Morgunblaðið - 21.09.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.09.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1988 Guðrún Bjartmarsdóttir þjóðsagnafræðingur smíðum bók um þetta efni, en hæp- ið að sú bók muni á þrykk út ganga að henni látinni og er að því mikill skaði fyrir þjóðleg fræði. Eftirlifandi eiginmaður Guðrúnar er Þorkell Steinar Ellertsson, fyrr- verandi skólastjóri, kennari við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti. Þeim hjónum varð fjögurra bama auðið sem öll eru á lífí. Við fráfall Guðrúnar Bjartmars- dóttur fínnst mér vera skarð fyrir skildi hér í MK. Skólinn missir ágætan kennara og efnilegan fræði- mann og við starfsfélagar hennar söknum vinar í stað. Ég kveð hana að leiðarlokum með þakklæti og virðingu. Hún mun eiga góða heim- von í ríki himnanna hjá því al- mætti er öllu ræður. Aðstandendum sendi ég samúðarkveðjur. F.h. Menntaskólans í Kópavogi, Ingólfur A. Þorkelsson. Guðrún Bjartmarsdóttir var alin upp við lifandi þjóðsagnahefð sem naut lengur við í hennar heima- byggð en víða annars staðar. Hún hafði því óvenju góðar forsendur til að fást við þjóðsagnafræði og þegar á háskólaárum sínum haslaði hún sér völl á þessum vettvangi. Hagnýtti hún sér þá alla kosti sem völ var til að kafa sem dýpst í heim þjóðsagnanna. Þjóðsögumar áttu einnig hug hennar er hún hóf menntaskólakennslu í íslenskum bókmenntum og þá auðgaði hún kennsluna með þjóðsagnaefni sem hún hafði sérstakt lag á að gera lifandi og áhugavert. Guðrún átti sér ríkan fræði- mannsmetnað og fyrir nokkmni ámm tók hún fyrir rannsóknarefni í íslenskum huldufólkssögum sem hún vann að hvenær sem færi gafst, fyrst í stopulum tómstundum en síðustu árin einnig á Vísinda- sjóðsstyrk. f því sambandi dvaldist hún við erlendar vísindastofnanir, baeði á Norðurlöndum og í Dublin á írlandi. Vom miklar vonir bundn- ar við þetta verkefni Guðrúnar sem hún hafði hug á að fullvinna á næstu ámm. Guðrún hafði fyrir löngu skipað sér í fremstu röð íslenskra þjóð- sagnafræðinga og síðustu árin tók hún einnig þátt í alþjóðlegu sam- starfí á þessu sviði. Fyrir rúmum mánuði flutti hún erindi á þingi norrænna vísindamanna í Noregi við mjög góðar undirtektir þeirra sem þar vom. Fyrir einu ári hóf Guðrún kennslu í þjóðsagnafræði í félagsvísinda- deild Háskóla íslands. Fór mjög gott orð af kennslu hennar og hóp- ur stúdenta hafði valið námskeið hennar nú á haustmisseri. Fámennur hópur þjóðfræðinga sér nú á bak einum sínum besta liðsmanni og verður það skarð tor- fyllt. En þyngri harmur er kveðinn að bömum Guðrúnar, eiginmanni og móður. Fyrir hönd okkar hjón- anna votta ég þeim dýpstu samúð, en við verðum Qarstödd og getum ekki fylgt Guðrúnu til grafar. Fyrir hönd samkennara í félagsvísinda- deild þakka ég Guðrúnu samstarfíð og bið ástvinum hennar blessunar. Jón Hnefíll Aðalsteinsson Við nyrsta haf, þar sem miðnæt- ursólin dansar á sumrin, norðurljós- in sindra á vetmm og haf og sand- ur, hraun, fljót og fjöll tengjast í grænu trafí kjarrs og grasa er grið- landið Sandur í Aðaldal, þar sem Guðrún Bjartmarsdóttir fæddist þann 3. júlí árið 1939. í dag verður hún til moldar borin í Fossvogskirkjugarði í Reykjavík. Foreldrar Guðrúnar vom þau Bjartmar Guðmundsson, bóndi og alþingismaður á Sandi, sem nú er látinn fyrir nokkmm ámm og kona hans, Hólmfríður Sigfúsdóttir frá Kraunastöðum í Aðaldal, en hún er á lífí og búsett á Smáragötu 3 í Reykjavík. Guðrún var elst sjö bama þeirra hjóna. Ólst hún upp á Sandi fram á unglingsár að' hún hleypti heimdraganum og bjó eftir það á ýmsum stöðum, en Sandur og Aðaldalur skipuðu ávallt öndvegi í huga hennar. Þar