Morgunblaðið - 29.09.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.09.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1988 HVAÐ SEGJA ÞAU UM AÐGERÐIR RÍKISSTJÓRNARINNAR: Álverið í Straumsvík. Reutcr Alusuisse óttast ekki nýju stjórnina UMRÆÐA undanfarinna daga um uppbyggingu áliðnaðarins á íslandi og afstaða Alþýðu- bandalagsins til þess máls hef- ur ekki haft nein áhrif á af- stöðu erlendu fyrirtækjanna fjögurra sem standa að hag- kvæmnisathugun á byggingu nýs álvers f Straumsvík að sögn Edwards Notters, fulltrúa Alusuisse I nefiid fyrirtækj- anna. „Hagkvæmnisathugunin heldur áfram. Við látum orð stjómmálamanna sem falla f hita myndunar nýrrar ríkis- stjórnar ekki á okkur fá. Við erum fegnir þvf að það er búið að mynda stjórn og vonumst til að fá tækifæri til að kynnast nýjum ráðamönnum innan tíðar.“ Notter sagði að hagkvæmnisat- hugunin gengi samkvæmt áætlun. „Fyrsta uppkasti að henni verður lokið fyrir lok desember og þá munu fyrirtækin fjögur fá hana til umfjöllunar. Þau munu gera upp hug sinn varðandi þátttöku í byggingu nýs álvers fyrir 31. mars næstkomandi og munu þá skila áliti til íslenskra stjóm- valda." Christian Roth, forstjóri ÍSAL, tók í sama streng og sagðist vera ánægður með að stjóm hefði ver- ið mynduð. „Það er of fljótt að segja nokkuð um áhrif hennar á þróun áliðnaðarins í landinu, auk þess sem ég tel það ekki vera í verkahring útlendings að gera það.“ Guðjón Oddsson, formaður kaup- mannasamtakanna: Langvarandi verðstöðvun óheppileg „VIÐ höfiun hvorki séð bráða- birgðalögin né aðrar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í endanlegri mynd. Því get ég ekki tjáð mig um áhrif þeirra að svo komnu máli,“ sagði Guðjón Oddsson, formaður Kaupmannasamtak- anna. Guðjón sagði þó, að Kaup- mannasamtökin hefðu áður lýst áhuga sínum á niðurfærsluleið- inni. Jafnframt teldu samtökin verðstöðvun til langs tíma óheppi- lega. Á þeim tíma gæti safnazt upp töluverð hækkunarþörf, sem gæti komið illa við fólk, þegar hún kæmi öll í einu inn í verðlagið. Víglundur Þorsteinsson: Aðgerðimar óskadraumur heildsalanna „ÞAÐ er Ijóst að íslenzkur iðn- aður ber skarðan hlut frá borði þeirrar ríkisstjórnar, sem nú hefur verið mynduð. Teknar verða upp millifærslur þar sem erlendu lánsfé verður dælt í gegnum Verðjöfiiunarsjóð fisk- iðnaðarins. Þá er fiill ástæða til að ætla að „gjafasjóður" at- vinnuveganna sé fyrst og fremst fyrir fiskiðnaðinn og aðrar iðngreinar verða skildar eftir í miklum erfiðleikum," sagði Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags íslenzkra iðn- rekenda. „Tap iðnfyrirtækja er mikið nú þegar og það mun vaxa enn frek- ar. Mér sýnist fljótt á litið að að- gerðir þessar feli í sér nokkra gengisfölsun og því megi kalla þær óskadraum heildsala og innflylj- enda, en martröð iðnrekenda. Gengisfölsunin gerir ekkert annað en að örva sölu á innfluttum vam- ingi og kreppir þannig enn frekar að innlendum iðnaði. Texti bráða- birgðalaganna um verðstöðvunina er ennfremur þess eðlis, að í raun býr heildsalinn við frjálsa álagn- ingu, en innlendi framleiðandinn situr í verðstöðvun. Við munum fara nánar yfir þessar aðgerðir og endurskoða þjóðhagsspá okkar frá því sumar. Að því loknu munum við betur geta tjáð okkur um þá stöðu, sem innlendum iðnaði virðist ætlað að búa við,“ sagði Víglundur Þor- steinssonu Þóra Hjaltadóttir formaður ASN: Hefði viljað samningsrétt