Morgunblaðið - 21.09.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 21.09.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVnOJDAGUR 21. SEPTEMBER 1988 51 KNATTSPYRNA / LANDSLEIKUR Hefna íslendingar ófaranna í Búdapest? Mætast í dag á Laugardalsvellinum ÍSLENDINGAR og Ungverjar leika vináttulandsleik í knatt- spymu á Laugardalsvellinum í dag. Leikurinn hefst klukkan 17.30. ar Islendingar og Ungveijar leika nú sinn annan leik á árinu. Sá fyrri fór fram í Búdapest í maí sl. og lauk með 3-0 sigri Ungverja. Leikurinn í kvöld er liður í undirbún- ingi beggja liða fyrir H.M.-leikina í haust. Islenzka landsliðið leikur gegn því tyrkneska í Istanbul 12. október og því austur-þýzka í Berlín viku seinna. Tveir menn í 16 manna hópnum leika að öllum líkindum sinn 25. landsleik í kvöld, en það eru þeir Bjami Sigurðsson og Ólafur Þórð- arson. Knattspyrnusambandið heiðrar þá leikmenn, sem ná þeim áfanga, með gullúri. Landsliðið, sem mætir Ungverjum, er þannig skipað, og fylgir land- sleikjaflöldi viðkomandi: Markverðir: Bjami Sigurðsson, Brann.......24 Guðmundur Hreiðarsson, Víking.. 1 Aðrir leikmenn: Amljótur Davíðsson, Fram.......2 Atli Eðvarðsson, Val...........52 Guðni Bergsson, Val.............20 Gunnar Gíslason, Moss...........35 Ólafur Þórðarson, Í.A...........24 Ómar Torfason, Fram.............30 Pétur Amþórsson, Fram...........19 Pétur Ormslev, Fram.;...........30 Ragnar Margeirsson, Í.B.K.......32 Rúnar Kristinsson, K.R...........5 Sigurður Grétarsson, Luzem......21 Sigurður Jónsson, Sheff.Wed.....15 Sævar Jónsson, Val..............43 Viðar Þorkelsson, Fram..........19 Dómari verður Bo Helen frá Svíþjóð og línuverðir landar hans Jan-Erik Dolk og Jan Petersen. Morgunblaöið/Bjami Arnljótur Davíðsson og Rúnar Kristlnsson eigast hér við á landslis- ðæfingu í gær. Þeir eru yngstu leikmennimir í 16 manna landsliðshópnum, sem í kvöld mætir Ungvetjum á Laugardalsvelli. Fyrirliðinn, Atli Eðvaldsson, fylg- ist með. KÖRFUBOLTI / NBA-DEILDIN Jordan með átta ára samning Ereinn sá hæstlaunaðasti í íþróttinni MICHAEL Jordan, einn fremsti körfuknattleiksmaður NBA- deildarinnar í Bandaríkjunum um árabil, skrifaði í gœr undir samning við Chicago Bulls sem gerir hann að einum hæstlaun- aðasta körfuknattleiksmanni heims. Jordan, sem í fyrra var valinn verðmætasti leikmaður NBA- deildarinnar, skrifaði undir átta ára samning við Chicago Bulls. Þess má geta að Earvin „Magic" Johnson sem er einnig hefur verið valinn verðmætasti leikmaður NBA-deild- arinnar, er með 25 ára samning við lið sitt Los Angeles Lakers. Jerry Krause, framkvæmdastjóri Chicago Bulls, vildi ekki gefa upp á blaðamannafundi í gær upp á hve háa íjárhæð samningurinn hljóðaði, en sagði þó ljóst að með þessu væri Jordan orðinn einn hæstlaun- aðasti körfuknattleiksmaðurinn. Hann vildi hvorki segja af né á Um þann orðróm að samningurinn væri virði 25 milljóna dollara, þ. e. tæp- lega 1.2 milljarða íslenskra króna. Jerry Reinsdorf, eigandi Chicago Bulls, sem mætti á blaðamanna- fundinn með Jordan, sagðist vera mjög ánægður með samninginn og eins það að liðið hafí vonandi tryggt sér krafta Jordans það sem eftir væri ferlis hans. Michael Jordan þarf ekki að hafa áhyggjur af fjármálunum næstu árin. KNATTSPYRNA / LANDSLIÐ Sterkl lið Dana Sex atvinnumenn í danska landsliðshópnum sem mætir íslendingum í Kaupmannahöfn eftir viku SEPP Piontek, landsliðsþjálf- ari Dana, hef ur valiö 18 manna landsliðshóp fyrir leik- inn gegn íslendingum á Idrætsparken eftir viku. í hópnum eru margir sterkir leikmenn, þ.