stóðu rætumar djúpar • og sterkar og öll hennar næring andleg sem líkamleg átti þar uppmna sinn, því lengi býr að fyrstu gerð. Sandur í Aðaldal er fyrir löngu kunnur af sögum. Þar stóð höfuð- ból fyrmm en torsótt jörð á seinni tíma mælikvarða. Þekktastur er þó Sandur í sögu þjóðarinnar fyrir þá sök að vera griðland lífs og upp- spretta og skjól sérstæðrai* og ríkrar íslenskrar menningar. Þaðan hafa komið margir rithöfundar og ljóðskáld ogýmsir listamenn aðrir. Gefur augaleið að andrúmsloft á slíkum stað hlýtur með einhveijum hætti að vera sérstakt og hafa margvísleg áhrif á næm böm, bæði beint og óbeint. Náttúran sjálf stór- brotin og mikiiúðleg hefur einnig mótað með sínum hætti. Fuglalíf mikið er þar, fiskigengd og gróður og öll var þessi tilvera samtvinnuð af ríkjandi lögmáli heimamanna sem var einlæg virðing fyrir lífinu og auðmýkt gagnvart sköpuninni. í þessu umhverfi ólst Guðrún Bjartmarsdóttir upp. Þar teygaði hún að sér málið, sögumar og ljóð- in, nam náttúruna, greindi og þekkti allar plöntur umhverfís síns bam að aldri og fugla og físka og las og Ias og las, því fróðleiksþyrst var hún frá upphafi og alla tíð. Móðurbróðir Guðrúnar greinir frá því að þegar Guðrún var á 10. ár- inu hafí hann eitt sinn verið þar gestkomandi og legið í rúmi fram eftir degi. Kom þá bamið að og honum dottið í hug að varpa fram hendingu og beðið um botn eða fyrripart. Eftir nokkra stund kom Guðrún aftur að rúmi frænda síns og hafði smíðað fyrripart og varð þá vísan svona: „Víst er ekkert vit í því að vaka fram á nætur. Halldór liggur Ieti í og langar ekki á fætur." Er vísan ljóst dæmi um skarpa hugsun þegar á bamsaldri, enda var það eitt megineinkenni Guðrún- ar alla tíð. Hún fékkst að vísu ekki mikið við ljóðagerð en þó ögn og em það perlur. Formlegt skólanám Guðrúnar í bemsku var stutt, þrír farskólamán- uðir á vetri í fjögur ár og lauk með fullnaðarprófí. Eftir það var hún heima í einn vetur til að liðsinna foreldmm sínum við búrekstur og bamauppeldi. Þann vetur las hún o g utanskóla námsefíii yngri deildar á Laugum og í eldri deild þess skóla fór hún árið eftir og lauk lands- prófí þar eftir tveggja vetra nám. Sá tími var henni ætíð minnisstæð- ur sakir góðs skóla, glaðværðar og elskulegra félaga. Veturinn næsta dvaldi hún enn í foreldrahúsum og létti þar á önn- um móður sinnar, enda var þar bamaskari og mörg brýn verkefni og ekki var þá til styrkjakerfí eða sjóðir að létta undir með foreldmm að kosta böm .til langrar skóla- göngu. Guðrún dvaldi við bústörf á Sandi fram yfir áramót 1957, en þá fór hún á vertíð suður í Sand- gerði. Það sumar, þegar hún var nýorð- in 18 ára, réð hún sigtil skólastjóm- ar og kennslu að Haukadal í Dýra- fírði. Þótti mörgum það ofdirfska og heimamenn ráku upp stór augu, þegar nýi skólastjórinn birtist; bráð- ung og falleg stúlka og leit rejmdar út fyrir að vera enn á bamsaldri, því það var einkenni Guðrúnar að hún virtist alltaf vera mörgum árum yngri en hún raunvemlega var. Ekki er að orðlengja um starfíð í Haukadal, hún kom, sá og sigraði og allir vom ánægðir. Um sumarið tók hún að sér ásamt Hjördísi systur sinni að vera ráðs- kona að Ljósavatni í Ljósavatns- hreppi, þar sem þær unnu m.a. heima ijðma, smjör og skyr og fylltu hillur af búdrýgindum og önnuðust að auki alla þjónustu og sauma heimilisins. Er þetta tilgreint hér sem dæmi þess hversu öll verk léku henni í hendi. Einnig vann hún sem unglingur hjá Skógrækt ríkis- ins á Tumastöðum í Fljótshlíð og í síld var hún bæði á Raufarhöfn og á Siglufirði. Haustið 1958 hóf Guðrún nám í Kennaraskóla íslands. Var sá skóli þá fjögurra vetra, en Guðrún las 3. bekkinn