Morgunblaðið - 21.09.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.09.1988, Blaðsíða 39
t ■ 4 r rik ' 88 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1988 39 Margrét Gruhagen, Miðhúsum - Minning Fædd 3. mars 1926 Dáin 14. september 1988 í dag verður jarðsungin frá Skál- holtskirkju Margrét á Miðhúsum nágrannakona mín. Hún fæddist í Hermannsburg í Þýskalandi. Hún kom hingað til lands 1949 og var ráðin til skólastjórahjónanna á Laug- um í Þingeyjarsýslu, þeirra Amórs Siguijónssonar og Helgu Kristjáns- dóttur. Síðan varð hún tengdadóttir þeirra er hún giftist Sighvati syni þeirra. Margrét og Sighvatur keyptu Miðhús 1952 og fluttu þangað ári síðar þegar búið var að byggja þar íbúðarhús, fjárhús og hlöðu, en þau þurftu að byggja öll hús upp frá grunni, því ekkert hús var þar not- hæft, enda jörðin búin að vera í eyði í mörg ár. Lát Margrétar ætti ekki að koma manni á óvart, svo lengi var hún búin að beijast við þann sjúkdóm sem hún dó úr, og aldrei endar nema á einn veg, en það hefur verið svo ótrúlegt hvað hún hefur farið létt í gegnum þetta því aldrei hefur hún kvartað og alltaf var hún að finna ný ráð til að lækna sig sjálf og var svo bjartsýn að það tækist að manni fannst alltaf að hún væri að ná heilsu á ný. Einnig hefur hún hjálp- að mörgum sem baríst hafa við krabbamein og gefið þeim trú á bata. Henni gafst í raun mikill tími því liðin eru 22 ár síðan hún fór í fyrstu aðgerðina, og þannig fékk hún ósk sína uppfýllta að koma öll- um bömunum sínum sex að tölu til fullorðinsára. Bömin eru öll mikið mannkosta- fólk og vel menntuð. Þau eru, talin í aldursröð: Geirþrúður lyfjafræðing- ur, Hjálmur píanóleikari, Amór hag- fræðingur, Helga tónlistarkennari, Ingunn flugfreyja og Hallur er vinn- ur heima á búi foreldra sinna. Bama- bömin em þijú og vom hennar sólar- geislar. Þegar ég kom fyrst að Uthlíð kynntist ég nágrönnum mínum, er haldnar vom guðsþjónustur í stof- unni hjá tengdaforeldmm mínum en það hafði þá verið gert um 30 ára skeið. Ég man vel eftir öllum sem þar mættu og var Margrét þeirra á meðal, mér var sagt að hún væri þýsk, en er ég talaði við hana var íslenskan svo góð að varla var hægt að heyra erlendan hreim. Hún til- einkaði sér íslenskuna og íslenska siði alveg sérstaklega og hún var þjóðlegri en flestir Islendingar sem ég hef kynnst. Hún ræktaði garðinn sinn vel bæði úti og inni. Of voðir úr íslensku ullinni, ræktaði allt sitt grænmeti sjálf, nýtti fjallagrös, blóð- berg, sortulyng og ber, allt á sem náttúmlegastan hátt. Margrét var vel gefin kona, og menningarauki fyrir. Biskupstungur að hún skyldi setjast hér að, því hún hafði mikla hæfileika bæði til að flytja músík og kenna. Það fyrsta sem við Margrét kynntumst í raun, var fyrir rúmum 25 ámm er við fóram að æfa söng með Skálholts- kómum sem stofnaður var fyrir vígslu Skálholtskirkju. Það var safn- að saman fólki vítt og breitt um sveitina og það varð úr að við Margr- ét slógum til og fómm í kórinn. Þá vom vegalengdir meiri en nú og bílar af skomum skammti. Við fómm þetta á rússajeppa sem tengdafaðir minn lánaði okkur og við höfum verið hátt í klukkutíma hvora leið, svo það gafst góður tími til að rabba saman. Þá sagði Margrét mér meðal annars, að þegar hún kom til íslands vissi hún ekki að það væri hægt að lifa án þess að taka þátt í tónlistar- starfi. Nærri má því geta hvað þetta kórstarf var henni mikils virði, enda fór það svo að hún var oft