Morgunblaðið - 29.09.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.09.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1988 21 Stykkishólmur: Endurhæfingar- og heilsu- gæslustöð tekin í notkun Stykkishólmi. Endurhæfingar- og heilsu- gæslustöð í nýbyggingu sjúkra- hússins í Stykkishólmi var nýlega vígð og tekin í notkun. Var það gert við hátíðlega athöfn að við- stöddu fjölmenni. Hófst athöfnin með því að Lúðra- sveit Stykkishólms undir stjóm Daða Þ. Einarssonar lék við móttöku gesta. Þá var athöfnin sett með ávarpi príorinnu systur Lenu Verbee. Séra Jan Habets og séra Gísli H. Kolbeins fluttu síðan bæn og lýstu vígslu stöðvarinnar. Sturla Böðvarsson bæjarstjóri flutti yfirlit yfir sögu byggingarinn- ar. Hann sagði m.a.: „Árið 1975, á fundi allra sveitarfélaga í heilsu- gæsluumdæminu, var samþykkt að hefla undirbúning að byggingu heil- sugæslustöðvar. Niðurstaða athug- ana varð sú að best væri að byggja stöðina í tengslum við Sjúkrahúsið og náðist um það samkomulag við systumar enda þá gert ráð fyrir að byggja sjúkrahúsið upp. Var síðan miðað við að heíTsugæslustöðin þjón- aði 6.000 manns. Hönnuðir bygging- arinnar vom Einar Þorsteinsson, verkfæðistofa Sig. Thoroddsen og Rafhönnun hf. Byggingarstjóri hefir verið Hörður Kristjánsson frá fram- kvæmdadeild Innkaupastofnunar ríkisins. Framkvæmdir hófust svo í sept- ember 1980. Af sjúkrahúsi greiðir ríkið 60% en Reglan 40%. Af heilsu- gæslustöð greiðir ríkið 85% og sveit- arfélögin 15%. Framkvæmdir hafa því staðið yfir öll þessi ár. Verktakar hafa verið Trésmiðjan Ösp, byggingarmeistari Asgeir Gunnar Jónsson séð um allt tréverk. Sigþór Guðmundsson raf- lagnir, Andrés Kristjánsson pípu- lagnir, Bjöm Benediktsson málning- arvinnu, Eggert Sigurðsson dúk- lagnir, Kristinn Finnsson múrverk, allir meistarar hver í sínu fagi. Endurhæfingardeildin sem nú er tekin í notkun er aðeins lítill hluti byggingarinnar. Viðbyggingin við sjúkrahúsið er um 3 þúsund fermetr- ar sem skiptist í 2.700 fermetra til- heyrandi sjúkrahúsi og 300 fermetra heilsugæslustöð. í október 1984 var fyrsti áfangi nýbyggingar tekinn í notkun en það var þvottahúsið. I mars 1987 var legudeild á annarri hæð tekin í notkun sem fjölgaði rúm- um en alls verða 50 sjúkrarúm þegar byggingu er lokið. I árslok 1987 var byggingarkostn- aður talinn tæpar 88 miHjónir. En á þessu ári hefir verið byggt fyrir rúm- ar 16 milljónir. Sé kostnaður færður í dag á framkvæmdum við allt Morgunbladið/Ámi Sr. Gísii Kolbeins og sr. Jan Habets við vigslu Endurhæfingar- og Heilsugæslustöðvarinnar í Stykkishólmi. sjúkrahúsið er hann í 213 millj. Þeg- ar þessum áfanga er lokið er vissu- lega langt komið. Engu að síður eru næstu áfangar mikilvægir." Síðan lýsti Sturla hvemig ákveðið væri að standa að þeim áföngum sem eftir eru og um Ieið lýsti hann gjöfum margvíslegum sem sjúkrahúsinu hefðu borist og þakkaði þær. Loks þakkaði Sturla öllum sem lagt hafa hönd á plóginn í þessu starfi, og minnti á að framlag regl- unnar er einstakt og bað fyrir þakk- ir til reglusystra í Belgíu sem hafa staðið á bak við með styrkjum, eins Ijárveitinganefndar og heilbrigðis- ráðherra. Lýsti