utan skóla og lauk því almennu kennaraprófí á þremur ámm vorið 1961. Þrátt fyrir að hún tók námsefni tveggja síðustu vetr- anna saman, hlaut hún um vorið hæstu einkunn sem þá var gefín við útskrift í Kennaraskóla íslands. Kennaraskólinn reyndist Guð- rúnu mikill og góður skóli og var henni ákaflega kær. Þótt hér sé frá greint í fáum orðum, má og bæta því við, að nám af þessu tagi var um 1960 ekkert einfalt mál fyrir efnalitla sveitastúlku. Allt fram- haldsnám sitt kostaði Guðrún með eigin vinnu og forðaðist að íþyngja foreldmm sínum í þeim efnum. Vissulega munu þau hafa létt undir með henni, þegar kostur var og það gerðu einnig Bjöm, móðurbróðir hennar, og Kristín kona hans, á Aragötu 1, sem léðu húsnæði og annað atlæti af mikilli sanngimi. En Guðrún var þurftalítil og gat vel bjargað sér sjálf með nokkum saumaskap o.fl., enda ræktaði hún snemma með sér þann eiginleika að gera mikið ’úr litlu og nýta hvem hlut út í hörgul. Sumarið 1961 markaði meðýms- um öðmm hætti spor í lífí Guðrún- ar. Þetta sumar starfaði hún sem blaðamaður við Tímann og vakti þar strax athygli fyrir lipran penna og Ieiftrandi stíl og þann 13. ágúst 1961 giftist hún skólabróður sínum úr kennaraskóla, Þorkeli St. Ellerts- syni sem ættaður er úr Reykjavík. Fór hjónavígslan fram í Neskirkju í Aðaldal að viðstöddu fjölmenni, enda kirkjubrúðkaup ekki daglegt brauð í Aðaldal á þeim tíma og því mikið um dýrðir. Nokkmm vikum síðar réðust ungu hjónin til Svíþjóðarfarar. Dvöl þeirra þar varði í þijú ár samfellt og var með þeim hætti að Þorkell lauk fyrst námi í íþrótta- og lífeðlis- fræðum en Guðrún vann fyrir dval- ar- og námskostnaði. Um þær mundir fengust lítil eða engin námslán og þess því enginn kostur að bæði stunduðu nám í einu. Og svo vora líka böm á leiðinni. Sumar- ið 1963 fluttu þau frá Stokkhólmi til Áseda í Smálöndum og kenndu bæði við gmnnskólann þar þann vetur næstan, en héldu síðan heim til íslands síðla sumars árið 1964. Fyrsta bam þeirra hjóna, Þorm- ar, er fæddur í Svlþjóð í apríl árið 1962. Næstur er Þorri, fæddur í Reykjavík í febrúar 1965, þá Álfrún Guðríður, fædd á Egilsstöðum í október 1968, og loks Teitur, fædd- ur í Reykjavík í desember árið 1969. Samband Guðrúnar við böm sín er sérstakur kapítuli. Þótt metnaður hennar væri í ýmsar áttir, gengu bömin alltaf fyrir. Þeim helgaði hún mest af tíma sínum og ást hennar var þar óskert. Tengslin við bömin urðu líka einstök. Sem dæmi má nefna orð sem höfð em eftir dóttur hennar, þegar Guðrún lá banaleguna fyrir skömmu: „Hún er móðir mín, systir og besta vinkona." Og kunnugir votta að einmitt þannig hafí sam- bandið verið. Veturinn 1964—’65 dvelur Guð- rún í Reykjavík með manni sínum og bami. Sinnti hún þann vetur nokkurri forfallakennslu ásamt með heimilisstörfum og bamsburði, en næsta stóra skref er tekið þá um sumarið, er þau hjón ákveða að fara til starfa að Alþýðuskólanum á Eiðum í Suður-Múlasýslu, sem þá var og hafði um langan aldur verið helsta mennta- og menningar- setur á Austurlandi. Var Þorkeli veitt skólastjórastaðan sumarið 1965 og eru þau hjón þá aðeins lið- lega 26 ára að aldri. Vafalaust hef- ur einhveijum þótt það ofdirfska hjá svo ungu fólki að færast svo mikið í fang. Það var og nýstárleg tilhugsun hjá heimamönnum, því fyrrum skólastjómendur höfðu allir verið þjóðkunnir menn á miðjum aldri og þar yfír og fráfarandi skóla- stjóri, Þórarinn Þórarinsson, að hætta sakir aldurs eftir um 35 ára starf. í tíð Þórarins skólastjóra og Sigrúnar Sigurþórsdóttur, konu hans, hafði Eiðaskóli lengst af ver- ið í fremstu röð skóla sinnar tegund- ar hér á landi, en seinustu stjómun- arárin