Morgunblaðið - 29.09.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.09.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1988 Morgunblaðifl/Árni Sæberg Aðstandendur útgáfu bókarinnar Skóli - nám - samfélag. Talið frá vinstri: Jón Karlsson, forstjóri Iðunnar, Indriði Gíslason prófessor við Kennaraháskóla íslands, Wolfgang Edelstein, höfúndur bókarinn- ar og Heimir Pálsson, deildarstjóri námsbókadeildar Iðunnar. Rítröð Kennaraháskólans og Iðunnar: Ný bók eftir Wolf- gang Edelstein í gær var kynnt útgáfa nýrrar bókar, sem ber heitið Skóli - nám - samfélag, en hún er tíunda ritið sem út kemur i rit- röð Kennaraháskóla íslands og Iðunnar. Höfúndur bókarinnar er Wolfgang Edelstein. Bókin Skóli - nám - samfélag skiptist í þijá hluta. Fyrsti hlutinn heitir „Félagslegar forsendur breytinga á skólahaldi" og skil- greinir ytri skilyrði þeirra gagn- geru breytinga sem orðið hafa og þurfa að verða á íslensku skóla- kerfi að mati höfundar til þess að það geti gegnt hlutverki sínu í fjöl- breytilegu samfélagi nútímans. Höfundur leggur mikla áherslu á að gera grein fyrir félagslegu sam- hengi menntunar og skýra hvemig það hefúr úrslitaáhrif á hlutverk og eðli skólans. Annar hluti ber yfirskriftina „Nám - kennsla - skóli" og þar flallar höfundur í fjórum meginrit- gerðum um þætti sem ekki síst snerta framhaldsskólann, stöðu hans í samfélaginu og þær kröfur sem til hans hljóta að verða gerðar. Þriðji hlutinn, „Samfélags- fræði", gerir grein fyrir þeirri til- raun sem unnin var hér á landi á árunum 1974—84 og beindist að endurskoðun og endurskipulagn- ingu nokkurra hefðbundinna kennslugreina grunnskólans með það fyrir augum að þær gegndu til fullnustu því hlutverki sem þjóð- félagið gerir til þeirra. Wolfgang Edelstein er kunnur fyrir vísindastörf sín víða um lönd. Hann hefur skrifað Qölda ritgerða og bóka um kennslumál og skóla og er gagnmenntaður í sögu, mál- vísindum og kennslufræðum. Hann hefur stundað viðamiklar rannsóknir á sviði menntunarví- sinda bæði hérlendis og erlendis. Samstarf Iðunnar og Kennara- háskóla íslands um útgáfu lestrar- efnis handa kennaranemum og starfandi kennurum hófst fyrir rúmum áratug síðan. Útgáfunni var fljótlega skipt í tvo flokka: Ritröð Kennaraháskóla íslands og Iðunnar og Smárit Kennarahá- skóla íslands og Iðunnar. Flest ritin fialla um uppeldis- og kennslufræðileg efni, en jafnframt er málþroska og móðurmáli gerð töluverð skil. Sumar bækurnar eru beinlínis hugsaðar sem námsefni handa kennaranemum, en aðrar höfða meira til starfandi kennara. Bókin Skóli - nám - samfélag er tíunda ritið sem kemur út í ritröð Kennaraháskóla íslands og Iðunn- ar. Bókin er 284 tölusettar síður. Fræðsluvarpið hefur fjarkennslu Fyrsta útsending 3. október MÁLH) og meðferð þess er heiti fiarkennslunámskeiðs sem hefst í Ríkissjónvarpinu 3. október með kynningarþætti um fiar- kennsluna og fyrirkomulag hennar. í október og nóvember verða sýndir Qórir sjónvarps- þættir, sem hver um sig (jalla um mismunandi þætti íslensk- unnar og í tengslum við þá verð- ur sent út kennsluefni í útvarpi og gefnar út kennslubækur og kennslubréf. Samþykki hefúr fengist þjá menntamálaráðu- neytinu fyrir þvi að þetta fjarnám megi meta til eininga í framhaldsskólum. í sumar hefur verið unnið að ýmsum öðrum verkefnum á vegum Fræðsluvarps og munu sum þeirra koma fyrir augu almennings í sjón- varpi í haust en önnur síðar. Meðal efnis á haustdagskránni má nefna umræðuþætti um skólamál, fræðsiuþátt um notkun bókasafna og fræðsluþátt um framleiðni fyrir grunnskólastigið. Einnig verða sýndir umferðarþættir sem Farar- heill ’87 hefur látið vinna og Entrée Libre, frönskuþættir fyrir byijend- ur, að ógleymdu efni frá Náms- gagnastofnun. I Ríkisútvarpinu, báðum rásum, verða einnig útsendingar á vegum Fræðsluvarps og má nefna ensku- kennslu fyrir byijendur, sem Mála- skólinn Mímir hefur unnið, og íslenskukennslu. Fjarkennslan í íslensku er fyrsta skref Fræðsluvarps í skipulagðri kennslu, en ætlunin er að halda áfram á þeirri braut og hefia stærð- fræðikennslu á framhaldsskólastigi eftir áramótin í samvinnu við fiar- kennslunefnd Menntamálaráðu- neytisins og verður námsefni þá í samræmi við kjamanámsefni fram- haldsskólanna og fæst metið til ein- inga í kjama. Næsta haust er svo ætlunin að hefia íslenskukennslu með sama sniði. Samtök sparigáreigenda: Gert vegna mikils flölda tilmæla - segir Gunnar Helgi Hálfdánarson Námið skiptist í fióra áfanga og verður einn sjónvarpsþáttur helgað- ur námsefni hvers um sig. Nemend- um er í sjálfsvald sett hvort