hann síðan endur- hæfingardeildina og heilsugæsluna opna. Halldór Jónsson héraðslæknir Vesturlands óskaði aðilum heilla og hamingju, þakkaði ágætt samstarf heilsugæslustöðva á Vesturlandi, sem færðist í aukana ár frá ári. Óli Kr. Guðmundsson sjúkrahúslæknir lýsti starfsemi deildarinnar og systir Renee Lonton formaður byggingar- nefndar gerði grein fyrir mörgum gjöfum og þakkaði þær. Ávörp fluttu síðan Einar Karlsson, einn úr bygg- ingamefnd, Ellert Kristinsson forseti bæjarstjómar og Friðjón Þórðarson alþingismaður og lýstu ánægju sinni á framkvæmdum. Síðan bauð príor- inna öllum viðstöddum til veitinga. Félag bókagerðarmanna: Krafíst afiiáms bráðabirgðalaga Trúnaðarmannaráð Félags bókagerðarmanna samþykkti eft- irfarandi ályktun á fimdi sínum 22. september sl.: Trúnaðarmannaráð Félags bóka- gerðarmanna mótmælir harðlega þeim fólskulegu árásum sem verka- lýðshreyfingin hefur orðið fyrir af hálfu fráfarandi ríkisstjómar, þar sem samningsréttur hefur verið af- numinn og kjarasamningar ógiltir með bráðabirgðalögum. Trúnaðar- mannaráð FBM krefst þess að bráða- birgðalög nr. 14/1988 og nr. 74/1988 verði þegar í stað afnumin þannig að síðastgerðir kjarasamn- ingar haldi gildi sínu og fijálst verði að gera nýja samninga. Þá vill Trúnaðarmannaráð FBM vara þá ríkissljóm, sem við tekur, alvarlega við þvi að ráðast á kjör launafólks. Það er margstaðfest að það eru ekki laun verkafólks sem orsaka erfiðleika í þjóðfélaginu — heldur em það rangar stjómvaldsað- gerðir og aðgerðaleysi, t.d. á fjár- magns- og vaxtamarkaðinum, og röng fjárfesting atvinnufyrirtækja. RÝMINGARSALA MIKILLÆKKUN Á EFTIRFARANDITEGUNDUM AF GLÖSUM TEG: KALINKA 5 STÆRÐIR VERÐ FRÁ 290.- NÚ 160.- * KALKINA A FÆTI 6 STÆRÐIR VERÐ FRÁ 465.- NÚ 255.- “ ROMANSI 1 STÆRÐ VERÐ FRÁ 1.410.- NÚ 775.- ASLAK 5 STÆRÐIR VERÐ FRÁ 280.- NÚ 155.- “ NIVA 7 STÆRÐIR VERÐ FRÁ 290.- NÚ 160.- “ ULTIMA THULE 7 STÆRÐIR VERÐ FRÁ 290.- NÚ 160.- “ ULTIMA Á FÆTI 5 STÆRÐIR VERÐ FRÁ 330.- NÚ 180.- uppselt “ PALLAS 6 STÆRÐIR VERÐ FRÁ 280.- NÚ 155.- uppselt “ KUURA 5 STÆRÐIR VERÐ FRÁ 295.- NÚ 160.- “ AARNE 8 STÆRÐIR VERÐ FRÁ 360.- NÚ 195.- KUUSI 6 STÆRÐIR VERÐ FRÁ 285.- NÚ 195.- uppselt SKÁLAR - DISKAR OG MARGT FLEIRA. HÖNNUN • GÆÐI • ÞJÓNUSTA KRISTJÁN SIGGEIRSSON HF. Laugavegi 13 - Simi 625870 LÍTIÐ í GLUGGAIMA Demantshríngar — Draumaskart Gull og demantar Kjartan Asmundsson, gullsmiður, Aðalstræti 7. Sími 11290. J PERLUKVOLD FYRIR SÆLKERA Matargerðarmeistarinn BRYNJAR EYMUNDSSON matreiðir föstudags- og laugardagskvöld í nýjum stórgiæsilegum sal á Hótel íslandi (aðeins þessa helgi). (JortMv' JCmiaíilcýuJ /tumttnupa ***/ AnfPMrjontCt JuifJUtutí - fuUít/ítta , ”/ /tatnxsujl-ji/ntnuutsu (Jíorpus/lri rrtu/riftíuja- olf rrrriortUJOJU Jh/alnítú: r »------óm/riúda. og rrrijur , íajri - (gg/ajáíu ó/annmuf fyítt rMg tu rry faOÍÍÍKrjaji'íH /júftíajddruftu /amíatm/n tr/OflprijUUUOJU c JumjtcUt mctf Jrrppnuritrit OJ pipryjnfrrUtgi éfUmUtr. ' r—»— __ crfriaa- puu. nétriir af íttUt- gtaf. cKaffi <rj ftúmafagatf ÁonfcJtt. Gestum er boðið frítt í aðalsal að borðhaldi loknu. „Dinnertónlist“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.