strax „ÉG hefði viljað £á samnings- réttinn sem fyrst og ekki síðar en um áramót," sagði Þóra Hjaltadóttir formaður Alþýðu- sambands Norðurlands. „Hins vegar bætir það úr skák að verðstöðvun er ætlað að gilda lengur en launafrystingu." Þóra sagði að fyrst og fremst þyrfti að hafa í huga hvaða áhrif aðgerðimar hefðu á kaupmáttinn en ekki einblína á launatölur. Að öðm leyti vildi hún ekki tjá sig um ráðstafanimar þar sem hún hefði einungis haft fréttir af þeim í Qölmiðlum. Haraldur Haralds- son, formaður Fé- lags íslenzkra stór- kaupmanna: Virðist ekki vera vænlegt til árangurs „ÉG HEF ekki séð texta bráða- birgðalaganna, en mér virðist þær leiðir, sem ætlunin er að fara með millifærslum og hand- stýringu verðlags, ekki vera heppilegar til árangurs. Eg veit ekki heldur hvort segja megi að þessar aðgerðir séu ein- hveijum einum hagstæðari en öðrum,“ sagði Haraldur Har- aldsson, formaður Félags islenzkra stórkaupmanna. „Hefði verðjöfnunarsjóður físk- iðnaðarins verið rekinn eðli sínu samkvæmt, ætti hann ekki að þurfa peninga til verðbóta, þegar afurðaverð lækkar. Eðli hans er að í hann komi peningar, þegar verð er hátt og út fari peningar, þegar verð er lágt. Sjóðurinn var fyrst eyðilagður upp úr 1973 af Lúðvík Jósepssyni og síðan hefur hvað eftir annað verið átt við hann. Millifærslur falla ekki undir hlut- verk sjóðsins. Undanfarið hefur eigið fé út- flutningsfyrirtækjanna verið étið upp vegna misvægis kostnaðar- hækkana og skráningar gengis. Nú á að fara að bjarga mönnum aftur, en þá er það spurningin með hvaða hætti það verður. Á að bjarga þeim, sem enga lífsvon eiga eða hinum, sem hægt er að bjarga? Það skiptir meginmáli hvor leiðin verður farin. Fyrirtæk- in þurfa ekki á auknu lánsfé til að geta gengið. Það þarf að ýta undir spamað með þeim hætti að fólk sé reiðubúið að leggja fé í heilbrigð fyrirtæki. Með því skap- ast rekstrargrundvöllurinn. Hvað verðstöðvun og verðgæzlu varðar, er svo mikil samkeppni innan verzlunarinnar til dæmis að hún ætti að nægja ein og sér. Verð á vöru og þjónustu fer ekki eftir óskum einhverra hagsmuna- hópa eða ríkisstjómar, það fer eft- ir framleiðslukostnaði. Eg get ekki séð að með þessu sé einhveijum gert hærra undir höfði en öðrum. Detti einhveijum I hug að aðgerð- ir þessar komi sér vel fyrir innflytj- endur, er það endemis vitleysa," sagði Haraldur Haraldsson. Þórarínn V. Þór- arinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ: Menn hafa áhyggjur af millifærslu „VIÐ höfum ekki haft aðstöðu til að kynna okkur þessar að- gerðir út í hörgul, en hins vegar er því ekki að leyna að menn innan samtakanna hafa af því verulegar áhyggjur, að aftur skuli með jafnvíðtækum hætti og hér virðist vera raunin á, horfið að millifærslu og upp- bótakcrfi," sagði Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmda- stjóri VSÍ. „Menn sjá ekki að slíkt kerfí geti annað en fólgið í sér mismun- um á starfsskilyrðum einstakra atvinnugreina og einstakra fyrir- tækja innan sömu greina. Af þessu hafa menn verulegar áhyggjur. Það verður fjallað nánar um þess- ar aðgerðir innan stjómar VSÍ og því ekki ástæða á þessu stigi ti) að tjá sig frekar um þær,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson. Pétur Sigurðsson formaður ASV: Verður að skoða heild- arútkomu ÞAÐ ER náttúrulega grundvall- aratriði að ekki sé hróflað við samningsrétti. En ef leggja á mat á afskipti