Morgunblaðið - 29.09.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 29.09.1988, Blaðsíða 53
-V 5 Læknar og sjúkraliðar Qórðungssjúkrahússins á Isafirði stóðu við húsið þegar veislugestir komu til að vera við opnunarhátíðina. Á kröfúspjöldum þeirra var meðal annars þessi áletrun: Bæjar- stjórn! Marmarinn mátti ekki bíða. Bara þeir sem Mor£unblaðið/Gisli Úlfarsson Sameign hússins og stigar eru þannig að nota má húsið til samkomuhalds, ef veður hamlar há- tíðahöldum eins og til dæmis á 17. júní. Fremst á myndinni má sjá Pétur Hafstein bæjarfógeta og Kristin Jón Jónsson formann bæjarráðs. Morgunblaðið/Glsli Úlfarsson Tveir 100 fermetra gluggar gefa góða birtu inn á stigapallana, þar sem komið hefúr verið fyrir þægilegum sófiim og jurtaskreytingum, meðal annars þessu gróskulega fikjutré. liða. Stj órnsýsluhús á ísafirði ísafirði. Stjórnsýsluhúsið á ísafirði var formlega tekið I notkun 17. september. Eigendur hússins buðu til veislu I húsinu á laugar- dag. Talið er að milli 300 og 400 manns hafi tekið þátt í hátí- ðahöldunum. Á sunnudag var svo húsið opið almenningi og er talið að á annað þúsund manns hafi þá komið í húsið, sem er þannig hannað að mjög gott er að koma þar fyrir miklum mann- fjölda á öllum hæðum, sem fylgst getur með því sem fram fer á gólfi fyrstu hæðar. Jóhann T. Bjamason fram- kvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga var frumkvöðull þess að húsið var byggt, en hann gerði grein fyrir mikilvægi þess í blaða- grein 1974. Árið 1981 var skipuð nefnd íjögurra manna, þeirra Brynjólfs Sigurðssonar, prófessors frá ríkissjóði, Högna Þórðarsonar útibússtjóra Útvegsbankans, Jó- hanns T. Bjamasonar og Haraldar L. Haraldssonar, bæjarstjóra. Hafa þessir menn stjómað framkvæmd- um alla tíð síðan. Að lokinni samkeppni um hönnun hússins var ákveðið að byggja sam- kvæmt- tillögum arkitektanna Alb- ínu og Guðfinnu Thordarson. Auk þeirra unnu að hönnun, Verkfræði- stofa Sigurðar Thoroddsens, sem sá um burðarvirki, loftræstikerfí og hitakerfí, Rafhönnun sem sá um rafkerfí, og Bjöm Jóhannesson, landslagsarkitekt sem hannaði lóð- ina. Húsið sem stendur við Silfurtorg er fjögurra hæða auk rammgerðs kjallara. Gólfflötur þess er 4.500 fermetrar og byggingarkostnaður á núvirði um 330 milljónir króna. Byggingarkostnaður á fermetra er um 70 þúsund krónur. Eigendur hússins eru: Ríkissjóð- ur vegna bæjarfógeta, lögreglu, skattstofu, fræðsluskrifstofu, sjúkrasamlags, verðlagsskrifstofu og skrifstofu Siglingamálastofnun- ar. Bæjarsjóður Isaíjarðar, Útvegs- banki íslands hf., Bmnabótafélag íslands, Bókhalds- og endurskoðun- arskrifstofa Guðmundar Kjartans- sonar, Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsens, Lögfræðistofa Tryggva Guðmundssonar og Fjórð- ungssamband Vestfirðinga. Isfirðingar em flestir mjög ánægðir með þetta glæsilega hús, en ánægjan er þó nokkuð blandin, sérstaklega hjá þeim sem hafa þurft að bíða lengi efnda ríkis og bæjar á málefnum sínum. Starfsmenn Fjórðungssjúkrahússins á ísafirði notuðu tækifærið og ijölmenntu f kröfugöngu að stjómsýsluhúsinu þegar vígsian fór fram, en á síðasta vori vom enn gefín loforð um að flutt yrði í nýtt sjúkrahús þennan sama dag en þá vom 13 ár og einn dagur frá því að þáverandi heil- brigðisráðherra Matthías Bjamason tók fyrstu skóflustunguna að bygg- ingu sjúkrahússins. Flutningnum hefur nú verið frestað þar til í nóv- ember. - Úlfar Tískuverslunin Anna í Miðbæ Ný tískuverslun, Tískuverslunin Anna, hóf starfsemi um miðjan september í verslunarhúsinu Miðbær við Háaleitisbraut 58—60 í Reykjavík. Eigandi verslunarinnar er Anna Ármannsdóttir Bridde. í fréttatil- kynningu frá versluninni segir að seldar verði vömr frá þekktum framleiðendum í Danmörku, Ítalíu, FYakklandi og Þýskalandi og kapp- kostað að vanda til innkaupa á kvenfatnaði fyrir vandlátar konur á öllum aldri. Aðstoðarverslunarstjóri er Vil- helmína Kristinsdóttir. Regnboginn „Örlög o g ástríður“ REGNBOGINN helúr tekið til sýninga kvikmyndina „Örlög og ástriður“ með Valerie Allain, Remi Martin og fi. i aðalhlut- verkum. Leikstjóri er Mickael Schock. Myndin fjallar um krakka á aldr- inum 16—19 ára. Þau leika sér að ástinni, em saklaus og ástríðufull. Þau svíkja bæði langanir sínar og drauma og vita ekki að stutt er milli hláturs og gráturs og reynsla þeirra mun opna augu þeirra frekar en bijóta þau niður. — Þú mætir alltaf á lífsleiðinni fólki sem ekki er unnt að gleyma. (Úr fréttatilkynningu) VERTU ÖRUGGUU NOTAÐU BELDRAY STIGA EÐA TRÖPPUR GEGN STREITU Vitundartækni Maharishi, INNHVERF ÍHUGUN, er einföld, huglæg aðferð sem vinnur gegn streitu og spennu. Almenn kynning verður haldin I kvöld fimmtudag kl. 20.30. I Garðastræti 17. Aðgangur ókeypis. íslenska íhugunarfélagið, s. 16662. Glæsileg herraföt Vörumerkíð tryggir gæði og bestu snlð Við erum einkasalar á Islandi og bjóðum lægsta Evrópu-markaðsverð. Karlmannaföt kr. 3.995 til kr. 9.900,- jakkar kr. 4.995,- terelynebuxur kr. 1.195,- 1.595,- 1.695,- 1.795,- og 1.995,- Andrés Skólavörðustíg 22, sími 18250. maconde tormen MADE IN FpRTUGAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.