Morgunblaðið - 21.09.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.09.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1988 Shevardnadze ræðir við dönsk stjórnvöld Kniinmannahnfn Honfnr Kaupmannahöfn. Reuter. SOVESKI utanríkisráðherrann Eduard Shevardnadze kom til Danmerkur í opinbera heimsókn í gfær. Búist var við að hann ræddi milliríkjaviðskipti, málefni Evrópubandalagsins og uppsetn- ingu ratsjárstöðvar á Grænlandi við dönsk stjórnvöld. Við komuna til Danmerkur sagði Shevardnadze að koma þyrfti í veg V estur-Þýskaland: Sluppu ómeiddir úr kúlnahríðinni Tilræðið talið tengft fundi Alþjóða- bankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Bonn. Reuter. SKOTIÐ var í gær að ráðuneytis- stjéra í vestur-þýska Qármála- ráðuneytinu í þann mund, sem hann var að fara til vinnu sinnar. Sakaði hann ekki og lentu kúlurn- ar í bílnum hans. Nú er að hefjast f Vestur-Berlín fundur Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins og Alþjóða- bankans og hafa öfgafullir vinstri- menn og sljórnleysingjar hótað hermdarverkum af þvi tilefni. Lögreglumenn segja, að þremur eða flórum skothleðslum hafi verið skotið að Hans Tietmeyer þegar hann var á leið til vinnu sinnar í fjármála- ráðuneytinu í Bonn. Höfðu tilræðis- mennimir komið sér fyrir í skóglendi rétt við veginn en þegar þeir hófu skothríðina kastaði Tietmeyer sér niður á bílgólfíð og slapp alveg ómeiddur. Bílstjórinn varð heldur ekki fyrir skoti þótt tíu kúlur lentu í bílnum. Rúmlega 100 hópar og hreyfingar ætla að sameinast um friðsamleg mótmæli þegar fundur fyrmefndra alþjóðastofnana fer fram og heldur fólkið því fram, að lánastefna þeirra hafi hrakið margar þriðjaheimsþjóðir á vergang. Ofstækisfull kommún- istasamtök og stjómleysingja hafa hins vegar staðið fyrir íkveikjum í bönkum og hótað hryðjuverkum. A fundinn í Vestur-Berlín koma 10.000 ráðherrar, bankamenn og embættis- menn frá 151 landi og af þeim sökum hafa verið kallaðir til 2.700 lögreglu- menn frá öðrum landshlutum til að aðstoða lögregluna í borginni en hún telur 6.000 manns. fyrir árekstra austantjaldsríkja og vesturlanda. Nauðsynlegt væri að ríkin ræddust við og málefnaágrein- ingur mætti ekki koma í veg fyrir að menn fyndu samkomulags- grundvöll. Væri þetta haft í huga mættu vonir fólks um frið og ör- ugga framtíð rætast. Utanríkisráðherrann sagði að Danir og Sovétmenn ættu það sam- eiginlegt að vilja efla öryggismál, afnema kjamorku- og efnavopn, koma í veg fyrir hemaðarátök og forða heiminum frá umhverfísslys- um. Shevardnadze vildi einnig ræða viðskipti, mannúðar- og menningar- mál við Dani. Nokkrir vestrænir stjómarerind- rekar líta svo á að ferð utanríkisráð- herrans væri farin til að kynna Norðurlandabúum viðhorf Sovét- manna í viðskipta- og öryggismál- um. Shevardnadze fer til Washington í dag til viðræðna við Schultz, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna og að þeim loknum mun hann verða viðstaddur upphaf Allsheijarþings Sameinuðu þjóðanna. Reuter 1600manns hafa farist íflóðun- um íBangladesh Þúsundir fjölskyldna eru enn einangraðar í Manikganj, 10.000 manna bæ norðan við Dhaka höfuðborg Bangladesh, þremur vik- um eftir að mestu flóð f sögu Bangladesh hófust, að því er emb- ættismaður einn sagði í gær. Eyðileggingin af völdum flóðanna sést á vegum sem liggja til Manikganj sem komu upp úr yfir- borði vatnselgsins fyrir aðeins þremur dögum. Hús hafa lagst saman, uppskera er ónýt og á veginum eru stórir gígar eins og eftir loftárás. Að sögn embættismanna hafa nálægt 1600 manns farist í flóðunum. 