organisti Leiðrétting í ‘kveðjuorðum hér í blaðinu í gær, um Sigríði Einarsdóttur, féll niður fæðingardagur hennar og ár. Hún var fædd 10. ágúst 1895. Hún lést sunnudaginn ll.september. Beðist er velvirðingar á mistökunum. með kómum og einnig við aðrar kirkjur í sveitinni, nú síðast við Haukadalskirkju sem var henni mjög kær, og verður hún lögð þar til hinstu hvílu. Margrét kenndi í mörg ár á flautu í bamaskólanum og náði að glæða áhuga unga fólksins á tónlist og veit ég að margur býr að því enn og sum þessara ungmenna urðu síðar stoð Skálholtskórsins. Fyrir þetta allt og margt annað megum við samferðafólkið þakka. Við héma í Úthlíð þökkum gott nágrenni, söknum vinkonu sem var alltaf tilbúin til að hjálpa og gleðja, hún fylgdist vel með nágrönnum sínum, sérstaklega unga fólkinu, enda átti hún sérstaka vini meðal þess sem sakna hennar núna. Um leið og við þökkum Margréti samfylgdina vottum við Sighvati og bömum samúð og biðjum þeim Guðs blessunar. Ágústa Ólafsdóttir í dag, miðvikudag 21. september, verður Margrét lögð til hinstu hvfldar og langar mig til að minnast hennar nokkmm fátæklegum orð- um. Ég kynntist henni fyrst sem bam, þá var ég 10 ára gömul og átti að byija í skóla. Á mínum heimaslóðum hagaði svo til að ekki var neinn skóli. Vomm við systkinin þá send í fóstur á vetuma til vina og kunn- ingja foreldra okkar og fómm þá þaðan í skóla. Ég var svo heppin að Margrét og Sighvatur féllust á að taka mig og reyndust mér sem bestu foreldrar. Margrét var þá þegar búin að fara í aðgerð vegna krabbameins og áttu þau þá orðið 5 böm öil innan við fermingu. Heimili þeirra var mikið menning- arheimili og þau hjónin svo samhent. Þó heimilið væri stórt, bústörfin mikil og unnin af kostgæfni, þá var alltaf tími aflögu til að sinna fjöl- skyldunni að loknu dagsverki. Ég man oft eftir skemmtilegum kvöld- um í eldhúsinu heima á Miðhúsum. Margrét var mikill persónuleiki, hóg- vær, glaðleg og var öllum svo góð, sá alltaf björtu hliðamar og gerði alltaf gott úr öllu. Hún var mikið fyrir tónlist, spilaði á hljóðfæri og hafði fallega söngrödd. Fyrir 19 ámm urðu þau hjónin svo þeirrar gleði aðnjótandi að eign- ast 6. bamið sitt. Allt virtist ætla að ganga vel, sjúkdómurinn virtist yfimnninn, en svo var þó ekki. Eftir nokkur ár til viðbótar tók hann sig upp aftur. Hún barðist hetjulegri baráttu í veikindum sínum með já- kvæðri hugsun og æðmleysi, stóð alltaf eins og klettur, svo aðdáunar- verð, styrkur hennar var með ólík- indum. Hún gat verið heima þar til undir það síðasta. Mánudaginn 12. september, kom- um við móðir mín til hennar á Lands- pítalann, þá var hún orðin mjög veik, en samt brosti hún veiku brosi til okkar, og vottaði jafnvel fyrir bliki í augum. Það gladdi mig, þegar Þrúða sagði okkur að þau hjónin hefðu farið til Þýskalands í sumar og dvalist þar með systur Margrétar í Svartaskógi. Við sem kynntumst henni eigum svo margt að þakka, hún auðgaði líf okkar og gaf svo mikið af sjálfri sér. Margar minningamar renna í gegnum hugann, sem ekki verða settar á blað hér, mörg smá atvik. Ég minnist oft þess góða veganestis sem hún gaf mér, þegar ég var hjá þeim og á eftir að endast mér vel. Ég bið Guð um að styrkja fjöl- skyldu hennar í þeirra mikla missi og í þeirri trú að nú líði henni vel í betri heimi. Ég sendi Sighvati og bömum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Elísabet Hún Margrét okkar er farin. Þessi frétt barst mér að