Morgunblaðið - 29.09.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.09.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1988 Bráðabirgðalögin: Verðstöðvun og frysting launa SAMKVÆMT bráðabirgðalög- um ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar verða bráða- birgðalög fráfarandi ríkis- stjórnar í flestum atriðum fram- iengd, og fleiru verður bætt við, svo sem verðjöftaun innan sjávarútvegsins. Laun mega ekki hækka þar til 15. fébrúar á næsta ári, verðstöðvun gildir til loka þess mánaðar, fiskverð verður óbreytt til 15. febrúar, verð á búvörum breytist ekki, óheimilt verður að hækka húsa- leigu og gjaldskrá opinberra fyrirtækja og sérfræðinga, sem starfa sjálfstætt. Loks hefur gengi verið lækkað um 3%. í drögum að bráðabirgðalögun- um segir um almennt verðlag að gildandi verðstöðvun verði fram- lengd til 28. febrúar 1989 með þeirri breytingu, að heimilt verði að hækka verð vöru og þjónustu sem nemi hækkun á erlendu inn- kaupsverði eða hækkun á verði á innlendum gænmetis- og físk- mörkuðum. Verð á búvörum breyt- ist ekki á verðstöðvunartímabilinu og verði niðurgreiðslur auknar til að halda því óbreyttu. Gjaldskrár fyrirtækja á vegum ríkis eða sveit- arfélaga og gjaldskrár sjálfstætt starfandi sérfræðinga verði óbreyttar til 28. febrúar að öðru leyti en því að heimilt verður að taka tillit til hækkana á erlendu innkauspverði aðfanga. Sama gildir um hvers kyns útselda vinnu eða þjónustu. 0 Laun haldast óbreytt tii 15. febrúar 1989. Þann dag kemur til framkvæmda sú 1,25% kaup- hækkun sem verða átti 1. febrúar eða 1. marz. Launahækkanir eftir 1. marz samkvæmt kjarasamning- um, sem gerðir voru fyrir 1. sept- ember, skulu koma til fram- kvæmda jaftaframt því að heimilt verður að segja kjarasamningum lausum eftir 16. febrúar. Lagaá- kvæðin um takmörkun á samn- ingsrétti launafólks falla þar með úr gildi. Launaliður í verðlags- grundvelli búvöru verður óbreyttur á sama tíma, en hækkar um 1,25% 15. febrúar. Sama gildir um al- mennt fískverð. Tekjutrygging elli- og örorkulífeyrisþega og heimilisuppbót hækka um 3% frá 1. október næstkomandi. Persónu- afsláttur og barnabætur verða hækkaðar sérstaklega í tengslum við aðgerðir í skattamálum. Þá er ákveðið að nafnvextir lækki um 5 til 10% í næsta mán- uði og enn frekar síðar, þegar verðlag verður stöðugra. Nafn- vextir af almennum skuldabréfum voru 40% í júlí, en verða komnir niður í 15% í októbermánuði. Ríkisstjómin mun ennfremur beita sér fyrir 3% lækkun meðalraun- vaxta á skuldabréfum ríkissjóðs og hefur hún einnig falið Seðla- bankanum að breyta gmndvelli lánskjaravísitölu þannig, að vísit- ala launa vegi helming á móti sam- anlögðum vísitölum framfærslu og byggingarkostnaðar. Morgunblaðið/Þorkell Fyrstu skákmennirnir koma ídag FYRSTU keppendumir i heimsbikarmóti Stöðv- ar 2 í skák koma til landsins síðdegis í dag. Það eru þeir Tal, Ehlverst, Sokolov og Beljavsky. Hinsvegar mun heimsmeistarinn, Kasporov, koma á föstudaginn. Setningarathöfta mótsins verður á Hótel Islandi á sunnudagskvöld og þá verður dregið um töfluröð keppenda. Mótið sjálft verður hinsvegar í Borgarleikhúsinu og hefst fyrsta umferðin kl. 17 á mánudag. Þar er nú unnið að uppsetningu mótsalarins. Mót þetta er