Morgunblaðið - 21.09.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.09.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1988 25 Líbanon: Fimm týna lífi í sprengjutilræði Beirút. Reuter. FIMM manns létu lífið og að minnsta kosti 25 slösuðust i aust- urhluta Beirút í gærmorgun þeg- ar bilsprengja sprakk í verslun- arhverfinu Dora. Að sögn lög- reglu var billinn hlaðinn 125 kg af sprengiefiii þegar hann sprakk í loft upp um níuleytið. Bíllinn sprakk í þann mupd sem bílalest ók hjá með Joseph Skaff þingmann innaborðs. Skaff særðist lítillega og fjórir lífvarða hans særð- ust einnig. í sprengingunni, sem var geysiöflug, kviknaði í tíu bílum og starfsmenn Rauða krossins unnu við að Ijarlægja líkamsleifar og hreinsa blóð af götunum innan um brennandi bílflök. Gluggar brotn- uðu í að minnsta kosti 50 bygging- um og sími og rafmagn fór af. Að sögn lögreglu sást maður um tvítugt leggja bíl og taka til fótanna nokkrum mínútum áður en spreng- ingin kvað við. Talið er að sprengingin sé í tengslum við komandi forsetakosn- ingar í Líbanon en á föstudag lýkur ERLENT sex ára kjörtímabili Amins Gemaý- els. Kristnir menn og múslimar reyna hvorir um sig að koma sínum frambjóðandi að sem eftirmanni Gemayels. Ólga jókst í borginni þegar kristnir menn höfnuðu tillögu Sýrlendinga og Bandaríkjamanna sem lögðu til að Mikhael Dahar, þingmaður kristinna manna af trú- flokki maroníta, yrði næsti forseti Líbanons. Þeir 76 þingmenn sem enn sitja á líbanska þinginu, sem telur 99 þingsæti, hittast á morg- un, fimmtudag, og reyna að kom- ast að samkomulagi ’um eftirmann Gemayels. Sprengingin var sú fjórða á þessu ári í hverfi kristinna manna. Reuter Fimm fórust og 25 slösuðust þegar bílsprengja sprakk í austurhluta Beirút i gær. Sprengingin sem varð i verslunarhverfinu Dora olli miklum skemmdum. Marokkó-EB: Spánverjar við ólöglegar veiðar Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunbladsins. YFIRVOLD í Marokkó hafa und- anfarna daga fært átta spænsk fiskiskip til hafiiar í Casablanca veg^na ólöglegra veiða. Spánver- jamir era sakaðir um að nota smáriðnari net en heimiluð eru í fiskveiðisamkomulagi EB og Ma- rokkó. Frá 10. ágúst í sumar hafa átján spænsk veiðiskip verið færð til hafn- ar í Marokkó sökuð um brot á fisk- veiðisamningum. Marökkóbúar full- yrða að Spánveijarnir hendi ólöglegu veiðarfærunum fýrir borð þegar varðskip nálgast en spönsku sjó- mennimir vísa þeirri fullyrðingu á bug. Þeir segjast hafa verið beittir þvingunum af marokkönskum sjólið- um til að undirrita játningar. Þeim ásökunum hafa hinir síðamefndu harðneitað. Yfirvöld í Marokkó hafa ekki fallist á að eftirlitsmenn, hvorki frá Spáni eða EB, fari um borð í skipin til að ganga úr skugga um réttmæti ásakana þeirra. Fiskveiðisamningur Marokkó og EB var. undirritaður í febrúar sl. Hann er í Bmssel talinn mikilvæg- asti samningur bandalagsins af þessu tagi. Samkvæmt samningum fengu 700 fiskiskip frá Spáni og 30 frá Portúgal veiðiheimildir í fisk- veiðilögsögu Marokkó í fjögur ár. Fyrir samninginn greiðir Evrópu- bandalagið rúmlega þrjá og hálfan milljarð íslenskra króna á ári jafn- framt því sem Marokkóbúar fá um- talsverðar ívilnanir á innflutningi á sardínum til bandalagsins. Okyrrð