kvöldi dags 14. september síðastliðinn. Fréttin um lát Margrétar átti ekki að koma mér á óvart, því síðustu vikumar var augljóst að hveiju dró. Samt fannst mér allt í einu allt svo tómt, en hetjulegri baráttu var nú lokið. Margrét barðist í rúm tuttugu ár við sjúkdóm sinn af svo miklum kjarki og dugnaði að allir sem til þekktu undmðust. Það var krafta- verki líkast að sjá hana koma heim sem sigurvegara eftir hveija raunina á fætur annarri. Við sem ólumst upp og bjuggum í nágrenni við hana höfum fyrir svo margt að þakka. Glaðlyndi hennar og hugulsemi var alltaf eins og sól- skinsblettur í gráum hversdagsleik- anum. Hún gat alltaf tekið þátt í gleði okkar og sorgum, gefið góð ráð og sagt huggunarorð sem vom svo miklu meira en orðin tóm. Fyrstu kynni mín af Margréti hafa orðið mér ógleymanleg. Þá stóð ég, sex ára kríli, á hlaðinu á Bóli og heyrði söng, svo þýðan og hljóm- fagran en samt svo þróttmikinn. Svona söng Margrét við vinnu sína,. svo lengi sem henni fannst röddin endast. Hún söng líka í kirkjukóram í sveitinni og lék á orgel við messur. í mörg ár kenndi hún blokkflautu- leik við bamaskólann í Reykholti, og bömin í nágrenninu vom líka ávallt velkomin til hennar að æfa sig á píanóið og fengu þá leiðbein- ingar, oftast án þess að hafa hug- mynd um, slík var ljúfmennska Margrétar. Margrét Griinhagen fæddist í Hermannsburg á Luneborgarheiði 3. marz 1926. Hún var næstelst fimm systkina. Móður sína missti hún aðeins tólf ára gömul og föður- inn fimm ámm síðar. Árið 1949 kom Margrét til íslands og var fyrst í vinnu hjá Amóri Sigur- jónssyni og konu hans, Helgu Kristj- ánsdóttur, í Þverá í Þingeyjarsýslu. Seinna giftist hún Sighvati syni þeirra. Þau keyptu jörðina Miðhús í Biskupstungum og byggðu þar allt upp. Meðan á byggingarfram- kvæmdum stóð, bjuggu þau á Bóli í sömu sveit, en fluttu svo að Mið- húsum og hafa búið þar síðan með miklum myndarbrag. Böm þeirra em sex, nú öll upp- komin. Þáu em Geirþrúður, Hjálm- ur,- Amór, Helga, Ingunn og Hallur. Bamabömin eru tvö, Margrét Rut og Sighvatur Öm. Um leið og við á Brekkubæjunum þökkum Margréti samfylgdina á síðastliðnum 37 ámm, biðjum við Guð að styrkja Sighvat og fjölskyldu hans í þeirra sám sorg. Systkinum Margrétar vottum við okkar dýpstu samúð. Hólmfríöur Óskarsdóttir Nú þegar ég er að kveðja mæta og mikilhæfa konu, Margréti Griinhagen, langar mig til að minn- ast hennar með nokkmm orðum. Margrét var óvenjulega stefkur per- sónuleiki. Gáfumar vom miklar og fjölþættar. Hún var gædd góðvild, hlýju og næmi fyrir fólki og um- hverfi. Hún bar umhyggju fyrir jörð- inni sinni og öllum sem þar vom um lengri eða skemmri tíma. Umhyggj- an náði einnig til dýra og gróðurs. Þessu kynntist ég vel þegar ég fór í heimsókn í Miðhús fyrir þrem ámm með tvær sonardætur mínar 5 og 10 ára. Pabbi þeirra hafði verið eina nótt í Miðhúsum þegar hann var 6 ára. Maðurinn minn er frændi Sighvats í Miðhúsum og fór hann þangað í heimsókn með strákinn. Þetta var ekki gleymt, slík var tryggðin hjá þeim hjónum báðum. Þegar við sonardætumar mínar höfðum fengið hressingu og telpum- ar leikið sér við Snata, kisu, heimaln- ingana og kálfa fór Margrét með okkur upp í ásana fyrir ofan bæinn. Þar em fallegir klettar og hólar þar sem bömin höfðu leikið sér. Þau em 6. Þama er íjölbreytilegur gróður og útsýnið er hrífandi, tignarleg §öll og fagurt, ræktað land. Allt land Miðhúsa höfðu hjónin girt til þess að geta stjómað beit