Morgunblaðið - 12.11.1988, Page 11

Morgunblaðið - 12.11.1988, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1988 11 Theódór Júlíusson og ÞrAinn Karlsson í „Skjaldbökunni". SkjaldbaJkan í Þjóðleikhúsinu: Þetta boð er mikíll heiður - segir leikstjórinn, Viðar Eggertsson ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sýnir um þessar mundir leikritíð „Skjaldbakan kemst þangað líka“ eftir Arna Ibsen. Eins og firam hefúr komið i fréttum er þetta gestaleikur frá Leikfélagi Akureyrar, þar sem verkið hefur verið sýnt í haust. Viðar Eggertsson er leikstjóri sýningarinnar og í stuttu spjalli sem Morgunblaðið átti við hann var hann spurður hvers vegna Skjaldbakan væri komin í Þjóðleik- húsið. „Þjóðleikhúsráð og Þjóðleik- hússtjóri tóku þá ákvörðun að bjóða sýningunni suður," svaraði Viðar. „Þetta er mikill heiður, vegna þess að dyr Þjóðleikhússins standa ekki alltaf opnar fyrir sýn- ingum annarra leikhúsa. Þeir verða að velja úr §ölda góðra verka sem í gangi eru. Það sem eflaust kemur til er að Leikfélag Akureyrar er Qarri leiklistarunnendum hér á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Sýningar frá Akureyri hafa komið suður áður og við erum afskaplega stolt yfir því að Skjaldbakan skuli feta sömu slóð og sýningar á borð við „Beðið eftir Godot", sem var sýnt hér á Listahátíð 1980 og „Atóm- stöðin", sem Þjóðleikhúsið bauð suður 1983. Fyrsta sýningin á Skjaldbö- kunni hér sunnan heiða var á miðvikudagskvöld og svo skemmtilega vill til að einmitt það kvöld, fyrir fjórum árum, klukkan 20.30 var þetta leikrit frumsýnt í Nýlistasafiiinu. Fyrsti samlestur á þeirri uppfærslu var reyndar í því húsnæði sem nú er Litla svið Þjóðleikhússins. Þannig að segja má að Skjaldbakan hafi komist hringinn." Nú íjallar þetta leikrit um tvö erlend ljóðskáld sem eru að jagast um ljóðlist og pólitík. Á þetta eitt- hvert erindi við okkur Islendinga? „Það sem styttir leiðina til áhorfandans er að höfundurinn er íslenskur og miðar við sinn samtíma og þann veruleika sem við eigum heima í, jafiivel þótt hann noti, sem dæmi, tvær mann- eskjur og einstæða vináttu þeirra og það hvemig þeim reiðir af á ógnartímum." En er ekki pólitík og ljóðlist dálitið flókið viðfangsefni í leik- riti? „Nei, þetta er ótrúlega fallegt verk og það er vináttan sem skipt- ir máli. Svo fallegt að maður kemst ekki út úr því, samanber það að ég er búinn að vera að vinna í þessu leikriti í fjögur ár — ýmist sem leikari eða leikstjóri. Þegar við sýndum Skjaldbökuna á Irlandi, skrifaði einn gagnrýn- andinn: „Verkið hlýtur að kveikja skáldneistann í hverjum sem stendur andspænis hörðum veru- leika lífsins. Veltið ykkur upp úr skáldskap og njótið hverrar mínútu." Ég tek undir þessi orð,“ sagði Viðar að lokum. Þægilegar töflur úr ekta skinni M Verð: Kr. 1390.- Litur: Hvítt. Stærðir: 36-41. Ath. Mikið úrval svipaðra tegunda. 5% staðgreiðsluafsláttur. Póstsendum samdægurs. VELTUSUNOI 1 KRINGMN KBIMeNM S. 689212 21212 «> FORLAGSFRÉTTIR Kærleikur - lækningar kraftaverk Ný bók um reynslu skurðlæknis af einstökum hæfileika sjúklinga til að læknast af sjálfsdáðum „Besta ráðið sem ég get gefið nokkrum manni er að lifa hvem dag eins og hann væri hinn síðasti í lífinu. Þar með er ég ekki að hvetja neinn til að fremja bankarán eða eyða öllú sínu sparifé í einhverja vitleysu. Ég er að tala um hina andlegu hlið lífsins. Leitaðu gleðinnar. Reyndu að losa um innri spennu, skilja hvað hijáir hugann og finna aukinn frið í. hjarta. Ég get fullvissað hvem og einn sem það gerir um, að næsta morgunn vaknar hann svo sæll og hamingjusamur að hann langar ekki til að deyja. Þetta er besta ráðið sem ég get gefíð þeim sjúklingi, sem þjáist af krabbameini eða öðr- um lífshættulegum sjúkdóm- Þetta segir Bemie S. Siegel, bandariskur læknir, er fyrir tveimur árum sendi frá sér bók sem nú kemur út á islensku undir heitinu Kærleikur - lækningar - kraftaverk. Bókin hefur vakið gífurlega athygli vestan hafs þar sem hún varð metsölubók og í rúmt ár hefur hún verið efst á lista jrfir söluhæstu bækur sem New York Times sendir frá sér. Bemie S. Siegel menntaðist sem skurðlæknir við Yale há- skóla og starfar nú sem skurð- læknir í New Haven, Connec- ticut í Bandaríkjunum. Hvers virði er ástúð o g umhyggja? Þar sem lyf og hefðbundnar lækn- isaðferðir duga ekki einar sér til að bjarga mannslífum