hafði nokkuð hallað undan fæti mest sakir langvarandi veik- inda Þórarins. Einnig hafði allt kennsluhúsnæði alþýðuskólans bmnnið til kaldra kola árið 1960 og var uppbyggingu þess ekki lokið fyrr en á árinu 1968. Aðkoman var því erfíð fyrir ungu hjónin og ekki undarlegt að sumir teldu hér í stórt ráðist. Skólinn var settur í október þá um haustið með um 130 nemend- ur í heimavistum, sem flestir vom á aldrinum 14—18 ára og með um 10 fastráðna kennara, auk starfs- fólks í mötuneyti og við aðra þjón- ustu. Fljótt kom í ljós að hinir nýju skólastjómendur höfðu markaða menntastefnu að leiðarljósi og fylgdu henni eftir með ákveðnum hætti, þannig að á skömmum tíma var Eiðaskóli aftur í fremstu röð hliðstæðra skóla. Einnig tóku menn skjótt eftir því, hversu samband skólastjórahjónanna var einlægt og hversu náið samstarf þeirra var um alla hluti. Þó að daglegt amstur í skólanum mæddi meira á Þorkeli töldu margir sig greina, að áhrif Guðrúnar á skólastarfið væm síst minni. Þar var augljóslega um sam- vinnuverkefni þeirra að ræða. Má því telja að þau hjón hafí bætt hvort annað upp og er það góð niður- staða. Á þessum ámm sannaðist einnig rækilega, hversu mikill og góður kennari Guðrún var. Jafnvel hina erfíðustu bekki sveigði hún og laðaði til náms og áhuga. Kjaft- askar urðu að gjalti í höndunum á henni og útkoman ætíð sú sama, að allir hennar nemendur vildu í hvívetna sitja og standa svo sem + Eiginmaður minn, EIRÍKUR GUÐLAUGSSON, Silfurteigi 6, Reykjavflc, andaðist 20. september í Landakotsspítala. Liv Jóhannsdóttir. t Bróðir okkar, GUNNAR VALGEIR STEFÁNSSON, Brœöraborgarstíg 36, Reykjavflc, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 22. septem- ber kl. 10.30 f.h. Kristján Stefánsson, Stelnunn Stefánsdóttir. + Útför hjartkœrrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR SIGURÐARDÓTTUR BRIEM, Grettisgötu 53b, Reykjavflc, fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 22. sept. kl. 10.30 f.h. Jarðsett verður frá Stokkseyrarkirkju sama dag kl. 15.00. Þeir, sem vildu minnast hennar, láti Hallgrímskirkju njóta þess. Haraldur Briem, Valdimar Briem, Ástvaldur Jónsson, Guðlaug Helga Árnadóttir, Sigurður Jónsson, Guðríður Hulda Guðmundsdótt ir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlót og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SVEINBJARNAR EGILSON, Barðavogi 34, Reykjavflc. Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahjúkrunar Reykjavíkurborgar og öldrunardeildar Landspítalans, Hátúni 10B, fyrir hjálpsemi og góða umönnun. Margrót Þorvaldsdóttir, Elín Lovfsa Egllson, Holger Torp, Sveinbjörn Ásgeir Egilson, Þorvaldur Slgfús Egilson, Frfða Sœmundsdóttlr, Guðrfður Egilson, Þorsteinn Egilson, Eygló Ólafsdóttlr og barnabörn. + Hjartaniegustu þakkir sendum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur hluttekningu, vinarhug og samúö viö andlát og útför eigin- manns míns, föður, tengdaföður, afa, iangafa okkar og bróður, ÓSKARS A. ÞORKELSSONAR fyrrverandl gjaldkera, Rauðagerði 66, Reykjavflc. Einnig innilegustu þakkir til Slippfélagsins i Reykjavík, og starfs- manna þess, félaga í stúkunni Einingu nr. 14, félaga í Lúörasveit Reykjavíkur, stjórnarmanna í Baröstrendingafélaginu og i Veiði; lundi. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd aöstandenda, Slgrfður I. Ólafsdóttir, Signý Þ. Óskarsdóttir, Aðalsteinn Helgason, Ólafur H. Óskarsson, Ingibjörg Björnsdóttir, Anna H. Óskarsdóttlr, Þorgrfmur Ólafsson, Guðrún Fanney Óskarsdóttir, Þrálnn Sigurbjörnsson, Skarpháðlnn P. Óskarsson, Valgerður G. Björnsdóttir, Ásta Þorkelsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.