Morgunblaðið - 21.09.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.09.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1988 Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum: Frambjóðendur deila um efiiahagsástandið Washington. Reuter. EFNAHAGSÁSTANDIÐ og stefhan í utanríkis- og vamarmálum hefur sett mark sitt.á kosningabaráttuna í Bandarikjunum undan- farna daga. Frambjóðendurnir þeir Michael Dukakis, rikisstjóri Massachusetts og George Bush, núverandi varaforseti, búa sig auk þess af kappi undir sjónvarpskappræðu sem fram fer næsta sunnu- dag og talin er geta ráðið miklu um niðurstöðu forsetakosninganna. Dukakis, sem er frambjóðandi Demókrataflokksins, sagði í ávarpi er hann flutti í Arkansas á mánu- dag að uppgangur efnahagslífsins í valdatíð Ronalds Reagans Banda- ríkjaforseta hefði fyrst og fremst komið hinum efnuðu til góða. Eftir hefðu setið millistéttarmenn og lág- launafólk. Sakaði ríkisstjórinn keppinaut sinn um að reyna að ýta undir óvild meðal hinna ýmsu stétta í Bandaríkjunum og vændi hann um öidungis fullkomið skilnings- leysi á hagsmunum hins venjulega Bandaríkjamanns. Kvað Dukakis það einnig fullljóst að hagsmunum almennings væri ógnað sökum þess hve heilsugæslukostnaður hefði aukist í tíð þeirra Reagans og Bush auk þess sem skólagjöld og hús- næðiskostnaður hefði vaxið úr hófí fram. George Bush hefur fullyrt að Dukakis hyggist gera hagsældina í Bandaríkjunum á undanfömum árum að engu með því að hækka skatta. Á mánudag sakaði varafor- setinn Dukakis um að ýta undir stéttaóvild í því skyni að rjúfa sam- stöðu bandarísku þjóðarinnar. Bush sagði efnahagsuppganginn í Massachusetts, sem Dukakis hefur þráfaldlega bent á til sönnunar eig- in ágæti, vera stefnu Reagans Bandaríkjaforseta að þakka en ekki ríkisstjóranum. Raunar hefði upp- gangurinn víða verið meiri en í Massachusetts í tíð núverandi ríkis- stjómar. Karpað um varnarmál Á sunnudag deildu stuðnings- menn frambjóðendanna tveggja hart um stefnuna í vamarmálum í beinni útsendingu ABC-sjónvarps- stöðvarinnar. Demókratinn Bill Bradley, sem á sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði að Bush hefði enn ekki skýrt frá því hvemig hann hygðist haga samskiptum og viðræðum Bandaríkjamanna og Sovétríkjanna yrði hann kjörinn forseti. Þá kvað Bradley varaforset- ann enn ekki hafa skýrt frá því með afdráttarlausum hætti hvaða vopnakerfum hann hygðist láta koma upp eða leggja af. Henry Kissinger, fyrrum utanrík- isráðherra og stuðningsmaður Bush, sagði á hinn bóginn að yfír- lýsingar Dukakis varðandi vamir landsins að undanfömu væm í hróplegri mótsögn við fyrri um- mæli hans. Kvað Kissinger ljóst að Dukakis hygðist hætta við þróun og smíði hreyfanlegra landeld- flauga sem Bandaríkjamenn þyrftu að koma sér upp hið fyrsta til að vega upp á móti yfirburðum Sovét- manna á þessu sviði. Á sunnudag munu þeir Bush og Dukakis heyja sjónvarpseinvígi sem talið er geta ráðið miklu um hvor þeirra hreppir embættið eftirsótta. Einvígið er hið fyrra af tveimur sem þeir hafa komið sér saman um áður en gengið verður til kosninga þann 8. nóvember. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum er jafnræði með frambjóðendunum tveimur en í frétt dagblaðsins The Washington Post á sunnudag sagði að svo virtist sem fylgi Bush færi vaxandi í vestur- og suðurríkjunum en sérfræðingar segja að Dukakis verði að leggja höfuðáherslu á þessi ríki ætli hann sér að búa í Hvíta húsinu næstu fjögur árin. Mið-Austurlönd: Reuter Sagtfyrir verkum Japönsk stúlka hringir i ofiiinn inni í eldhúsi og segir honum að hita upp hrísgijónin. Japanir telja sig hafa fúndið upp nokkuð sem líklegt er til vinsælda; rafmagnstæki sem stjórna má í gegn um síma. Gervihnöttur ísraela sagður ógna Aröbum Nikósíu, París. Reuter. VESTRÆNIR sérfræðingar segja að gervitungl, sem ísraelar skutu á loft á mánudag, sé njósnahnött- ur og hyggist Israelar með til- stilli hans fylgjast með umsvifum herafla óvinveittra rikja allt frá Marokkó til Persaflóa. Fréttaský- rendur og sérfræðingar í ná- grannaríkjum ísraela sögðu í gær að gervitunglið væri ógnun við öryggi Arabaríkjanna í þessum heimshluta og hvöttu til þess að viðkomandi riki sameinuðust um að mæta henni á viðeigandi hátt. Jórdanskur sérfræðingur og há- skólakennari sagði að með því að skjóta gervitunglinu á loft hefðu ísraelar raskað jafnvægi á sviði ör- yggis- og vamarmála allt frá Pakist- an til Marokkó. Sá hinn sami kvað þetta sýna að ísraelar þyrftu ekki að reiða sig á upplýsingar á þessu sviði frá Bandaríkjunum í sama mæli og áður og bætti við að ríki Araba þyrftu í sameiningu að vinna upp það forskot, sem fsraelar hefðu nú náð. Nokkur dagblöð tóku í sama streng í forystugreinum sínum og Margaret Thatcher um Evrópubandalagið: Sjálfstíeð fullvalda ríkí vinna best að evrópskri samvinnu Brussel. Frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunbiaðsins. SAMVINNA af fusum og frjálsum vilja milli sjálfstæðra fúllvalda ríkja er besta Ieiðin til að tryggja fársæla framtíð Evrópubandalagsins (EB), sagði Margaret Thatcher, for- sætisráðherra Breta, í gær í ræðu sem hún flutti við setn- ingu Evrópuháskólans í Brugge (Bruges) í Belgiu. Lagði hún áherslu á, að mið- stýring frá höfúðstöðvum bandalagsins í Brussel myndi spilla fyrir samvinnu Evrópu- þjóðanna. Ekki væri unnt að steypa allar þjóðir álfúnnar i eitthvert sameiginlegt mót. Er ræðan túlkuð sem viðvörun til Jacques Delors, formanns framkvæmdastj órnar EB, um að fara sér hægt við að sölsa of mikið vald undir stjórnina í Brussel. í ræðunni benti Thatcher á að Evrópa hefði ekki orðið til með Rómarsamningnum og að enn síður væri hugmyndin um samein- aða Evrópu séreign einhverra fé- laga eða stofnana; Bretar væru og hefðu alltaf verið Evrópumenn. Það hefðu þeir sýnt og sannað m.a. með því að fóma lífi sínu fyrir frið í Evrópu. Evrópubanda- lagið væri einungis einn af mörg- um vitnisburðum þess að íbúar Evrópu ættu ýmislegt sameigin- legt. Aldrei mætti gleyma því að Varsjá, Prag og Búdapest væru meðal háborga Evrópu. Thatcher lagði áherslu á holl- ustu Breta við Evrópubandalagið og sagði þá ekki hugsa til ein- hverrar þægilegrar jaðartilvem gagnvart bandalaginu í framtí- ðinni. Það væri hins vegar ljóst að tilvera þeirra í framtíðinni mundi byggjast á fleiru en aðild að EB og sama hlyti að gilda um hin aðildarríkin. Evrópubandalag- ið væri ekki markmið í sjálfu sér, það skapaði möguleika á hag- kvæmum aðferðum til að tryggja velmegun og öryggi Evrópubúa í framtíðinni. Fjögur meginatriði Thatcher lagði áherslu á fjögur atriði sem hún kvað valda miklu um framtíð Evrópu. í fyrsta lagi samvinnu á milli sjálfstæðra full- vaida ríkja. Styrkur Evrópu fælist í því að Frakkar væm Frakkar og Spánverjar væm Spánveijar, ekki í því að steypa alla í ein- hveija samevrópska ímynd. Hún vísaði á bug hugmyndum um bandaríki Evrópu og benti á að Bandaríki Norður-Ameríku væra eitt ríki vegna þess að íbúamir litu á sig sem Bandaríkjamenn á sama hátt og Bretar líta á sig sem Margaret Thatcher Breta og Belgar sem Belga. Thatcher kvaðst styðja sameigin- legt átak innan Evrópu á þeim