðabirgðaákvæði, sem kvað á um að áframhaldandi hundahald skyldi borið undir atkvæði Reykvíkinga. Kjörskrá við kosningamar verður hin sama og gilti við forsetakosning- amar í sumar, en þeir sem náð hafa 18 ára aldri á síðasta kjördegi munu bætast á skrána. í samþykkt borgar- ráðs segir, að stefnt skuli að því að kjörstaðir verði opnir a.m.k. 3 klukkustundir virka daga og a.m.k. 6 stundir laugardag og sunnudag. Á kjörseðlum verður spumingin: „Vilj- ið þér leyfa hundahald í Reykjavík með þeim skilyrðum sem gilt hafa síðustu fjögur ár?“ „Ég held að niðurstöður slíkrar kosningar hljóti að verða þær að hundahald með eftirliti verði leyft áfram,“ sagði Guðrún Guðjohnsen, Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins munu fulltrúar þessara flokka hafa lagt fyrir Þjóðhags- stofnun að leggja mat á tillögur þeirra á þeim gmndvelli, að heim- ild Seðlabankans til 3% lækkunar á gengi krónunnar frá því sl. vor yrði nýtt. Eins og kunnugt er var gert ráð fyrir því í upphaflegum formaður Hundaræktarfélags ís- lands, er hún var innt álits á kosning- unum. „Það hljóta allir að sjá þvílík afturför það væri að banna hunda- hald. Þau 60 ár sem bann við hunda- haldi var við lýði vom alltaf margir hundar í borginni og fólk hlýtur að sjá að það er æskilegra að haft verði eftirlit með hundunum en láta það ófremdarástand skapast á ný. Það „VID ERUM með staðfestan samning í höndunum frá ábyrg- um aðilum, sem voru hér í síðustu viku og buðu hópi manna þetta verð. Þeir afhentu okkur þetta síðan skriflegt. Þetta eru nokkuð margir kaupendur, þær verk- tillögum Þorsteins Pálssonar, for- sætisráðherra, að þessi heimild yrði nýtt en Alþýðuflokkurinn lýsti sig andvígan því. í þeim til- lögum, sem Framsóknarflokkur- inn lagði fram á sínum tíma var gert ráð fyrir tveimur kostum. í öðmm þeirra fólst nýting á þess- ari heimild. var fyrir löngu kominn tími til að leyfa hundahald og satt best að segja finnst mér að reynsla undanfarinna fjögurra ára hafl verið það góð að ekki sé ástæða til kosninga. Pening- unum hefði verið betur varið til ann- ars. Borgarráð hefur hins vegar tek- ið ákvörðun um þetta og henni verð- um við að hlíta," sagði Guðrún Guðjohnsen að lokum. smiðjur sem við munum einna helst skipta við eru norðan við Lýsusund," sagði Sveinn Hjjartar- son hjá LÍU um tilboð Norð- manna um kaup á loðnu af ís- lendingum. í Morgunblaðinu í gær kom fram, að Jón Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra fiskiqjölsframleiðenda dregur mjög í efa, að Norðmenn séu tilbúnir að greiða þetta verð fyrír loðnuna. Sveinn sagði að mjög erfitt væri að bera saman hagkvæmni löndun- ar í Noregi og fá þar 5.400 krónur fyrir tonnið annars vegar og hins vegar að Ianda hér heima, þar sem ekkert verð hefur enn verið gefið upp. Þó væri ótvírætt mun hag- kvæmara að landa ytra miðað við þær tölur sem nefiidar hafa verið hér, eða allt að 3.300 krónur fyrir tonnið. Norska tilboðið er 64% hærra en það verð sem Sveinn sagð- ist hafa heyrt að verksmiðjan á Neskaupstað hefði boðið, eða 3.300 Gunnar Ragnars ráðinn tilÚA STJÓRN Útgerðarfélags Akur- eyrar ákvað á fúndi sínum í gærmorgun að ráða Gunnar Ragnars í stöðu framkvæmda- stjóra fyrirtækisins í stað Gísla Konráðssonar. Stjómin klofnaði í afstöðu sinni og var Gunnar ráðinn með tveimur atkvæðum Sjálfstæðisflokks og einu atkvæði Alþýðuflokks. Tveir fulltrúar Framsóknarflokks vildu ráða Pétur Reimarsson, fram- kvæmdastjóra Sæplasts hf. á Dalvík til starfans. Gunnar var ráðinn úr hópi fjórtán umsækjenda. Hann tekur við starf- inu um áramótin. Sjá frétt á bls. 30. Hárgreiðsla og ættfiræði á tölvusýningu TÖLVUR á tækniári er yfirskrift sýningar, sem hefst i dag í Laug- ardalshöllinni i Reykjavík. Þar sýna fyrirtæki tölvur og hug- búnað af margvíslegu tagi. Að þessari sýningu stendur hópur tölvunarfræðinema við Háskóla íslands. Sýningin verður opnuð almenn- ingi klukkan 19.00. Meðal þess sem til sýnis verður er hárgreiðsluforrit ásamt vélbúnaði. Þessi tæki gera fólki kleift að finna sína „eiginlegu" hárgreiðslu, eins og segir í frétt frá sýningarhópi tölvunarfræðinema. Auk þess má skoða ýmsar útfærsl- ur andlitsförðunar. Þá verður sýnt ættfræðiforrit, þar sem allt að þriðj- ungur íslendinga getur skoðað ætt- artré sín. Þessu til viðbótar verða m.a. vélmenni, skákmeistarar munu tefla fiöltefli við tölvur, tölvutónlist verður kynnt ásamt fleim. Sýningin verður opin daglega til 25. septem- ber næstkomandi. krónur. „Þá eigum við eftir að taka tillít til þess að olían kostar 5,80 krónur lítrinn þar, en 9,20 hér. Nýjasta afurðaverð sem við höf- um er 9,50 dollarar fyrir hveija próteineiningu af mjöli og 410 doll- arar fyrir tonnið af lýsi. í okkar útreikningum teljum við að loðnu- verksmiðjumar geti borgað allt að 4.200 krónum miðað við þær for- sendur sem við höfum um afurða- verð og rekstrarkostnað verksmiðj- anna. Afurðaverðið hefur hækkað um 86% frá áramótum," sagði Sveinn. „Það segir sig sjálft að enginn trúir þeim útreikningum að ekki sé hægt að hækka hráefnisverðið nema um 10%, það var komið í 3.000 krónur í vertíðarlok í fyrra þegar loðnan er týrust og minnst flta í henni. Það er ábyrgðarleysi af verksmiðjunum, að ætla sér að verðleggja hráefnið þannig, að þeir neyði útvegsmenn til þess að sigla með aflann," sagði Sveinn Hjartar- son að lokum. Tillögur Framsóknarflokks og Alþýðuflokks: Byggja á 3% gengislækkun um. Höfum fengið staðfest tilboð um 5.400 krónur ♦ - segir Sveinn Hjartarson hjá LÍÚ um tilboð Norðmanna í loðnuna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.