ríkisvaldsins verður að skoða heildarútkom- una og hvort frysting launa, stöðvun verðlags og vaxtalækk- un skili sambærilegum kaup- mætti og samningar gerðu ráð fyrir,“ sagði Pétur Sigurðsson, formaður Alþýðusambands Vestfjarða, aðspurður um álit á fyrstu efnahagsaðgerðum nýrr- ar ríkisstjómar. „Ég hef engar tölur að byggja á en hef sterklega á tilfínningunni að verðstöðvun og lækkun vaxta 1. september hafi skilað meiru en 2,5% áfangahækkun hefði gert í stöðunni," sagði hann. Pétur Sigurðsson sagði aðgerð- imar óréttlátar að því leyti að þær bitnuðu fyrst og fremst á því fólki sem fengi greitt eftir töxtum. „Þetta eykur bilið á milli þess og hálaunahópanna, launaskrið verð- ur ekki læknað með afnámi samn- ingsréttar, þar þurfa önnur úrræði að koma til.“ Pétur sagði að ekki hefði verið tekin ákvörðun um fund hjá ASV vegna aðgerða ríkisvaldsins en í októbermánuði yrði staða félags- manna frá 25. janúar reiknuð út. „Leiði sú skoðun í ljós að staða okkar sé verri en samningamir gerðu ráð fyrir þá munum við að sjálfsögðu krefjast leiðréttingar frá vinnuveitendum," sagði Pétur Sigurðsson formaður Alþýðusam- bands Vestfjarða. Magnús L. Sveinsson: Fyrsta stjórn- arverk Alþýðu- bandalagsins athyglisvert „ÉG LÉT í Ijósi andúð á Iög- bindingu Iauna í tíð fyrri ríkis- stjórnar og sú skoðun min hefiir ekkert breyst enda brýtur hún gegn gnindvallarrétti laun- þega,“ sagði Magnús L. Sveins- son, formaður Verslunar- mannafélags Reykjavíkur. „Hins vegar er það athyglisvert að Alþýðubandalagið, sem lamdi hvað harðast á fyrri ríkisstjóm vegna þessa, skuli láta það vera sitt fyrsta verk í ríkisstjóm að afhema samningsrétt og banna launahækkanir. Það sýnir að þeir meintu ekkert með árásum á fyrri stjóm." „Hvað verðstöðvun varðar er auðvitað knýjandi að halda verði á vöm og þjónustu lágu á hveijum tíma. Hins vegar er verðstöðvun með handafli engin lausn á því máli, hún frestar vandanum í mesta lagi um fáeina mánuði," sagði Magnús L. Sveinsson, form- aður VR. Gunnar Helgi Hálf- dánarson, Fjárfest- ingarfélaginu: Skattur á sparifé er hættulegur Gunnar Helgi Hálfdánarson framkvæmdastjóri Fjárfesting- arfélagsins segir að hugmyndir núverandi stjómar um skatt- lagningu á sparifé sé stórhættu- leg leið. Slíkt myndi auka eyðslu í þjóðfélaginu, minnka sparnað, auka á viðskiptahallann og auka erlendar skuldir þjóðarbúsins. „Það er erfítt að segja álit sitt á þessum hlutum þar sem ekki er vitað hve langt stjómvöld ætla að ganga. Ætla þau að skattleeggja alla sparifjáreigendur eða ælta þau að mismuna þeim eftir spamaðar- formum," segir Gunnar. „Ef verið er að ræða um að skattleggja sparifé alls almennings þá skiptir það tugum þúsunda fólks sem á þetta frá 100.000 krónum og upp í milljón bundið í innlánum og verðbréfum. Þeir sem em að ræða um þetta verða að tala skýrar um hvað þeir ætli að gera því yfirlýs- ingar um skattlagningu af þessum toga, án þess að það sé útfært nánar valda miklum skaða." Aðspurður um þau áform að breyta lánskjaravísitölunni á þann veg að launavísitalan hafí þar helmingsvægi segir Gunnar að slíkt sé aðeins pólitískt sjónar- spil.... „Laun hækka meira en verðlag til lengri tíma litið og því þýðir þetta hækkun lánskjaraví- sitölunnar. Að vísu gæti þetta leitt til jafnari greiðslubyrði af verð- tryggðum lánum en til að ná slíku eru til aðrar leiðir," segir Gunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.