270 manns hafa látist úr sjúkdómum viðsvegar um landið og að minnsta kosti 620 þúsund manns smitast. Bandaríkin-Kanada: Fríverslun gegn mögu- legum EB-tollmúrum Reuter Lögreglumaður í Vestur-Berlín athugar bíl, sem ekið er að Teg- el-flughöfninni í borginni. Árs- fiindur Alþjóðabankans og Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins hefst nú í vikunni og af þeim sökum hefur öryggisgæslan verið stórefld. Washlngton. Reuter. BÁÐAR deildir Bandaríkjaþings hafa nú samþykkt firíverslunar- samning sem stjórnir Banda- rikjanna og Kanada hafa gert með sér. Ragan Bandaríkjafor- seti segir að með samningnum hafi verið búinn til stærsti, frjálsi markaður heims og sumir stuðn- ingsmenn samningsins álíta að hann muni hvelja Vestur-Evr- ópumenn til að halda mörkuðum sínum opnum gagnvart rfkjum utan Evrópubandalagsins, EB. Enn er andstaða við samninginn á Kanadaþingi. Samningurinn var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta í báð- um deildum Bandaríkjaþings enda þótt nokkrir þingmenn rækju and- Spánn: Tunga Baska hafín til vegs og virðingar á ný San Sebastian á Spáni. Reuter. TUNGUMÁL Baska, sem nefn- ist Euskera á þeirra máli, geng- ur nú í endurnýjun lífdaganna með samþykki og stuðningi spænskra stjórnvalda. Forðum var Böskum, sem búa í hinum fjöllóttu héruðum Norður- Spánar, bannað að tala og rita þjóðtungu sina. Baskneska er málfiræðilega einstaklega flók- in og afar ólík spænsku en hún er undirstaða baskneskrar þjóðernistilfinningar. Þjóðern- issinnar af kynstofni Baska hafa um árabil barist fyrir stofinun sjálfstæðs ríkis Baska er næði yfir öll héruð þeirra á Spáni jafnt sem Frakklandi þar sem nokkur hluti þjóðarinnar býr. Uppruni basknesku er umdeild- ur meðal málvísindamanna en ta- lið er að þjóðin sjálf hafí haldið frá Asíu fyrir mörg hundruð árum til heimkynna sinna í fjallahéruð- unum á landamærum Spánar og Frakklands. Innflytjendur frá öðr- um hlutum Spánar þrengdu að tungu og menningu Baska á 19. öld er iðnvæðing hófst á Norður- Spáni og miðstýringarárátta spænskra stjómvalda varð Bösk- um einnig fjötur um fót. Franco einræðisherra bannaði notkun basknesku á stjómartíma sínum sem iauk um miðjan síðasta ára- tug. I blaði, sem hlynnt var Franco- stjóminni, var sagt á fímmta ára- tugnum að það að tala basknesku væm jafn slæmir mannasiðir og að nota hendumar til að ausa upp súpunni.“ Búið var til slagorðið: „Ef þú ert Spánveiji talaðu þá spænsku!" Litið var niður á bask- neskuna og sagt að hún væri að- eins mál smábænda og fiski- manna. Bannað var að gefa út prentað mál á tungumálinu, jafn- vel bænabækur, og basknesk skólaböm voru hvött til þess að tala fremur spænsku. 