sviðum sem sameiginlegt átak væri árangursríkara en að hver þjóð ynni fyrir sig. Samvinna krefðist hins vegar ekki mið- stjómar í Bmssel eða ákvarðana einhvers embættismannabákns. Það væri undarlegt að á meðan ríki á borð við Sovétríkin væm að hverfa frá miðstjóm væra uppi raddir innan EB sem hvettu til hins gagnstæða. Það væri ljóst að Bretar hefðu ekki sett afskipt- um ríkis nýjar og þrengri skorður til þess að Iáta Evrópubandalagið gína yfír sér undir yfírstjóm í Brussel. í öðm lagi lagði Thatcher áherslu á að Evrópubandalagið einbeitti sér að vandamálum samtímans. Draga yrði úr útgjöld- um til landbúnaðar en ljóst væri að búseta og byggð yrði ekki tryggð með verðlagningu land- búnaðarafurða. í þriðja lagi yrði að efla fram- tak.og fmmkvæði í Evrópu. Róm- arsáttmálinn snerist um efna- hagslegt frelsi. Reynslan hefði kennt Evrópumönnum að höft og miðstjómaraðgerðir bæm ekki árangur. Innri markaðurinn sner- ist um að fyrirtæki gætu athafnað sig innan Evrópu allrar, þess vegna yrði að létta af þeim hindr- unum sem heftu athafnafrelsi þeirra. Auðvitað yrði að auðvelda fólki að ferðast um bandalagið á sama hátt og greitt væri fyrir vömm og þjónustu, en það lægi í augum uppi að útilokað væri að leggja niður allt eftirlit á landa- mæmm. Án þess yrði ekki hægt að tryggja öryggi þegnanna, hafa hemil á eiturlyfjasmygli, hryðju- verkamönnum og ólöglegum inn- flytjendum. Þá lagði Thatcher áherslu á að ekki væri þörf fyrir reglur sem ykju útgjöld fyrirtækja innan EB og drægju þannig úr samkeppnis- hæfni þeirra á heimsmörkuðum. vom stjómvöld víða gagnrýnd fyrir að sinna ekki því hlutverki sínu að gæta öryggis viðkomandi ríkja. Ónefndir vestrænir sérfræðingar sögðu í samtali við fréttamenn Reut- ers-fréttastofunnar í gær að megint- ilgangurinn með gervihnattarskot- inu væri sá að afla hernaðarlegra upplýsinga. Margir bentu hins vegar á að gervihnötturinn sjálfur skipti ef til vill ekki sköpum í þessu sam- hengi heldur sú staðreynd að ísrael- ar væm nú, fyrstir ríkja Mið-Austur- landa, komnir í hóp geimvelda. Sömu heimildarmenn sögðu stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa neitað ísraelsk- um sérfræðingum um aðgang að mjög nákvæmum gervitunglamynd- um af tilteknum landsvæðum í Mið- Austurlöndum. Bandarískir embætt- ismenn sögðu að vafalítið væri unnt að nota gervitunglið til njósna en kváðust hins vegar efast um að sá væri megintilgangurinn með því að koma því á braut umhverfís jörðu. ísraelar hafa neitað því að gervi- tunglið sé njósnahnöttur og lýst yfir þvi að geimskotið hafí einvörðungu farið fram í tilraunaskyni. Brasilía: Varað við alnæmis- harmleik Sao Paulo. Reuter. EFTIR fimm ár verða fimm miHj- ónir manna í Sao Paulo, fjölmenn- asta ríki Brasilíu, smitaðar af al- næmi nema gripið verði til rót- tækra ráða. „Ef ekki verður tekið í taumana strax horfumst við í augu við stór- kostlegan harmleik," sagði Jose Pi- notti, yfírmaður heilbrigðismála í ríkinu, og bætti því við, að betra eftirlit með blóðgjöfum, mikil breyt- ing á kynhegðan fólks og meiri fræðsla, einkum meðal eiturlyfja- neytenda, væm lykilatriði í barátt- unni við útbreiðslu alnæmisins. Sextíu af hundraði alnæmissjúkl- inga í Brasilíu búa í Sao Paulo og em þar á skrá um 2.500 manns. Heilbrigðisyfirvöld telja hins vegar, að 250.000 manna hafi smitast af veimnni sem veldur sjúkdómnum. „Ef sjúkdómstilfellin verða orðin 50.000 eftir fimm ár eins og margt bendir til, verða fímm milljónir manna í Sao Paulo smitaðar," sagði Pinotti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.