þeir taka alla áfangana eða velja einn eða fleiri. Áfangamir heita: mál og samfélag, ritun, þýðingar og frá- sagnir. Hópur íslenskufræðinga hefiir unnið að þessu verkefni und- ir stjóm Höskuldar Þráinssonar, prófessors í nánu samstarfí við Sigrúnu Stefánsdóttur, fram- kvæmdastjóra Fræðsluvarps. Bókaútgáfan Iðunn sér um út- gáfu námsbókanna sem notaðar verða við fiarkennsluna, en þær eru: Handbók um ritun og frágang eftir Ingibjörgu Axelsdóttur og Þómnni Blöndal, Mál og samfélag eftir Indriða Gíslason, en aftan við skrif Indriða hefur verið felldur meginhluti Álitsgerðar sem Baldur Jónsson, Guðmundur B. Krist- mundsson, Höskuldur Þráinsson og Indriði Gíslason skrifuðu um mál- vöndun og framburðarkennslu í gmnnskólum. Þriðja bókin nefnist Um þýðingar og i henni fjalla þeir Höskuldur Þráinsson og Heimir Pálsson um vanda þýðenda. „Eitt verð ég að segja þér“ eftir Ásgeir S. Bjömsson og Baldur Hafstað fjallar um þá góðu gömlu list að segja sögur og er hugsuð sem námsefni í áfanganum Frásagnir. Væntanlegir nemendur geta pantað bækumar og annað námsefni hjá Bókaútgáfunni Iðunni og þar fást einnig skráningareyðublöð sem senda á til Fjölbrautarskólans á Selfossi, sem einnig tekur við úr- lausnum verkefna í kennslubréfum og sér um framkvæmd námskeiðs- ins gagnvart nemendum. GUNNAR Helgi Hálfdánarson segir að Samtök sparifiáreig- enda hafi verið stofnuð vegna mikils fiölda tilmæla fólks sem á eignir f bönkum, sparisjóðum, verðbréfum og lífeyrissjóðum. Gunnar er formaður stjórnar samtakana. Hann segir að fólk þetta hafi áhyggjur af sparifé sínu vegna yfirlýsinga stjórn- valda um að sparifé muni skatt- lagt. „Það er ljóst að við búum við vanda hérlendis sem kallast stjómvöld. Þau telja sig hafa frítt spil í að valsa með eignir sparifiár- eigenda og telja sig geta ráðstafað þeim að vild. Gegn þessu viljum við spoma," segir Gunnar Helgi Hálfdánarson. „Þessi vaxandi við- Morgunblaðið/Bjami Sigrún Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðsluvarps, Heimir Páls- son, sem sér um útgáfu námsefnis og Höskuldur Þráinsson, prófessor. leitni stjómvalda að ganga á hlut sparifiámigenda kemur á sama tíma og ljóst er að nauðsynlegt er að efla spamað í landinu en ekki draga úr honum með einhliða vaxtalækkunum, skattlagningu á sparifé og verðbólgumillifærsl- um.“ í máli Gunnars kemur fram að aðdragandinn að stofnun þessara samtaka hafi verið stuttur. Byijað var að ræða málið í síðustu viku enda þá ljóst að mikill hljóm- grunnur var orðinn fyrir stofnun þeirra. „Við sem höfum boðað að ráð- deildarserni sé það sem koma skal stöndum nú frammi fyrir þeirri staðreynd að það á að refsa þeim sem standa að slfku. Samtökum Gunnar Helgi Hálfdánarson þessum er ætlað að standa gegn þeim refsingum," segir Gunnar. Almennur borgarafundur verð- ur haldinn á vegum samtakana laugardaginn 1. október kl. 14 á Hótel Borg. Bæklingur um við- brögð við eldsvoða inn á flest heimili BRUNAMÁLASTOFNUN Ríkisins hefúr gefið út bækling sem ber heitið Bregstu rétt við eldsvoða og dreift verður inn á flest heimili landsins, en hann hefúr að geyma leiðbeiningar um hvernig fólk á að bregðast við ef eldsvoði verður á heimili þess eða í næsta nágrenni. Að sögn Bergsteins Gizurarson- ar, brunamálastjóra ríkisins, er þetta í fyrsta skipti sem gefnar eru út leiðbeiningar af þessu tagi fyrir almenning hér á landi, en fyrirmyndin er að mestu sótt til Norðurlanda, þar sem útgáfa leið- beininga af þessu tagi hefur við- gengist um árabil. Viðbrögð fólks sem lendir í elds- voða geta oft á tíðum verið van- hugsuð og röng, en bæklingnum er ætlað að upplýsa fólk um rétt viðbrögð við eldsvoða og stuðla þannig að því að koma í veg fyrir mistök sem gætu jafnvel orðið fólki að fjörtjóni. í bæklingnum kemur fram að eldsvoðar á heimilum eru algeng- astir eldsvoða, og flestir þeirra sem farast í eldsvoða verða fyrir því á heimilum. Reykingar í rúmi eða annars staðar á heimilinu er algengasta orsök eldsvoða sem hefur dauða í för með sér. Hættu- legustu eldsvoðamir verða að nóttu til þegar heimilisfólk sefur vært. Eldurinn getur magnast ótrúlega fljótt og reykurinn orðið banvænn á nokkrum mínútum. Morgunblaðið/Þorícell Bergsteinn Gizurarson, bruna- málstjóri ríkisins, heldur hér á bæklingnum um bunavarnir,sem borinn verður inn á fiest heimili landsins á næstunni. Það getur því orðið spuming um sekúndur frekar en mínútur hvort allir bjargast út. Þess vegna ættu reykskynjarar, sem vara heimilkis- fólk við hættunni, að vera á hveiju heimili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.