1971 þurfti Carmen Garmen- dia, sem nú er forstöðumaður opinberrar tungumálastofnunar í Baskalandi, að beita sér af öllu afli til að mega láta skíra son sinn Mikel en ekki Miguel sem er Baskar á Norður-Spáni hafa árum saman barist fyrir stofiiun dasjálfstæðs ríkis. Myndin sýnir mótmæli í bænum Cizurquil skammt mlisfrá San Sebastian. spænski rithátturinn á sama nafni. Baskneska dó ekki út, þrátt fyrir ofsóknimar, m.a. vegna þess að þjóðemissinnaðir menntamenn skipulögðu hálf-leynilega skóla á heimilum sínum þar sem málið var notað áfram. Síðan 1980, er Baskaland var gert að sjálfstjómarhéraði, hafa spænsk stjómvöld reynt að hlúa að basknesku. Garmendia segir að um Qórðungur hinna tveggja milijóna íbúa héraðsins tali bask- nesku reiprennandi og margir í viðbót kunni svolítið í málinu. Hún viðurkennir þó að fáir noti máiið að staðaldri. Það er nú skyldun- ámsgrein í grannskólum héraðs- ins og tugþúsundir fullorðinna, þ.á m. margir atvinnulausir, sækja námskeið til að læra tungu forfeðra sinna. Basknesk sjónvarpsstöð notar basknesku í útsendingum sínum og gefín eru út tvö vikurit á mál- inu auk þess sem eitt dagblað er að hluta ritað á því. Samt sem áður getur ferðamaður dvalist dögum saman í héraðinu án þess að verða mikið var við basknesku ef undanskilin era skilti, sem era á spænsku og basknesku, og sér- kennilegt veggjakrot á fáeinum stöðum. Baskneska nýtur meiri virðingar en fyrr en það er enn þá of snemmt að spá um lyktir í baráttunni fyrir vexti hennar og viðgangi. róður gegn honum á þeim forsend- um að samningurinn gæti valdið bandarískum bílaframleiðendum, kartöflubændum og fleiri framleið- endum skaða. „Samkomulagið mun verða til að fjölga atvinnutækifær- um og auka hagvöxt beggja vegna landamæranna og stærsti fijálsi markaður í heimi verður til,“ sagði Reagan forseti eftir atkvæða- grejðsluna í þinginu. Öldungadeild kanadíska þings- ins, þar sem stjómarandstöðuflokk- ur fíjálslyndra hefur meirihluta, neitar að fjalla um samninginn nema Brian Mulroney, forsætisráð- herra stjómar íhaldsflokksins, boði til þingkosninga. Frjálslyndir segj- ast ætla að hætta við fríverslunar- samninginn sigri þeir í kosningun- um. Andstæðingar samningsins í Kanada óttast að bandarísk fyrir- tæki muni kveða innlend fyrirtæki í kútinn komist fijálsi markaðurinn á laggimar. Evrópubandalagið hyggst koma á sameiginlegum, innri markaði aðildarríkjanna árið 1992. „Ég tel að það mikilvægasta við fríverslun- arsamninginn sé sú staðreynd að hann gerir jarðarbúum svolítið auð- veldara að meta gildi og möguleika eins heimsmarkaðar," sagði Lloyd Bentsen, formaður efnahags- og fjármálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings og jafnframt vara- forsetefni demókrata, í gær. Hann sagði að Bandaríkjamenn gætu notað samninginn sem tæki í bar- áttunni gegn ríkjum, sem hygðust loka mörkuðum sínum, og sagt:„Ef þið aðstoðið okkur ekki við að vinna að fijálsri heimsverslun þá gerum við tvíhliða samninga við önnur ríki." Öldungadeildarþingmaðurinn Max Baucus sagði að þessari aðferð yrði fyrst og fremst hægt að beita gegn Evrópubandalaginu sem virt- ist hafa meiri áhuga á að gera innri verslun bandalagsins fijálsa en sjálfa heimsverslunina. „Víðtækur, tvíhliða fríverslunar- samningur milli Bandaríkjanna og Japans gæti verið prýðileg hótun gagnvart Evrópubandalaginu ef það hyggst reisa tollmúra utan um bandalagið um leið og sameigin- lega, innri markaðnum verður kom- ið á 1992,“ sagði Baucus.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.