og ráðið nýt- ingu landsins. Það var ógleymanleg upplifun að spjalla við Margréti þama úti í náttú- mnni og finna ást hennar á landinu. Hér hafði hún búið með manninum sínum. Þau höfðu byggt hér allt upp og ræktað og, eins og hún sagði, talið það gott og göfugt að fram- leiða mat. í þessari ferð tók Margrét eftir því, hvað eldri sonardóttir mín, Hanna Kristín, var mikið náttúm- bam. „Hún svífur," sagði Margrét. Þá bauð hún henni að koma til sín og dvelja í viku til reynslu og verða sumarbam næsta sumar ef hún kynni vel við sig og þeim félli vel saman. Nú hefur Hanna Kristín ver- ið í Miðhúsum í tvö sumur og alltaf líkað vel. „Hún er alltaf góð,“ sagði Hanna Kristín um Margréti. Að vera alltaf góð er undursamlegt af konu sem er búin að beijast við erfiðan sjúkdóm í mörg ár. Það er undur- samlegt og dásamlegt að hún lét aldrei bugast en var alltaf sterk þó að líkaminn yrði magur og þrekið minnkaði. Að lokum var ekki stætt lengur. Sjúkdómurinn náði yfir- höndinni. Margrét var gædd miklum tónlist- argáfum og sum böm hennar hafa erft þær. Hún tók mikinn þátt í tón- listarlífi í sveit sinni, bæði með kór- starfi og organleik. Böm Margrétar og Sighvats em þessi: Geirþrúður lyfjafræðingur, Hjálmur píanóleikari, Amór, hann er við nám í Bandaríkjunum, Helga blokkflautuleikari, Ingunn flug- freyja og Hallur, sem er heima. Bamaböm em tvö, Margrét og Sig- hvatur Öm, auk þess eitt stjúpbam, Nanna. Margrét verður jarðsett í Haukad- al. Þar em tengdaforeldrar hennar, Amór Siguijónsson og Helga Kristj- ánsdóttir, einnig jarðsett. Við maðurinn minn, Gísli T. Guð- mundsson, Hanna Kristín, foreldrar hennar og litla systir eigum Mar- gréti mikið að þakka. Við söknum hennar öll. Ég votta fjölskyldunni innilega samúð. Kristín S. Björnsdóttir t GUNNFRÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR saumakona, sem andaðist á Dalbraut 27 12. september, verður jarðsungin frá Áskirkju miðvikudaginn 21. september kl. 15.00. Jóhann Jónsson. t Eiginmaður minn, SVAVAR ERLENDSSON, Iðufelli 10, Reykjavfk, andaðist í Landakotsspítala sunnudaginn 18. september. Agnes Helga Hallmundsdóttlr. t Móðir okkar, tengdamóöir og amma, RAGNHEIÐUR JÓHANNSDÓTTIR, Faxaskjóll 14, Reykjavfk, lést þann 20. september. Jarðarförin auglýst síöar. Stefán J. Helgason, Soffía Slgurjónsdóttir, Hilmar Þ. Helgason, Kristjana I. Helgadóttir Barr, Saul Z. Barr og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BALDUR EINARSSON f.v. bifrelðastjóri, Skúlagötu 66, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 22. septem- ber kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd. Slgríður M. Guðmundsdóttir, Guðrún Baldursdóttlr, Páll B. Jónsson, Björn S. Baldursson, Ásdfs Jónsdóttir, Grétar Baldursson, Kristfn E. Egilsdóttlr, Halldór B. Baldursson, Hrafnhildur Egilsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn og aðrlr aðstandendur. t Útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóöur og ömmu, ÞORBJARGAR G. JENSDÓTTUR, Bakkagerðl 6, Reykjavfk, veröur gerð frá Bústaðakirkju föstudaginn 23. september kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á kvennadeild Rauða krossins, Öldugötu 4, Reykjavík. Guðmundur Guðmundsson, Margrót Dóra Guömundsdóttir, Moritz W. Sigurðsson, Gylfi Guðmundsson, Indiana Sigfúsdóttir, Hákon Guðmundsson, Gróa Margrót Jónsdóttir, Guðrún Ásta Guðmundsdóttir, Joseph Sablow og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.