sterkasta skákmót sem haldið heftar verið hérlendis, er f 15. styrkleikaflokki. Mótsstjóri verður Þorsteinn Þorsteinsson. Hann segir að öll aðstaða á mótsstað verði eins og best verður á kosið og hann á von á þvl að mótið verði spenn- andi og skemmtilegt. Millifærslan talin koma fiskvinnslunni yfir núllið Tel þörf á skuldbreytingu upp á 5 milljarða króna, segir Arni Benediktsson MILLIFÆRSLA í formi verð- bóta á freðfisk og hörpudisk upp á 800 miHjónir króna alls, sem teknar verða að láni erlend- is, er meðal þeirra aðgerða, sem Guðrún Helgadóttir alþingismaður: Ólafiir leggur meira upp úr óvinaheijum „Ólaftar Ragnar fórnaði peði fyrir riddara og góðir skák- menn segja að það geti stundum borgað sig og stundum ekki. Þingflokkurinn mat hæfileika Steingríms Sigfússonar meira en mina og það er ekkert við þvi að segja,“ sagði Guðrún Helgadóttir þingmaður Alþýðu- bandalagsins. Talað var um að hún yrði menntamálaráðherra í stjórn Steingrims Hermannsson- ar. Alþýðubandalagið hefur þá reglu að í valdastofnunum flokks- ins séu ekki færri en 40% af öðru kyninu en ráðherrar Alþýðubanda- lagsins eru allir karlar. Þegar Guð- rún var spurð hvaða sjónarmið hún teldi að hefðu legið til grundvallar því vali, sagðist hún vera svo ógæfusöm að hafa gert tvennt af sér. Annað væri að eiga heima í Reylg'avík og hitt að hafa stutt Ólaf Ragnar til formanns í Al- þýðubandalaginu. „Þetta tvennt hefur mér helst verið fundið til foráttu og það er greinilegt að Ólafur leggur meira upp úr óvina- heijum sínum en vinaheijum þessa dagana," sagði Guðrún Helgadótt- ir. Guðrúnu'var boðin formennska í þingflokki Alþýðubandalagsins. Hún sagðist í gær ekki hafa tekið afstöðu til þess tilboðs. 100 þús- undfyrir ferjustörf Björgunarsveitin Víkveij- ar heftar nú fengið samtals um 100 þúsund krónur fyrir að feija bila yfir Múlakvísl, að sögn Reynis Ragnarsson- ar í Vík í Mýrdal. Unnið er að viðgerð brúarinnar og verður hún í fyrsta lagi opn- uð annað kvöld. Fjallabaks- leiðir eru ekki færar fólks- bflum. „Við ferjum fólksbíla og jeppa og drögum vörubíla yfír Múlakvís! með MAN-herbifreið sem við keyptum í Þýskalandi fyrir 1,8 milljónir króna í vor. Við tökum 1.500 krónur fyrir að feija hvem bíl og stundum bíða þrír bílar eftir fari," sagði Ámi Oddsteinsson, félagi í björgunarsveitinni Víkveijum. ætlað er að bæta hag fiskvinnsl- unnar. Þá heftar Verðjöfiiunar- sjóði fiskiðnaðarins einnig verið heimilað að breyta verðbótum á rækju. Óheimilt verður að hækka fiskverð fyrr en um miðjan febrúar og þá um 1,25%. Það verð mun síðan gflda til vors. Stoftaaður verður atvinnu- tryggingasjóður útflutnings- greina til þess að leysa Qár- hagsvanda fyrirtækja í útflutn- ingsgreinum með lánum og skuldbreytingum og verð á raf- orku til frystihúsa verður lækk- að um fjórðung. Loks er gert ráð fyrir gjaldi á þá ioðnu, sem kann að verða landað ferskri erlendis. Ámi Benediktsson, fram- kvæmdastjóri SAFF, telur að með þessum breytingum ásamt lækkun vaxta niður fyrir 10% og sambæri- legri lækkun verðbólgu, verði físk- vinnslan rekin án taps. Jafnframt verði þó að veija um 5 milljörðum króna til skuldbreytingar eldri skulda vegna tapreksturs undan- genginna mánaða og verði það að gerast strax. Með þessu