Morgunblaðið - 29.09.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.09.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1988 r r f 'v t i ! f f- I {■ ? Sparisjóður Reykjavíkurog nágrennis Laugar í Þingeyjarsýslu: Framhaldsskólínn settur í fyrsta skipti Húsavík. Framhaldsskólinn að Laugnm — arftaki héraðsskólans, sem hóf störf 1925 — var settur í fyrsta skipti fimmtudaginn 15. septem- ber af nýskipuðum skólameist- ara, Steinþóri Þráinssyni, sem verið hefur skólastjóri héraðs- skólans undanfarin ár. Samkvæmt samningi milli menntamálaráðuneytisins og átta sveitarfélaga í Suður-Þingeyjar- sýslu starfar skólinn fyrir nemendur í 9. bekk grunnskóla og nemendur á framhaldsskólastigi fyrstu tvö námsárin að loknum grunnskóla. Skólinn tekur við framhaldsnámi, sem verið hefur við Héraðsskólann að Laugum, en starfsemi þess skóla hefur jafnframt verið lögð niður. Skólinn starfar samkvæmt skipu- lagi og starfsháttum áfangaskóla og verður hluti samræmds fram- haldsskólastarfs, sem lýtur náms- stjórn stjómunamefndar fram- haldsnáms á Norðurlandi, undir yfírstjóm menntamálaráðuneytis- ins. Skólinn hefur til afnota allt hús- næði, sem héraðsskólinn hafði, ásamt eignarhluta ríkissjóðs í hús- næði fyrrverandi hússtjómarskóla að Laugum og skólastjóraíbúð þess skóla. Skólameistarinn minntist í skóla- setningarræðu sinni þess einstæða viðburðar, sem stofnun alþýðuskóla var fyrir rúmum 60 ámm, þegar Steinþór Þráinsson skólameist- ari. Laugaskóli var stofnaður 1925. Hann taldi það meira átak en það sem nú væri verið að framkvæma. Þá hefðu aðstæður verið aðrar en nú. íslenska þjóðin hefði þá verið fátæk, en nú rík. „íslenskt þjóðfélag þriðja áratugarins sigldi hraðbyr inn á kreppuna miklu fyrir síðari heimsstyrjöldina, einfalt, fátækt bændasamfélag norður við heim- skaut. En okkar menn skynjuðu breytta tíma, þekktu nýja strauma úti í heimi, iðnbyltingin þaut eins og eldur í sinu um allan heim, nýj- ungar í atvinnuháttum og tækni- væðingu atvinnuvega mddu sér leið um lönd og álfur. Það var ljóst að tækju þjóðir ekki við þeim nýjung- um með opnum huga og þekkingu þá yrðu þær undir í baráttunni um tilvem sína. Með tóma pyngju en ferskan hug og áræðni settu hinir framsýnu Þingeyingar markið hátt og linntu ekki baráttu sinni fyrr en þeir höfðu byggt Laugaskóla, skóla alþýðunnar, skóla fólksins. Og ekki leikur vafí á að Laugaskóli var kærkomin í héraðið.“ Þá ræddi skólameistari breyting- ar á atvinnuháttum næstu áratuga, þróun og tæknivæðingu, sem þrengdu sér inn á einfalt, íslenskt bændafélag á fyrri hluta þessarar aldar svo og framfarir í samgöngum þjóða á milli. Skólana taldi hann ættu að koma til hjálpar nemendum sínum að tileinka sér nýjungar, létta þeim lífsstarfið og auka þeim kjark og vilja til að takast á við væntan- leg hlutverk sín. Af þessu sæist að uppbygging og skipulag skólakerf- isins verður að slá í takt við fram- farir, þróun og breytingar í þjóð- félaginu. — „Það er og verður bar- átta skólamanna alla tíð að halda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.