getur ást og umhyggja gert kraftaverk. Það er boðskapur Siegels læknis í þess- ari bók. Hann byggir fullyrðingar sínar á eigin reynslu, sérstaklega í meðferð sjúklinga með krabba- mein. Fyrir nokkrum árum hóf hann að beita sér fyrir manneskju- legri meðferð krabbameinssjúkl- inga, þar sem áhersla er lögð á umhyggju og mannlega samhygð. í þessari bók rekur hann mörg lýsandi dæmi og segir árangurinn af ástríkri umönnun kraftaverki líkastan. Andlegt ástand sjúklings- ins og máttur hugans getur að hans dómi skipt sköpum um líkur hans á að lifa. Siegel læknir bend- ir á, að læknisfræðin hafi jafnan verið fremur afskiptalítil um fólk, sem fær ekki sjúkdóma þótt fær- ustu læknar hafí alltaf vitað bet- ur. „Yfirleitt velta læknar því sjald- an fyrir sér, hvemig viðhorf sjúkl- ings til lífsins hafa áhrif á það hversu langt þetta líf verður og hversu hamingjuríkt". Bernie S. Siegel læknir Þeir sjúklingar, sem sýna óvæntan og oft óskýranlegan bata, kallar Bemie S. Siegel einstaka sjúkl- inga. Það hugtak kemur ekki fyrir í því sem kennt er í læknisfræði. Ég Iærði það eftir að ég hafði verið óánægður og leitandi í starfi í langan tíma. Mér var aldrei kennt neitt um sjálfslækningu og kær- leik, hvemig ég ætti að tala við sjúklinga eða til hvers ég væri að verða læknir. Námið gerði mig ekki heilan á sál og líkama og samt var þess vænst að ég gerði aðra heila heislu... í starfí mínu hugsaði ég um sjúkdómstilfelli, línurit, sjúkdóma, meðferð og spár um árangur í staðinn fyrir mann- eskjur. Ég hafði litið á sjúklingana sem vélar sem gera þyrfti við. Á þessum tíma flutti ég eitt sinn erindi á ráðstefnu bamalækna. Margir komu of seint og skýrðu í ákafa frá því að það hefði verið lagt inn „merkilegt tilfelli"; bam sem var að falla í skykursýkisdá. Mér brá þegar ég áttaði mig á hvað þessi afstaða skapaði mikla fjarlægð milli læknanna og „tilfell- isins“, sem þama var fárveikt, hrætt bam með örvingluðum for- eldrum." Einstakir sjúklingar „Ég stofnaði hópa með sjúklingum mínum í því skyni að hjálpa þeim,“ heldur Siegel læknir áfram. „Ég fylgdist með því hvemig fólk lærði að lifa með sjúkdómi sínum og beijast árangursríkri baráttu við innri spennu, sorg og vonbrigði, ég sá hvemig það náði valdi á heilsu sinni og hvemig krabba- meinsæxli hjöðnuðu og hurfu. Ég var gáttaður. Þetta hafði ég ekki séð áður. Þetta fólk kalla ég ein- staka sjúklinga.“ En ekki eru allir einstakir sjúkling- ar. „Mér virðist sem 15-20 prósent af sjúklingum, sem þjást af lífhættulegum sjúkdómum, teljist til þessa hóps. Þetta em þeir, sem em reiðubúnir til að taka fulla ábyrgð á lífi sínu, breyta hugar- fari sínu og andlegri líðan í því skyni að vinna bug á sjúkdómum og vilja samvinnu við lækni sinn um að svo megi takast. Oftar en ekki er þetta skapmikið fólk, sem alls ekki sættir sig við hlutskipti sitt og er af mörgum læknum ta- lið „erfiðir sjúklingar". Flestir kjósa aftur á móti að sitja aðgerð- arlausir og láta lækni sinn stjóma sjúkdómsmeðferðinni. „Þú ert læknirinn. Þitt er að annast mig og lækna." Slíku fólki getur verið erfitt að hjálpa. Sem læknir leggur Bemie Siegel ríka áherslu á, að hér sé ekki um það að ræða að eitt komi í stað annars. Hugræktin, sem hann hvetur sjúklinga sína til og leið- beinir um í bókinni, á ekki að koma í stað læknisaðgerða, heldur á sjúklingurinn að leggja sitt af mörkum ásamt læknum sínum í baráttu við sjúkdóminn. „Sá, sem elskar sjálfan sig og elskar einnig lífið og sættir sig auk þess við að það vari ekki að eilífu, getur breytt h'fi sínu tíl hins betra. Hlutverk mitt sem skurðlæknis er að iengja tímann sem er til stefnu, svo að megi nota hann til sjálfslækning- Hvað um heilbrigt fólk? Hvaða erindi eiga orð Siegel lækn- is þá við fullfriskt fólk? Er bók hans einungis ætluð sjúklingum? Því svarar hann á þessa leið: „Hver og einn getur orðið einstakur sjúkl- ingur og það er best að byija áður en maður verður veikur. Margir nýta ekki lífskraft sinn til fulln- ustu fyrr en lífshættulegur sjúk- dómur þvingar þá til hugarfars- breytingar. En það þarf ekki að verða á elleftu stundu. Við getum hvenær sem er nýtt okkur þann kraft, sem við búum yfir í sálinni, og það er meira svigrúm til að hann geri gagn áður en ógæfan blasir við“. FORLAGIÐ1 ÆGEGÖTU 10, SÍMI: 91-25188 .0

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.