móti verði söltun reltín með lítilsháttar hagn- aði og frysting komist yfír núllið. Formaður Sjómannasambands íslands, Óskar Vigfússon, for- dæmir þessar aðgerðir, annars vegar sem árásir á lgör sjómanna og hins vegar brot á lögum um starfsemi Verðjöfnunarsjóðs fisk- iðnaðarins. Óskar sagði f samtali við Morgunblaðið, að á 17 mánaða tímabili hefði fiskverð og um leið laun sjómanna aðeins hækkað um 6%, sem væri mun minna en hækk- anir til annarra launþega. Jafn- framt hefði afli dregizt saman og fyrirsjáanlegt væri að hann dræg- ist enn frekar saman. Því væru sjómönnum ætlaðar mun þyngri byrðar en öðrum. Hvað varðaði breytingar á starfsemi Verðjöfíi- unarsjóðs sagði hann, að þegar hann hefði verið stofíiaður, hefði verið skýrt tekið fram, að hann væri eign þeirra, sem í hann greiddu og hlutverki hans mætti ekki breyta án samráðs og sam- þykkis fulltrúa þeirra, sem að sjóðnum stæðu. Miklu nær væri að leggja sjóðinn niður en mis- þyrma honum með þessum hætti. Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri LIÚ, sagði að sér litist illa á þessar breytingar. Milli- færslan væri skref aftur á bak og hann væri hissa á fískvinnslunni, tæki hún á sig auknar byrðar í formi lána, sem ekki bættu rekstr- arstöðuna, en löguðu reyndar greiðslustöðuna. Með þessu væru menn ennfremur jafnaðir út neðan frá, sem þýddi að ekki borgaði sig lengur að gera vel. Hvað fískverð- ið varðaði sagði hann, að réttast hefði verið að gefa það ftjálst frek- ar en frysta það. Nú væru útgerð og sjómenn ekki eins háðir lág- marksverðinu og áður. Það hefði engin áhrif á sölu fisks á innlend- um og erlendum fiskmörkuðum og skipti ekki máli fyrir fyrstitog- arana. Þama væri því aðeins verið að frysta launahluta sjómanna og útgerðar, sem yki enn þrýstinginn á það að selja fískinn ferskan er- lendis. Ennfremur varpaði Kristj- án fram þeirri spumingu hvers vegna raforkuverð væri ekki lækk- að til allrar fískvinnslu, ekki að- eins frystingar, og hvemig menn ætluðu að greina á milli raforku- notkunar í til dæmis söltun og frystingu innan sama fyrirtækis. Nýir skrifetofustjór- ar í tvö ráðuneyti Á síðasta rfltisráðsftandi frá- farandi ríkisstjórnar i gær stað- festi forseti íslands manna- breytingar í stöðnm deildar- stjóra og skrifstoftastjóra i nokkrum ráðuneytum. Ragnhildur Hjaltadóttir lög- fræðingur var skipuð skrifstofu- stjóri í samgönguráðuneytinu. Hún hefur verið deildarstjóri í ráðuneytinu og áður fulltrúi. Bolli Þór Bollason viðskipta- fræðingur var skipaður skrifstofu- stjóri í fjármálaráðuneytinu. Hann hefur verið deildarstjóri í sama ráðuneyti um tíma. Gunnar H. Hall var skipaður skrifstofustjóri í Hagstofu íslands og Ingimar Jónassyni veitt lausn frá embætti skrifetofustjóra. Erlendur Kristjánsson var skip- aður deildarsyóri í menntamála- ráðuneytinu og Sigurði J. Briem veitt lausn frá embætti deildar- stjóra. Þá hefur Níels Ámi Lund verið skipaður deildarstjóri í landbúnað- arráðuneytinu. Þá hefur forseti fallist á skipan Gösta Cristian Lundholm sem kjörræðismanns íslands í Gauta- borg. Einnig að veita Jan H. Bar- nett lausn frá embætti aðalræðis- manns í Sidney og skipa Sigrúnu K. Baldvinsdóttur í hans stað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.