írnian stjóm- arhersins á Haiti FKYSTIKISTUR- FRYSTISKAPAR Port-au-Prince. Reuter. EINSTAKA skothvellir heyrðust í höfúðborg Haiti í gær en þá bár- ust fréttir um, að hópur úngra hermanna hefði lagt undir sig tvær herbækistöðvar í borginni. Skýrt var frá hermannauppreisn- inni í sama mund og Prosper Avril, sem komst til valda í herbyltingunni á laugardag, tilkynnti skipan nýrrar stjómar. Em ráðherrar í henni flest- ir óbreyttir borgarar, þeir sömu og skipuðu bráðabirgðastjórnina fyrir kosningamar í janúar -sl. Vaxandi kurr hefur verið í röðum ungra hermanna að undanfömu enda em þeir illa launaðir og illa búið að þeim á flestan hátt. Annað er hins vegar uppi á teningnum með yfírboð- ara þeirra, herforingjana, sem em hinir eiginlegu ráðamenn og draga sér gífurlegt fé úr sjóðum þessarar bláfátæku þjóðar. Reuter Vopnaður hervörður ekur um götur Port-au-Prince en herbylt- ing var gerð á Haiti á laugardag. PLO: Leggja til myndun bráðabirgðastj órnar Túnis. Reuter. Frelsissamtök Palestínu (PLO) hafa lagt til að mynduð verði palestínsk bráðabirgða- stjóra sem fyrst, að sögn tveggja fúlltrúa PLO. Þeir ætla að leggja til við Þjóðarráð Pa- lestínumanna, hið útlæga þing Palcstínumanna, í næsta mán- uði að lýst verði förmlega yfir stofhun sjálfstæðs palestínsks rikis með landamæri í samræmi við tillögur Samcinuðu þjóð- anna frá 1947. Tillögurnar voru til umræðu í Túnis um síðustu helgi þegar framkvæmdanefnd PLO fundaði með fulltrúum Palestínumanna sem fylgjast með framgangi mála á Vesturbakkanum og á Gaza- svæðinu. Fuiltrúar PLO, sem ekki vildu láta nafns síns getið, sögðu að Palestínumenn telji sig verða að fara varlega í sakimar. „Þetta verður að gerast hægt og sígandi. Það er ekki hægt að taka einhliða ákvarðanir,“ varð einum þeirra að orði. Hann sagði jafnframt að væntanleg tilkynn- ing um myndun ríkisstjómar Pa- lestínu stæði í sambandi við al- þjóðlega ráðstefnu um frið í Mið- austurlöndum sem stefnt er að koma á. eins og hlutirnir gerast bestir rnmol GRAM frystikisturnar hafa hraðfrystihólf, hraðfrystistillingu, körfur sem hægt er að stafla, Ijós í loki, barnaöryggi á hitastilli- hnappi, blikkandi öryggisljós við of hátt hitastig. GRAM frystiskáparnir hafa jafna kulda- dreifingu í öllum skápnum, hraðfrysti- stillingu, öryggisljós fyrir hitastig, útdraganlegar körfur með vörumerki- miðum, hægri eða vinstri opnun. Og auðvitað fylgir hitamælir og ísmola- form öllum GRAIVI frystitækjunum. Kistur: YTRI MÁLlCM. hæð breidd dýpt rými í lítrum orkunotk. kWst/ sólarhr. frystiafköst kg/ sólarhr. VERÐ' afborg. st.gr. HF-234 85,0 x 80,0 x 69,5 234 1,15 17,6 35.450 (33.678) HF-348 85,0 x 110,0 x 69,5 348 1,30 24,0 41.460 (39.387) HF-462 85,0 x 130,0 x 69,5 462 1,45 26,8 47.740 (45.353) H-590 90,0 x 160,0 x 67,5 590 2,85 47,8 59.850 (56.858) Skápar: FS-100 71,5 x 55,0 x 60,6 100 1,06 16,3 29.990 (28.491) FS-175 106,5 x 55,0 x 60,6 175 1,23 24,5 38.200 (36.290) FS-146 86,5 x 59,5 x 62,1 146 1,21 18,4 36.100 (34.295) FS-240 126,5 x 59,5 x 62,1 240 1,40 25,3 47.570 (45.192) FS-330 175,0 x 59,5 x 62,1 330 1,74 32,2 62.980 (59.831) 3ia Góðir skilmálar /ponix ára ábyrgð Traust þjónusta Hátúni 6A Simi (91) 24420

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.