á.m. sex leik- menn sem leíka með liðum utan Danmerkur. Tveir leikmenn danska lands- liðs gáfu ekki kost á sér. Ivan Nielsen sem leikur með PSV Eind- hoven er meiddur og Michael Lu- adrup er að leika með liði sínu, Juventus, sama kvöld. Þá er ekki víst hvort Jan Mölby verður tilbú- inn fyrir leikinn en hann meiddist í leik Liverpool gegn Tottenham um helgina. Sepp Piontek hefur valið eftir- talda leikmenn: Markverðir: Peter Schmeichel....Bröndbyemes IF Troel8 Rasmussen.......AGFÁrósum Aðrir leikmenn: Lars Olsen.............Bröndbyemes IF John Sivebæk...................St. Etienne Kent Nielsen...........Bröndbyemes IF Bjöm Kristensen................AGF Árósum Bjame Jensen...........Bröndbyemes IF Johnny Hansen...................OB Óðinsvé Jmi Heintze...........PSv Eindhoven John Helt...................Lyngby Jan Bartram.........Bröndbyemes IF John Jensen............Hamburger Sv Jan Mölby..................Liverpool Kim Vilfort.........Bröndbyemes IF Ulrik Moseby.............OB Óðinsvé Flemming Povlsen...............Köln I.ars Elstrup..........OB Óðinsvé Mark Strudal...........Nsestved IF Þetta lið mun mæta íslenska landsliðinu, í Kaupamannahöfn, á miðvikudaginn í næstu viku. 1 Sepp Plontek er hér áhyggjufullur á svip. Hann er að byggja upp nýtt lið fyrir heimsmeistarakeppnina og leikur gegn íslendingum er þáttur f undirbúningi liðsins. GOLF Peugotí verðlaun GOLFMÓT verður haldið á Hvaleyrarholtsvelli á laugar- daginn, 24. september, og geta snjallir kylfingar unnið bifreið af gerðinni Peugot 405,1900 GR, árgerð 1988, ef þeir fara holu í höggi á 17. braut vallar- ins. Golfklúbburinn Keilir gengst fyrir mótinu, sem er styrktar- mót vegna þátttöku sveitar félags- ins í Evrópukeppni félagsliða í Marbella á Spáni 21.-26. nóvember næstkomandi. Auk bifreiðaverð- launanna verða veitt aukaverðlaun til þeirra sem fara par 3 brautir á pari. Keppt verður samkvæmt svo- kölluðu 7/8 Stableford punktakerfí. HANDBOLTI / KVENNALANDSLIÐ Eria og Guorún í landsliðið Islenska kvennalandsliðið sigr- aði sem kunnugt er á alþjóð- legu mófi sem fram fór hér á landi síðustu helgi með þátttöku Spán- ar, Portúgal og A og B-liða ís- lands. Mótið var liður í lokaundir- búningi liðsins fyrir C-heims- meistíirakeppnina sem fram fer í Frakklandi í lok október. í gærkvöldi valdi Slavko Bam- bir, landsliðsþjálfari, 16 manna hóp fyrir C-keppnina. Tvær breyt- ingar voru gerðar á liðinu. Erla Rafnsdóttir og Guðrún Rebekka Kristjánsdóttir bættust við A-liðið en þæf léku með B-liðinu á salt- fískmótinu. Tæpur mánuður er til stefnu fyrir mótið og verður æft tvisvar á dag, fyrir utan síðustu dagana í september þegar félögin „fá af- not“ af leikmönnum sínum. Eftirtaldir leikmenn fara til Frakklands: Markverðir: Kolbrún Jóhannsdóttir......Fram Halla Geirsdóttir............FH Aðrir leikmenn: Guðríður Guðjónsdóttir.....Fram Ama Steinsen.................Fram Ósk Víðisdóttir..............Fram Ema Lúðvíksdóttir.............Val H. Katrín Friðriksen..........Val Guðrún R. Kristjánsdóttir....Val Guðný Guðjónsdóttir...........Val Margrét Theódórsd.......Haukum Guðný Gunnsteinsd.....Stjömunni Erla Þ. Rafnsdóttir...Stjömunni Svava Baldvinsdóttir.....Víkingi Inga Lára Þórisdóttir....Víkingi Kristín Pétursdóttir..........FH Rut Baldursdóttir..............FH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.